Markmið íslenskra stjórnvalda er að Ísland nái fullum orkuskiptum árið 2040 og verði þar með fyrst ríkja til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Orkuvinnslan ein og sér er ekki nóg til þess að slíkt sé mögulegt heldur þurfa réttir innviðir einnig að vera til staðar.
Á vinnustofunni voru orkuskiptin skoðuð í þessu stóra og mikilvæga samhengi.
í lok vinnustofunnar sátu frummælendur fyrir svörum og skapaðist mjög upplýsandi umræða um efnið.
