Fara í efni

Fréttir

28.11.2022

Pólsk kvikmyndahátíð, tendrun á jólaljósum og Íþróttamaður Þróttar

Mikið var um að vera um helgina í Fjarðabyggð. Á laugardaginn hófst pólsk kvikmyndahátíð í Valhöll, með sýningu á myndinni Infinite storm í leikstjórn pólska leikstjórans Malgorzata Szumowska. Forseti bæjarstjórnar Hjördís Helga Seljan setti hátíðina ásamt skipuleggjendum hennar. Á sunnudeginum voru svo þrjár myndir sýndar. Hátíðinni lýkur 11. desember á myndinni Zupa Nic og tónleikum með Stefni Ægi Stefánssyni. Á sunnudaginn voru jólaljósin tendruð á jólatrénu í Neskaupstað. Fjölmenni var samankomin þrátt fyrir rigningu. Jólasveinar mættu og gáfu börnunum epli og piparkökur. Blásarasveit Norðfjarðar lék nokkur lög ásamt börnum úr leikskólanum á Eyravöllum. Íþróttamaður Þróttar var útnefndur og var það Þórarinn Ómarson blakari sem hlaut útnefninguna þetta árið. Patrekur Aron, Díana Ósk og Rut voru einnig tilnefnd. Ármann Snær Heimisson blakari og Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir skíðakona voru tilnefnd til hvatningarverðlauna Fjaraðbyggðar fyrir árið 2022.
25.11.2022

Frá Veðurstofu Íslands: Staða mála á Eskifirði

Á bloggsíðu Veðurstofu vegna úrkomu á Eskifirði kemur fram að um hádegi í gær var áköf rigning í nokkra klukkustundir en lítið hefur ringt frá því um kvöldmatarleitið í gær. Uppsöfnuð úrkoma síðastliðinn sólarhring eru um 24 mm. Búast má við áframhaldandi úrkomu fram yfir helgi en spáin gerir ráð fyrir að hún verði lítil í dag, föstudag. Seinnipartinn á laugardaginn ganga úrkomuskil yfir Austfirði og rignir fram á sunnudagsmorgun.
24.11.2022

Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á aflögunarmælum

Veðurstofa fjallar um stöðu mála á Eskifirði á bloggsíðu sinni í dag, vegna rigninga sem hafa verið þrálátar á Austurlandi. Helstu tíðindin þau að litlar sem engar hreyfingar hafa mælst og vonast er til að lát verði á þrálátri austlægri átt eftir helgi. Pistillinn hljóðar svo: Lítið ringdi í nótt á Eskfirði en í morgun tók að rigna á ný og hafa 35 mm safnast í mælinn síðasta sólarhringinn. Veðurspá fyrir næsta sólarhring gerir ráð fyrir um 50 mm úrkomu.
24.11.2022

Bæjarstjórnarfundur 24. nóvember- Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 8. nóvember í fundarsal Austurbrúar á Reyðarfirði. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins má fá í síma 470 9000. Að fundi loknum verður upptaka fundarins aðgengileg á Youtube rás Fjarðabyggðar.
23.11.2022

Óvissustig vegna skriðuhættu á Austurlandi - Tilkynning 23.11 - IS/EN/PL

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsir yfir óvissustigi almannavarna á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há þar sem hún er mæld, á Seyðisfirði og Eskifirði, og má gera ráð fyrir að hún sé almennt há í landshlutanum. Næstu daga er spáð töluverðri rigningu, sérstaklega á fimmtudag og föstudag. Það hlýnar í nótt og sá snjór sem féll í dag mun taka upp. Hætta er á skriðum við þessar aðstæður og hún getur aukist í úrkomu næstu daga. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði með vöktunarbúnaði sem þar hefur verið komið upp. Nú í nóvember hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa. Mesta hreyfingin hefur verið á Búðarhrygg, en þar voru miklar hreyfingar síðasta haust. Hreyfingar utan hryggjarins hafa verið mun minni. Veðurstofa Íslands fylgist vel með aðstæðum allan sólarhringinn og hefur samráð við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögregluna á Austurlandi. Þá eru settar reglulega inn færslur um mælingar og mat á aðstæðum hér https://blog.vedur.is/ofanflod/.
23.11.2022

Árleg ormahreinsun hunda og katta í Fjarðabyggð

Ormahreinsun fer fram laugardaginn 26. nóvember sem hér segir: Reyðarfjörður kettir kl. 9-10, hundar kl. 10-11:30 Eskifjörður kettir kl. 12-13, hundar kl. 13-14 Neskaupstaður kettir kl. 14:30-15:30, hundar 15:30-17:00. Ormalyfsgjöfin fer fram í áhaldahúsunum á Eskifirði og í Neskaupstað og í sorpmóttökunni í Hjallaleiru á Reyðarfirði.
23.11.2022

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörðu vol.2

Velkomin á pólska kvikmyndahátíð í Valhöll vol. 2. Á dagskránni eru heimildamyndir, stuttmyndir og í kvikmyndir fullri lengd, bæði fyrir börn og fullorðna. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis.---------------------------------------Zapraszamy na pokazy polskich filmów w Valhöll vol. 2. W programie 5 tytułów, filmy dla dorosłych i dla dzieci, długie i krótkie metraże, dokumenty i fabuły. Każdy znajdzie coś dla siebie!Bezpłatny wstęp, angielskie napisy!Do zobaczenia w kinie!---------------------------------------We would like to invite you for a second edition of Polish film screening at Valhöll. In the program you will find 5 movies for adults and for kids, feature films, and documentaries, long and short length, everybody should find something good! Pokaż mniej
21.11.2022

Auglýsing um heildarendurskoðun á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar, Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með umhverfisskýrslu skv. 12. gr. skipulagslaga og lögum um umhverfismat áætlana nr. 111/2021. Tillagan felur í sér heildarendurskoðun, sem fellir fyrra deiliskipulag úr gildi.
17.11.2022

Nýtnivikan 2022 – Sóun er ekki lengur í tísku!

Íbúar Austurlands eru hvattir til að taka þátt í Evrópsku nýtnivikunni, en hún verður haldin frá 19. – 27. nóvember. Markmið vikunnar er að fá fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls. Í tilefni nýtnivikunnar eru sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, skólar og almenningur hvött til þess að fræðast um umhverfisáhrif textíls og leggja sitt af mörkum til að skapa hringrásarhagkerfi textíls í samfélaginu. Til að mynda er hægt að setja upp fataskiptimarkað á vinnustöðum og á heimasíðu Saman gegn sóun má finna kynningarefni sem þið getið nýtt ykkur. Svo er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, halda viðgerðarkaffi, fyrirlestra eða hvaðeina sem styður við minni sóun. Saman gegn sóun - heimasíða
17.11.2022

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022

Austfirskir höfundar fylla lestina í ár- Rithöfundalest(ur) verður í Skaftfelli á Seyðisfirði föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:00 Skaftfell hlakkar til að bjóða þau Benný Sif Ísleifsdóttur, Jónas Reyni Gunnarsson, Smára Geirsson, Rangar Inga Aðalsteinsson og Jón Pálsson velkomin á föstudaginn.
16.11.2022

Fyrirhugaðri opinberri heimsókn forsetahjónanna til Fjarðabyggðar frestað

Ákveðið hefur verið, í góðu samráði við forsetaembættið, að fresta fyrirhugaðri opinberri heimsókn forsetahjónanna til Fjarðabyggðar sem vera átti dagana 22. – 24. nóvember nk. Nú er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir heimsóknina á nýju ári, og er verið að horfa til vorsins í þeim efnum, þegar sól hefur hækkað aftur á lofti. Nánari dagsetning verður gefin út þegar hún liggur fyrir.
15.11.2022

Vel fylgst með stöðu mála ofan Eskifjarðar

Í ljósi mikillar úrkomu síðustu daga og þeirrar úrkomuspár sem er framundan fylgist Fjarðabyggð að sjálfsögðu grant með stöðu mála ofan Eskifjarðar. í samvinnu við Lögregluna á Austurlandi og Veðurstofuna. Eftirfarandi tilkynning barst frá Lögreglunni á Austurlandi nú um kvöldmatarleytið: Vegna úrkomu síðustu daga og rigningarspár framundan er vel fylgst með vatnshæðarmælum í tveimur borholum Veðurstofu á Eskifirði, í Kolabotnum annarsvegar og í beygju á Oddskarðsvegi hinsvegar þar sem hreyfingar voru í desember 2020. Greinst hefur hækkun í grunnvatnsstöðu í Kolabotnum en minni hækkun í hinni. Staðan í Kolabotnum er svipuð og hún var eftir rigningar í byrjun október. Ítarlegri upplýsingar frá Veðurstofu má finna hér: https://blog.vedur.is/.../2022/11/15/eskifjordur-15-11-2022/
02.11.2022

EINAR BRAGI SIGURÐSSON SKÁLD FRÁ ESKIFIRÐI

EINAR BRAGI SIGURÐSSON SKÁLD FRÁ ESKIFIRÐI Dagskrá til minningar um skáldið og rithöfundinn Einar Braga í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði laugardaginn 12. nóvember kl. 14:00. Fjallað verður um ævi og ritverk Einars, lesin ljóð eftir hann og flutt tónlist sem tengist þeim. Fram koma: Sigurborg Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, Friðrik Þorvaldsson og Magnús Stefánsson. Öll velkomin, aðgangur ókeypis. Það er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sem stendur að baki viðburðinum í samstarfi við Dimmu og Menningarstofu Fjarðabyggðar.
31.10.2022

Styrkur til sjálfstyrkingar ungmenna í Fjarðabyggð og Múlaþingi

Styrkur frá Alcoa Foundation til að efla ungmenni var formlega afhentur föstudaginn 28. október af fulltrúa Alcoa Fjarðaáls til Fjarðabyggðar og Múlaþings. Verkefni vegna styrksins hafa staðið yfir frá 2020 en alls er um að ræða 150 þúsund dollara eða um 21 milljón íslenskra króna sem nýttar hafa verið til að standa fyrir sjálfstyrkjandi verkefnum fyrir ungmenni í sveitarfélögum. Styrkurinn var veittur til tveggja ára en vegna Covid-19 þá frestuðust sum verkefnanna og verður því haldið áfram að ljúka þeim á næsta ári.
24.10.2022

Athugasemd vegna könnunar ASÍ vegna frístundastyrkja

Fjarðabyggð vill koma eftirfarandi á framfæri vegna könnunar ASÍ á frístundarstyrkjum sveitarfélaga. Samkvæmt könnunni eru styrkir Fjarðabyggða til frístunda barna þeir lægstu á landinu að undanskildum Ísafjarðarbæ og Grindavíkurbæ. Rétt er að beinir styrkir til foreldra eru 10.000 kr. á barn. Auk þess nema beinir styrkir til íþróttafélaga í sveitarfélaginu um 63 milljónum. Því má horfa á að heildarstyrkir á hvert barn á aldrinum 6-18 ára í Fjarðabyggð nemi því um 88.544 kr. Þessir styrkir hjálpa því eflaust til í því að íþróttafélögin í Fjarðabyggð geta boðið uppá mun ódýrari æfingagjöld en gengur og gerist annarstaðar og er munurinn í einhverjum tilvikum allt að 50%.
14.10.2022

Svæðisskipulag Austurlands 2022 – 2044 undirritað

Þann 12. október, undirrituðu bæjar- og sveitastjórar Austurlands og forstjóri Skipulagsstofnunar Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044. Undirritunin fór fram í Reykjavík en viðstödd voru jafnframt framkvæmdastjóri Austurbrúar, formaður SSA, varaformaður svæðisskipulagsnefndar SSA og fulltrúi ráðgjafafyrirtækisins ALTA.
12.10.2022

Skrifstofur Fjarðabyggðar flytja tímabundið

Vegna framkvæmda á skrifstofum Fjarðabyggðar við Hafnargötu 2 (Molinn) mun starfsemin flytjast tímabundið á fimm staði. Verklok liggja ekki fyrir að svo stöddu. Starfsemi skrifstofunnar flyst á eftirfarandi staði:
08.10.2022

Appelsínugul veðurviðvörun 9.10.22 - íbúar hvattir til að huga að lausamunum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun sem tekur gildi kl. 19:00 á morgun, sunnudaginn 9. október og stendur fram á mánudag. Gert er ráð fyrir Norðvestan 20-28 m/s og vindhviður yfir 35 m/s, hvassast sunnanverðum austfjörðum. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan veðrið gengur yfir. Almannavarnanefnd hefur fundað um stöðumála með viðbragðsaðilum og þar er fylgst grant með stöðu mála. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa í dag verið á ferðinni og yfirfarið hluti og byggingar á vegum sveitarfélagsins sem gætu verið í hættu eftir síðasta óveður.
06.10.2022

Bæjastjórnafundur í dag 6. október

Dagskrá fundarins má finna hér Bæjarstjórn Bein útsending hér
05.10.2022

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Fjarðabyggð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Fjarðabyggð í gær (þriðjudag) og tók Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, á móti henni ásamt bæjafulltrúunum Hjördísi Helgu Seljan, Stefáni Þóri Eysteinssyni og Ragnari Sigurðssyni.
05.10.2022

Heimsókn frá Heimili og Skóli til Fjarðabyggðar

Heimili og Skóli bjóða öllum nemendum 6. og 7. bekk uppá SAFT fræðslu og foreldurm er síðan boðið uppá fræðslufundi í hverju hverfi. Heimsóknin byggir á samningi Fjarðabyggðar og Fjarðaforeldra við Heimili og skóla sem undirritaður var síðasta haust. Síðar í haust verður síðan fræðsla á teams fyrir stjórnir foreldrafélaga bæði leik- og grunnskóla.
04.10.2022

Sterkar stelpur

Katrín Jóhannsdóttir og Svanhvít Helen Sveinsdóttir ætla að kenna stelpum í Fjarðabyggð á aldrinum 13 til 18 ára lyftur, þrek og teygjur. Í hverjum tíma verður einnig fræðsla, meðal annars um næringu, hreyfingu, svefn, tíðahringinn, hormóna og markmiðasetningu. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
04.10.2022

Eldvarnaræfing í leikskólanum Eyravöllum

Í morgun var eldvarnaræfing í leikskólanum Eyrarvöllum sem gekk mjög vel. Bæði starfsmenn og börn stóðu sig eins og hetjur og auðvitað slökkviliðið í Fjarðabyggð sem kom með reyk og fullbúna menn með sér.
03.10.2022

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð.

Vinnustofur eru haldnar í dag vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð. Hægt verður að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna: Neskaupstaður: 3. október kl. 13:30–15:30 í MúlanumReyðarfjörður: 3. október kl. 16:30–18:30 í AusturbrúVið hvetjum einstaklinga og fyrirtæki með hugmyndir á sviði atvinnu, nýsköpunar og menningar til að koma og skoða möguleikana. Verkefnahugmyndir af öllum stærðargráðum eiga erindi. Frekari upplýsingar eru hér
03.10.2022

Sterkur Stöðvarfjörður - Íbúafundur

Íbúar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum á Stöðvarfirði fimmtudaginn 17. september síðastliðinn. Þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.
03.10.2022

Heimsókn forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kom austur til að vera viðstaddur Tæknidag fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands. Á leið sinni stoppaði forsetinn við í stutta heimsókn til slökkviliðs Fjarðabyggðar. Þar tóku á móti honum Jón Björn bæjastjóri og Sigurjón Valmundarson slökkviliðsstjóri ásamt slökkviliðsmönnum á vakt og skoðaði skemmdir sem urðu á húsnæði slökkviliðsins. Þaðan var svo haldið á Tæknidaginn þar sem hann afhenti verðlaun í nýsköpunarkeppni Grunnskólanna. Nýsköpunarkeppnin var haldin í samstarfi við Fjarðabyggð, VA og Matís.
28.09.2022

Nokkur orð í kjölfar óveðurs

Íbúar Fjarðabyggð voru svo sannarlega minntir á hve öflug náttúruöflin geta verið þegar aftakaveður gekk yfir austfirði sl. sunnudag. Veðrið hófst á snemma á sunnudag og gekk það ekki almenninlega niður fyrr en á mánudagskvöld. Það er ljóst að tjónið er mikið hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélagsins. Það gefur augaleið að þarna hafa miklir kraftar verið á ferð, og veður sem við þurfum sem betur fer ekki oft að takast á við. Einna mest virðist tjónið vera á Reyðarfirði, en einnig víðar um sveitarfélagið en fyrir liggur að einhvern tíma mun taka að átta sig á umfangi þess en vinna við það er í fullum gangi.
28.09.2022

Saga Garðars og Snorri Helgason á Eskifirði

Saga Garðars & Snorri Helga í Valhöll, Eskifirði. Hjónin Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir grínkona halda gill í félagsheimili Eskfirðinga Valhöll laugardagskvöldið 1. október 2022. Snorri opnar kvöldið og spilar sína þjóðlðagaskotnu poppmúsík og svo tekur Saga við og flytur uppistand sitt.
27.09.2022

Aðstoð við hreinsun eftir óveðrið

Mikið tjón varð á trjám og gróðri víða í Fjarðabyggð í óveðrinu sem gekk yfir síðustu daga og víða liggja brotin tré í görðum og á opnum svæðum ásamt öðru braki . Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar hóf hreinsunarstarf um leið og veðrið gekk niður og mun það standa yfir næstu daga. Fjarðabyggð ætlar næstu daga að bjóða íbúum upp á aðstoð við að fjarlægja brotin tré úr görðum sínum.
26.09.2022

Bókun bæjarráðs vegna ofsaveðurs á Austurlandi

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í morgun var eftirfarandi bókun samþykkt: Ofsaveðrið sem gekk yfir Austurland í gær olli umtalsverðu tjóni víða í Fjarðabyggð, en einna verst virðist staðan vera á Reyðarfirði. Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðar í dag og þá hefst vinna við hreinsunarstarf og að meta það tjón sem veðrið hefur valdið.Íbúar sveitarfélagsins brugðust vel við yfirvofandi hættu vegna veðursins og tryggðu lausamuni og minnkuðu þannig talsvert það tjón sem hefði getað orðið vegna þeirra. Bæjarráð vill koma á sérstöku þakklæti til björgunarsveita í Fjarðabyggð sem og til íbúa, starfsmanna Fjarðabyggðar, og annarra þeirra sem komu að því að bjarga verðmætum og forða frekari eignaspjöllum.