Fara í efni

Fréttir

25.04.2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi þriðjudaginn 19. apríl. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, en föstudaga kl. 09.00-14.00. Frá mánudeginum 25. apríl veður hægt að kjósa hjá kjörstjórum í Fjarðabyggð auk þess sem opnunartími skrifstofa embættisins á Egilsstöðum og Eskifirði verður lengdur til kl. 17:00 síðustu tvær vikur fyrir kjördag.
25.04.2022

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins Alcoa og Landsvirkjunar 2022 - Húsnæðismál á Austurlandi

Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar 2022 verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 27. apríl kl. 10:00-14:00. Yfirskrift fundarins í ár er Húsnæðismál á Austurlandi. Nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn í dag, og er það gert með því að smella hér
22.04.2022

Sumarfrístund í Fjarðabyggð 2022

Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, og Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, með fyrirvara um að næg skráning náist á öllum stöðum. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí
20.04.2022

Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2022

Fjarðabyggð hvetur íbúa til þátttöku í stóra plokkdeginum sem fram fer sunnudaginn 24. apríl nk. Fjarðabyggð vill standa við bakið á öllum plokkurum og býður glæra pokar fyrir plokk- ruslið. Hægt verður að nálgast plokk-pokana föstudaginn 22.apríl, í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar í Breiðdal og á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði, á sorpmóttökustöðvum á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði og í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar.
17.04.2022

Gleðilega páska!

Fjarðabyggð óskar íbúum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska!
17.04.2022

Flugeldasýning í Oddsskarði á páskadagskvöld - Breyttur tími

Sunnudagskvöldið 17. apríl verður boðið upp á flugeldasýningu í Oddsskarði. Athugið að flugeldasýningin hefst kl. 22:30, en ekki 23:00 eins og auglýst hafði verið.
13.04.2022

Myndlistarsýnning Tinnu Þorvaldar-Önnudottur í Þórsmörk

Myndlistarsýning - Ævintýri líkast (verk í vinnslu) eftir listakonunna Tinnu Þorvaldar-Önnudóttur hefst í Þórsmörk föstudaginn langa, 15. apríl í Þórsmörk í Neskaupstað.
13.04.2022

Upptakturinn í Hörpu 5. apríl

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og unglinga, fór fram í Hörpu í fullum Kaldalóni þann 5. apríl síðastliðinn. Þar voru leikin 14 ný tónverk/lög eftir unga og efnilega tónsmiði.
12.04.2022

Skapandi sumarstörf 2022

Fjarðabyggð leitar að ungu fólki sem fætt er á árunum 1997 til 2005 til að taka þátt í skapandi sumarstarfi Fjarðabyggðar í allt að níu vikur á tímabilinu 1. júní til 5. ágúst 2022.
12.04.2022

Innsævi 2022 - Opið innkall - Framlengdur umsóknarfrestur

Menningarstofa Fjarðabyggðar kallar eftir hugmyndum frá listafólki úr ólíkum greinum fyrir INNSÆVI 2022, listahátíð Fjarðabyggðar sem fer fram í sumar, frá 23. júní til 24. júlí 2022.
06.04.2022

Frestun á málþingi

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður að fresta málþingi Vitafélagsins - íslensk strandmenning - sem átti að vera laugardaginn 9.apríl í Randúlffssjóhúsi á Eskifirði. Ný dagsetning verður tilkynnt síðar.
04.04.2022

Nemendur í 10. bekk Eskifjarðarskóla gefa verðlaunafé til Barnaspítala Hringsins

Nemendur í 10. bekk Eskifjarðarskóla tóku nýlega þátt í Fjármálaleikunum, og enduðu í 2. sæti. Fjármálaleikarnir eru undankeppni fyrir evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla, en sigurvegarar íslensku undankeppninnar taka keppa fyrr Íslands hönd við fulltrúa 30 annara evrópuþjóða.
01.04.2022

Héraðshátíð Stóru Upplestrarkeppninnar í Fjarðabyggð

Héraðshátíð Stóru Upplestrarkeppninnar í Fjarðabyggð fór fram við hátíðlega athöfn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði fimmtudaginn 31. mars. Fjölmenni var á hátíðinni eða um 100 manns og mikið klappað fyrir frábærum lesurum sem lásu sögur og ljóð fyrir áheyrendur.
31.03.2022

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2021 - fyrri umræða í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 31. mars 2022 fer fram fyrri umræða bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2021. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 7. apríl næstkomandi.
23.03.2022

Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands birt til kynnningar og umsagnar

Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands og umhverfismatsskýrsla hennar hefur verið birt til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og á vef Austurbrúar og verður aðgengileg þar til og með 21. apríl nk. Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
11.03.2022

Mygla í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar

Staðfest hefur verið að mygla er í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar. Vinna við lagfæringar er hafin.
10.03.2022

Auknar líkur á votum flóðum, krapaflóðum og skriðuföllum á Suðausturlandi og Austfjörðum

Mikilli rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag fimmtudag og á morgun föstudag. Uppsöfnuð úrkoma frá fimmtudagseftirmiðdegi fram á laugardagsmorgun gæti víða orðið milli 200 og 300 mm til fjalla, mest á svæðinu frá Öræfum að Stöðvarfirði. Íbúar eru beðnir að huga að niðurföllum í nærumhverfi sínu.
04.03.2022

Bókun bæjarstjórnar vegna stríðsátaka í Úkraínu

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fordæmir harðlega innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Vegna stríðsins í Úkraínu bætist nú enn við þann mikla fjölda fólks sem er á flótta í heiminum. Bæjarstjórn lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að aðstoða fólk á flótta og hvetur stjórnvöld eindregið til að bregðast hratt við ákalli alþjóðastofnana um slíka aðstoð.
04.03.2022

Austurland Freeride Festival 2022

Austurland Freeride Festival 2022 hófst í gær og dagskrá hátíðarinnar er frábær og fjörug svo ekki sé meira sagt. Heimasíða hátíðarinnar.
03.03.2022

Fjölgreindaleikar í Grunnskóla Reyðarfjarðar á Öskudegi

Vegna ófærðar á Reyðarfirði og leiðinda veðurs var ákveðið að halda fjölgreindaleika í Grunnskóla Reyðarfjarðar á Öskudegi. Nemendur komust því ekki um bæinn til að syngja fyrir sælgæti í fyrirtækjum en eigendur og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja brugðust vel við með því að senda krökkunum sælgætið í skólann.
01.03.2022

Vefráðstefna um umhverfismál

Þann 8 mars frá klukkan 11:00 – 14:00 ( íslenskur tími) heldur Samband sveitarfélaga í Eistlandi vefráðstefnu með yfirskriftinni "Greenstorming Webinar. The Norwegian and Icelandic Experiences of Climate and Energy Planning."
28.02.2022

Íbúafundur um umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar

Mánudaginn 28. febrúar verður haldinn íbúafundur um umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar í Eskifjarðarskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Hér má nálgast streymi frá fundinum.
28.02.2022

Íbúaþing á Stöðvarfirði

Dagana 5. – 6. mars er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins á Stöðvarfirði boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Stöðvarfirði, Fjarðabyggðar, SSA, Austurbrúar og Byggðastofnunar.
28.02.2022

Flughálka - íbúar beðnir um að fara varlega

Flughálka er um allt sveitarfélagið. Unnið er að söndun gatna og göngustíga en íbúar eru beðnir um að fara mjög varlega og sérstaklega í kringum skólastofnanir nú í morgunsárið.
25.02.2022

Slæm veðurspá föstudaginn 25. febrúar

Vegna slæmrar veðurspár og versnandi færðar gæti orðið þungfært víða í Fjarðabyggð þegar líður á daginn og fram á kvöld. Íbúar eru beðnir um að sýna þolinmæði en snjómokstri verður lítið sinnt fyrr en veðrið gengur niður.
25.02.2022

Slæm veðurspá - Breyting á almenningssamgöngum seinni part dags

Þar sem veðrið er að versna og veðurspá slæm, verða síðustu ferðir almenningssamgangna í dag föstudag sem hér segir: Síðasta ferð frá Neskaupstað leggur af stað klukkan 15:44. Síðasta ferð frá Fáskrúðsfirði leggur af stað klukkan 15:50.
23.02.2022

Tafir á sorphirðu vikuna 21.-25 febrúar

Veður og færð eru að leika Kubb grátt þessa dagana og ekki hefur tekist að fylgja áætlun. Unnið er að losun gráu tunnunnar og þeirrar brúnu þar sem brýn þörf er á. Staðan er þannig í dag og næstu daga.
23.02.2022

Brothættar byggðir - Stöðvarfjörður - könnun um búsetugæði

Byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir á Stöðvarfirði mun hefjast á næstu vikum. Markmiðið með verkefninu er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Í tengslum við verkefnið leggur Austurbrú fram könnun fyrir íbúa Stöðvarfjarðar og þau sem hafa lögheimili á staðnum.
22.02.2022

Tafir á snjómokstri

Unnið er að snjómokstri í öllum bæjarhlutum. Einhverjar tafir gætu orðið vegna snjóþyngsla. Einnig urðu bilanir í tveimur moksturstækjum á Eskifirði sem mun tefja mokstur þar. Íbúar eru beðnir um að sýna þessum töfum skilning.
22.02.2022

Skólahald og almenningssamgöngur með hefðbundnum hætti

Allt skólahald í Fjarðabyggð verður með hefðbundnum hætti í dag þriðjudag. Almenningssamgöngur verða einnig á áætlun en gera má ráð fyrir einhverjum töfum meðan unnið er að því að ryðja götur og aðalleiðir milli bæjarhluta.