Fara í efni
25.11.2022

Frá Veðurstofu Íslands: Staða mála á Eskifirði

Deildu

Fylgst hefur verið vel með aðstæðum í grennd við Eskifjörð síðustu daga og hafa verið farnar nokkrar ferðir til að leggja mat á aðstæður. Mikið hefur verið í ám á tímabili en engar vísbendingar um óstöðugleika hafa verið greinilegar í yfirborði.

Grunnvatnsstaða hækkaði lítillega eftir rigninguna síðustu tvo daga en er farin að lækka á ný og er vatnshæðin svipuð og hún var fyrir þessa rigningu. Óverulegar hreyfingar hafa komið fram á aflögunarmælunum síðastliðinn sólarhring.