18.01.2022
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. janúar
Síðastliðinn sólarhring greindust um 20 ný smit á Austurlandi, langflest þeirra á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Það er því viðbúið að fleiri smit greinist næstu daga þar sem enn er töluverður fjöldi í sóttkví. Áfram er því mikilvægt að íbúar Austurlands fari í sýnatöku við minnstu einkenni eða grun um útsetningu smits.