Fara í efni
05.10.2023 Fréttir

Slökkviliðsæfing slökkviliðs Fjarðabyggðar í samstarfi við Brúnamálaskóla Íslands

Deildu

Hér gafst gott tækifæri til að prófa nýjar aðferðir í þeim þjálfunarfræðum með það að markmiði að efla sjálfstraust og getu slökkviliðsmanna og halda áfram þeirri vinnu að byggja upp öflugt atvinnumannaslökkvilið með sterka liðsheild.

Uppsetning æfingarinnar byggir á viðurkenndum þjálfunarfræðum viðbragðsaðila en þessar gerðir æfinga verða stór þáttur í nýrri kennsluskrá Brunamálaskólans. Var þetta fyrsti hópurinn sem fær að láta á hana reyna.

Þátttakendur á æfingunni fengu allar forsendur fyrir fram upp gefnar og ekkert á að koma á óvart á meðan á æfingunni stendur.

Með því að láta þátttakendur fá handrit, og allir gera sér grein fyrir verkþáttunum er krafan sú að allir séu með sitt á hreinu þegar kemur að framkvæmdinni.

Þema æfingarinnar var bráðaviðbragð við staðbundnum bruna í byggingu.

Áherslur voru lagðar á vettvangsmat, tafarlausa lífsbjörgun, endurmat, slökkvitækni, árás utan frá, stiga, reykköfun, móttaka sjúklinga og Mayday í því felst þegar slökkviliðsmaður slasast við störf.

Brunaæfing Brunamálaskólans er hluti af þeim uppbyggingarfasa hjá atvinnumannaslökkvilið Fjarðabyggðar og tengist vel nýju fyrirkomulagi á reglubundnum æfingum hjá vöktum slökkviliðsins. Því fyrirkomulagi var komið á í byrjun sumars undir handleiðslu Höskuldar Einarssonar, sérfræðings hjá Bráðalausnum. Reglubundnu vaktaæfingarnar hafa reynst vel á meðal slökkvimanna og mikil ánægja er með það.