Fara í efni

Fréttir

26.08.2022

Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar

Vígsla á minningarreit sem helgar minningu þeirra sem látist hafa við störf sín fyrir Síldarvinnsluna fór fram 25. ágúst í Neskaupstað. Minningarreiturinn er reistur á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Í því snjóflóði fórust sjö starfsmenn Síldarvinnslunnar. Auk þeirra sem fórust í snjóflóðinu hafa fimm aðrir starfsmenn látist við störf, þrír á sjó og tveir í landi.
24.08.2022

Ungmennaráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2022

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) heldur sína þrettándu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 9.-11. september í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði – láttu drauminn rætast!
24.08.2022

SIRKUSHÓPURINN HRINGLEIKUR SNÝR AFTUR Á AUSTURLAND/HRINGLEIKUR CIRCUS COMPANY COMES BACK TO EAST ICELAND

[English below] Sirkushópurinn Hringleikur snýr aftur á Austurland og býður upp á skemmtileg sirkusnámskeið fyrir 10-16 ára í Fjarðabyggð - 25. ágúst á Eskifirði og 26. ágúst á Fáskrúðsfirði! Mögulegt er að mæta á annan hvorn daginn eða báða.
23.08.2022

Samningar undirritaðir vegna skólamáltíða og skólaaksturs

Föstudaginn 19. ágúst voru undirritaðir samningar vegna skólamáltíða og skólaaksturs.
22.08.2022

Samúðarkveðjur til Húnabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar mánudaginn 22. ágúst sendi bæjarráð Fjarðabyggðar samúðarkveðjur til sveitastjórnar og íbúa Húnabyggðar: Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Fjarðabyggðar hugheilar samúðarkveðjur til sveitarstjórnar og íbúa Húnabyggðar vegna þeirra hörmungaratburða sem áttu sér stað í samfélaginu á Blönduósi sunnudaginn 21.ágúst sl. Hugur okkar er með ykkur öllum og sérstaklega þeim sem eiga hvað mest um sárt að binda vegna þessa. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og styrkja vegna þessa.Hlýjar kveðjur að austan
22.08.2022

Rafmagnstruflanir á Reyðarfirði 22. ágúst

Rafmagnstruflanir verða Reyðarfirði 22.08.2022 frá kl 17:00 til kl 18:00 Vegna breytinga í dreifikerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
19.08.2022

Fuglaflensa

Mikið hefur fundist af dauðum fugli við strendur Fjarðabyggðar. Ef viltur fugl finnst dauður er mikilvægt að tilkynna það strax til MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum.
19.08.2022

Móttaka Fjarðabyggðar á garðaúrgangi í Neskaupstað

Móttaka garðaúrgangs Fjarðabyggðar í Neskaupstað hefur verið flutt frá Naustahvammi og fyrir ofan hesthúsin.
16.08.2022

Félagsmiðstöðin Zveskjan á Reyðarfirði fær nýtt húsnæði

Ákveðið hefur verið að færa starfsemi Zveskjunnar yfir í Félagslund.
10.08.2022

Fjarðabyggð með lægstu gjöld vegna skóladagvistunar

Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ býður Fjarðabyggð upp á lægstu gjöld vegna skóladagvistunar barna, í samanburði 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins.
10.08.2022

Samband sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA árið 2022.

Menningarverðlaun SSA eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd.
04.08.2022

Úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað um 118 milljónum til 11 verkefna á Austurlandi.
02.08.2022

Kynningarfundir 8. ágúst vegna Fjölþættrar heilsueflingar 65+ í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð í samstarfi með Janus heilsueflingu, stendur yfir kynningarfundum mánudaginn 8. ágúst. Kynnt verður verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð en verkefnið hefst um miðjan ágúst.
02.08.2022

Seinkun á opnun nýs íþróttahúss á Reyðarfirði

Vegna seinkunar á aðföngum frá erlendum birgjum, seinkar því miður opnun á nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Vonast er til að húsið verði opnað 1. nóvember.
29.07.2022

Nýir starfsmenn á bæjarskrifstofu

Haraldur Líndal Haraldsson og Sunna Arnardóttir hafa verið ráðin í störf upplýsingafulltrúa og mannauðsstjóra hjá sveitarfélaginu.
25.07.2022

Vefsala íþróttamiðstöðva Fjarðabyggðar

Vefsala íþróttamiðstöðva Fjarðabyggðar er komin í loftið. Núna verður notendum gert kleift að kaupa sund- eða líkamsræktarkort í Íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar í gegnum netið.
25.07.2022

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verður lokuð í tvær vikur dagana 22. júlí til 5.ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skiptiborð bæjarins 470 9000 verður opið frá 10:00 til 12:00 og 12:30 til 16:00.
22.07.2022

Glæsileg menningardagskrá í Fjarðabyggð um helgina

Það er margt að gerast í Fjarðabyggð um helgina og hér að neðan má sjá hluta af þeim viðburðum sem eru í boði. Lista- og menningarhátíðinni Innsævi sem staðið hefur yfir síðustu vikurnar lýkur síðan á sunnudaginn.
19.07.2022

Lokapunktur skapandi sumarstarfa

Í sumar hafa fimm listamenn í skapandi sumarstörfum unnið hörðum höndum því að mála Fjarðabyggð í öllum regnboganslitum, bæði sem einstaklingar og í hópi listamanna sem komið hafa á Innsævi, Tónaflugi og tekið þátt í allskonar viðburðum á vegum Menningarstofu og annarra sem hafa verið haldnir í Fjarðabyggð í sumar.
18.07.2022

Fjarðabyggð hlýtur styrk frá Alcoa Foundation til náttúrverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og í Hólmanesi

Alcoa Foundation, samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum, hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsund dollara styrk til að stuðla að náttúruvernd og minjavörslu á Gerpissvæðinu og í Hólmanesi. Styrkurinn var veittur formlega í Viðfirði föstudaginn 15. júlí síðastliðinn. Þar var hópur á vegum Fjarðabyggðar að vinna að því að byggja upp göngustíg á svæðinu en það er hluti af þeirri vinnu sem styrkurinn nær til. Vinnan felst meðal annars í því að viðhalda gömlum hleðslum og veita vatni frá stígnum.
18.07.2022

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Austurland

Svæðisskipulagnefnd fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur auglýst tillögu að svæðisskipulagi fyrir Austurland, þ.e. Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044, samkvæmt 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar með það að markmiði að Austurland verði æ betra til búsetu, atvinnu og ferðalaga.
13.07.2022

Bæjarhátíðin Útsæðið

Bæjarhátíðin Útsæðið verður haldin á Eskifirði dagana 14. - 17. júlí. Dagskrá hátíðarinnar hefst á morgun fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Bæjarhátíðin Útsæðið er hátíð fjölskyldunnar þar sem gestir og gangandi koma saman og njóta samveru, borða og hlusta á góða tónlist.
13.07.2022

Glæsileg menningardagskrá framundan í Fjarðabyggð

Menningardagskrá næstu daga í Fjarðabyggð er sérlega glæsileg. Listahátíðin Innsævi er í fullum gangi og Tónaflug er framundan. Bæjarhátíðin Útsæði hefst síðan á morgun fimmtudag á Eskifirði. Hér má nálgast upplýsingar um það helsta sem er á döfinni næstu daga.
10.07.2022

Frönsk ungmenni minnast látinna franskra sjómanna

Þrjú frönsk ungmenni; Theo, Eva og Lucas frá Dunkerque, hafa verið á ferð um landið hjólandi síðustu daga. Þau lögðu upphaflega af stað með seglskútunni Anne í byrjun júlí. Tilgangur ferðar þeirra er að feta í fótspor franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við Ísland og minnast þeirra 165 sjómanna sem fórust í hamfaraveðrinu 28. apríl 1888. Ferðin er hluti af verkefninu VATNA sem styrkir jafnframt ferðina.
07.07.2022

Deiliskipulag Mjóeyrarhafnar - kynning á vinnslustigi

Fjarðabyggð kynnir tillögu að deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar á vinnslustigi, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
07.07.2022

Varanleg lokun hluta Lambeyrarabrautar á Eskifirði

Framkvæmdum við Lambeyrarbraut miðar vel áfram. Á meðan veður leyfir verður unnið áfram í flóðavörnum sem og yfirborðsfrágangi i sumar og fram á vetur. Hluti af flóðavörnum eru veggir meðfram Botnabraut og loka þeir veggir m.a. Lambeyrarbrautinni þannig að sú gata mun hér eftir verða tvístefnugata í stað einstefnugötu.
06.07.2022

Vatnslaust í Melgerði 7 Reyðarfirði

Vegna viðgerðar verður vatnslaust í Melgerði 7 Reyðarfirði, til klukkan 16:00, í dag miðvikudaginn 6. júlí.
04.07.2022

Bókun bæjarráðs vegna stöðu innanlandsflugs

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi hefur verið í innanlandsflugi á vegum Icelandair síðustu misseri. Miklar tafir ásamt því að flug hefur verið fellt niður, hefur valdið notendum miklum vandræðum. Þá hefur einnig verið skortur á sætaframboði sem ekki síður hefur haft áhrif á þjónustuna.
29.06.2022

Lokað fyrir vatn í Ásgarði og Miðgarði fimmtudaginn 30. júní

Vegna viðgerðar verður lokað fyrir vatn í fyrramálið í Ásgarði, Miðgarði og nágrenni í Neskaupstað, frá klukkan 7.30 og fram eftir morgni.
27.06.2022

Innsævi er hafið!

Í síðustu viku hófst Innsævi, Menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar. Innsævi er tvíæringur sem Menningarstofa Fjarðabyggðar heldur utan um og skipuleggur. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og fer hún fram dagana 23. júní til 24. júlí um allt sveitarfélagið.