Fara í efni
13.03.2023 Fréttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra staðsetur skrifstofu sína í Fjarðabyggð (breytt dagsetning)

Deildu

Á hverri starfsstöð heimsækir ráðherra ýmis fyrirtæki og stofnanir í viðkomandi sveitarfélagi auk þess að sinna hefðbundnum ráðherrastörfum yfir daginn. Þar að auki eru öll velkomin í opna viðtalstíma sem í Fjarðabyggð fara fram milli kl. 16:00 til 17:00 í Múlanum samvinnuhúsi í Neskaupstað. Í opnum viðtalstímum gefst tækifæri til að eiga stutt, milliliðalaust spjall við ráðherra um málefni ráðuneytisins og viðra hugmyndir eða koma ábendingum á framfæri.