Fara í efni

Fréttir

23.06.2022

Fjarðabyggð og CIP ganga til samninga um grænan orkugarð

Fjarðabyggð og CI ETF I, sem stýrt er af Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), hafa undirritað sameiginlega yfirlýsingu um að stíga næstu skref að uppbyggingu græns orkugarðs og framleiðslu græns rafeldsneytis í Fjarðabyggð.
22.06.2022

Stærsta súrálsskip sem komið hefur til landsins

Í síðustu viku lá súrálsskipið MSXT Emily við bryggju á Mjóeyrarhöfn. Um er að ræða stærsta súrálsskip sem komið hefur til landsins en skipið er 85.000 brúttólestir, um 230 metra langt og 36 metra breitt. MSXT Emily er glænýtt skip og var því í jómfrúarferð sinni. Skipið kom frá Bunbury í Ástralíu og losaði 52.000 tonn af súráli til Alcoa Fjarðaáls. Ferðin frá Ástralíu tók um sex vikur.
21.06.2022

Vígsluhátíð Leikskólans Lyngholts Reyðarfirði

Vígsluhátið Leikskólans Lyngholti fimmtudaginn 16. júní í blíðskaparveðri. Nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá allan morguninn og síðan var grillað í góða veðrinu. Formleg dagskrá hófst síðan klukkan 14:00 með stuttri dagskrá sem Katríni Lembi Alexsandersdóttir, deildarstjóri og viðburðarstjóri Lyngholts, stýrði af myndarbrag.
21.06.2022

Tilkynning vegna ástands stiga við gönguleið að Páskahelli

Lokað hefur verið tímabundið fyrir leiðina niður að Páskahelli, þar sem náttúruöflin hafa tekið sneið af jarðvegi neðst við stigann sem liggur niður að hellinum. Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar hefur látið smíða nýjan stiga sem mun ná niður að yfirborðinu. Stiginn verður settur niður á næstunni.
17.06.2022

Franskar skútur á Fáskrúðsfirði

Skútur sem taka þátt í frönsku siglingakeppninni Vendée Arctique hafa nú leitað skjóls inn á Fáskrúðsfirði vegna veðurs. Skúturnar byrjuðu að týnast inn á Fáskrúðsfjörð í dag hefur smám saman fjölgað eftir því sem líður á daginn.
16.06.2022

Hátíðahöld vegna 17. júní færð inn í Skrúð

Vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn hafa Ungmennafélagið Leiknir og Fjarðabyggð ákveðið að hátíðardagskrá vegna 17. júní verði færð inn í Félagsheimilið Skrúð. Dagskráin hefst með óhefðbundinni messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju og þaðan verður gengið yfir í Skrúð þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 14:00. Vegna hátíðahaldanna þarf að loka hluta Skólavegar til að tryggja öryggi gesta á hátíðinni. Bílum sem eiga erindi í þau hús sem lenda innan lokunarinar verður hleypt í gegn. Hér að neðan má sjá kort af hátíðarsvæðinu.
14.06.2022

Vígsluhátíð Lyngholts 16. júní 2022

Fimmtudaginn 16. júní milli kl. 14 - 16 verður ný viðbygging við Leikskólann Lyngholt formlega tekin í notkun. Af því tilefni verður íbúum boðið að koma og vera viðstaddir, þiggja veitingar og skoða húsnæði Lyngholts.
14.06.2022

Hátíðahöld í Fjarðabyggð vegna 17. júní 2022

Sú hefð hefur skapast að hátíðahöld vegna 17. júní færast á milli bæjarkjarna. Að þessu sinni verður haldið upp á 17. júní á Fáskrúðsfirði í samvinnu við Ungmennafélgið Leikni. Dagskrá dagsins má finna hér að neða
07.06.2022

Litagleði - Sumarsýning Tryggvasafns 2022

Hinn 1. júní opnaði sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað. Sýningin ber heitið Litagleði og allir sem skoða verkin hljóta að viðurkenna að hún stendur undir nafni
03.06.2022

Vatnstruflanir á Reyðarfirði í 3. júní

Vegna bilunar í vatnsveitu gætu orðið truflanir á vatnsrennsli við eftirtaldar götur á Reyðarfirði í dag, föstudaginn 3. júní. Túngata Hjallavegur Mánagata Heiðarvegur Hæðargerði Unnið er að viðgerð, en búast má við truflunum fram eftir degi á meðan á henni stendur.
01.06.2022

Aðlögun aðfluttra og innflytjenda í landsbyggðum á Íslandi - Kynning á rannsókn

Fimmtudaginn 2. júní verður kynning á rannsókninni Aðlögun aðfluttra og innflytjenda í landsbyggðum á Íslandi í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Kynningin hefst kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis.
31.05.2022

Vatnsleysi á Stöðvarfirði 31. maí

Vatnslaust verður í innbæ Stöðvarfjarðar, frá Kaffi Söxu og innúr, frá kl. 13 - 15 í dag þriðjdaginn 31. maí vegna viðgerðar á vatnsveitu.
31.05.2022

Vatnsleysi í Breiðdal þriðjudaginn 31.maí

Vatnslaust verður í Sæbergi í Breiðdal þriðjudagsmorguninn 31.mai milli 08.00 og 10.00
24.05.2022

Sjónlist – Listasýning nemanda í VA í Þórsmörk

Laugardaginn 28. maí kl. 13:00 verður myndlistasýningin Sjónlist sýnd í Þórsmörk. Á sýningunni verða til sýnis verk nemenda við Verkmenntaskóla Austurlands sem þau hafa unnið að í vetur.
20.05.2022

KFA - Völsungur í Fjarðabyggðarhöllinni 20. maí kl. 19.15

KFA, nýtt sameinað lið KFF og Leiknis, mætir Völsungi frá Húsavík í þriðju umferð 2.deildar í Fjarðabyggðarhöllini föstudaginn 20. maí 19:15. KFA gerðu jafntefli fyrsta leik sínum í deildinni við KF, áður en liðið tapaði síðan naumlega gegn Haukum á útivelli í síðustu umferð. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar stráka til sigurs.
18.05.2022

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - FH laugardaginn 21. maí

Laugardaginn 21. maí taka stelpurnar í Fjarðabyggð/Hetti/Leikni á móti FH í 3.umferð Lengjudeildar kvenna. Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni og hefst hann kl. 12:00.
16.05.2022

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Fjarðabyggð laugardaginn 14. maí 2022

Á kjörskrá í Fjarðabyggð voru 3.689 einstaklingar. Kjörsókn var 64,9% - atkvæði greiddu 2.395 og auðir seðlar voru 78. Framsóknarflokkur (B) - 695 atkvæði - 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokkur (D) - 941 atkvæði - 4 fulltrúar Fjarðalistinn (L) - 540 atkvæði – 2 fulltrúar Vinstrihreyfingin – Grænt framboð (V) - 141 atkvæði – 0 fulltrúi
14.05.2022

Kjörstaðir og opnunartími þeirra vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí

Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningarnar 14.maí verða sem hér segir: Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar Sólbrekku í Mjóafirði Nesskóla í Neskaupstað Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju Húsnæði grunnskólans á Stöðvarfirði Húsnæði grunnskólans í Breiðdal Opnunartími kjörstaða verður frá kl. 09:00 til 22:00, en reynt verður að ljúka kosningu í Mjóafirði fyrr eða um kl. 14:00.
12.05.2022

Áframhald tryggt á farsælu samstarfi grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands

Í gær rituðu Jón Björn Hákonarson, bæjastjóri Fjarðabyggðar og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra undir yfirlýsingu þess efnis að ráðuneytið komi að samstarfsverkefni Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands sem miðar að því að auka áhuga grunnskólanemanda í Fjarðabyggð á iðn- og tækninámi.
12.05.2022

Vor í Fjarðabyggð 2022

Sú hefð hefur myndast í Fjarðabyggð undanfarin ár að taka á móti vorinu með umhverfisátaki sem nefnist "Vor í Fjarðabyggð". Hér á heimasíðunni hefur nú verið gert aðgengilegt efni um Vor í Fjarðabyggð 2022. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, og rafræna útgáfu af vorbæklingi sveitarfélagsins.
11.05.2022

Listasmiðjur Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir börn sumarið 2022

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun, eins og síðasta ár, halda úti listasmiðjum sumarið 2022 en það eru skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2009-2013). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð. Allar nánari upplýsingar um skráningu og þær smiðjur sem eru boði á finna á heimasíðunni með því að smella hér.
10.05.2022

Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020 - 2040

Skipulagsstofnun staðfesti 28. apríl 2022 aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020-2040 og skrá yfir vegi í náttúru Íslands, sem samþykkt voru í bæjarstjórn 16. desember 2021. Við gildistöku aðalskipulagsins falla úr gildi aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 og aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030 ásamt síðari breytingum.
06.05.2022

Knattspyrnuveisla í Fjarðabyggðarhöllinni 6. maí

Laugardaginn 7. maí verður sannkölluð veisla fyrir fótaboltaáhugafólk í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis og karlalið KFA eiga bæði heimaleiki á morgun. Það er því tilvalið að skella sér í höllina og styðja okkar lið til sigurs!
04.05.2022

Viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð

Í gær var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Bríetar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og verktakafyrirtækisins Búðinga um uppbyggingu og styrkingu leiguíbúðamarkaðarins í Fjarðabyggð.
04.05.2022

Verksamningur um viðbyggingu við Leikskólann Dalborg

Mánudaginn 2. maí sl. var skrifað undir verksamning við Launafl ehf. um framkvæmdir vegna fyrsta verkhluta á viðbyggingu við Leikskólann Dalborg á Eskifirði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist nú í júní.
04.05.2022

Lengdur opnunartími sýsluskrifstofunnar á Eskfirði vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu verður opnunartími sýsluskrifstofunnar á Eskfirði að Strandgötu 52 lengdur. Fram að kjördegi 14.maí verður sýsluskrifstofan opin virka daga frá kl. 09.00 - 17.00.
03.05.2022

Viðgerð á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði er lokið

Viðgerð á vatnsveitunni á Fáskrúðsfirði er nú lokið og búið að hleypa vatni aftur á.
03.05.2022

Sumarfrístund á Fáskrúðsfirði

Leiknir á Fáskrúðsfirði verður með sumarfrístund fyrir 1.-4. bekk í sumar. Sumarfrístundin verður í boði í 6 vikur, frá 7. júní til 15. júlí. Opið er fyrir skráningar. Senda þarf tölvupóst með upplýsingum á netfangið marteinnmars@gmail.com.
02.05.2022

Glímukóngur og glímudrottning 2022 eru úr Fjarðabyggð

111. Íslandsglíman fór fram á Reyðarfirði á laugardag. Sigurvegarar í ár komu bæði úr Fjarðabyggð, en Kristín Embla Guðjónsdóttir tryggði sér Freyjumenið og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði keppnina um Grettisbeltið. Kristín Embla og Ásmundur keppa bæði undir merkju UÍA og æfa með UMF. Val á Reyðarfirði.
29.04.2022

Íslandsglíman 2022 á Reyðarfirði

Hundraðasta og ellefta Íslandsglíman fer fram laugardaginn 30. apríl í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefst keppni kl. 13. Keppt er um Freyjumenið í kvennaflokki og Grettisbeltið, elsta verðlaunagrip á Íslandi, í karlaflokki en siguvegararnir hljóta sæmdarheitin Glímudrottning og Glímukóngur Íslands.