Fara í efni
10.03.2023 Fréttir

Sameiginlegur fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs

Deildu

Þrjú mál voru á dagskrá fundarins, skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla 2023-2024, úthlutunarreglur kennslutímamagns til grunnskóla og Barnvænt sveitarfélag, þar sem gerð var grein fyrir vel heppnuðu ungmennaþingi sem haldið var í Fjarðabyggð 1. mars. Líflegar og uppbyggilegar umræður áttu sér stað á fundinum um alla dagskrárliði og mikill hugur í fólki.