Fara í efni
02.09.2023 Fréttir

Hinsegin íþróttafræðsla í Fjarðabyggð

Deildu

Byggir á íslenskum rannsóknum

Sveinn hefur rannsakað upplifun hinsegin fólks í íþróttum á Íslandi (sjá hér) og byggir fræðslan til dæmis á þeirri rannsókn. Fræðslan hefur hlotið afar góðar viðtökur hjá þeim fjölmörgu íþróttafélögum sem hana hafa sótt en þó fræðslan byggi alltaf á sama grunni þá er hver fræðsla sérsniðin að hverjum hópi fyrir sig.

Fræðsla fyrir iðkendur, foreldra, forráðafólk, þjálfara og stjórnarfólk íþróttafélaga- og deilda

Fræðslan fer fram í Egilsbúð Neskaupstað, Miðvikudaginn 6. september, Skrúð Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 7. september og Valhöll Eskifirði, föstudaginn 8. september. Fræðslan hefst klukkan 17:00.

Streymt verður frá fræðslunni í Egilsbúð. Hægt er að tengjast fundinum í streymi hér.

Fjarðabyggð hvetur allt fólk sem hefur áhuga eða aðkomu að íþróttum í sveitarfélaginu til þess að mæta á fræðslu, hvort sem er í persónu eða í gegnum netið.