Bæjastjóri fór með forsætisráðherra ásamt bæjarfulltrúum og skoðuðu skemmdir á stríðsárasafninu og á slökkvistöðinni við Mjóeyrahöfn. Á slökkvistöðinni tók á móti þeim Sigurjón Valmundarson slökkviliðstjóri, Sigurfinnur Líndal varaslökkviliðsstjóri ásamt vaktinni sem var á vakt þegar óveðrið gekk yfir. Þar skoðuðu þau skemmdirnar sem urðu á slökkvistöðinni ásamt því að ræða við starfsmennina sem voru á vakt þegar óveðrið gekk yfir.
Að lokum var haldið á bæjarskrifstofuna þar sem ráðherra ræddi við bæjarastjórnarfólk um hverjar séu helstu áherslur í bæjarmálunum í Fjarðabyggð, fjármál sveitarfélaga og sameiningarmál.
