Fara í efni

Fréttir

23.02.2023

Myndlistarnámskeið og Kammerkór Norðurlands

Margt er um að vera í menningarstarfi Fjarðabyggðar í mars. Þann 7. mars næstkomandi mun Menningarstofa Fjarðabyggðar mu halda kvöldnámskeið í myndlist í mars. Námskeiðin verða haldin í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði 7. – 30. mars og verða fjögur skipti á hverjum stað.
23.02.2023

Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð í samstarfi með Janus heilsueflingu, stendur yfir kynningarfundum mánudaginn 27. febrúar. Kynnt verður verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+, en nýtt verkefnið hefst í mars.
23.02.2023

Þjónusta sveitarfélaga 2022 – Könnun Gallup

Í desember og janúar tók Fjarðabyggð þátt í þjónustukönnun Gallup, sem mælir viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsin. Í könnuninni eru mæld nokkur af stærstu sveitarfélögum landsins og er um að ræða netkönnun sem framkvæmd var á tímabilinu 12.12.22 – 23.1.23. Úrtakið á landsvísu var ríflega 12.000 einstaklingar, 18 ára og eldri, lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfshópi Gallup. Fjöldi svarenda í Fjarðabyggð var 165.
21.02.2023

Jóna Árný Þórðardóttir, nýr bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Frá þessu var gengið í dag. Jóna Árný kemur frá Norðfirði og hefur víðtæka stjórnunarreynslu og sérþekkingu á sviði rekstrar, fjármála og þróunar. Hún er löggiltur endurskoðandi og starfaði sem ráðgjafi hjá KPMG árin 2005-8, síðan sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar í tvö ár, síðan önnur tvö ár í innri endurskoðun Alcoa Fjarðaál. Hún starfaði síðan sjálfstætt þar til hún varð framkvæmdastjóri Austurbrúar vorið 2014.
20.02.2023

Starfslok bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. Fjarðabyggð þakkar Jóni Birni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Vinna er þegar hafin við ráðningu nýs bæjarstjóra. Tilkynning varðandi það verður send út síðar. Nánari upplýsingar veitir: Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar seysteinsson@gmail.com eða í síma 858 5026
20.02.2023

Bætt heilsa eldri borgara

Verkefnið Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri borgara hófst um miðjan ágúst á síðasta ári í Fjarðabyggð, hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum. Verkefninu er stýrt af fyrirtækinu Janus – Heilsuefling og er Fjarðabyggð eitt af sjö sveitarfélögum á landinu sem bjóða íbúum sínum 65 ára og eldri upp á slík námskeið.
17.02.2023

Skráning hafin í sumarfrístund 2023

Opið er fyrir skráningar í sumarfrístund 2023 fyrir börn sem eru að klára 1. – 4. bekk skólaárið 2022-2023. Sótt er um inná íbúagátt Fjarðabyggðar.
13.02.2023

Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði

Sunnudaginn 12. febrúar var fjölskyldudagurinn haldinn í Fjarðabyggð, af því tilefni var nýtt íþróttahús tekið í notkun. Mikill fjöldi gesta tók þátt í deginum og var fjölbreytt dagskrá í boði, ásamt því að íþróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd, íþrótta- og tómstundarfélög kynntu starfsemi sín, þá mætti Íþróttaálfurinn og Solla stirða til að skemmta börnunum ásamt því að hoppukastalar voru á staðnum.
13.02.2023

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar útnefnd

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd í gær og var það Þórarinn Ómarsson blakari í Þrótti sem hlaut þann titil. Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðnefndar um Þórarinn segir að þó mikið sé að ungu og efnilegu íþróttafólki í Fjarðabyggð þótti Þórarinn kallaður Tóti, standa upp úr sem góður íþróttamaður, liðsfélagi og fyrirmynd.
10.02.2023

Gul viðvörun fyrir laugardaginn 11. febrúar

Enn einu sinni ætlar lægð að heimsækja okkur hér á Íslandi og henni fylgja gular viðvaranir frá Veðurstofunnar. Viðvörunin tekur gildi klukka 10:00 í fyrramálið og stendur til klukkan 20:00. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum.
10.02.2023

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð og á Austurlandi. Íbúðirnar eru fimm talsins í raðhúsi að Búðarmel á Reyðarfirði. Það var byggingarfélagið Hrafnshóll sem sá um að byggja íbúðirnar.
09.02.2023

Búðavegur 8, Fáskrúðsfirði. TEMPLARINN

Fjarðabyggð leitar eftir tilboðum í Búðarveg 8 (Templarinn). Með tilboðinu þarf að fylgja tímasett áætlun tilboðgjafa um endurbætur á eigninni, hugmyndar um nýtingu hennar auk upplýsingum um fjármögnun endurbóta og fjárhagslegri stöðu tilboðsgjafa.
09.02.2023

Endurvinnsla á frauðplasti hafin í Fjarðabyggð

Í vikunni fékk Fjarðarbyggð góða heimsókn frá starfsmönnum Brims hf. sem hafa verið að vinna með sveitarfélaginu í snjalllausnum tengt úrgangi um nokkurn tíma. Í gegnum dótturfélag þess, Emblu Green Solutions ehf., hefur Fjarðabyggð hafið endurvinnslu á frauðplasti frá íbúum og fyrirtækjum og er stefnt að því að hefja útflutning á pressuðu frauðplasti á þessu ári. Starfsmenn sveitarfélagsins fengu kennslu um réttu handtökin við frauðpressuvél sem sveitarfélagið fékk til afnota.
07.02.2023

Fjölskyldudagur Fjarðabyggðar sunnudaginn 12. febrúar

Sunnudaginn 12. febrúar verður íþróttahúsið á Reyðarfirði tekið formlega í notkun ásamt því að íþróttamanneskja Fjarðabyggðar verður kynnt. Af því tilefni býður Fjarðabyggð til fjölskyldudags.
07.02.2023

Móttökustöðin á Reyðarfirði er lokað í dag 7. febrúar

Vegna veðurs er móttökustöðin á Reyðarfirði lokað í dag þriðjudaginn 7. febrúar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.
06.02.2023

Appelsínugul viðvörun

Enn ein skilin munu ganga yfir landið í fyrramálið og spáir Veðurstofan mjög slæmu veðri um nær allt land með appelsínugulri viðvörun. Víðast er gert ráð fyrir suðvestan stormi eða roki, mjög snörpum hviðum allt að 40 m/sek og mikilli úrkomu, slyddu eða snjókomu. Því er ljóst að ekkert ferðaveður verður á meðan þetta gengur yfir.Fólk er beðið um að tryggja muni utandyra og fylgjast vel með vedur.is og umferdin.is ef fólk þarf að vera á ferðinni.
06.02.2023

Dagur leikskólans

Í dag fagna leikskólarnir Degi leikskólans. Að því tilefni er verið að setja upp myndlistasýningu í nokkrum fyrirtækjum og stofnunum hér í Fjarðabyggð. Síðan til að fagna deginum enn meira þá verður starfsfólki og nemendum boðið uppá sólarpönnukökur í dag. Vonandi njótið þið sýningarinnar sem best 🙂
06.02.2023

Afgreiðsla Fjarðabyggðar flytur tímabundið

Afgreiðsla Fjarðabyggðar flytur tímabundið í húsnæði fjölskyldusviðs við Búðareyri 2 frá og með mánudeginum 6. febrúar.
03.02.2023

Börnin bjarga

Börnin bjarga er fastur liður í fræðslu skólahjúkrunarfræðinga á vegum heilsugæslunnar. Fræðslan fjallar um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi, en þau felast ma í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og loks hjartahnoð.
03.02.2023

Verkmenntaskóli Austurlands mætir liði Fjölbrautarskólans við Ármúla í Gettu Betur

Í kvöld mætir VA liði Fjölbrautaskólans við Ármúla í 8-liða úrslitum í Gettu betur. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppnin kl. 20:00. Við hvetjum öll til þess að fylgjast með keppninni og styðja við Ágústu, Geir og Ragnar! Áfram VA!
03.02.2023

Samstarfsverkefni um orkuskipti og orkutengda nýsköpun

Samstarfsverkefni á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, sem hlotið hefur nafnið Eygló, var stofnað formlega í gær. Fjarðabyggð er þátttakandi í verkefninu í samvinnu við önnur sveitarfélög á Austurlandi, SSA, Austurbrú, Landsvirkun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins Skrifað var undir samstarfssamning milli aðila í Fljótsdalsstöð.
01.02.2023

Skíðamiðstöðin í Oddskarði opnar í dag

Skíðamiðstöðina í Oddsskarði opnar í dag miðvikudaginn 1. febrúar klukkan 16:00 - 19:00 Opið verður í byrjendalyftu og 1. lyftu, gil og suðurbakki eru inni. Varað er við utanbrautarskíðun þar sem grjót geta staðið uppúr. Frítt verður í fjallið.
01.02.2023

Lífið er núna - styrktartónleikar Krafts – Neskaupstað

Styrktartónleikar Krafts með Stebba Jak, Ínu Berglindi, Coney Island Babies í Egilsbúð, miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl 20.00. Miðaverð: 2000 kr einnig tekið við frjálsum framlögum 🙂 Miðasala við hurð. Öll velkomin! Allur ágóði tónleikanna rennur til Krafts.
31.01.2023

Gjöf frá Íbúasamtökum Fáskrúðsfjarðar

Í vikunni barst Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði vegleg gjöf frá Íbúasamtökum Fáskrúðsfjarðar. Um er að ræða útleikföng sem munu nýtast skólanum um ókomin ár. Starfsfólk grunnskólans og nemendur þakka fyrir þessa veglegu gjöf.
31.01.2023

Snjómokstur 31. janúar

Snjómokstur gengur samkvæmt áætlun í öllum hverfum nema á Norðfirði sökum forfalla. Snjóruðningur mun því ganga hægar fyrir sig í dag þar. Beðist er velvirðingar á því.
26.01.2023

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð óskar eftir fötluðum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð. Einstaklingum sem endurspegla fjölbreyttan hóp fatlaðs fólks, s.s. með sjónskerðingu, heyrnarskerðingu, langvinna sjúkdóma, hreyfihömlun.
25.01.2023

Leikfélag Reyðarfjarðar endurvakið

Aðalfundur Leikfélags Reyðarfjarðar hefur verið boðaður í kvöld klukkan 20:00 í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði. Félagið hefur legið í dvala undanfarin ár, og hefur komið fram talsverður áhugi hjá íbúum að endurvekja starfið. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta og taka þátt í starfinu.
25.01.2023

Rafmagnsleysi hluta Neskaupstaðar 25.01.2023

Rafmagnslaust verður í hluta af miðbæ Neskaupstaðar 25.01.2023 frá kl 23:50 til kl 03:00 vegna vinnu við dreifikerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
25.01.2023

Slipperí slúbbí: fyrsta byrtingarmynd dauðans” föstudaginn 27. janúar í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði

Útskriftarnemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands opna sýninguna "Slipperí slúbbí: fyrsta byrtingarmynd dauðans" föstudaginn 27. janúar í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði - Fish Factory - Creative Centre.
24.01.2023

Ertu í staðsetningarlausu starfi?

Ertu í staðsetningarlausu starfi? Viltu prófa að vinna í friðsældinni inn á milli fjallanna á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði eða Stöðvarfirði? Krossgötum Austurlands á Egilsstöðum? Menningarbænum Seyðisfirði? Í sveitasælunni í Fljótsdal?