Fara í efni

Fréttir

15.11.2022

Vel fylgst með stöðu mála ofan Eskifjarðar

Í ljósi mikillar úrkomu síðustu daga og þeirrar úrkomuspár sem er framundan fylgist Fjarðabyggð að sjálfsögðu grant með stöðu mála ofan Eskifjarðar. í samvinnu við Lögregluna á Austurlandi og Veðurstofuna. Eftirfarandi tilkynning barst frá Lögreglunni á Austurlandi nú um kvöldmatarleytið: Vegna úrkomu síðustu daga og rigningarspár framundan er vel fylgst með vatnshæðarmælum í tveimur borholum Veðurstofu á Eskifirði, í Kolabotnum annarsvegar og í beygju á Oddskarðsvegi hinsvegar þar sem hreyfingar voru í desember 2020. Greinst hefur hækkun í grunnvatnsstöðu í Kolabotnum en minni hækkun í hinni. Staðan í Kolabotnum er svipuð og hún var eftir rigningar í byrjun október. Ítarlegri upplýsingar frá Veðurstofu má finna hér: https://blog.vedur.is/.../2022/11/15/eskifjordur-15-11-2022/
02.11.2022

EINAR BRAGI SIGURÐSSON SKÁLD FRÁ ESKIFIRÐI

EINAR BRAGI SIGURÐSSON SKÁLD FRÁ ESKIFIRÐI Dagskrá til minningar um skáldið og rithöfundinn Einar Braga í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði laugardaginn 12. nóvember kl. 14:00. Fjallað verður um ævi og ritverk Einars, lesin ljóð eftir hann og flutt tónlist sem tengist þeim. Fram koma: Sigurborg Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, Friðrik Þorvaldsson og Magnús Stefánsson. Öll velkomin, aðgangur ókeypis. Það er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sem stendur að baki viðburðinum í samstarfi við Dimmu og Menningarstofu Fjarðabyggðar.
31.10.2022

Styrkur til sjálfstyrkingar ungmenna í Fjarðabyggð og Múlaþingi

Styrkur frá Alcoa Foundation til að efla ungmenni var formlega afhentur föstudaginn 28. október af fulltrúa Alcoa Fjarðaáls til Fjarðabyggðar og Múlaþings. Verkefni vegna styrksins hafa staðið yfir frá 2020 en alls er um að ræða 150 þúsund dollara eða um 21 milljón íslenskra króna sem nýttar hafa verið til að standa fyrir sjálfstyrkjandi verkefnum fyrir ungmenni í sveitarfélögum. Styrkurinn var veittur til tveggja ára en vegna Covid-19 þá frestuðust sum verkefnanna og verður því haldið áfram að ljúka þeim á næsta ári.
24.10.2022

Athugasemd vegna könnunar ASÍ vegna frístundastyrkja

Fjarðabyggð vill koma eftirfarandi á framfæri vegna könnunar ASÍ á frístundarstyrkjum sveitarfélaga. Samkvæmt könnunni eru styrkir Fjarðabyggða til frístunda barna þeir lægstu á landinu að undanskildum Ísafjarðarbæ og Grindavíkurbæ. Rétt er að beinir styrkir til foreldra eru 10.000 kr. á barn. Auk þess nema beinir styrkir til íþróttafélaga í sveitarfélaginu um 63 milljónum. Því má horfa á að heildarstyrkir á hvert barn á aldrinum 6-18 ára í Fjarðabyggð nemi því um 88.544 kr. Þessir styrkir hjálpa því eflaust til í því að íþróttafélögin í Fjarðabyggð geta boðið uppá mun ódýrari æfingagjöld en gengur og gerist annarstaðar og er munurinn í einhverjum tilvikum allt að 50%.
14.10.2022

Svæðisskipulag Austurlands 2022 – 2044 undirritað

Þann 12. október, undirrituðu bæjar- og sveitastjórar Austurlands og forstjóri Skipulagsstofnunar Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044. Undirritunin fór fram í Reykjavík en viðstödd voru jafnframt framkvæmdastjóri Austurbrúar, formaður SSA, varaformaður svæðisskipulagsnefndar SSA og fulltrúi ráðgjafafyrirtækisins ALTA.
12.10.2022

Skrifstofur Fjarðabyggðar flytja tímabundið

Vegna framkvæmda á skrifstofum Fjarðabyggðar við Hafnargötu 2 (Molinn) mun starfsemin flytjast tímabundið á fimm staði. Verklok liggja ekki fyrir að svo stöddu. Starfsemi skrifstofunnar flyst á eftirfarandi staði:
08.10.2022

Appelsínugul veðurviðvörun 9.10.22 - íbúar hvattir til að huga að lausamunum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun sem tekur gildi kl. 19:00 á morgun, sunnudaginn 9. október og stendur fram á mánudag. Gert er ráð fyrir Norðvestan 20-28 m/s og vindhviður yfir 35 m/s, hvassast sunnanverðum austfjörðum. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan veðrið gengur yfir. Almannavarnanefnd hefur fundað um stöðumála með viðbragðsaðilum og þar er fylgst grant með stöðu mála. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa í dag verið á ferðinni og yfirfarið hluti og byggingar á vegum sveitarfélagsins sem gætu verið í hættu eftir síðasta óveður.
06.10.2022

Bæjastjórnafundur í dag 6. október

Dagskrá fundarins má finna hér Bæjarstjórn Bein útsending hér
05.10.2022

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Fjarðabyggð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Fjarðabyggð í gær (þriðjudag) og tók Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, á móti henni ásamt bæjafulltrúunum Hjördísi Helgu Seljan, Stefáni Þóri Eysteinssyni og Ragnari Sigurðssyni.
05.10.2022

Heimsókn frá Heimili og Skóli til Fjarðabyggðar

Heimili og Skóli bjóða öllum nemendum 6. og 7. bekk uppá SAFT fræðslu og foreldurm er síðan boðið uppá fræðslufundi í hverju hverfi. Heimsóknin byggir á samningi Fjarðabyggðar og Fjarðaforeldra við Heimili og skóla sem undirritaður var síðasta haust. Síðar í haust verður síðan fræðsla á teams fyrir stjórnir foreldrafélaga bæði leik- og grunnskóla.
04.10.2022

Sterkar stelpur

Katrín Jóhannsdóttir og Svanhvít Helen Sveinsdóttir ætla að kenna stelpum í Fjarðabyggð á aldrinum 13 til 18 ára lyftur, þrek og teygjur. Í hverjum tíma verður einnig fræðsla, meðal annars um næringu, hreyfingu, svefn, tíðahringinn, hormóna og markmiðasetningu. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
04.10.2022

Eldvarnaræfing í leikskólanum Eyravöllum

Í morgun var eldvarnaræfing í leikskólanum Eyrarvöllum sem gekk mjög vel. Bæði starfsmenn og börn stóðu sig eins og hetjur og auðvitað slökkviliðið í Fjarðabyggð sem kom með reyk og fullbúna menn með sér.
03.10.2022

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð.

Vinnustofur eru haldnar í dag vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð. Hægt verður að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna: Neskaupstaður: 3. október kl. 13:30–15:30 í MúlanumReyðarfjörður: 3. október kl. 16:30–18:30 í AusturbrúVið hvetjum einstaklinga og fyrirtæki með hugmyndir á sviði atvinnu, nýsköpunar og menningar til að koma og skoða möguleikana. Verkefnahugmyndir af öllum stærðargráðum eiga erindi. Frekari upplýsingar eru hér
03.10.2022

Sterkur Stöðvarfjörður - Íbúafundur

Íbúar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum á Stöðvarfirði fimmtudaginn 17. september síðastliðinn. Þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.
03.10.2022

Heimsókn forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kom austur til að vera viðstaddur Tæknidag fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands. Á leið sinni stoppaði forsetinn við í stutta heimsókn til slökkviliðs Fjarðabyggðar. Þar tóku á móti honum Jón Björn bæjastjóri og Sigurjón Valmundarson slökkviliðsstjóri ásamt slökkviliðsmönnum á vakt og skoðaði skemmdir sem urðu á húsnæði slökkviliðsins. Þaðan var svo haldið á Tæknidaginn þar sem hann afhenti verðlaun í nýsköpunarkeppni Grunnskólanna. Nýsköpunarkeppnin var haldin í samstarfi við Fjarðabyggð, VA og Matís.
28.09.2022

Nokkur orð í kjölfar óveðurs

Íbúar Fjarðabyggð voru svo sannarlega minntir á hve öflug náttúruöflin geta verið þegar aftakaveður gekk yfir austfirði sl. sunnudag. Veðrið hófst á snemma á sunnudag og gekk það ekki almenninlega niður fyrr en á mánudagskvöld. Það er ljóst að tjónið er mikið hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélagsins. Það gefur augaleið að þarna hafa miklir kraftar verið á ferð, og veður sem við þurfum sem betur fer ekki oft að takast á við. Einna mest virðist tjónið vera á Reyðarfirði, en einnig víðar um sveitarfélagið en fyrir liggur að einhvern tíma mun taka að átta sig á umfangi þess en vinna við það er í fullum gangi.
28.09.2022

Saga Garðars og Snorri Helgason á Eskifirði

Saga Garðars & Snorri Helga í Valhöll, Eskifirði. Hjónin Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir grínkona halda gill í félagsheimili Eskfirðinga Valhöll laugardagskvöldið 1. október 2022. Snorri opnar kvöldið og spilar sína þjóðlðagaskotnu poppmúsík og svo tekur Saga við og flytur uppistand sitt.
27.09.2022

Aðstoð við hreinsun eftir óveðrið

Mikið tjón varð á trjám og gróðri víða í Fjarðabyggð í óveðrinu sem gekk yfir síðustu daga og víða liggja brotin tré í görðum og á opnum svæðum ásamt öðru braki . Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar hóf hreinsunarstarf um leið og veðrið gekk niður og mun það standa yfir næstu daga. Fjarðabyggð ætlar næstu daga að bjóða íbúum upp á aðstoð við að fjarlægja brotin tré úr görðum sínum.
26.09.2022

Bókun bæjarráðs vegna ofsaveðurs á Austurlandi

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í morgun var eftirfarandi bókun samþykkt: Ofsaveðrið sem gekk yfir Austurland í gær olli umtalsverðu tjóni víða í Fjarðabyggð, en einna verst virðist staðan vera á Reyðarfirði. Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðar í dag og þá hefst vinna við hreinsunarstarf og að meta það tjón sem veðrið hefur valdið.Íbúar sveitarfélagsins brugðust vel við yfirvofandi hættu vegna veðursins og tryggðu lausamuni og minnkuðu þannig talsvert það tjón sem hefði getað orðið vegna þeirra. Bæjarráð vill koma á sérstöku þakklæti til björgunarsveita í Fjarðabyggð sem og til íbúa, starfsmanna Fjarðabyggðar, og annarra þeirra sem komu að því að bjarga verðmætum og forða frekari eignaspjöllum.
25.09.2022

Skólahald í Fjarðabyggð 26.9.

Á morgun mánudaginn, 26. september, er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum, vegna hvassviðris. Ekki er þó talin þörf á að loka leik- og grunnskólum en foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum með morgni og meta hvort þeir sendi börnin í skóla. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla.
25.09.2022

Töf á opnun sundlaugar Eskifjarðar

Sökum tafa á viðgerðum sundlaugar Eskifjarðar, verður ekki unnt að opna hana á morgun 26. september, eins og til stóð. Þess í stað er stefnt á að hún opni fimmtudaginn 29. september klukkan 06:00. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.
24.09.2022

Rauð veðurviðvörun sunnudaginn 25. september - tryggjum lausamuni

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Austfirði fyrir sunnudaginn 25. september. Viðvöruninn tekur gildi á hádegi og stendur fram á kvöld. Gert er ráð fyrir Norðvestan roki eða ofsaveðri, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s. Miklar líkur eru því á foktjóni og grjótfoki. Fjarðabyggð hvetur íbúa eindregið til þess að tryggja lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón og vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands og tilkynningar frá eru einnig sendar út á fésbókarsíðu lögreglunnar á Austurlandi.
22.09.2022

Íþróttavika Evrópu í Fjarðabyggð

Frá og með 24. september til 7. október verður haldin íþróttavika evrópu í Fjarðabyggð. Margt verður í boði, svo sem opnar æfingar hjá Lyftingafélagi Austurlands, badminton, körfubolti og Þorgrímur Þráinsson verður með fyrilestur. Svo eitthvað sé nefnt og allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Hvetjum öll til að mæta!
16.09.2022

Útgáfuhóf Sögu Fáskrúðsfjarðar

Útgáfuhóf Sögu Fáskrúðsfjarðar fór fram í gær í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 14. September. Húsfyllir var, þar sem boðið var uppá léttar veitingar, tónlist frá nemendum Tónlistaskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar. Auk þess lásu þær Berglind Ósk og Arnfríður Eide valda kafla úr bókinni.
06.09.2022

Viðburðir á vegum BRAS

Minnum á fjölbreytta viðburði á vegum BRAS. Á morgun (miðvikudag) er Klippismiðja í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Náttúrubras á fimmtudaginn (08.09) í Hálsaskógi Djúpavogi. Frekari upplýsingar er að finna inná heimasíðu BRAS hér
06.09.2022

Framkvæmdir við nýja Frystihúsabryggju

Framkvæmdir við nýja Frystihússbryggju á Eskifirði ganga vel og er bygging hennar langt komin. Samhliða því að raða holplötum ofan á burðarbita bryggjunnar hafa þybbueiningar og svokallaðir fenderar verið festir framan á bryggjuna. Járnabinding fyrir steypta þekju og landvegg er einnig um það bil hálfnuð en stefnt er að því að steypa innan fárra vikna. Að því loknu verður hafist handa við lokaskrefin í byggingu bryggjunnar með uppsetningu polla, stiga, kanttrés og tenglaskápa.
01.09.2022

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands 2022

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands fer fram þriðjudaginn 14. desember kl. 14:30. Opnað verður fyrir styrkumsóknir 5. september. Athöfnin fer fram á Zoom. Frekari upplýsingar um úthlutanir og umsóknarferlið er hér: Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands
31.08.2022

Vetrar opnunartími sundlauganna á Eskifirði og Stefánslaug

Frá og með morgundeginum 1. september tekur í gildi vetraropnum í sundlaugunum á Eskifirði og Stefánslaug.í Neskaupstað Sundlauginni á Eskifirði verður svo lokað frá og með 5.september til 26. septembers vegna viðhalds.
31.08.2022

Kynning á trérennismíði fyrir eldri borgara í Fjarðabyggð. Breytt staðsetning.

Félag trérennismiða á Íslandi er um þessar mundir að hefja kynningarátak í trérennismíði í sveitarfélögum landsins og mun í samstarfi við Fjarðabyggð halda tvær slíkar kynningar í sveitarfélaginu þann 6. og 7. september. Námskeiðið sem halda átti á Stöðvarfirði hefur verið flutt á Fáskrúðsfjörð.
29.08.2022

BRÚÐUSMIÐJA / PUPPET WORKSHOP Í ÞÓRSMÖRK Í NESKAUPSTAÐ

Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 16:00 - 18:00 Tess Rivarola og Menningarstofa Fjaraðbyggðar býður börnum á aldrinum 6-11 ára að taka þátt í brúðusmiðju og þurfa börnin að mæta með forráðamann með sér.