Fara í efni
23.03.2022 Fréttir

Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands birt til kynnningar og umsagnar

Deildu

Með þessu bréfi er vakinn athygli á tillögunni og leitað eftir umsögn lögbundinna umsagnaraðila og annarra aðila sem stefna tillögunnar er talin varða, sbr. lista í meðfylgjandi bréfi.

Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 22. apríl nk. í gegnum samráðsgátt stjórnvalda eða á netfangið svaedisskipulag@austurbru.is

Þegar athugasemdafrestur er liðinn verður unnið úr ábendingum og umsögnum sem berast og gerðar lagfæringar eða breytingar á tillögunni eftir því sem svæðisskipulagsnefnd þykir tilefni til.

Endanleg svæðisskipulagstillaga verður þá lögð fyrir sveitarstjórnir á Austurlandi til samþykktar og í kjölfarið send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Auglýsing tillögu og umhverfismatsskýrslu skv. 24. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana er ráðgerð sumarið 2022.