Fara í efni
12.03.2024 Fréttir

Fjarðabyggð gerir samstarfssamning við blakdeild Þróttar Fjarðabyggð

Deildu

,,Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Fjarðabyggð að styðja við jafn öflugt íþróttastarf og blakdeildin sinnir. Sterk umgjörð alls íþróttastarfs skilar miklu árangri, uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og eflingar íþrótta í samfélaginu og að auki að efla samstöðu meðal íbúa." Sagði Jóna Árný, bæjarstjóri.

,,Þessi styrkur til reksturs úrvalsdeilda karla, kvenna og U20 liðanna hjálpar mikið til í því rekstrarumhverfisem blakdeildin starfar í. En blakdeildin hefur nú bætt við fjórum liðum sem spila í 1. deild og í neðri deildum, allt U20 lið. Þetta er mikilvæg viðbót þar sem við erum rík af efnilegum ungmennum sem þurfa verkefni. Við gætum ekki staðið í þessu nema væri fyrir góða styrktaraðila." segir Sigríður Þrúður, formaður blakdeildar Þróttar.

Í kjölfarið voru spilaðir tveir leikir í Unbroken deildinni þar sem kvennalið Þróttar tók á móti Álftanesi og karlalið Þróttar tók á móti Aftureldingu. Viðureignirnar voru þægilegri en við var að búast og unnust báðir leikirnir 3-0.