Fara í efni

Fréttir

27.03.2023

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig.

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. Unnið er að því að meta aðstæður annarsstaðar í þéttbýlinu og víðar. Íbúar Norðfjarðar hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum.
26.03.2023

Snjómokstur mánudaginn 27. mars

Snjómokstur mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum á morgun. Hinsvegar, sökum slæmrar veðurspár má gera ráð fyrir töfum á snjómokstri. Beðist er velvirðingar á því.
26.03.2023

Gert er ráð fyrir mikilli snjókomu í kvöld og fram á miðjan dag á morgun með talsverðum vindi

Gert er ráð fyrir mikilli snjókomu á Austfjörðum í kvöld og fram á miðjan dag á morgun með talsverðum vindi. Færð mun að líkindum spillast með kvöldinu. Vegfarendur því hvattir til að fylgjast vel með tíðindum af veðri og færð. Frekari upplýsingar um vedur má finna inná heimasíðu Veðurstofunnar og færð á vegum inná heimasíðu Vegagerðarinnar.
24.03.2023

Tannverndarvika í leikskólanum Dalborg

Í tilefni af tannverndarviku fengu börnin á leikskólanum Dalborg allskonar fræðsla um tennurnar okkar. Börnin lærðu m.a. hvað væri hollt fyrir tennurnar og hvað væri óhollt, þeim var kennt mikilvægi þess að tannbursta sig vel og þau fengu að prufa að tannbursta stóran krókódíl með risastórar tennur :) Heimasíða Dalborgar
23.03.2023

Heimsókn í dagvistun í Breiðdal og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Hjördís Helga Seljan, bæjarfulltrúi og Rósa Dröfn Pálsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og heimaþjónustu fóru á mánudaginn og heimsóttu dagvistun í Breiðdal og félag eldri borgara á Stöðvarfirði. Þær eru búnar að vera heimsækja Breiðablik, félag eldri borgara í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði og stefnan tekin á að heimsækja félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði.
23.03.2023

Páskabingó Hótel Breiðdalsvík

Hið árlega páskabingó verður haldið sunnudaginn 26. mars kl. 14:00 á hótel Breiðdalsvík. 1000 kr. spjaldið
22.03.2023

Ungmennráð Fjarðabyggðar og Múlaþings senda bréf á ráðherra og forsvarsmenn Skólahreystis

Í síðustu viku tóku Ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings sig saman og skrifuðu bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Andrésar og Láru hjá Skólahreysti ásamt helstu styrktaraðilum þess efnis að hvetja forsvarsmenn Skólahreystis til að endurskoða staðsetningu keppninar og að halda undankeppni á Austurlandi, eins og áður hefur verið gert. Ljóst er að mikið ójafnvægi myndast á milli þeirra liða sem ekki hafa tök á því að senda með sér stuðningslið til að hvetja sína keppendur áfram.
22.03.2023

Snjómokstur 22. mars

Snjómokstur gengur samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Tafir geta hinsvegar verið á snjómokstri vegna fannfergis. Beðist er velvirðingar á því.
21.03.2023

Ferðir almenningssamgangna falla niður fyrir hádegi 22. mars 2023

Vegna slæmrar veðurspár í fyrramálið munu allar ferðir í almenningssamgöngukerfi Fjarðabyggðar falla niður fyrir hádegi miðvikudaginn 22. mars. Sendar verða út tilkynningar um kl. 12:00 vegna ferða eftir hádegið
21.03.2023

Samstarf um aðgerðir gegn ofbeldi

Í gær var haldin upphafsfundur verkefnis um áframhaldandi þróun á svæðisbundnu samstarfi um aðgerðir gegn ofbeldi meðal lykilaðila á Austurlandi. Fundurinn var haldinn í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði.
20.03.2023

Viljayfirlýsing undirrituð um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis

Nú nýlega hefur verið ritað undir tvær viljayfirlýsingar um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggðar á vegum félaganna Bríetar og Brákar. Annars vegar er um að ræða viljayfirlýsingu sem skrifað var í Reykjavík í síðustu viku milli Fjarðabyggðar, Bríetar og vertakafyrirtæksins Búðinga. Í henni felst uppbygging á allt að fjórum íbúðum í Fjarðabyggð, 2 á Eskifirði og 2 á Reyðarfirði sem Búðingar munu reisa fyrir Bríeti.
20.03.2023

Loksýning á Grease

Lokasýning á Grease var hjá Nesskóla í síðustu viku. Alls seldust 789 miðar. Sýningin fékk frábærar viðtökur frá sýningargestum. Nemendur sýndu mikinn áhuga, metnað og dug við undirbúning sýningarinnar og uppskáru eftir því.
20.03.2023

Íþrótta- og tómstundastyrkir Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð óskar eftir umsóknum um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs í fjarðabyggð. Fjarðabyggð auglýsir annars vegar eftir umsóknum um íþróttastyrki en þeir styrkir skiptast í þrjá flokka. Styrkir til meginfélaga Styrkir til annarra félaga (sem eru ekki hluti af starfsemi meginfélaga) Styrkir til samvinnuverkefna
16.03.2023

Nýr forseti bæjarstjórnar kosinn

Á bæjarstjórnarfundi fimmtudaginn 16. mars var Birgir Jónsson (Framsóknarflokkur) kosinn með níu atkvæðum sem nýr forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Skipunin mun taka gildi frá og með 16. mars. Mun hann taka við því embætti af Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttir (Fjarðarlistinn), sem gegnt hefur embætti forseta bæjarstjórnar frá 3. júní 2022. Mun Hjördís Seljan taka við sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Ragnar Sigurðsson (Sjálfstæðisflokkur) verður áfram annar varaforseti. Á sama fundi var gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra Jónu Árný frá og með 1. apríl og út kjörtímabilið.
15.03.2023

Viðgerð er lokið á hitaveitukerfi á Eskifirði

Viðgerðinni er lokið, verið er að fylla á tank og stofnlagnir í bæ. Reikna má að fullur þrýstingur verði komin á innan skammms. Íbúar eru beðnir um að athuga síur af inntaki hitaveitunnar. Ef íbúar lenda í vandræðum, þá vinsamlegast hafið samband í síma 470 9000 og óska eftir aðstoð. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
15.03.2023

Heitavatnslaust er á Eskifirði vegna bilunar

Vegna bilunar í hitaveitukerfi er heita vatnslaust á Eskifirði. Unnið er að viðgerð og reynt að koma heitu vatni á sem fyrst. Bilun er meiri en gert var ráð fyrir og viðgerð mun standa fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
15.03.2023

Styrkir til félagslegrar hæfingar og endurhæfingar

Félagsþjónustur Múlaþings og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til náms og til verkfæra- og tækjakaupa.
13.03.2023

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra staðsetur skrifstofu sína í Fjarðabyggð (breytt dagsetning)

Fimmtudaginn 16. mars, staðsetur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifstofu sína í Fjarðabyggð. Málefni ráðuneytisins eiga við um land allt og staðsetur ráðherra því skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu en verkefnið er einnig liður í markmiði ráðuneytisins um störf óháð staðsetningu.
13.03.2023

Uppsetning Nesskóla á leiksýningunni Grease

Nemendur Nesskóla munu frumsýna liksýninguna Grease, í Egilsbúð, þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:00 Við hvetjum öll áhugasöm um að mæta og sjá sýninguna. Leikarar sýningarinnar eru:
10.03.2023

Sameiginlegur fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs

Fyrsti sameiginlegi fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs var haldinn miðvikudaginn 8. mars. Í erindisbréfi ungmennaráðs er gert ráð fyrir einum sameiginlegum fundi á ári með fræðslunefnd og tókst þessi fyrsti fundur vel og mikil ánægja var með samstarfið.
10.03.2023

Söngur á sal í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði

Í kjölfar velferðarvikunnar í haust var ákveðið að hafa söngstund á sal á miðvikudögum fyrir alla nemendur. Tónlistarskólinn og söngelskir starfsmenn hafa haft veg og vanda af undirspili og skipulagi.
09.03.2023

Viljayfirlýsing um aukið húsnæðisframboð í fjarðabyggð undirritað

í dag undirritaði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Árný Hafborg fyrir hönd AHA Bygg viljayfirlýsingu um aukið húsnæðisframboð í Fjarðabyggð. Markmiðið með yfirlýsingunni er að stuðla að uppbyggingu á nýjum íbúðum og íbúðarhúsum í Fjarðabyggð upp að 100 fermetrum að stærð, með gæði og hagkvæmni í huga með tengingu við náttúru og útivist.
09.03.2023

Íbúafundur í Nesskóla vegna fyrirhugaðra framkvæmda á ofanflóðavörnum

Íbúafundurinn var haldinn í Nesskóla í Neskaupstað, mánudaginn 6. mars kl. 20:00. Kynntar voru fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna undir Nes- og Bakkagiljum. Á fundinn mættu Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði, Hallvarður Vignisson frá verkfræðistofunni HNIT og Þórhildur Þórhallsdóttir frá Landmótun. Fundarstjóri var Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri.
09.03.2023

Kjötbolludagurinn mikli

Kjötbollur eru um það bil besti matur í heimi. Þess vegna var dagurinn í dag afar góður hjá yngsta stiginu í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli. Þau nefnilega grilluðu kjötbollur við útikennslustofuna í morgun og fengu svo kjötbollur í matinn í hádeginu hjá henni Ingu sem rekur okkar frábæra mötuneyti. Hvítlauksbrauð er á pari við kjötbollur hvað gæði og bragð varðar og því var það líka grillað í morgun. Heimasíða Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli
06.03.2023

Bókun bæjarráðs varðandi vegamál

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna ástands brúnna yfir Sléttuá í Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði. Báðar þessar brýr sem eru á þjóðvegi 1 eru í afar slæmu ásigkomulagi og eru háðar þungatakmörkunum sem háir og hefur um langan tíma háð öflugu atvinnulífi í Fjarðabyggð. Þá er brúin yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brú á þjóðvegi 1 á Austurlandi.
03.03.2023

Íbúafundur í Neskaupstað 6. Mars – Hönnun ofanflóðamannvirkja í Nes- og Bakkagili

Mánudaginn 6. mars kl. 20:00 verður íbúafundur í Nesskóla í Neskaupstað. Á fundinum verða kynnt drög að hönnun ofanflóðavarna í Nes- og Bakkagilli. Fulltrúar og hönnuðir frá ofanflóðasjóð munu kynna drögin og svara spurningum Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér drögin. Fjarðabyggð
02.03.2023

Ungmennaþing Fjarðabyggðar

Miðvikudaginn 1. mars var haldið Ungmennaþing fyrir alla nemendur í 7. til 10. bekk úr grunnskólum í Fjarðabyggðar. Ungmennaþingið var haldið í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og komu rúmlega 200 nemendur á staðinn með rútum. Ungmennaráð Fjarðabyggðar skipulagði viðburðinn í tengslum við verkefnið Barnvænt sveitarfélag.
01.03.2023

Söngstund í Eskifjarðarskóla

Í gærmorgun hófu nemendur skólans og Snillingadeildar daginn á söngstund inn í sal. Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni og sungu lögin: Eitt lag enn, Enga fordóma, Fyrr var oft í koti, Lagið sem er bannað og Þetta er nóg. Það var þó greinilegt að margir voru tilbúnir að syngja aðeins lengur en það verður að bíða til næstu söngstundar sem verður næsta miðvikudag.
24.02.2023

Rostungur í heimsókn í Breiðdalsvík

Nú berast fréttir að rostungur hafi brugðið sér í heimsókn á bryggju í Breiðdalsvík. Dýralæknir hefur samkvæmt beiðni Matvælastofnunar farið og metið dýrið. Dýrið virðist ekki vera slasað en gæti verið aðeins meðtekið, en það getur verið erfitt að meta. Gæti líka verið að hvíla sig eftir langt ferðalag og átök.
24.02.2023

Almannavarnir: Askja er vel vöktuð

Almannavarnanefnd Austurlands hefur fundað reglulega frá því í mars 2022 með starfsmönnum Veðurstofu vegna jarðhræringa og landriss við Öskju sem hófst í ágúst 2021. Að auki sendir Veðurstofan vikulega upplýsingapóst um stöðu eldstöðva á landinu með niðurstöðum mælinga og vöktunar. Almannavarnir og sveitarfélög eru því vel upplýst um stöðu mála.