Ný viðbygging leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði var tekin formlega í notkun sumarið 2020. Vegna takmarkana af völdum COVID – 19 var því miður ekki hægt að halda formlega vígsluathöfn en nú stendur til að bæta úr því.
Fimmtudaginn 16. júní verður því formleg vígsluhátíð Lyngholts haldin og hefst athöfnin kl. 14:00. Að lokinni stuttri hátíðardagskrá verður fólki boðið að ganga um húsnæði skólans og skoða það og þiggja léttar veitingar.
Allir velkomnir!
Starfsfólk og nemendur í Lyngholti