Byggingarfulltrúi sendir beiðni um fullgilda rafræna undirritun til hönnuða eftir yfirferð og afgreiðslu byggingarfulltrúa. Þegar því er lokið eru teikningar settar inn á kortasjá Fjarðabyggðar þar sem hönnuðir og aðrir geta sótt sér þær. Pappír er því óþarfur í umsýslu mála sem til verða frá deginum í dag ef hönnuðir eru með rafræn skilríki.
Mál sem hafa orðið til fyrir 27. febrúar 2024 þarf að klára eftir eldra fyrirkomulagi.