Fara í efni

Fréttir

09.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. desember- Fólk hvatt í sýnatöku

Alls voru tekin 531 sýni á Austurlandi í dag en sýnataka var á Reyðarfirði, Eskifirði og Egilsstöðum. Aðgerðastjórn þakkar íbúum skjót og góð viðbrögð en fjöldi PCR sýna var framar vonum. Með því að fjölmenna í samfélagsskimun fáum við betri mynd af ástandinu eins og það er í dag. Þær upplýsingar skipta okkur miklu við að kortleggja útbreiðslu veirunnar.
09.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 9. desember

Covid-19 smitum fjölgar hratt á Austurlandi síðustu daga, tæp 30 ný smit sl. 2 sólarhringa og flest í Fjarðabyggð. Smitin eru dreifð og það er mat aðgeðrastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit og þá m.a. hjá fólki sem ekki hefur einkenni og er því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti smitað aðra. Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið, önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur.
09.12.2021

Sýnataka vegna COVID-19 á Eskifirði í dag 11:00 - 13:00

Boðið verður upp á sérstaka sýnatöku (PCR-próf) í Tónlistarmiðstöðinni (kirkjunni) á Eskifirði í dag milli kl. 11:00 – 13:00. Í ljósi fjölda smita á Eskifirði sem komið hafa upp síðustu daga eru íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta og mæta í sýnatöku óháð því hvort þeir hafi verið útsettir fyrir smiti.
08.12.2021

Leikskólinn Lyngholt verður lokaður í fyrramálið, fimmtudaginn 9. desember

Staðfest COVID-19 smit er hjá starfsmanni leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði. Aðgerðarstjórn Austurlands fundaði í dag og ráðlagði fræðsluyfirvöldum að hafa leikskólann Lyngholt lokaðan a.m.k. fram að hádegi á morgun meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku. Ekkert skólahald verður því í leikskólanum Lyngholti a.m.k. fyrir hádegi á morgun, fimmtudaginn 9. desember.
08.12.2021

Eskifjarðarskóli verður lokaður fimmtudaginn 9. desember

Sjö staðfest COVID-19 smit eru hjá nemendum í Eskifjarðarskóla. Aðgerðarstjórn Austurlands fundaði í dag og ráðlagði fræðsluyfirvöldum að hafa Eskifjarðarskóla lokaðan á morgun, fimmtudaginn 9. desember á meðan verið er að ná utan um alla smitrakningu. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla 1.-10. bekk á morgun fimmtudag.
08.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 8. desember

Fjórtán smit greindust á Austurlandi eftir sýnatökur í gær. Þau tengjast meðal annars inn Eskifjarðarskóla og leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði. Af þessum sökum verða báðir skólar áfram lokaðir í dag miðvikudag. Enn er verið að vinna úr gögnum eftir sýnatöku gærdagsins og frekari tíðinda að vænta síðar í dag, m.a. er varðar skólahald næstu daga.
07.12.2021

Eskifjarðarskóli og Leikskólinn Lyngholt lokaðir á morgun miðvikudag

Líkt og fram kom í tilkynningu frá aðgerðastjórn Almannavarna í gær og í kvöld hefur komið upp smit af völdum Covid 19 tengt Eskifjarðarskóla og grunur um smit sem tengist Grunnskóla Reyðarfjarðar og Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. Þessi smit munu óhjákvæmilega hafa áhrif á á skólastarf í þessum stofnunum á morgun miðvikudag.
07.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. desember

Ríflega 180 nemendur og kennarar grunnskólans á Eskifirði fóru í sýnatöku í dag vegna smits er greindist í skólanum í gær. Gera má ráð fyrir að niðurstöður og úrvinnsla þeirra liggi fyrir í fyrramálið. Skólinn verður því lokaður á morgun að öllu óbreyttu. Aðgerðastjórn og yfirvöld skólamála í Fjarðabyggð munu í fyrramálið senda upplýsingar um niðurstöður og ef eitthvað breytist varðandi lokun skólans verður það kynnt fyrir hádegi á morgun.
06.12.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 6. desember

Upp hefur komið COVID-19 smit hjá starfsmanni í Eskifjarðarskóla. Skólayfirvöld í Fjarðabyggði í samráði við aðgerðastjórn hafa því ákveðið að fella skólahald í Eskifjarðarskóla niður á morgun þriðjudag. Eru allir starfsmenn skólans og nemendur hvattir til að fara í PCR sýnatöku á morgun, þriðjudaginn 7. desember, á Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði milli klukkan 12:00 og 13:00. Þeir eru og beðnir um að halda sig til hlés fram til þess að niðurstaða sýnatöku verður ljós, sem ætti að vera annað kvöld. Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
06.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 5. desember

Öll hundrað og áttatíu sýnin er tekin voru á Egilsstöðum á föstudag reyndust neikvæð. Því virðist sem Austurland hafi sloppið með skrekkinn að þessu sinni og má það m.a. þakka skjótum og markvissum viðbrögðum íbúa og skólastjórnenda í kjölfar smita. Hið sama á við um smit er greindust í síðustu viku á Fáskrúðsfirði, öll sýni er tekin voru á Reyðarfirði á föstudag vegna þeirra reyndist neikvæð og engin samfélagssmit hafa greinst. Ástæða er til að þakka viðbrögð þar einnig.
03.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 3.desember

Í gær fimmtudag greindust þrjú smit á Egilsstöðum. Einn hinna smituðu var í sóttkví við greiningu en hinir tveir ekki. Smitrakning stendur nú yfir. Í hádeginu í dag föstudag var sýnataka á Egilsstöðum þar sem tekin voru rúmlega 180 PCR sýni. Von er á að niðurstöður úr þeirri sýnatöku seint í kvöld eða fyrramálið. Aðgerðastjórn mun send aðra tilkynningu þegar niðurstöður liggja fyrir.
02.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 2. desember

Fjögur COVID-19 smit greindust á Austurlandi í morgun, þar af tvö utan sóttkvíar. Annað þeirra var á Egilsstöðum og hitt á Fáskrúðsfirði. Rakning stendur yfir. Af öryggisástæðum var hluta leikskólans á Tjarnarlandi á Egilsstöðum lokað í dag vegna smits en ákveðið af hálfu aðgerðastjórnar að allar deildir skólans muni verða lokaðar á morgun föstudag. Starfsmenn, foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum eru af þessum sökum hvattir til að skrá sig og börn sín í sýnatöku á morgun gegnum heilsuvera.is. Aðrir sem telja sig mögulega útsetta fyrir smiti eru og hvattir til að fara í sýnatöku.
01.12.2021

Leigufélagið Bríet leitar að byggingaraðilum til samstarfs um byggingar á fjórum íbúðum á Norðfirði

Leigufélagið Bríet ehf., í samvinnu við sveitarfélög á landsbyggðinni, stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum til framtíðar útleigu til einstaklinga og fjölskyldna. Auglýst er eftir byggingaraðilum til samstarfs sem skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnisins í samráði við Bríeti og viðkomandi sveitarfélag.
30.11.2021

TIlkynning frá aðgerðastjórn - 30.nóvember

Ef þú býrð eða starfar á Íslandi áttu rétt á bólusetningu við COVID-19. Þú getur skráð þig í bólusetningu með því að senda póst á bolusetning@hsa.is Bólusetningarátak yfirvalda er í gangi og eru allir þeir sem því við koma, hvattir til að láta bólusetja sig. Í nýrri samantekt embættis sóttvarnalæknis er fjallað um ávinning bólusetningar. Þar kemur fram að einstaklingur sem á í nánum samskiptum við Covid smitaðan einstakling er 50% ólíklegri til að smitast hafi hann fengið fulla grunnbólusetningu en væri hann óbólusettur.
29.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 29. nóvember

Sextíu fóru í sýnatöku í gær á Egilsstöðum vegna smita er greindust þar nýlega. Af þessum sextíu reyndist einn smitaður. Sá var í sóttkví við greiningu. Miðað við þessa niðurstöðu standa vonir til að smit hafi ekki náð að dreifa sér. Íbúar eru hinsvegar hvattir sem fyrr til að fara í sýnatöku finni þeir til minnstu einkenna. Hægt er að skrá sig á heilsuvera.is.
27.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 27. nóvember

Í gærkvöldi föstudag, greindust fjögur smit á Egilsstöðum, tvö af þeim smitum voru einstaklingar sem voru í sóttkví við greiningu. Smitrakning stendur yfir og vonast er til að betri mynd verði komin á stöðuna í lok dags. Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Opið verður í sýnatöku á Egilsstöðum á morgun, sunnudag, frá kl. 11:30-13:30 og eru íbúar hvattir til þess að nýta sé hana ef þeir hafa einhver einkenni eða tengsl við smitaðan einstakling.
26.11.2021

Tendrun jólatrjáa í Fjarðabyggð og aðventustundir í skólum

Í dag föstudaginn 26.nóvember verður kveikt á jólatrjám í bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Undanfarin ár hefur sú skemmtilega hefð skapast að tendra ljósin á jólatrjám Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í hverjum byggðakjarna. Vegna þeirra takmarkana á samkomuhaldi sem í gildi eru um þessar mundir, vegna COVID 19, er ljóst að ekki verður hægt að halda slíkar athafnir í ár.
26.11.2021

Bætt eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan Eskifjarðar

Verkfræðistofan Vista hefur í samvinnu við Veðurstofu Íslands sett upp tvo Shape Acceleration Array mæla fyrir ofan Eskifjörð. Mælunum var komið fyrir í borholum í hlíðinni rétt fyrir ofan bæinn. Veðurstofan Íslands hefur þannig aukið til muna eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan við Eskifjörð og aukið þannig öryggi íbúa en mælarnir eru viðbót við mæla sem fyrir eru. Vista þakkar fyrir góða aðstoða frá íbúum á Eskifirði sem voru Vista innan handar með uppsetninguna.
23.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 23. nóvember

Á Austurlandi eru nú 17 einstaklingar í einangrun og 23 í sóttkví. Í morgun var sýnataka hjá þeim starfsmönnum sjúkrahússins í Neskaupstað sem voru settir í sóttkví eða smitgát. Niðurstöður ættu að liggja fyrir seint í kvöld.
22.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 22. nóvember

Fjórir starfsmenn á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað eru í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist hjá samstarfsmanni þeirra á föstudagskvöld. Á laugardaginn voru tekin sýni af 70 starfsmönnum sjúkrahússins sem höfðu verið í vinnu dagana á undan. Niðurstöður lágu fyrir seint í gærkvöldi og voru öll sýni neikvæð. Síðar í vikunni er fyrirhugað að taka sýni aftur af þeim starfsmönnum sem eru í sóttkví og smitgát. Aðgerðastjórn sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
19.11.2021

Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands frestað

Í ljósi nýrra samkomutakmarkana hefur verið tekin ákvörðun um að fresta tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands, sem vera áttu í Tónlistarmiðstöðinni Eskifirði sunnudaginn 21. nóvember. Stefnt er að því að halda tónleikana á vormánuðum.
19.11.2021

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2022 – 2025 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu í bæjarstjórn þann 18. nóvember 2021. Fjárhagsáætlunin tók einungis einni breytingu milli umræðna. Fjárfestingar í Félagslegum íbúðum á árinu 2022 voru hækkaðar úr 30 milljónum króna í 50 milljónir króna.
18.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 18. nóvember

Um áttatíu manns fóru í sýnatöku á Stöðvarfirði og í Breiðdal í fyrradag vegna smita er þar hafa greinst. Auk þess voru sýnatökur á Egilsstöðum. Niðurstöður lágu fyrir í morgun og voru allar neikvæðar.
17.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 17. nóvember

Eitt nýtt smit bættist við á Austurlandi í gær og tengdist það grunnskólanum í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Nú eru alls fjögur staðfest smit hjá nemendum skólans og töluverður fjöldi fólks er í sóttkví vegna þess. Í gærkvöldi 16.nóvember, voru tekin um 80 sýni í sýnatöku í Breiðdal og á Stöðvarfirði og var fyrirhugað að senda sýnin með fyrstu vél en fluginu var síðan aflýst vegna veðurs.
17.11.2021

Niðurgreiðslur vegna húshitunar

Á undanförnum vikum hefur Orkustofnun borist fjölda umsókna frá Fjarðabyggð, einkum frá Neskaupstað, um niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Mikill tími hefur farið í að fara yfir allar þessar umsóknir en niðurstaðan hefur í öllum tilvikum verið að viðkomandi einstaklingar hafi verið með niðurgreiðslu fyrir. Því biður Orkustofnun notendur um að kanna hjá RARIK, hvort þeir séu með niðurgreiðslu áður en þeir senda inn umsókn til Orkustofnunar.
17.11.2021

Viljayfirlýsing um uppbyggingu á fjórum leiguíbúðum á Norðfirði

Fjarðabyggð, Leigufélagið Bríet og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu á fjórum leiguíbúðum á Norðfirði. Um er ræða framhald af samstarfi þessara aðila en Fjarðabyggð gekk samhliða viljayfirlýsingunni frá samkomulagi um að fjórar íbúðir að Leynimel á Stöðvarfirði færu jafnframt inn í leigufélagið Bríet líkt og íbúðir að Réttarholti á Reyðarfirði.
16.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 16.nóvember

Fimm ný smit greindust eftir sýnatöku í gær, tvö þeirra á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði og þrjú á Egilsstöðum. Fjórir hinna smituðu voru í sóttkví. Smitrakning stendur yfir vegna þess fimmta. Í ljósi smita sem greinst hafa í Breiðdalsvíkur- og Stöðvarfjarðarskóla verða báðir lokaðir á morgun. Hið sama á við um leikskólann. Þá mun boðið upp á auka sýnatöku í kvöld, 16. nóvember.
16.11.2021

Sýnataka í Breiðdal og á Stöðvarfirði

Í ljósi smita sem greinst hafa undanfarna daga í tengslum við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla hefur verið ákveðið að bjóða upp á auka sýnatöku í kvöld, 16. nóvember, bæði á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Tímasetningar sýnatöku: Kl. 18-18:30 á Breiðdalsvík (sýnatakan verður staðsett í grunnskólanum) Kl. 20-20:30 á Stöðvarfirði (sýnatakan verður staðsett í grunnskólanum)
15.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 15.nóvember

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Margir íbúar fóru hinsvegar í sýnatöku í dag og ætti niðurstaða að liggja fyrir á morgun þriðjudag. Skólahald fyrsta til sjötta bekkjar grunnskólans liggur niðri og mun svo vera meðan niðurstöðu er beðið. Leikskólinn verður og lokaður á morgun. Þá greindist smit á Egilsstöðum í dag. Ekki er talið að það hafi dreift sér. Smitrakning stendur yfir. Aðgerðastjórn beinir því til íbúa að gæta að sér í hvívetna enda smit enn að greinast í umdæminu og brýnt að fara varlega sem fyrr.
15.11.2021

Allt skólahald fellur niður í Breiðdal og á Stöðvarfirði mánudaginn 15. nóvember

Í ljósi nýrra upplýsinga og í samráði við sóttvarnaryfirvöld hefur verið ákveðið að hafa leikskóladeildirnar í Breiðdal og á Stöðvarfirði lokaðar í dag mánudaginn 15.nóvember, á meðan unnið er að frekari smitrakningu. Allt skólahald í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fellur þannig niður í dag.