Grunnvatnsstaða lækkaði síðustu daga en hefur hækkað líttilega eftir að tók að rigna og er vatnshæðin svipuð og hún var fyrir helgi. Litlar sem engar hreyfingar hafa sést á aflögunarmælunum síðan á mánudag.
Speglar og fastpunktar ofan við byggðina voru mældir í byrjun vikunnar og engar vísbendingar eru um umfangsmiklar hreyfingar.
Töluverð óvissa er enn í veðurspá fyrir næstu viku og fyrir helgina. Núverandi spá gerir ráð fyrir því að það dragi úr úrkomu um helgina en það verða skil sem ganga hratt yfir seinnipart laugardags. Útlit er fyrir að lát verði á þrálátri austlægri átt eftir helgi og von á að þar með dragi einnig úr úrkomu á austanverðu landinu.
