Fara í efni
27.06.2022 Fréttir

Innsævi er hafið!

Deildu

Dagskráin í ár er afar fjölbreytt og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi, bæði íbúar Austfjarða sem og þeir sem heimsækja Fjarðabyggð í sumar. Á dagskrá Innsævis í ár má m.a. finna innsetningar, sviðsverk og gjörninga, hljóðlistaverk, fjölbreytta tónleika, ljósmyndasýningu, útilistaverk og barnasýningu.

Í vikunni verður dagskrá Innsævis dreift í öll heimili í Fjarðabyggð með Dagskrá vikunnar og við hvetjum íbúa til að kynna sér metnaðarfulla dagskrá hátíðarinnar og sækja viðburði sem allir eru gjaldfrjálsir.

Einnig má fylgjast með dagskránni og óvæntum viðburðum á Facebook-síðu Innsævis, www.facebook.com/innsaevi og hjá Menningarstofu, https://www.facebook.com/menningarstofa

Hér má finna dagskrána á netinu: https://www.fjardabyggd.is/Media/innsaevi22-baeklingur-online.pdf