Fara í efni

Fréttir

25.09.2022

Skólahald í Fjarðabyggð 26.9.

Á morgun mánudaginn, 26. september, er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum, vegna hvassviðris. Ekki er þó talin þörf á að loka leik- og grunnskólum en foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum með morgni og meta hvort þeir sendi börnin í skóla. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla.
25.09.2022

Töf á opnun sundlaugar Eskifjarðar

Sökum tafa á viðgerðum sundlaugar Eskifjarðar, verður ekki unnt að opna hana á morgun 26. september, eins og til stóð. Þess í stað er stefnt á að hún opni fimmtudaginn 29. september klukkan 06:00. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.
24.09.2022

Rauð veðurviðvörun sunnudaginn 25. september - tryggjum lausamuni

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Austfirði fyrir sunnudaginn 25. september. Viðvöruninn tekur gildi á hádegi og stendur fram á kvöld. Gert er ráð fyrir Norðvestan roki eða ofsaveðri, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s. Miklar líkur eru því á foktjóni og grjótfoki. Fjarðabyggð hvetur íbúa eindregið til þess að tryggja lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón og vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands og tilkynningar frá eru einnig sendar út á fésbókarsíðu lögreglunnar á Austurlandi.
22.09.2022

Íþróttavika Evrópu í Fjarðabyggð

Frá og með 24. september til 7. október verður haldin íþróttavika evrópu í Fjarðabyggð. Margt verður í boði, svo sem opnar æfingar hjá Lyftingafélagi Austurlands, badminton, körfubolti og Þorgrímur Þráinsson verður með fyrilestur. Svo eitthvað sé nefnt og allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Hvetjum öll til að mæta!
16.09.2022

Útgáfuhóf Sögu Fáskrúðsfjarðar

Útgáfuhóf Sögu Fáskrúðsfjarðar fór fram í gær í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 14. September. Húsfyllir var, þar sem boðið var uppá léttar veitingar, tónlist frá nemendum Tónlistaskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar. Auk þess lásu þær Berglind Ósk og Arnfríður Eide valda kafla úr bókinni.
06.09.2022

Viðburðir á vegum BRAS

Minnum á fjölbreytta viðburði á vegum BRAS. Á morgun (miðvikudag) er Klippismiðja í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Náttúrubras á fimmtudaginn (08.09) í Hálsaskógi Djúpavogi. Frekari upplýsingar er að finna inná heimasíðu BRAS hér
06.09.2022

Framkvæmdir við nýja Frystihúsabryggju

Framkvæmdir við nýja Frystihússbryggju á Eskifirði ganga vel og er bygging hennar langt komin. Samhliða því að raða holplötum ofan á burðarbita bryggjunnar hafa þybbueiningar og svokallaðir fenderar verið festir framan á bryggjuna. Járnabinding fyrir steypta þekju og landvegg er einnig um það bil hálfnuð en stefnt er að því að steypa innan fárra vikna. Að því loknu verður hafist handa við lokaskrefin í byggingu bryggjunnar með uppsetningu polla, stiga, kanttrés og tenglaskápa.
01.09.2022

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands 2022

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands fer fram þriðjudaginn 14. desember kl. 14:30. Opnað verður fyrir styrkumsóknir 5. september. Athöfnin fer fram á Zoom. Frekari upplýsingar um úthlutanir og umsóknarferlið er hér: Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands
31.08.2022

Vetrar opnunartími sundlauganna á Eskifirði og Stefánslaug

Frá og með morgundeginum 1. september tekur í gildi vetraropnum í sundlaugunum á Eskifirði og Stefánslaug.í Neskaupstað Sundlauginni á Eskifirði verður svo lokað frá og með 5.september til 26. septembers vegna viðhalds.
31.08.2022

Kynning á trérennismíði fyrir eldri borgara í Fjarðabyggð. Breytt staðsetning.

Félag trérennismiða á Íslandi er um þessar mundir að hefja kynningarátak í trérennismíði í sveitarfélögum landsins og mun í samstarfi við Fjarðabyggð halda tvær slíkar kynningar í sveitarfélaginu þann 6. og 7. september. Námskeiðið sem halda átti á Stöðvarfirði hefur verið flutt á Fáskrúðsfjörð.
29.08.2022

BRÚÐUSMIÐJA / PUPPET WORKSHOP Í ÞÓRSMÖRK Í NESKAUPSTAÐ

Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 16:00 - 18:00 Tess Rivarola og Menningarstofa Fjaraðbyggðar býður börnum á aldrinum 6-11 ára að taka þátt í brúðusmiðju og þurfa börnin að mæta með forráðamann með sér.
26.08.2022

Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar

Vígsla á minningarreit sem helgar minningu þeirra sem látist hafa við störf sín fyrir Síldarvinnsluna fór fram 25. ágúst í Neskaupstað. Minningarreiturinn er reistur á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Í því snjóflóði fórust sjö starfsmenn Síldarvinnslunnar. Auk þeirra sem fórust í snjóflóðinu hafa fimm aðrir starfsmenn látist við störf, þrír á sjó og tveir í landi.
24.08.2022

Ungmennaráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2022

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) heldur sína þrettándu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 9.-11. september í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði – láttu drauminn rætast!
24.08.2022

SIRKUSHÓPURINN HRINGLEIKUR SNÝR AFTUR Á AUSTURLAND/HRINGLEIKUR CIRCUS COMPANY COMES BACK TO EAST ICELAND

[English below] Sirkushópurinn Hringleikur snýr aftur á Austurland og býður upp á skemmtileg sirkusnámskeið fyrir 10-16 ára í Fjarðabyggð - 25. ágúst á Eskifirði og 26. ágúst á Fáskrúðsfirði! Mögulegt er að mæta á annan hvorn daginn eða báða.
23.08.2022

Samningar undirritaðir vegna skólamáltíða og skólaaksturs

Föstudaginn 19. ágúst voru undirritaðir samningar vegna skólamáltíða og skólaaksturs.
22.08.2022

Samúðarkveðjur til Húnabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar mánudaginn 22. ágúst sendi bæjarráð Fjarðabyggðar samúðarkveðjur til sveitastjórnar og íbúa Húnabyggðar: Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Fjarðabyggðar hugheilar samúðarkveðjur til sveitarstjórnar og íbúa Húnabyggðar vegna þeirra hörmungaratburða sem áttu sér stað í samfélaginu á Blönduósi sunnudaginn 21.ágúst sl. Hugur okkar er með ykkur öllum og sérstaklega þeim sem eiga hvað mest um sárt að binda vegna þessa. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og styrkja vegna þessa.Hlýjar kveðjur að austan
22.08.2022

Rafmagnstruflanir á Reyðarfirði 22. ágúst

Rafmagnstruflanir verða Reyðarfirði 22.08.2022 frá kl 17:00 til kl 18:00 Vegna breytinga í dreifikerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
19.08.2022

Fuglaflensa

Mikið hefur fundist af dauðum fugli við strendur Fjarðabyggðar. Ef viltur fugl finnst dauður er mikilvægt að tilkynna það strax til MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum.
19.08.2022

Móttaka Fjarðabyggðar á garðaúrgangi í Neskaupstað

Móttaka garðaúrgangs Fjarðabyggðar í Neskaupstað hefur verið flutt frá Naustahvammi og fyrir ofan hesthúsin.
16.08.2022

Félagsmiðstöðin Zveskjan á Reyðarfirði fær nýtt húsnæði

Ákveðið hefur verið að færa starfsemi Zveskjunnar yfir í Félagslund.
10.08.2022

Fjarðabyggð með lægstu gjöld vegna skóladagvistunar

Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ býður Fjarðabyggð upp á lægstu gjöld vegna skóladagvistunar barna, í samanburði 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins.
10.08.2022

Samband sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA árið 2022.

Menningarverðlaun SSA eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd.
04.08.2022

Úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað um 118 milljónum til 11 verkefna á Austurlandi.
02.08.2022

Kynningarfundir 8. ágúst vegna Fjölþættrar heilsueflingar 65+ í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð í samstarfi með Janus heilsueflingu, stendur yfir kynningarfundum mánudaginn 8. ágúst. Kynnt verður verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð en verkefnið hefst um miðjan ágúst.
02.08.2022

Seinkun á opnun nýs íþróttahúss á Reyðarfirði

Vegna seinkunar á aðföngum frá erlendum birgjum, seinkar því miður opnun á nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Vonast er til að húsið verði opnað 1. nóvember.
29.07.2022

Nýir starfsmenn á bæjarskrifstofu

Haraldur Líndal Haraldsson og Sunna Arnardóttir hafa verið ráðin í störf upplýsingafulltrúa og mannauðsstjóra hjá sveitarfélaginu.
25.07.2022

Vefsala íþróttamiðstöðva Fjarðabyggðar

Vefsala íþróttamiðstöðva Fjarðabyggðar er komin í loftið. Núna verður notendum gert kleift að kaupa sund- eða líkamsræktarkort í Íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar í gegnum netið.
25.07.2022

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verður lokuð í tvær vikur dagana 22. júlí til 5.ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skiptiborð bæjarins 470 9000 verður opið frá 10:00 til 12:00 og 12:30 til 16:00.
22.07.2022

Glæsileg menningardagskrá í Fjarðabyggð um helgina

Það er margt að gerast í Fjarðabyggð um helgina og hér að neðan má sjá hluta af þeim viðburðum sem eru í boði. Lista- og menningarhátíðinni Innsævi sem staðið hefur yfir síðustu vikurnar lýkur síðan á sunnudaginn.
19.07.2022

Lokapunktur skapandi sumarstarfa

Í sumar hafa fimm listamenn í skapandi sumarstörfum unnið hörðum höndum því að mála Fjarðabyggð í öllum regnboganslitum, bæði sem einstaklingar og í hópi listamanna sem komið hafa á Innsævi, Tónaflugi og tekið þátt í allskonar viðburðum á vegum Menningarstofu og annarra sem hafa verið haldnir í Fjarðabyggð í sumar.