Fara í efni

Fréttir

20.03.2023

Loksýning á Grease

Lokasýning á Grease var hjá Nesskóla í síðustu viku. Alls seldust 789 miðar. Sýningin fékk frábærar viðtökur frá sýningargestum. Nemendur sýndu mikinn áhuga, metnað og dug við undirbúning sýningarinnar og uppskáru eftir því.
20.03.2023

Íþrótta- og tómstundastyrkir Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð óskar eftir umsóknum um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs í fjarðabyggð. Fjarðabyggð auglýsir annars vegar eftir umsóknum um íþróttastyrki en þeir styrkir skiptast í þrjá flokka. Styrkir til meginfélaga Styrkir til annarra félaga (sem eru ekki hluti af starfsemi meginfélaga) Styrkir til samvinnuverkefna
16.03.2023

Nýr forseti bæjarstjórnar kosinn

Á bæjarstjórnarfundi fimmtudaginn 16. mars var Birgir Jónsson (Framsóknarflokkur) kosinn með níu atkvæðum sem nýr forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Skipunin mun taka gildi frá og með 16. mars. Mun hann taka við því embætti af Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttir (Fjarðarlistinn), sem gegnt hefur embætti forseta bæjarstjórnar frá 3. júní 2022. Mun Hjördís Seljan taka við sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Ragnar Sigurðsson (Sjálfstæðisflokkur) verður áfram annar varaforseti. Á sama fundi var gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra Jónu Árný frá og með 1. apríl og út kjörtímabilið.
15.03.2023

Viðgerð er lokið á hitaveitukerfi á Eskifirði

Viðgerðinni er lokið, verið er að fylla á tank og stofnlagnir í bæ. Reikna má að fullur þrýstingur verði komin á innan skammms. Íbúar eru beðnir um að athuga síur af inntaki hitaveitunnar. Ef íbúar lenda í vandræðum, þá vinsamlegast hafið samband í síma 470 9000 og óska eftir aðstoð. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
15.03.2023

Heitavatnslaust er á Eskifirði vegna bilunar

Vegna bilunar í hitaveitukerfi er heita vatnslaust á Eskifirði. Unnið er að viðgerð og reynt að koma heitu vatni á sem fyrst. Bilun er meiri en gert var ráð fyrir og viðgerð mun standa fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
15.03.2023

Styrkir til félagslegrar hæfingar og endurhæfingar

Félagsþjónustur Múlaþings og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til náms og til verkfæra- og tækjakaupa.
13.03.2023

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra staðsetur skrifstofu sína í Fjarðabyggð (breytt dagsetning)

Fimmtudaginn 16. mars, staðsetur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifstofu sína í Fjarðabyggð. Málefni ráðuneytisins eiga við um land allt og staðsetur ráðherra því skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu en verkefnið er einnig liður í markmiði ráðuneytisins um störf óháð staðsetningu.
13.03.2023

Uppsetning Nesskóla á leiksýningunni Grease

Nemendur Nesskóla munu frumsýna liksýninguna Grease, í Egilsbúð, þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:00 Við hvetjum öll áhugasöm um að mæta og sjá sýninguna. Leikarar sýningarinnar eru:
10.03.2023

Sameiginlegur fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs

Fyrsti sameiginlegi fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs var haldinn miðvikudaginn 8. mars. Í erindisbréfi ungmennaráðs er gert ráð fyrir einum sameiginlegum fundi á ári með fræðslunefnd og tókst þessi fyrsti fundur vel og mikil ánægja var með samstarfið.
10.03.2023

Söngur á sal í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði

Í kjölfar velferðarvikunnar í haust var ákveðið að hafa söngstund á sal á miðvikudögum fyrir alla nemendur. Tónlistarskólinn og söngelskir starfsmenn hafa haft veg og vanda af undirspili og skipulagi.
09.03.2023

Viljayfirlýsing um aukið húsnæðisframboð í fjarðabyggð undirritað

í dag undirritaði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Árný Hafborg fyrir hönd AHA Bygg viljayfirlýsingu um aukið húsnæðisframboð í Fjarðabyggð. Markmiðið með yfirlýsingunni er að stuðla að uppbyggingu á nýjum íbúðum og íbúðarhúsum í Fjarðabyggð upp að 100 fermetrum að stærð, með gæði og hagkvæmni í huga með tengingu við náttúru og útivist.
09.03.2023

Íbúafundur í Nesskóla vegna fyrirhugaðra framkvæmda á ofanflóðavörnum

Íbúafundurinn var haldinn í Nesskóla í Neskaupstað, mánudaginn 6. mars kl. 20:00. Kynntar voru fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna undir Nes- og Bakkagiljum. Á fundinn mættu Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði, Hallvarður Vignisson frá verkfræðistofunni HNIT og Þórhildur Þórhallsdóttir frá Landmótun. Fundarstjóri var Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri.
09.03.2023

Kjötbolludagurinn mikli

Kjötbollur eru um það bil besti matur í heimi. Þess vegna var dagurinn í dag afar góður hjá yngsta stiginu í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli. Þau nefnilega grilluðu kjötbollur við útikennslustofuna í morgun og fengu svo kjötbollur í matinn í hádeginu hjá henni Ingu sem rekur okkar frábæra mötuneyti. Hvítlauksbrauð er á pari við kjötbollur hvað gæði og bragð varðar og því var það líka grillað í morgun. Heimasíða Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli
06.03.2023

Bókun bæjarráðs varðandi vegamál

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna ástands brúnna yfir Sléttuá í Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði. Báðar þessar brýr sem eru á þjóðvegi 1 eru í afar slæmu ásigkomulagi og eru háðar þungatakmörkunum sem háir og hefur um langan tíma háð öflugu atvinnulífi í Fjarðabyggð. Þá er brúin yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brú á þjóðvegi 1 á Austurlandi.
03.03.2023

Íbúafundur í Neskaupstað 6. Mars – Hönnun ofanflóðamannvirkja í Nes- og Bakkagili

Mánudaginn 6. mars kl. 20:00 verður íbúafundur í Nesskóla í Neskaupstað. Á fundinum verða kynnt drög að hönnun ofanflóðavarna í Nes- og Bakkagilli. Fulltrúar og hönnuðir frá ofanflóðasjóð munu kynna drögin og svara spurningum Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér drögin. Fjarðabyggð
02.03.2023

Ungmennaþing Fjarðabyggðar

Miðvikudaginn 1. mars var haldið Ungmennaþing fyrir alla nemendur í 7. til 10. bekk úr grunnskólum í Fjarðabyggðar. Ungmennaþingið var haldið í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og komu rúmlega 200 nemendur á staðinn með rútum. Ungmennaráð Fjarðabyggðar skipulagði viðburðinn í tengslum við verkefnið Barnvænt sveitarfélag.
01.03.2023

Söngstund í Eskifjarðarskóla

Í gærmorgun hófu nemendur skólans og Snillingadeildar daginn á söngstund inn í sal. Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni og sungu lögin: Eitt lag enn, Enga fordóma, Fyrr var oft í koti, Lagið sem er bannað og Þetta er nóg. Það var þó greinilegt að margir voru tilbúnir að syngja aðeins lengur en það verður að bíða til næstu söngstundar sem verður næsta miðvikudag.
24.02.2023

Rostungur í heimsókn í Breiðdalsvík

Nú berast fréttir að rostungur hafi brugðið sér í heimsókn á bryggju í Breiðdalsvík. Dýralæknir hefur samkvæmt beiðni Matvælastofnunar farið og metið dýrið. Dýrið virðist ekki vera slasað en gæti verið aðeins meðtekið, en það getur verið erfitt að meta. Gæti líka verið að hvíla sig eftir langt ferðalag og átök.
24.02.2023

Almannavarnir: Askja er vel vöktuð

Almannavarnanefnd Austurlands hefur fundað reglulega frá því í mars 2022 með starfsmönnum Veðurstofu vegna jarðhræringa og landriss við Öskju sem hófst í ágúst 2021. Að auki sendir Veðurstofan vikulega upplýsingapóst um stöðu eldstöðva á landinu með niðurstöðum mælinga og vöktunar. Almannavarnir og sveitarfélög eru því vel upplýst um stöðu mála.
23.02.2023

Myndlistarnámskeið og Kammerkór Norðurlands

Margt er um að vera í menningarstarfi Fjarðabyggðar í mars. Þann 7. mars næstkomandi mun Menningarstofa Fjarðabyggðar mu halda kvöldnámskeið í myndlist í mars. Námskeiðin verða haldin í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði 7. – 30. mars og verða fjögur skipti á hverjum stað.
23.02.2023

Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð í samstarfi með Janus heilsueflingu, stendur yfir kynningarfundum mánudaginn 27. febrúar. Kynnt verður verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+, en nýtt verkefnið hefst í mars.
23.02.2023

Þjónusta sveitarfélaga 2022 – Könnun Gallup

Í desember og janúar tók Fjarðabyggð þátt í þjónustukönnun Gallup, sem mælir viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsin. Í könnuninni eru mæld nokkur af stærstu sveitarfélögum landsins og er um að ræða netkönnun sem framkvæmd var á tímabilinu 12.12.22 – 23.1.23. Úrtakið á landsvísu var ríflega 12.000 einstaklingar, 18 ára og eldri, lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfshópi Gallup. Fjöldi svarenda í Fjarðabyggð var 165.
21.02.2023

Jóna Árný Þórðardóttir, nýr bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Frá þessu var gengið í dag. Jóna Árný kemur frá Norðfirði og hefur víðtæka stjórnunarreynslu og sérþekkingu á sviði rekstrar, fjármála og þróunar. Hún er löggiltur endurskoðandi og starfaði sem ráðgjafi hjá KPMG árin 2005-8, síðan sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar í tvö ár, síðan önnur tvö ár í innri endurskoðun Alcoa Fjarðaál. Hún starfaði síðan sjálfstætt þar til hún varð framkvæmdastjóri Austurbrúar vorið 2014.
20.02.2023

Starfslok bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. Fjarðabyggð þakkar Jóni Birni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Vinna er þegar hafin við ráðningu nýs bæjarstjóra. Tilkynning varðandi það verður send út síðar. Nánari upplýsingar veitir: Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar seysteinsson@gmail.com eða í síma 858 5026
20.02.2023

Bætt heilsa eldri borgara

Verkefnið Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri borgara hófst um miðjan ágúst á síðasta ári í Fjarðabyggð, hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum. Verkefninu er stýrt af fyrirtækinu Janus – Heilsuefling og er Fjarðabyggð eitt af sjö sveitarfélögum á landinu sem bjóða íbúum sínum 65 ára og eldri upp á slík námskeið.
17.02.2023

Skráning hafin í sumarfrístund 2023

Opið er fyrir skráningar í sumarfrístund 2023 fyrir börn sem eru að klára 1. – 4. bekk skólaárið 2022-2023. Sótt er um inná íbúagátt Fjarðabyggðar.
13.02.2023

Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði

Sunnudaginn 12. febrúar var fjölskyldudagurinn haldinn í Fjarðabyggð, af því tilefni var nýtt íþróttahús tekið í notkun. Mikill fjöldi gesta tók þátt í deginum og var fjölbreytt dagskrá í boði, ásamt því að íþróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd, íþrótta- og tómstundarfélög kynntu starfsemi sín, þá mætti Íþróttaálfurinn og Solla stirða til að skemmta börnunum ásamt því að hoppukastalar voru á staðnum.
13.02.2023

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar útnefnd

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd í gær og var það Þórarinn Ómarsson blakari í Þrótti sem hlaut þann titil. Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðnefndar um Þórarinn segir að þó mikið sé að ungu og efnilegu íþróttafólki í Fjarðabyggð þótti Þórarinn kallaður Tóti, standa upp úr sem góður íþróttamaður, liðsfélagi og fyrirmynd.
10.02.2023

Gul viðvörun fyrir laugardaginn 11. febrúar

Enn einu sinni ætlar lægð að heimsækja okkur hér á Íslandi og henni fylgja gular viðvaranir frá Veðurstofunnar. Viðvörunin tekur gildi klukka 10:00 í fyrramálið og stendur til klukkan 20:00. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum.
10.02.2023

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð og á Austurlandi. Íbúðirnar eru fimm talsins í raðhúsi að Búðarmel á Reyðarfirði. Það var byggingarfélagið Hrafnshóll sem sá um að byggja íbúðirnar.