19.10.2021
Samstarfssamningur Heimilis og skóla við Fjarðabyggð og Fjarðaforeldra
Mánudaginn 18. október skrifuðu fulltrúar Heimilis og skóla, Fjarðabyggðar og Fjarðaforeldra undir samstarfssamning þess efnis að fagaðilar frá Heimili og skóla komi árlega með fræðslu til skólasamfélagsins í Fjarðabyggð. Áherslan er fyrst í stað lögð á SAFT fræðslu, þ.e. jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga ásamt fræðslu til bekkjarfulltrúa og foreldrafélaga í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

















