Fara í efni

Fréttir

19.12.2022

Sterkar stelpur – 10 vikna námskeið í boði Fjarðabyggðar og Alcoa Foundation

Í þessari viku var að ljúka 10 vikna námskeið sem ber heitið "Sterkar stelpur". Námskeiðið var kennt einu sinni í viku í Neskaupstað og á Reyðarfirði en þátttakendur komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Hugmyndin af þessu námskeiði kom frá Katrínu Jóhannsdóttur sem sá einnig um útfærslu á æfingum og fræðslu og hélt utan um námskeiðið á Reyðarfirði. Katrín er ÍAK styrktarþjálfari og hefur þjálfað CrossFit í þrjú ár ásamt því að hafa komið á fót námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í CrossFit.
19.12.2022

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðamiðstöðina í Oddsskarði - auglýsing

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15.12.2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir skíðamiðstöðina í Oddsskarði samkvæmt við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.12.2022

Undirritun samstarfssamnings Fjarðabyggðar og Samtakanna ´78

Föstudaginn 16. desember skrifuðu Hjördís Helga Seljan forseti bæjarstjórnar og Daníel E. Arnarson framkvæmdarstjóri Samtakanna '78 undir samstarfsamning um þjónustu samtakanna við Fjarðabyggð. Fjarðabyggð er sjötta sveitarfélagið sem semur um fræðslu og ráðgjöf við Samtökin ´78. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni.
16.12.2022

Uppbygging í Fjarðabyggð

Síldarvinnslan og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað hófu samstarf síðastliðið vor um uppbyggingu íbúðarbygginga í Neskaupstað. Mikill uppgangur hefur verið í Fjarðabyggð undanfarna áratugi sem kallar á aukið framboð á húsnæði. Frá árinu 2019 hefur verið úthlutað 66 lóðum undir íbúðir. Á árinu sem nú er að líða eru 58 íbúðir áformaðar og í byggingu, og hafa 11 íbúðir verið fullkláraðar. Íbúum Fjarðabyggðar hefur fjölgað um 67 sem af er ári og eru í dag um 5254.
15.12.2022

Bæjarstjórnarfundur 15. desember - Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 15. desember í fundarsal Austurbrúar á Reyðarfirði. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
15.12.2022

Sýning á áður óséðum filmum í Safnahúsinu í Neskaupstað

Kvikmyndasafn Íslands, í samstarfi við Mynda- og skjalasafn Norðfjarðar, stendur fyrir sýningu á áður óséðum filmum í Safnahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 27. desember klukkan 17:00.
13.12.2022

Mikil­vægt að huga að réttri orku­notkun í frostinu

Vegna þeirra miklu frosthörku sem gengur yfir landið sem hafa áhrif á upphitun húsa. Ekki þykir ástæða til að biðja fólk sérstaklega um að spara notkun á heitu vatni, hinsvegar er mikilvægt að fara vel yfir stillingar á heimilum. Mikilvægt er að passa upp á að stilla hitastig ekki óþarflega hátt inni í húsum og passa upp á að ekki sé óþörf útloftun.
12.12.2022

Litla stúlkan með eldspýturnar - leiksýning

Alcoa Fjarðaál, í samstarfi við Sláturhúsið og Menningarstofu Fjarðabyggðar, býður börnum á jólasýninguna Litla stúlkan með eldspýturnar 17. og 18. desember. Litla stúlkan með eldspýturnar er ævintýri sem flestir þekkja. Snæfríður Ingvarsdóttir og Sigurður Ingvarsson hafa sett söguna í nýjan og nútímalegan búning.
12.12.2022

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals voru haldnir 7. og 8. desember. Haldnir voru þrennir tónleikar og komu um 75 nemendur fram á þeim og mættu hátt í 200 áhorfendur. U.þ.b. 100 nemendur stunda nám við skólann og er mikil gróska í starfinu.
12.12.2022

Margt um að vera í leikskólanum Kærabæ

Sú hefð hefur skapast í Kærabæ í nóvember og desember að bjóða eldri borgurum Fjarðabyggðar í heimsókn. Í upphafi á aðventu er foreldrum svo boðið í morgunverð. Af tilefni degi íslenskra tungu eru eldri borgurum boðið í Kærabæ, hafa börning sett sýningu á svið sem var bæði í formi söngs og leikþáttar og í lokin var gestum boðið upp á veitingar.
09.12.2022

Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?

Þann 24. nóvember var haldinn vinnustofa á vegum Orkugarðs Austurlands (OGA) í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Umræðuefnið var innviðauppbygging sem er nauðsynleg svo orkuskipti geti átt sér stað í skipaflotanum, ásamt spennandi núsköpunarverkefnum og frekari nýting grænna tækifæra á Austurlandi. Frummælendur á vinnustofunni voru Jón Björn bæjarstjóri, Anna-Lena Jeppson verkefnastjóri hjá CIP, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Sigríður Mogensen sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasvið.
08.12.2022

Jólahúfudagur og piparkökur málaðar í Grunnskólanum á Reyðarfirði

Á þriðjudaginn hittust allir nemendur og kennarar á sal í grunnskólanum á Reyðarfirði á viðburð sem ekki hefur náðst að halda í tvö ár, vegna sóttvarnaraðgerða. Á þriðjudaginn gátu þau svo loksins komið öll saman og málað piparkökur. Byrjað var á því að syngja saman jólalög sem nemendur í 1. bekk höfðu valið en í framhaldinu dreifðu fulltrúar nemendaráðs piparkökum og glassúr til allra nemenda í salnum og máluðum við af miklum móð undir dynjandi jólatónlist.
06.12.2022

Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum

Dagana 30. nóvember og 1. desember síðastliðinn fór fram æfing viðbragðsaðila ásamt Vegagerðinni í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum. Æfð voru viðbrögð við bílslysi í göngunum þar sem eldur kviknar í kjölfarið. Markmið æfingarinnar var meðal annars að meta viðbrögð og vinnu í jarðgöngum, hvernig reykur hagar sér í göngunum, hvort hægt sé að stjórna honum, samstarf og samskipti milli viðbragðsaðila og að yfirfara brunaáætlun fyrir göngin. Æfingin var unnin í samstarfi við Slökkvilið Fjarðabyggðar, Slökkvilið Akureyrar lögregluna á austurlandi og Vegagerðina. Ásamt þeim fylgdist með lið frá Slökkvilið Hornafjarðar til að undirbúa æfingu í sínum göngum. Slökkvilið Akureyrar kom með æfingarbúnað sem Vegagerðin á. Um er að ræða sérstakan búnað til að setja upp æfingar í jarðgöngum.
05.12.2022

Þorsteinn Guðjónsson lætur af störfum

Þorsteinn Sigurður Guðjónsson lét af störfum og fór á eftirlaun 30. nóvember síðastliðinn eftir rúm 40 ára starfsferil hjá Fjarðabyggð. Þorsteinn hóf fyrst störf í Neskaupstað árið 1981. Eitt af hans fyrstu verkum var að fara til Akureyrar og rífa niður malbikunarstöð sem var þar og flytja hana austur. Á þeim tíma var varla malbikuð gata á Norðfirði. Þessi malbikunarstöð var svo notuð í hátt 20 ár. Árið 1982 er Þorsteinn svo fastráðinn og hefur starfað allar götur síðan hjá Neskaupstað og svo Fjarðabyggð eftir sameininguna 1998. Þorsteinn gengdi ýmsum störfum, hann var meðal annars varaslökkvistjóri frá 1999-2019 samhliða störfum sínum sem bæjarverkstjóri. Starfsfólk Fjarðabyggðar þakkar Þorsteini fyrir samstarfið í gegnum árin og óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.
01.12.2022

Endurnýjun á lóðaleigusamningum

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar kallar eftir því að að útrunnir lóðarleigusamningar verði endurnýjaðir. Lóðaleigusamningar gilda oftast í 30-50 ár. Með því að hafa lóðaleigusamningana í lagi auðveldar það íbúum að átta sig á sínum lóðarmörkum og getur það oft komið í veg fyrir óþarfa árekstra og misskilning. Ef þig grunar að lóðarleigusamningurinn þinn sé útrunninn getur þú kannað það með að senda tölvupóst á skipulags- og umhverfisfulltrúa á netfangi aron.beck@fjardabyggd.is.
01.12.2022

Eftirlegukindur á heiðum í Fjarðabyggð

Fjallskilastjóri Fjarðabyggðar óskar eftir því við rjúpnaskyttur sem og aðrir göngumenn láta vita ef vart verður við sauðfé upp á heiðum eða á öðrum stöðum langt frá byggð í sveitarfélaginu. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um kindur sem sáust innst í Fannardal í byrjun nóvember. Fjallskilastjóri er Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sími: 8448565, tölvupóstur turidurlilly@gmail.com
30.11.2022

Gestir frá Lettlandi

Í byrjun mánaðarins fengu nemendur og kennarar Eskifjarðarskóla í heimsókn gesti frá Krotes Skola í Lettlandi, var þar um að ræða sex nemendur og þrjá kennara. Tilefnið var að endurgjalda heimsókn sem farin var með 9. bekk árið 2019 en verkefnið er styrkt af Nord Plus sjóðnum. Lettarnir fóru meðal annars í heimsókn í VA, heimsóttu náttúrugripasafnið og sundlaugina í Neskaupsstað, fóru í kynningu og siglingu með Löxum, sundlaugina á Eskifirði, fengu að prufa rafíþrótta aðstöðuna, pílukasts aðstöðuna, skoðuðu sjóminjasafnið sem og að nemendum var boðið í mat hjá eskfiskum fjölskyldum. Allt heppnaðist einstaklega vel og voru það glaðir og ánægðir gestir sem yfirgáfu Austulandið 6. nóvember síðastliðinn.
29.11.2022

Lokun á Norðfjarðargöngum og Fáskrúðfjarðagöngum

Norðfjarðargöng verða lokuð á morgun 30. nóvember frá klukkan 20:00 - 23:00 (engin hjáleið) og Fáskrúðsfjarðargöng lokuð 1. desember á sama tíma vegna æfingar slökkviliðs. Hjáleið verður um Vattarnesveg (955) á meðan æfing stendur yfir. https://twitter.com/Vegagerdin/status/1597479893310181377 https://twitter.com/Vegagerdin/status/1597479923794739200
29.11.2022

Sterkur Stöðvarfjörður: Úthlutun styrkja

Sterkur Stöðvarfjörður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Verkefnið er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðinni sem starfa undir merkjum Brothættra byggða og hófst í mars á þessu ári með vel heppnuðu íbúaþingi. Að þessu sinni var sjö milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði verkefnisins. Alls bárust 18 umsóknir í sjóðinn og fengu 13 verkefni styrk. Verkefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og stuðla að bættu mannlífi, atvinnusköpun og fegrun umhverfisins. Það verður spennandi að fylgjast með styrkhöfum vinna að sínum verkefnum á næstu misserum.
28.11.2022

Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar

Mikið var um að vera um helgina í Fjarðabyggð. Á laugardaginn hófst pólsk kvikmyndahátíð í Valhöll, með sýningu á myndinni Infinite storm í leikstjórn pólska leikstjórans Malgorzata Szumowska. Forseti bæjarstjórnar Hjördís Helga Seljan setti hátíðina ásamt skipuleggjendum hennar. Á sunnudeginum voru svo þrjár myndir sýndar. Hátíðinni lýkur 11. desember á myndinni Zupa Nic og tónleikum með Stefni Ægi Stefánssyni. Á sunnudaginn voru jólaljósin tendruð á jólatrénu í Neskaupstað. Fjölmenni var samankomin þrátt fyrir rigningu. Jólasveinar mættu og gáfu börnunum epli og piparkökur. Blásarasveit Norðfjarðar lék nokkur lög ásamt börnum úr leikskólanum á Eyravöllum. Íþróttamaður Þróttar var útnefndur og var það Þórarinn Ómarson blakari sem hlaut útnefninguna þetta árið. Patrekur Aron, Díana Ósk og Rut voru einnig tilnefnd. Ármann Snær Heimisson blakari og Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir skíðakona voru tilnefnd til hvatningarverðlauna Fjaraðbyggðar fyrir árið 2022.
25.11.2022

Frá Veðurstofu Íslands: Staða mála á Eskifirði

Á bloggsíðu Veðurstofu vegna úrkomu á Eskifirði kemur fram að um hádegi í gær var áköf rigning í nokkra klukkustundir en lítið hefur ringt frá því um kvöldmatarleitið í gær. Uppsöfnuð úrkoma síðastliðinn sólarhring eru um 24 mm. Búast má við áframhaldandi úrkomu fram yfir helgi en spáin gerir ráð fyrir að hún verði lítil í dag, föstudag. Seinnipartinn á laugardaginn ganga úrkomuskil yfir Austfirði og rignir fram á sunnudagsmorgun.
24.11.2022

Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á aflögunarmælum

Veðurstofa fjallar um stöðu mála á Eskifirði á bloggsíðu sinni í dag, vegna rigninga sem hafa verið þrálátar á Austurlandi. Helstu tíðindin þau að litlar sem engar hreyfingar hafa mælst og vonast er til að lát verði á þrálátri austlægri átt eftir helgi. Pistillinn hljóðar svo: Lítið ringdi í nótt á Eskfirði en í morgun tók að rigna á ný og hafa 35 mm safnast í mælinn síðasta sólarhringinn. Veðurspá fyrir næsta sólarhring gerir ráð fyrir um 50 mm úrkomu.
24.11.2022

Bæjarstjórnarfundur 24. nóvember- Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 8. nóvember í fundarsal Austurbrúar á Reyðarfirði. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins má fá í síma 470 9000. Að fundi loknum verður upptaka fundarins aðgengileg á Youtube rás Fjarðabyggðar.
23.11.2022

Óvissustig vegna skriðuhættu á Austurlandi - Tilkynning 23.11 - IS/EN/PL

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsir yfir óvissustigi almannavarna á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há þar sem hún er mæld, á Seyðisfirði og Eskifirði, og má gera ráð fyrir að hún sé almennt há í landshlutanum. Næstu daga er spáð töluverðri rigningu, sérstaklega á fimmtudag og föstudag. Það hlýnar í nótt og sá snjór sem féll í dag mun taka upp. Hætta er á skriðum við þessar aðstæður og hún getur aukist í úrkomu næstu daga. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði með vöktunarbúnaði sem þar hefur verið komið upp. Nú í nóvember hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa. Mesta hreyfingin hefur verið á Búðarhrygg, en þar voru miklar hreyfingar síðasta haust. Hreyfingar utan hryggjarins hafa verið mun minni. Veðurstofa Íslands fylgist vel með aðstæðum allan sólarhringinn og hefur samráð við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögregluna á Austurlandi. Þá eru settar reglulega inn færslur um mælingar og mat á aðstæðum hér https://blog.vedur.is/ofanflod/.
23.11.2022

Árleg ormahreinsun hunda og katta í Fjarðabyggð

Ormahreinsun fer fram laugardaginn 26. nóvember sem hér segir: Reyðarfjörður kettir kl. 9-10, hundar kl. 10-11:30 Eskifjörður kettir kl. 12-13, hundar kl. 13-14 Neskaupstaður kettir kl. 14:30-15:30, hundar 15:30-17:00. Ormalyfsgjöfin fer fram í áhaldahúsunum á Eskifirði og í Neskaupstað og í sorpmóttökunni í Hjallaleiru á Reyðarfirði.
23.11.2022

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörðu vol.2

Velkomin á pólska kvikmyndahátíð í Valhöll vol. 2. Á dagskránni eru heimildamyndir, stuttmyndir og í kvikmyndir fullri lengd, bæði fyrir börn og fullorðna. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis.---------------------------------------Zapraszamy na pokazy polskich filmów w Valhöll vol. 2. W programie 5 tytułów, filmy dla dorosłych i dla dzieci, długie i krótkie metraże, dokumenty i fabuły. Każdy znajdzie coś dla siebie!Bezpłatny wstęp, angielskie napisy!Do zobaczenia w kinie!---------------------------------------We would like to invite you for a second edition of Polish film screening at Valhöll. In the program you will find 5 movies for adults and for kids, feature films, and documentaries, long and short length, everybody should find something good! Pokaż mniej
21.11.2022

Auglýsing um heildarendurskoðun á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar, Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með umhverfisskýrslu skv. 12. gr. skipulagslaga og lögum um umhverfismat áætlana nr. 111/2021. Tillagan felur í sér heildarendurskoðun, sem fellir fyrra deiliskipulag úr gildi.
17.11.2022

Nýtnivikan 2022 – Sóun er ekki lengur í tísku!

Íbúar Austurlands eru hvattir til að taka þátt í Evrópsku nýtnivikunni, en hún verður haldin frá 19. – 27. nóvember. Markmið vikunnar er að fá fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls. Í tilefni nýtnivikunnar eru sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, skólar og almenningur hvött til þess að fræðast um umhverfisáhrif textíls og leggja sitt af mörkum til að skapa hringrásarhagkerfi textíls í samfélaginu. Til að mynda er hægt að setja upp fataskiptimarkað á vinnustöðum og á heimasíðu Saman gegn sóun má finna kynningarefni sem þið getið nýtt ykkur. Svo er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, halda viðgerðarkaffi, fyrirlestra eða hvaðeina sem styður við minni sóun. Saman gegn sóun - heimasíða
17.11.2022

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022

Austfirskir höfundar fylla lestina í ár- Rithöfundalest(ur) verður í Skaftfelli á Seyðisfirði föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:00 Skaftfell hlakkar til að bjóða þau Benný Sif Ísleifsdóttur, Jónas Reyni Gunnarsson, Smára Geirsson, Rangar Inga Aðalsteinsson og Jón Pálsson velkomin á föstudaginn.
16.11.2022

Fyrirhugaðri opinberri heimsókn forsetahjónanna til Fjarðabyggðar frestað

Ákveðið hefur verið, í góðu samráði við forsetaembættið, að fresta fyrirhugaðri opinberri heimsókn forsetahjónanna til Fjarðabyggðar sem vera átti dagana 22. – 24. nóvember nk. Nú er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir heimsóknina á nýju ári, og er verið að horfa til vorsins í þeim efnum, þegar sól hefur hækkað aftur á lofti. Nánari dagsetning verður gefin út þegar hún liggur fyrir.