Þríeykið frá Dunkerque kom síðan á Fáskrúðsfjörð um klukkan 16:00 sunnudaginn 10. Júlí og hjólaði Berglind Agnarsdóttir með unga fólkinu síðasta spölinn. Franskur hópur sem var á sama tíma í heimsókn á safninu tók á móti löndum sínum ásamt safnkonunum Fjólu og Önnu. Svo skemmtilega vildi til að hópurinn flaug með sömu flugvél og ungmennin til Íslands. Birna og Bæring opnuðu hús sitt Kaupvang, þar sem ungmennin gista í nótt. Tekið var á móti þeim með ilmandi pönnsum en í kvöld mun Sumarlína bjóða þeim til kvöldverðar. Á morgun heimsækja þau Franska safnið, franska grafreitinn, L'Abri, Kolfreyju og fleiri staði.
10.07.2022
Frönsk ungmenni minnast látinna franskra sjómanna
