Laxdæla er oft sögð frægasta ástarsaga íslenskra bókmennta. Nemendur fengu síðan frjálsar hendur við að vinna lokaverkefni úr sögunni og voru verkefni þeirra mjög fjölbreytt. Þar var hringur Melkorku, smíðaður úr 100 kr. peningi, sverð af ýmsum toga, myndband, myndverk, frásagnir og leirlistarverk, svo eitthvað sé nefnt. Einn nemandi gerði heimasíðu sem skoða má hér.
Nemendur buðu foreldrum sínum, kennurum og nemendum 8. bekkjar á sérstaka sýningu á verkum sínum og má sjá myndir frá sýningunni hér.