Fara í efni
15.03.2023 Fréttir

Styrkir til félagslegrar hæfingar og endurhæfingar

Deildu

Skv. Lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr.38/2018 er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir:

  1. Styrki til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.
  2. Styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.

Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðum einstaklingum að mennta sig, að viðhalda og bæta færni sína og gefa þeim möguleika á aukinni félags- og atvinnuþátttöku.

Umsóknir skulu berast til Félagsþjónustu Múlaþings eða til Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, á eyðublaði sem hægt er að finna á heimasíðu Múlaþings og á íbúagátt Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k.

Félagsþjónusta Múlaþings Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar

Lyngási 12, 700 Egilsstaðir Búðareyri 2, 730 Reyðarfjörður

sími 470 0700 sími 470 9000