25.04.2022
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi þriðjudaginn 19. apríl. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, en föstudaga kl. 09.00-14.00. Frá mánudeginum 25. apríl veður hægt að kjósa hjá kjörstjórum í Fjarðabyggð auk þess sem opnunartími skrifstofa embættisins á Egilsstöðum og Eskifirði verður lengdur til kl. 17:00 síðustu tvær vikur fyrir kjördag.
























