Fara í efni

Fréttir

23.01.2023

Mikill uppgangur í Fjarðabyggð

Mikill uppgangur hefur verið í byggingarlóðum í Fjarðabyggð síðustu ár. Í september 2021 voru 30 íbúðir í byggingu og á sama árið 2022 voru þær 39 eða 30% fleiri. Íbúum Fjarðabyggðar hefur fjölgað um rúm 6,2% á síðustu fimm árum.
23.01.2023

Þorrablót nemenda í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði

Á föstudaginn blótuðu nemendur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar þorra þar sem nemendaráð var með skemmtidagskrá fyrir alla nemendur skólans.
23.01.2023

Mannamót markaðsstofanna

Mannamót markaðsstofanna var haldið í Kórnum Kópavogi á fimmtudaginn 19. janúar síðastliðinn. Um er að ræða fjölmennasta viðburð í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem ferðaþjónum vítt og breitt um landið gefst tækifæri til að kynna sig á höfuðborgarsvæðinu.
15.01.2023

Sorphirða vikuna 16. - 21. janúar

Sorphirða er enn viku á eftir áætlun. Byrjað verður í Neskaupstað að tæma brúnu tunnuna á morgun mánudaginn 16. janúar. Mikilvægt er að íbúar tryggi aðgengi að tunnunum og moki frá sorpgeymslum til að greiða leið sorphirðufólks þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar.
13.01.2023

Vatnlaust á Breiðdalsvík

Loka þarf fyrir vatn á efri hluta Breiðdalsvíkur og grunnskólanum frá klukkan 13:00 og eitthvað fram eftir vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að skapa.
13.01.2023

Sorphirða er enn á eftir á áætlun

Sorphirða er enn a.m.k. viku á eftir áætlun. Stefnt er að því að klára að tæma gráu tunnurnar í dag á Reyðarfirði og byrja á Fáskrúðsfirði. Á morgun laugardag verður byrjað og klárað á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar.
13.01.2023

Kynningarfundur í Grunnskólanum á Breiðdalsvík

Kynningarfundur verður með skipulags- og umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiluskipulag á austurhluta Breiðdalsvíkur. Fundurinn er haldinn fimmtudaginn 19. janúar klukkan 20:00 í Grunnskólanum á Breiðdalsvík. Hvetjum öll áhugasöm til að mæta.
12.01.2023

Vatnsleysi á Reyðarfirði 12.1.

Vegna bilunar í vatnsveitu þarf að taka vatn af Stekkjarbrekku, Stekkjargrund, Stekkjarholti, Réttarholti og iðnaðarhverfinu við Leiruvog, Nesbraut og Ægisgötu núna um kl. 21 í stutta stund.
11.01.2023

Þrettándagleði skólamiðstöðvar Fáskrúðsfjarðar

Starfsfólk og nemendur Grunnskólan Fáskrúðsfjarðar og héldu uppá þrettándann með flugeldasýningu í boði björgunarsveitarinnar Geisla. Agnes frá björgunarsveitinni Geisla kom og aðstoðaði Gabríel formann nemendaráðs með sýninguna.
11.01.2023

Styrkir til menningarmála 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til menningarmála 2023. Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2023. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.
09.01.2023

Opinn fundur með foreldrum barna í Grunnskólanum á Eskifirði

Miðvikudaginn 11. janúar mun bæjarstjóri ásamt bæjaráði og formönnum þeirra nefnda sem málið varðar halda fund með foreldrum barna, vegna húsnæðismála skólans og íþróttahúsnæðisins. Fundurinn verður haldinn í sal Grunnskólans, klukkan 18:00.
09.01.2023

UPPTAKTURINN - TÓNSKÖPUNARVERÐLAUN BARNA OG UNGMENNA

Krakkar í 5.-10. bekk hafa nú eintakt tækifæri til að senda inn drög (demó) að tónverki/lagi sem þau semja sjálf og komast þannig inn í skemmtilegar tónsmíðavinnustofur sem haldnar verða eina helgi í byrjun ársins.
09.01.2023

Sorphirða á eftir áætlun

Sökum ófærðar sem verið hefur undanfarnar vikur er sorphirða á eftir áætlun. Byrjað verður á Norðfirði í dag að tæma gráu tunnuna og svo er haldið áfram eftir dagatalinu. Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa að moka frá tunnum og sanda/salta ef mikil hálka er til að auðvelda tæmingu.
06.01.2023

Tilkynning vegna almenns fundar á Eskifirði

Að gefnu tilefni vill Fjarðabyggð árétta vegna þeirra umræðu sem hefur átt sér stað varðandi íþróttahúsi á Eskifirði. Fundur verður haldinn með foreldrum og forráðamönnum barna í grunnskólanum á Eskifirði í næstu viku. Verið er að fara yfir stöðu mála og meta hver næstu skref eru. Fundur með starfsfólki skólans hefur verið boðaður á miðvikudaginn 11. janúar og boðað verður til almenns fundar í næstu viku. Mun boðun fara út á mánudaginn kemur.
06.01.2023

Hirðing jólatrjáa í Fjarðabyggð

Í næstu viku munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar byrja að fjarlægja jólatré. Íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja trén út fyrir lóðamörk, með nágrannatrjám ef þess er kostur.
06.01.2023

Stór áfangi í uppbyggingu á Orkugarði Austurlands

Fjarðabyggð og Fjarðarorka, félag í eigu Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hafa undirritað lóðarleigusamning um lóð á Reyðarfirði undir rafeldsneytisverksmiðju. Um er að ræða fyrsta lóðarleigusamning á Austurlandi undir starfsemi sem þessa og er hann afar mikilvægur áfangi í áframhaldandi uppbyggingu á Orkugarði Austurlands.
04.01.2023

Tilkynning varðandi Eskifjarðarskóla og íþróttahúsið á Eskifirði

Í lok nóvember 2022 var verkfræðistofan EFLA fengin til að taka sýni í rýmum í Eskifjarðarskóla og íþróttahúsinu á Eskifirði vegna gruns um myglu. Niðurstaða sýnatökunnar liggur nú fyrir. Í Eskifjarðarskóla greindist mygla í hluta sýna sem tekin voru á völdum stöðum í byggingunni. Annars vegar er um að ræða fundarherbergi, anddyri á annarri hæð skólans og stofa 312 á þriðju hæð sem tekin var úr notkun í haust vegna áðurnefnds gruns um myglu.
02.01.2023

Hlýindi og hláka 2. - 3. janúar

Í kvöld og á morgun mun veður fara hlýnandi í Fjarðabyggð og þessum hlýindum gæti fylgt talverð rigning skv. veðurspá. Mikill snjór er víða í byggðakjörnum eftir snjókomu síðustu daga og unnið hefur verið að því í dag að hreinsa frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar og losa snjóruðninga. Íbúar eru beðnir að fara varlega þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götum. Einnig er gott að huga að niðurföllum við hús og að leysingavatn eigi greiða leið að þeim.
02.01.2023

Hreinsun eftir áramót

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Nokkuð mikið er um það að tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina.
30.12.2022

Snjómokstur á gamlársdag og nýársdag

Á gamlársdag verður snjómokstur til klukkan 12:00, ekki verður gert ráð fyrir snjómokstri á nýársdag. Snjómokstur verður þó endurskoðaður ef þurfa þykir. Snjómokstur hefst svo að nýju að morgni 2. janúar.
30.12.2022

Ármótabrennur í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð stendur fyrir áramótabrennum á gamlárskvöld og verður kveikt í þeim stundvíslega kl. 17.00 á efirfarandi svæðum:
30.12.2022

Skrifstofur Fjarðabyggðar opna klukkan 13:00 mánudaginn 2. janúar

Vakin er athygli á því að skrifstofur Fjarðabyggðar opna klukkan 13:00 mánudaginn 2. janúar n.k.
30.12.2022

Ferðir strætó 30. desember

Strætó byrjar að aka aftur eftir hádegið. Fyrstu ferðir frá Neskaupstað er klukkan 14:20 og Fáskrúðsfirði 14:30.
30.12.2022

Snjómokstur 30. desember

Snjómokstur er í fullum gangi í öllum hverfum Fjarðabyggðar og eru um 9 tæki að störfum. Því miður eru 3 tæki biluð á Norðfirði og stendur viðgerð yfir. Vonandi komast þau í lag sem allra fyrst. Færðin er hinsvegar ágæt og er unnið að hreinsun og breikkun gatna.
29.12.2022

Staðan klukkan 14:15

Búið er að prófa spennusetningu á aflspenninum á Stuðlum og rafmagn er að verða komið á alls staðar aftur. Rarik er í viðbragðsstöðu ef spennirinn skyldi leysa út aftur. Einnig er haldið áfram að undirbúa varatengingar og varaafl ef bilun lætur aftur á sér kræla í spenninum.
29.12.2022

Staða mála vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði

Núna kl. 12:30 funduðu fulltrúar Fjarðabyggðar með Rarik nú þar sem farið var yfir stöðu mála vegna rafmagnsleysisins sem verið hefur a Reyðarfirði síðan í morgun. Alvarleg bilun varð í spenni á Stuðlum en Starfsmenn Rarik vinna nú að því að greina bilunina og verið er að bregðast við stöðu mála.
29.12.2022

Skrifstofur Fjarðabyggðar eru lokaðar vegna rafmagnsbilunar

Skrifstofur Fjarðabyggðar eru lokaðar í dag 29.12 vegna rafmagnsbilunar en skiptiborðið er opið.
29.12.2022

Snjómokstur 29. Desember

Snjómokstur er í fullum gangi í öllum hverfum Fjarðabyggðar og eru um 12 tæki að störfum. Áhersla er lögð á sjómokstur á þjónustuleið eitt og tvö og reynt verður að halda þeim opnum eins og hægt er, áður en mokstur hefst á þjónustuleið þrjú. Engir strætisvagnar munu aka í dag fimmtudaginn 29.12, og einnig er líklegt að morgunferðir muni raskast föstudaginn 30.12. Tilhögun snjómoksturs er eftirfarandi: Þjónustuleið 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur Þjónustuleið 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt. Þjónustuleið 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur er þjónustuðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt og tvö.
29.12.2022

Rafmagnsbilun á Reyðarfirði

Rafmagnsbilun er í gangi á Reyðarfirði. Starfsmenn RARIK eru á leiðinni að skoða hvað veldur. Nýjar upplýsingar verða sendar fyrir kl. 10. Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
28.12.2022

Slæm veðurspá 29.desember

Veðurútlit í nótt og á morgun er ekki gott. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir hvössum vindi og ofankomu. Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun sem tók gildi núna kl. 21:00 og gildir til kl. 06:00 þann 30.12. En gert er ráð fyrir norðan- og norðaustan átt 15 – 23 metrum á sek. með snjókomu og skafrenningi.