Fara í efni
28.12.2022 Fréttir

Slæm veðurspá 29.desember

Deildu

Við slíkar aðstöður má gera ráð fyrir ofankomu og því viðbúið að færð á milli byggðakjarna muni spillast sem og innanbæjar. Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar fylgist vel með stöðu mála hvað varðar snjómokstur og og áhersla verður lögð á að halda stofnleiðum opnum eins og hægt er, áður en hafist verður handa við mokstur í íbúðagötum. Ljóst er að snjómokstur mun taka tíma við þessar aðstæður og því eru íbúar beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði á meðan sú vinna stendur yfir.

Þá mun veðrið hafa áhrifa á akstur strætisvagna en ákveðið hefur verið að enginn akstur verði á morgun fimmtudaginn 29.12. og eins eru líkur á að ekki verði hægt að aka morgunferðir þann 30.12.