Fara í efni

Fréttir

04.03.2022

Austurland Freeride Festival 2022

Austurland Freeride Festival 2022 hófst í gær og dagskrá hátíðarinnar er frábær og fjörug svo ekki sé meira sagt. Heimasíða hátíðarinnar.
03.03.2022

Fjölgreindaleikar í Grunnskóla Reyðarfjarðar á Öskudegi

Vegna ófærðar á Reyðarfirði og leiðinda veðurs var ákveðið að halda fjölgreindaleika í Grunnskóla Reyðarfjarðar á Öskudegi. Nemendur komust því ekki um bæinn til að syngja fyrir sælgæti í fyrirtækjum en eigendur og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja brugðust vel við með því að senda krökkunum sælgætið í skólann.
01.03.2022

Vefráðstefna um umhverfismál

Þann 8 mars frá klukkan 11:00 – 14:00 ( íslenskur tími) heldur Samband sveitarfélaga í Eistlandi vefráðstefnu með yfirskriftinni "Greenstorming Webinar. The Norwegian and Icelandic Experiences of Climate and Energy Planning."
28.02.2022

Íbúafundur um umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar

Mánudaginn 28. febrúar verður haldinn íbúafundur um umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar í Eskifjarðarskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Hér má nálgast streymi frá fundinum.
28.02.2022

Íbúaþing á Stöðvarfirði

Dagana 5. – 6. mars er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins á Stöðvarfirði boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Stöðvarfirði, Fjarðabyggðar, SSA, Austurbrúar og Byggðastofnunar.
28.02.2022

Flughálka - íbúar beðnir um að fara varlega

Flughálka er um allt sveitarfélagið. Unnið er að söndun gatna og göngustíga en íbúar eru beðnir um að fara mjög varlega og sérstaklega í kringum skólastofnanir nú í morgunsárið.
25.02.2022

Slæm veðurspá föstudaginn 25. febrúar

Vegna slæmrar veðurspár og versnandi færðar gæti orðið þungfært víða í Fjarðabyggð þegar líður á daginn og fram á kvöld. Íbúar eru beðnir um að sýna þolinmæði en snjómokstri verður lítið sinnt fyrr en veðrið gengur niður.
25.02.2022

Slæm veðurspá - Breyting á almenningssamgöngum seinni part dags

Þar sem veðrið er að versna og veðurspá slæm, verða síðustu ferðir almenningssamgangna í dag föstudag sem hér segir: Síðasta ferð frá Neskaupstað leggur af stað klukkan 15:44. Síðasta ferð frá Fáskrúðsfirði leggur af stað klukkan 15:50.
23.02.2022

Tafir á sorphirðu vikuna 21.-25 febrúar

Veður og færð eru að leika Kubb grátt þessa dagana og ekki hefur tekist að fylgja áætlun. Unnið er að losun gráu tunnunnar og þeirrar brúnu þar sem brýn þörf er á. Staðan er þannig í dag og næstu daga.
23.02.2022

Brothættar byggðir - Stöðvarfjörður - könnun um búsetugæði

Byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir á Stöðvarfirði mun hefjast á næstu vikum. Markmiðið með verkefninu er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Í tengslum við verkefnið leggur Austurbrú fram könnun fyrir íbúa Stöðvarfjarðar og þau sem hafa lögheimili á staðnum.
22.02.2022

Tafir á snjómokstri

Unnið er að snjómokstri í öllum bæjarhlutum. Einhverjar tafir gætu orðið vegna snjóþyngsla. Einnig urðu bilanir í tveimur moksturstækjum á Eskifirði sem mun tefja mokstur þar. Íbúar eru beðnir um að sýna þessum töfum skilning.
22.02.2022

Skólahald og almenningssamgöngur með hefðbundnum hætti

Allt skólahald í Fjarðabyggð verður með hefðbundnum hætti í dag þriðjudag. Almenningssamgöngur verða einnig á áætlun en gera má ráð fyrir einhverjum töfum meðan unnið er að því að ryðja götur og aðalleiðir milli bæjarhluta.
21.02.2022

Slæm veðurspá í nótt og fyrramálið

Veðurspá fyrir Austfirði í nótt og fyrramálið er slæm. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að fylgjast með veðurspá og tilkynningum um skólahald í fyrramálið, hér á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum.
18.02.2022

Íbúar beðnir að moka frá sorpílátum

Vegna töluverðs fannfergis síðustu daga eru íbúar minntir á að moka vel frá sorpílátum svo aðgengi að þeim sé gott. Ekki er hægt að ábyrgjast að hægt verði að hirða sorp frá þeim heimilum sem ekki hafa mokað frá sorpílátum.
15.02.2022

Ný kyndistöð við Fjarvarmaveituna í Neskaupstað

Á næstu dögum verður gangsett ný kyndistöð í Neskaupstað sem tengd verður við fjarvarmaveitu sveitarfélagsins. Stöðin er 500kw og notar lífmassaeldsneyti sem framleitt er í heimabyggð. Það er Tandrabretti ehf. sem mun reka stöðina auk þess að framleiða eldsneytið.
11.02.2022

Breytingar á almenningssamgöngum í Fjarðabyggð 14. febrúar 2022

Mánudaginn 14. febrúar verða breytingar á tímatöflum almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Um er að ræða breytingar á einni ferð á leið 1A (Neskaupstaður – Fáskrúðsfjörður) og síðan talsverðar breytingar á báðum leggjum á leið 2, sem meðal annars fela í sér að þrjár ferðir á dag verða fastar ferðir og pöntunarþjónusta fellur niður á þeim ferðum.
10.02.2022

Tafir á sorphirðu

Sorphirða hefur því miður ekki gengið sem skyldi síðustu tvær vikurnar vegna veikinda hjá Kubbi. Fyrirséð er að einhver töf verði áfram út næstu viku en þá er vonast til að sorphirða verði komin á rétt ról og hefðbundin dagskrá standist. Beðist er velvirðingar á þessum ófyrirséðu töfum og þeim óþægindum sem þær kunna að valda. Íbúar og eigendur fasteigna eru einnig minntir á með auknum snjó er mikilvægt að mokað sé vel frá sorphirðuílátum svo þau séu aðgengileg.
09.02.2022

Kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, sbr. lög nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Óbyggðanefnd kynnir nú kröfurnar til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti. Kröfulýsingarfrestur er til 6. maí 2022.
07.02.2022

Almenningssamgöngur hefjast að nýju kl. 16:00

Almenningssamgöngur Fjarðabyggðar eru komnar í lag eftir óveðrið í morgun og ekið verður eftir tímatöflu frá kl. 16:00.
07.02.2022

Móttökustoð sorps lokuð á Fáskrúðsfirði

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður móttökustöð sorps á Fáskrúðsfirði lokuð í dag mánudaginn 7.febrúar. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
07.02.2022

Jafnlaunakerfi og jafnlaunastefna Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð uppfyllti kröfur í jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 í ársbyrjun 2020 og fékk í kjölfarið jafnlaunamerkið. Sveitarfélagið hefur jafnframt sett sér jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun og unnið er að því að samþætta jafnréttissjónarmið í stefnum Fjarðabyggðar.
07.02.2022

Skólar verða opnir

Eftir að hafa farið yfir veður og veðurhorfur í Fjarðabyggð nú í morgunsárið þykir ekki ástæða til að hafa skólana lokaða. Grunn-, leik- og tónlistarskólar verða því opnir í dag, mánudaginn 7. febrúar. Samkvæmt veðurspá á veðrið að ganga niður um klukkan eitt eftir hádegi. Foreldrum og forráðamönnum er þó alveg í sjálfsvald sett, hvort þeir sendi börn sín í skóla. Hyggist foreldrar og forráðamenn ekki senda börn sín í skóla, eru þeir beðnir um að láta sinn skóla vita.
06.02.2022

Almenningssamgöngur falla niður að minnsta kosti fram að hádegi mánudaginn 7.febrúar

Allar almenningssamgöngur í Fjarðabyggð falla niður fram að hádegi mánudaginn 7.febrúar. Staðan verður endurmetin um hádegisbil, með hliðjón af því hvernig veðrið þróast.
06.02.2022

Skólahald með hefðbundnum hætti á morgun mánudag

Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð í fyrramálið. Skólaakstur í dreifbýli í Breiðdal fellur niður. Nemendur á Stöðvarfirði mæta í skólahúsnæði á Stöðvarfirði og nemendur í Breiðdal mæta í skólahúsnæði í Breiðdal.
04.02.2022

Vatnsveitustyrkir vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrki til Matvælastofnunar fyrir vatnsveitur á lögbýlum. Umsóknir vegna framkvæmda á árinu 2002 þurfa að hafa borist fyrir 1.mars nk. Sótt er um á heimasíðu Matvælastofnunar þar sem jafnframt má nálgast nánari upplýsingar.
04.02.2022

Seinkun á sorphirðu

Sorphirða er á eftir áætlun þessa vikuna vegna veikinda hjá starfsmönnum Kubbs. Líkast til verður ekki hægt að fara í sorphirðu á suðurfjörðum fyrr en eftir helgi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
26.01.2022

Álagning fasteignagjalda 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjarðabyggð 2022 hafa verið birtir á vefsíðunni island.is og á Íbúagátt Fjarðabyggðar. Álagningarseðlar eru ekki sendir í pósti.Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum net- eða heimabanka. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum með því að hafa samband í síma 470-9000 eða í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is
25.01.2022

Sorpmóttaka á Reyðarfirði lokuð frá kl. 16.00 vegna hvassviðris

Vegna hvassviðris verður sorpmóttaka á Reyðarfirði lokuð frá kl. 16.00 þriðjudaginn 25.janúar. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
24.01.2022

Lumar þú á nafni á nýtt sameinað knattspyrnulið?

Megin íþróttafélögin í Fjarðabyggð hafa ákveðið að sameina enn frekar krafta sína á sviði knattspyrnu og leita nú aðstoðar íbúa sveitarfélagsins við að finna nafn á óstofnað félag.
20.01.2022

Ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um orkuskipti

Á 325. fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem lögð er þung áhersla á að unnið verði hratt að skilgreiningu og þróun á nýjum kostum í raforkuframleiðslu.