Fara í efni

Fréttir

04.01.2022

Breytingar á gjaldskrá vegna gæludýrahalds í Fjarðabyggð

Dýraeftirlit Fjarðabyggðar vill vekja athygli á breytingum á gjaldskrá sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sem tók gildi nú um áramótin, 2021/2022. Eigendur gæludýra eru hvattir til að kynna sér áorðnar breytingar sem meðal annars snúa að möguleikum til lækkunar gjalda sem og brottfall ábyrgðartryggingar sem kemur þá til lækkunar leyfisgjalda.
04.01.2022

Snjómokstur 4. janúar 2022

Nú er unnið hörðum höndum að snjómokstri í Fjarðabyggð eftir óveður síðustu daga. Vinna hófst snemma í morgun og mun standa fram eftir degi. Mokstur hefur víða gengið vel en vegna mikils fannfergis á Fáskrúðsfirði og Eskifirði gengur mokstur hægt þar, en unnið er að honum með öllum tiltækum tækjum.
03.01.2022

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. janúar

Vegna veðurs var öllum sýnatökum vegna COVID-19 aflýst á Austurlandi í dag. Það hefur vissulega áhrif á fjölda smittalna í fjórðungnum en fyrir liggur eftir sem áður að smit eru mörg og dreifð auk þess sem vaxandi fjöldi er í sóttkví.
31.12.2021

Horft til framtíðar um áramót - Áramótapistill bæjarstjóra

Nú við áramót, þegar enn eitt árið hefur þotið hjá, er við hæfi að horfa til nýs árs með þeim verkefnum sem áætluð eru hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð á komandi ári. Framundan er að venju viðburðaríkt ár en verkefni sveitarfélagins á hinum ýmsu sviðum eru mörg. Hér á eftir ætla ég að horfa aðeins til framtíðar og fara í stuttu máli yfir helstu verkefni ársins sem framundan er. Það er ástæða til bjartsýni, okkar kraftmikla samfélag er byggt á traustum grunni og því enginn ástæða til annars en að horfa björtum augum á verkefni ársins.
30.12.2021

Flugeldasýningar um áramót

Vegna þeirra takmarkana sem uppi eru vegna sóttvarna verður ekki hægt að halda brennur eins og venjulega á gamlársdag. Einhverjar björgunarsveitir í Fjarðabyggð ætla engu að síður að bjóða upp á flugeldasýningar, sem fólk getur horft á frá heimilum sínum eða úr bílum.
30.12.2021

Engar áramótabrennur í Fjarðabyggð 2021

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur lagt til að engar áramótabrennur verði haldnar á Austurlandi þetta árið í ljósi sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru. Með tilliti til þessa og óvissu varðandi þróun smita í samfélaginu hefur öllum brennum í Fjarðabyggð því verið aflýst.
29.12.2021

Snjómokstur - Biðlað til ökumanna og foreldra

Unnið er að snjómokstri í öllum bæjarhlutum Fjarðabyggðar. Íbúar og ökumenn eru beðnir um að sýna snjómoksturstækjum tillitssemi á meðan á því stendur. Foreldrar og forráðamenn eru sérstaklega beðnir um að brýna fyrir börnum að vera ekki að leik í snjóruðningum. Slíkt getur skapað mikla hættu.
23.12.2021

Jólakveðja frá bæjarstjóra

Jólin eru framundan, hátíðin sem mörg okkar bíða eftir með eftirvæntingu. Jólin eru góður tími sem fylgir sérstakt andrúmsloft og þau skapa oft góðar minningar og það er engin tilviljun. Það þarf jafnvel bara lítið jólalag, hangikjötslykt, eða ákveðið jólaskraut til senda okkur í huganum aftur í tímann, til æskujólanna. Við leggjum okkur síðan öll fram á fullorðinsárum við að endurskapa þessi hughrif æskujólanna fyrir okkar afkomendur.
23.12.2021

UPPFÆRT - Viðgerð er lokið - Heitavatnslaust við þrjár götur á Eskifirði 23.12 vegna viðgerðar

Vegna viðgerð á heitavatnslögn á Eskifirði þarf að taka heitt vatn af við göturnar Hólsveg, Hátún og Helgafell frá kl. 14:00 í dag og á meðan viðgerð stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
23.12.2021

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2021.

Rétt áður en jólaklukkurnar klingja og við höldum í jólafríið þá viljum við hjá Menningarstofunni kunngera úrslit jólasmásagnakeppninnar okkar. Það býr margur góður rithöfundurinn í Fjarðabyggð og það sýndi sig og sannaði þegar kallað var eftir jólasmásögum í þremur aldursflokkum grunnskólans. Alls bárust okkur 45 jólasögur og efnistökin voru svo sannarlega fjölbreytt, sögurnar frumlegar og virkilega vel úr garði gerðar. Rithöfundarnir ungu búa allir yfir öflugu ímyndunarafli og stóðu sig virkilega vel og það er greinilegt að í þessum hópi leynast virkilega efnilegir höfundar sem eiga framtíðina fyrir sér. Dómnefndin var sammála um að sögurnar væru virkilega skemmtilegar og vel skrifaðar en að lokum var hún þó samstíga í mati sínu í vali á þeim sögum sem stóðu upp úr.
22.12.2021

Hertar sóttvarnir 23.desember – áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar

Ríkisstjórnin kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir sem miða að því að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID – 19 á Íslandi. Þessar ráðstafanir taka gildi þann 23. desember og má kynna sér þær á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér. Hér að neðan má sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á þjónustu sveitarfélagsins.
21.12.2021

Bilun í götuljósakerfi á Reyðarfirði

Bilun hefur komið upp í götuljósakerfinu á Reyðarfirði og eru ljósastaurar utan við verkstæði Launafls, í Vallargerði og mögulega víðar í útbænum ljóslausir. Unnið er að viðgerð.
14.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. desember

Tvö ný smit greindust á Austurlandi eftir sýnatöku í gær, annað á Egilsstöðum og hitt á Eskifirði. Báðir þeir er greindust voru í sóttkví. Rakningu frá því um helgina er lokið.
13.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 13. desember

Sautján ný smit greindust á Austurlandi í gær af rúmlega 220 sýnum sem tekin voru. Af þeim voru fjögur utan sóttkvíar. Rakning stendur nú yfir. Töluverður fjöldi fólks losnaði úr sóttkví eftir neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær. Skólahald í Fjarðabyggð er því með hefðbundnu sniði í dag.
10.12.2021

Skólahald hefst að nýju mánudaginn 13. desember

Eins og fram kom í tilkynningu frá aðgerðarstjórn núna eftir hádegið greindist aðeins eitt smit á Austurlandi eftir stóra sýnatöku í gær. Það lítur því út fyrir að þær aðgerðir sem gripið var til í vikunni hafi borið árangur. Þeir skólar sem lokuðu á Eskifirði og Reyðarfirði í vikunni munu því opna aftur á mánudagsmorgun 13. desember.
10.12.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 10. desember

Aðeins eitt nýtt smit hefur greinst á Austurlandi úr sýnatöku gærdagsins þar sem 531 sýni var tekið. Enn er þó verið að ljúka yfirferð á niðurstöðum en ekki gert ráð fyrir að þær breytist. Vert er að þakka íbúum fjórðungsins fyrir góða þátttöku í skimunum síðustu daga. Ljóst er að niðurstöður gefa tilefni til bjartsýni.
09.12.2021

Frá bæjarstjóra: Staða mála vegna COVID-19 smita 9. desember

Eins og fram kom í tilkynningum aðgerðarstjórnar almanannvarna á Austurlandi í dag, og síðustu daga, hefur COVID -19 smitum fjölgað mikið í Fjarðabyggð undanfarið. Dreifing smitanna virðist vera sérstaklega mikil á Eskifirði og Reyðarfirði nú og tengist inn í skólastofnanir þar. Í ljósi þessarar miklu óvissu sem uppi er í kjölfar þessarar fjölgunar smita hafa fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA ákveðið að grípa þurfi til áframhaldandi lokana í nokkrum skólastofnunum í Fjarðabyggð.
09.12.2021

Jólasmásagnakeppni Menningarstofu og grunnskóla Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir til jólasmásagnakeppni á aðventunni annað árið í röð. Þátttaka er opin öllum nemendum í grunnskólum Fjarðabyggðar en veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig. Skilafrestur í keppnina er til og með 10. desember
09.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. desember- Fólk hvatt í sýnatöku

Alls voru tekin 531 sýni á Austurlandi í dag en sýnataka var á Reyðarfirði, Eskifirði og Egilsstöðum. Aðgerðastjórn þakkar íbúum skjót og góð viðbrögð en fjöldi PCR sýna var framar vonum. Með því að fjölmenna í samfélagsskimun fáum við betri mynd af ástandinu eins og það er í dag. Þær upplýsingar skipta okkur miklu við að kortleggja útbreiðslu veirunnar.
09.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 9. desember

Covid-19 smitum fjölgar hratt á Austurlandi síðustu daga, tæp 30 ný smit sl. 2 sólarhringa og flest í Fjarðabyggð. Smitin eru dreifð og það er mat aðgeðrastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit og þá m.a. hjá fólki sem ekki hefur einkenni og er því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti smitað aðra. Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið, önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur.
09.12.2021

Sýnataka vegna COVID-19 á Eskifirði í dag 11:00 - 13:00

Boðið verður upp á sérstaka sýnatöku (PCR-próf) í Tónlistarmiðstöðinni (kirkjunni) á Eskifirði í dag milli kl. 11:00 – 13:00. Í ljósi fjölda smita á Eskifirði sem komið hafa upp síðustu daga eru íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta og mæta í sýnatöku óháð því hvort þeir hafi verið útsettir fyrir smiti.
08.12.2021

Leikskólinn Lyngholt verður lokaður í fyrramálið, fimmtudaginn 9. desember

Staðfest COVID-19 smit er hjá starfsmanni leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði. Aðgerðarstjórn Austurlands fundaði í dag og ráðlagði fræðsluyfirvöldum að hafa leikskólann Lyngholt lokaðan a.m.k. fram að hádegi á morgun meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku. Ekkert skólahald verður því í leikskólanum Lyngholti a.m.k. fyrir hádegi á morgun, fimmtudaginn 9. desember.
08.12.2021

Eskifjarðarskóli verður lokaður fimmtudaginn 9. desember

Sjö staðfest COVID-19 smit eru hjá nemendum í Eskifjarðarskóla. Aðgerðarstjórn Austurlands fundaði í dag og ráðlagði fræðsluyfirvöldum að hafa Eskifjarðarskóla lokaðan á morgun, fimmtudaginn 9. desember á meðan verið er að ná utan um alla smitrakningu. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla 1.-10. bekk á morgun fimmtudag.
08.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 8. desember

Fjórtán smit greindust á Austurlandi eftir sýnatökur í gær. Þau tengjast meðal annars inn Eskifjarðarskóla og leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði. Af þessum sökum verða báðir skólar áfram lokaðir í dag miðvikudag. Enn er verið að vinna úr gögnum eftir sýnatöku gærdagsins og frekari tíðinda að vænta síðar í dag, m.a. er varðar skólahald næstu daga.
07.12.2021

Eskifjarðarskóli og Leikskólinn Lyngholt lokaðir á morgun miðvikudag

Líkt og fram kom í tilkynningu frá aðgerðastjórn Almannavarna í gær og í kvöld hefur komið upp smit af völdum Covid 19 tengt Eskifjarðarskóla og grunur um smit sem tengist Grunnskóla Reyðarfjarðar og Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. Þessi smit munu óhjákvæmilega hafa áhrif á á skólastarf í þessum stofnunum á morgun miðvikudag.
07.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. desember

Ríflega 180 nemendur og kennarar grunnskólans á Eskifirði fóru í sýnatöku í dag vegna smits er greindist í skólanum í gær. Gera má ráð fyrir að niðurstöður og úrvinnsla þeirra liggi fyrir í fyrramálið. Skólinn verður því lokaður á morgun að öllu óbreyttu. Aðgerðastjórn og yfirvöld skólamála í Fjarðabyggð munu í fyrramálið senda upplýsingar um niðurstöður og ef eitthvað breytist varðandi lokun skólans verður það kynnt fyrir hádegi á morgun.
06.12.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 6. desember

Upp hefur komið COVID-19 smit hjá starfsmanni í Eskifjarðarskóla. Skólayfirvöld í Fjarðabyggði í samráði við aðgerðastjórn hafa því ákveðið að fella skólahald í Eskifjarðarskóla niður á morgun þriðjudag. Eru allir starfsmenn skólans og nemendur hvattir til að fara í PCR sýnatöku á morgun, þriðjudaginn 7. desember, á Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði milli klukkan 12:00 og 13:00. Þeir eru og beðnir um að halda sig til hlés fram til þess að niðurstaða sýnatöku verður ljós, sem ætti að vera annað kvöld. Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
06.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 5. desember

Öll hundrað og áttatíu sýnin er tekin voru á Egilsstöðum á föstudag reyndust neikvæð. Því virðist sem Austurland hafi sloppið með skrekkinn að þessu sinni og má það m.a. þakka skjótum og markvissum viðbrögðum íbúa og skólastjórnenda í kjölfar smita. Hið sama á við um smit er greindust í síðustu viku á Fáskrúðsfirði, öll sýni er tekin voru á Reyðarfirði á föstudag vegna þeirra reyndist neikvæð og engin samfélagssmit hafa greinst. Ástæða er til að þakka viðbrögð þar einnig.
03.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 3.desember

Í gær fimmtudag greindust þrjú smit á Egilsstöðum. Einn hinna smituðu var í sóttkví við greiningu en hinir tveir ekki. Smitrakning stendur nú yfir. Í hádeginu í dag föstudag var sýnataka á Egilsstöðum þar sem tekin voru rúmlega 180 PCR sýni. Von er á að niðurstöður úr þeirri sýnatöku seint í kvöld eða fyrramálið. Aðgerðastjórn mun send aðra tilkynningu þegar niðurstöður liggja fyrir.
02.12.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 2. desember

Fjögur COVID-19 smit greindust á Austurlandi í morgun, þar af tvö utan sóttkvíar. Annað þeirra var á Egilsstöðum og hitt á Fáskrúðsfirði. Rakning stendur yfir. Af öryggisástæðum var hluta leikskólans á Tjarnarlandi á Egilsstöðum lokað í dag vegna smits en ákveðið af hálfu aðgerðastjórnar að allar deildir skólans muni verða lokaðar á morgun föstudag. Starfsmenn, foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum eru af þessum sökum hvattir til að skrá sig og börn sín í sýnatöku á morgun gegnum heilsuvera.is. Aðrir sem telja sig mögulega útsetta fyrir smiti eru og hvattir til að fara í sýnatöku.