Deilum góðum hugmyndum!
Forsvarsmenn verkefnisins hvetja einnig öll, sem standa munu fyrir viðburðum eða öðru tengdu í nýtnivikunni í ár, að deila því með þeim á Facebooksíðu nýtnivikunnar með því að senda þeim skilaboð. Viðburðunum og/eða öðru efni verður svo deilt áfram. Einnig er hægt að hafa samband við þau í gegnum netfangið samangegnsoun@samangegsoun.is.
Við á Austurlandi getum líka lagt okkar lóð á vogarskálarnar með því að deila góðum hugmyndum, segja frá því sem við teljum að við gerum vel og þannig getum við öll hjálpast að við að minnka sóun. Við hvetjum ykkur til að deila slíkum sögum og/eða myndum á samfélagsmiðlum.
Notum myllumerkin #nytnivikan #samangegnsoun #ewwr2022