26.08.2022
Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar
Vígsla á minningarreit sem helgar minningu þeirra sem látist hafa við störf sín fyrir Síldarvinnsluna fór fram 25. ágúst í Neskaupstað. Minningarreiturinn er reistur á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Í því snjóflóði fórust sjö starfsmenn Síldarvinnslunnar. Auk þeirra sem fórust í snjóflóðinu hafa fimm aðrir starfsmenn látist við störf, þrír á sjó og tveir í landi.
























