Fara í efni

Fréttir

29.03.2023

Snjómokstur miðvikudaginn 29. mars

Snjómokstur er í fullum gangi og öll tæki eru komin út og mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Þar sem mjög þungfært er víða mun snjómokstur ganga hægt fyrir sig. Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri.
28.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð miðvikudaginn 29. mars

Skólahald fellur niður í leik-, grunn- og tónskóla í Neskaupstað og á leikskólanum Dalborg, að Dalbraut Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla verður opinn. Auk þess mun ekkert skólahald verða í Verkmenntaskóla Austurlands. Víðtækar rýmingar eru enn í gildi á þessum stöðum, sem ljóst er að hefur áhrif á starfsemi þessara stofnanna.
28.03.2023

Aflétting rýmingar að hluta á Neskaupstað

Aðstæður á austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu hafa verið metnar í dag af Veðurstofu Íslands í Neskaupstað, á Seyðisfirði og Eskifirði. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á hluta húsa í Neskaupstað og á Seyðisfirði sem rýmd voru í gær.
28.03.2023

Tafir á sorphirðu vegna veðurs

Sökum veðurs verða tafir á sorphirðu þessa vikuna, við munum gera okkar allra besta við að tæma eins og veður og færð leyfir. Frekari upplýsingar verða settar inn næstu daga að morgni hver dags um það hvar á að tæma hverju sinn. Mikilvægt er að íbúar tryggi aðgengi að tunnunum og moki frá sorpgeymslum til að greiða leið sorphirðufólks þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar.
28.03.2023

Fundur með fulltrúum Náttúruhamfaratrygginga frestast vegna ófærðar

Fulltrúar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands komu til Egilsstaða í morgun þriðjudaginn 28. mars. Áætlað var að þeir yrðu í Egilsbúð frá klukkan 11:00 - 13:00.
28.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð þriðjudaginn 28. mars

Ekkert skólahald verður í leik- grunn-, og tónlistarskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði eftir hádegið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum verður rýmingum ekki aflétt á Eskifirði og í Neskaupstað eins og staðan er og vegna fannfergis er færð á Fáskrúðsfirði enn afar þung.
28.03.2023

Tilkynning frá aðgerðastjórn lögreglu 28. mars kl. 11:40

Fundur var með Veðurstofu í morgun þar sem staðan var metin á austfjörðum m.t.t. snjóflóðahættu og veðurs framundan. Ákveðið var að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað.
28.03.2023

Frítt í sundlaugina á Eskifirði og Stefánslaug

Frítt verður í sundlaugina á Eskifirði og Stefánslaug til og með föstudeginum 31. mars
28.03.2023

Vegna komu fulltrúa frá Náttúruhamfaratryggingum

Fulltrúar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands komu til Egilsstaða í morgun þriðjudaginn 28. mars. Áætlað var að þeir yrðu í Egilsbúð frá klukkan 11:00 - 13:00.
28.03.2023

Mikilvægt er að íbúar moki frá bifreiðum sínum

Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir moki frá bílum sínum svo snjóruðningsmenn sjái bíla þegar verið er að ryðja vegi.
28.03.2023

Snjómokstur þriðjudaginn 28. mars

Snjómokstur er í fullum gangi og öll tæki eru komin út og mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Þar sem mjög þungfært er mun snjómokstur ganga hægt fyrir sig. Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri.
27.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð – Þriðjudaginn 28. mars

Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun. Auk þess mun ekkert skólahald verða í Verkmenntaskóla Austurlands heldur. Á öllum þessum stöðum er þungfært víða á götum og göngustígum auk þess sem rýming er enn í gildi á Eskifirði og í Neskaupstað og gildir hún í það minnsta fram eftir morgni.
27.03.2023

Pistill bæjarstjóra vegna ofanflóða í Neskaupstað

Í morgun vorum við enn á ný minnt á hve óblíð náttúruöflin á Íslandi geta verið. Það var óþægileg tilfinninig að vakna við tilkynningar um snjóflóð úr hlíðunum ofan Neskaupstaðar. Íbúar Neskaupstaðar og aðrir íbúar Fjarðabyggðar eru auðvitað full meðvitaðir um hættuna, en þegar hún steðjar að með svo áþreifanlegum hætti er alltaf erfitt að takast á við hana. Það var engu að síður aðdáunarvert að finna hve íbúar og viðbragðsaðilar tókust á við verkefnið af miklu æðruleysi og dugnaði – slíkt skiptir sköpum.
27.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að fara af neyðarstigi Almannavarna niður á hættustig. Neyðarstigi var lýst yfir í morgun þegar snjóflóð féll í Neskaupstað.
27.03.2023

Building evacuation in Neskaupstaður/Ewakuacja domów w Neskaupstaður

The Icelandic Meteorological Institute has decided to evacuate buildings in Neskaupstaður as a precautionary measure. The area to be evacuated is partially below the avalanche dam. This area is to be evacuated anyway because the snow is loose. In the event of another avalanche, there is a chance of spillage over the dam due to the looseness of the snow. There is no risk of an avalanche causing damage below the dam – this is a precautionary measure. Rescue workers in Neskaupstaður and Seyðisfjörður are currently working on evacuation. It is clear that no casualties have resulted from the avalanche in Neskaupstaður that hit several buildings this morning. There is an avalanche risk in Seyðisfjörður, though no avalanches are known to have occurred. Buildings are to be evacuated in the danger zone, see below. The following buildings in Neskaupstaður are to be evacuated: Strandgata 20,43,44,45,62 og 79Urðarteigur 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37aNaustahvammur 20,45 og 48Vindheimanaust 5, 7 og 8Borgarnaust 6-8Hafnarnaust 5Naustahvammur 52, 54, 57, 67, 69 og 76Hlíðargata 16a,18,22,24,26,28,32,34Blómsturvellir 11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,43,45,47,49Víðimýri 1,3,5,7,9,11,13,16,17,18Gauksmýri 1-4,5,6Hrafnsmýri 1,2,,3-6Starmýri 1, 17-19 og 21-23Breiðablik 11Gilsbakki 1,3,5,7,9,11,13,14Mýrargata 9,11,13,15,17-21,23,25,26,28a,28b, 29,31,33,35,37,41Nesbakki 2,4,5,6,8,10,12-17, 19-21Lyngbakki 1,3,og 5Marbakki 5, 7-14Sæbakki 11,13,15,18,22,24,26,28,32
27.03.2023

Rýming á svæði 4 á Eskifirði

English belowVeðurstofan hefur ákveðið að rýma svæði 4 á Eskifirði í varúðarskyni. Hættustigi Veðurstofunnar hefur verið lýst yfir á Eskifirði vegna óstöðugs snjóalags en mikið hefur snjóað í NA snjóbyl. Svæði 4 er innan Bleiksár.
27.03.2023

Snjómokstur 27. mars

Snjómokstur gengur erfilega og er því í forgangi núna að halda stofnbrautum opnum.
27.03.2023

Neyðarstig vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa þrjú snjóflóð fallið í Neskaupstað í morgun. Nú er unnið að því að rýma hús í Neskaupstað í samráði við almannavarnir og ganga björgunarsveitarmenn í þau hús sem ákveðið hefur verið að rýma. Rýmingarsvæðið er víðtækt og nær m.a. til fjölda húsa í Mýrar- og Bakkahverfum. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Egilsbúð og eru þeir sem þegar hafa rýmt hús sín, og ekki hafa farið þangað, beðnir um að hringja í síma 1717 til að skrá sig.
27.03.2023

Rýmingar í Neskaupstað

Veðurstofa Íslands hafa ákveðið að rýma hús í Neskaupsstað í varúðarskyni. Það svæði sem ákveðið hefur verið að rýma er að hluta fyrir neðan varnargarða, en það svæði er rýmt engu að síður vegna þess að snjór er léttur, ef annað flóð fellur á garðinn er möguleiki á að eitthvað gæti lekið yfir garðinn sökum léttleika snævar. Það er ekki talin hætta á að flóð valdi skemmdum neðan garða, þetta er varúðar ráðstöfun.
27.03.2023

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig.

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. Unnið er að því að meta aðstæður annarsstaðar í þéttbýlinu og víðar. Íbúar Norðfjarðar hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum.
26.03.2023

Snjómokstur mánudaginn 27. mars

Snjómokstur mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum á morgun. Hinsvegar, sökum slæmrar veðurspár má gera ráð fyrir töfum á snjómokstri. Beðist er velvirðingar á því.
26.03.2023

Gert er ráð fyrir mikilli snjókomu í kvöld og fram á miðjan dag á morgun með talsverðum vindi

Gert er ráð fyrir mikilli snjókomu á Austfjörðum í kvöld og fram á miðjan dag á morgun með talsverðum vindi. Færð mun að líkindum spillast með kvöldinu. Vegfarendur því hvattir til að fylgjast vel með tíðindum af veðri og færð. Frekari upplýsingar um vedur má finna inná heimasíðu Veðurstofunnar og færð á vegum inná heimasíðu Vegagerðarinnar.
24.03.2023

Tannverndarvika í leikskólanum Dalborg

Í tilefni af tannverndarviku fengu börnin á leikskólanum Dalborg allskonar fræðsla um tennurnar okkar. Börnin lærðu m.a. hvað væri hollt fyrir tennurnar og hvað væri óhollt, þeim var kennt mikilvægi þess að tannbursta sig vel og þau fengu að prufa að tannbursta stóran krókódíl með risastórar tennur :) Heimasíða Dalborgar
23.03.2023

Heimsókn í dagvistun í Breiðdal og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Hjördís Helga Seljan, bæjarfulltrúi og Rósa Dröfn Pálsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og heimaþjónustu fóru á mánudaginn og heimsóttu dagvistun í Breiðdal og félag eldri borgara á Stöðvarfirði. Þær eru búnar að vera heimsækja Breiðablik, félag eldri borgara í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði og stefnan tekin á að heimsækja félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði.
23.03.2023

Páskabingó Hótel Breiðdalsvík

Hið árlega páskabingó verður haldið sunnudaginn 26. mars kl. 14:00 á hótel Breiðdalsvík. 1000 kr. spjaldið
22.03.2023

Ungmennráð Fjarðabyggðar og Múlaþings senda bréf á ráðherra og forsvarsmenn Skólahreystis

Í síðustu viku tóku Ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings sig saman og skrifuðu bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Andrésar og Láru hjá Skólahreysti ásamt helstu styrktaraðilum þess efnis að hvetja forsvarsmenn Skólahreystis til að endurskoða staðsetningu keppninar og að halda undankeppni á Austurlandi, eins og áður hefur verið gert. Ljóst er að mikið ójafnvægi myndast á milli þeirra liða sem ekki hafa tök á því að senda með sér stuðningslið til að hvetja sína keppendur áfram.
22.03.2023

Snjómokstur 22. mars

Snjómokstur gengur samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Tafir geta hinsvegar verið á snjómokstri vegna fannfergis. Beðist er velvirðingar á því.
21.03.2023

Ferðir almenningssamgangna falla niður fyrir hádegi 22. mars 2023

Vegna slæmrar veðurspár í fyrramálið munu allar ferðir í almenningssamgöngukerfi Fjarðabyggðar falla niður fyrir hádegi miðvikudaginn 22. mars. Sendar verða út tilkynningar um kl. 12:00 vegna ferða eftir hádegið
21.03.2023

Samstarf um aðgerðir gegn ofbeldi

Í gær var haldin upphafsfundur verkefnis um áframhaldandi þróun á svæðisbundnu samstarfi um aðgerðir gegn ofbeldi meðal lykilaðila á Austurlandi. Fundurinn var haldinn í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði.
20.03.2023

Viljayfirlýsing undirrituð um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis

Nú nýlega hefur verið ritað undir tvær viljayfirlýsingar um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggðar á vegum félaganna Bríetar og Brákar. Annars vegar er um að ræða viljayfirlýsingu sem skrifað var í Reykjavík í síðustu viku milli Fjarðabyggðar, Bríetar og vertakafyrirtæksins Búðinga. Í henni felst uppbygging á allt að fjórum íbúðum í Fjarðabyggð, 2 á Eskifirði og 2 á Reyðarfirði sem Búðingar munu reisa fyrir Bríeti.