Fara í efni
03.03.2022 Fréttir

Fjölgreindaleikar í Grunnskóla Reyðarfjarðar á Öskudegi

Deildu

Á fjölgreindaleikum er nemendum skipt upp í sextán hópa, þvert á árganga og taka eldri nemendur ábyrgð á þeim yngri. Dagurinn fer svo í að ferðast um skólann, með skipulögðum hætti, á tíu mínútna fresti og upplifa eitthvað nýtt viðfangsefni á þeim sextán stöðvum sem kennarar hafa útbúið fyrir nemendur. Í lok dvalar á hverri stöð fengu nemendur sælgæti frá fyrirtækjum og stofnunum í bænum.

Myndir frá deginum.