19.12.2022
Sterkar stelpur – 10 vikna námskeið í boði Fjarðabyggðar og Alcoa Foundation
Í þessari viku var að ljúka 10 vikna námskeið sem ber heitið "Sterkar stelpur". Námskeiðið var kennt einu sinni í viku í Neskaupstað og á Reyðarfirði en þátttakendur komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Hugmyndin af þessu námskeiði kom frá Katrínu Jóhannsdóttur sem sá einnig um útfærslu á æfingum og fræðslu og hélt utan um námskeiðið á Reyðarfirði. Katrín er ÍAK styrktarþjálfari og hefur þjálfað CrossFit í þrjú ár ásamt því að hafa komið á fót námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í CrossFit.























