Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila.
Í viðhengjum eru bréf til sveitarfélagsins vegna málsins, kynningarhefti um kröfur ríkisins og yfirlitskort um kröfurnar. Nákvæmari kort af kröfusvæðunum eru aftast í kynningarhefti en þau má líka nálgast hvert um sig á vefsíðu óbyggðanefndar þar sem ýmsar aðrar upplýsingar er einnig að finna: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/
Á vefsíðu óbyggðanefndar eru nánari upplýsingar um málsmeðferð og undirbúning málsaðila
Yfirlitskort yfir þjóðlendukröfur ríkisins – svæði 11
Kynning á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur
Þjóðlendurkröfur ríkisins - kynningarhefti
Ef spurningar vakna má hafa samband við Þorstein Magnússon eða Ernu Erlingsdóttur í síma 563-7000.