Fara í efni

Fréttir

19.10.2021

Samstarfssamningur Heimilis og skóla við Fjarðabyggð og Fjarðaforeldra

Mánudaginn 18. október skrifuðu fulltrúar Heimilis og skóla, Fjarðabyggðar og Fjarðaforeldra undir samstarfssamning þess efnis að fagaðilar frá Heimili og skóla komi árlega með fræðslu til skólasamfélagsins í Fjarðabyggð. Áherslan er fyrst í stað lögð á SAFT fræðslu, þ.e. jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga ásamt fræðslu til bekkjarfulltrúa og foreldrafélaga í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
16.10.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. október

Í gær greindist eitt nýtt smit á Austurlandi, viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu. Smitrakning fór strax af stað og voru nokkrir settir í sóttkví en aðrir sem töldust minna útsettir fóru í smitgát. Um 15 manns fóru í sýnatöku í gær í tengslum við smitrakningun og öll þau sýni voru neikvæð. Auka opnun verður í sýnatöku á Reyðarfirði í dag milli 12-13 og vill aðgerðastjórn hvetja alla þá sem finna fyrir minnstu einkennum að koma í þá sýnatöku. Nú skiptir máli sem fyrr að huga að persónubundnum sóttvörnum og standa saman í að takmarka útbreiðslu veirunnar.
15.10.2021

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyaraá á Eskifirði hafa gengið vel. Framkvæmdasvæðið meðfram Botnabraut er þröngt og hefur því óhjákvæmilega töluverð áhrif fyrir íbúa við Lambeyraránna. Farvegur Lambeyrarár er breikkaður og dýpkaður og varinn með steyptum veggjum. Þá verður Botnabrautin endurbyggð og allar lagnir endurnýjaðar í götunni.
14.10.2021

Breytingar á tímatöflu almenningssamgangna í Fjarðabyggð frá 18. október.

Byrjað verður að aka eftir lítilega breyttri tímatöflu í almenningssamgöngum í Fjarðabyggð mánudaginn 18. október. Breytingar verða á ferðum seinnipartinn á leið 1 til að koma eftir að ábendingar bárust um hluti sem betur máttu fara. Athugið að engar breytingar verða á morgunferðum á leið 1 eða ferðum á leið 2. Breytta tímatöflu má finna með því að smella hér.
13.10.2021

Þrjú fyrirtæki munu taka þátt í þróunarferli græns orkugarðs á Reyðarfirði

Viljayfirlýsing um verkefni sem gæti hraðað orkuskiptum á Íslandi með uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Landsvirkjun, Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því undanfarið að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hafa fyrirtækin Atmonia, Síldarvinnslan og Laxar bæst við. Markmiðið er að meta hvernig framleiðsla á grænu rafeldsneyti getur greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum.
07.10.2021

Vel heppnaður íbúafundur á Reyðarfirði um grænan orkugarð

Um 70 manns mættu á opinn íbúafund Fjarðabyggðar og Landsvirkjunar á Reyðarfirði á þriðjudaginn þar sem kynntar voru þær hugmyndir sem uppi eru um grænan orkugarð og framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði.
07.10.2021

Samningur við Leigufélagið Bríet

Í gær var ritað undir samning við opinbera Leigufélagið Bríet, sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), um yfirtöku félagsins á íbúðum Fjarðabyggðar í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði.
04.10.2021

Fuglateiknistöð á Eskifirði

Menningarstofa Fjarðabyggðar og BRAS standa fyrir svokallaðari Fuglateiknistöð á Eskfirði, miðvikudaginn 6. október frá kl. 17:00 - 18:30. Fuglateiknararnir Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring stýra smiðjunni og bjóða upp á margvíslegar fuglateikniæfingar. Engrar teikni- né fuglakunnáttu er þörf fyrir þessa skemmtilegu smiðju!
01.10.2021

Grænn orkugarður - Hvað er það? Íbúafundur á Reyðarfirði 5. október

Fjarðabyggð og Landsvirkjun boða til opins íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 5. október kl. 20:00. Á fundinum verða kynntar þær hugmyndir sem uppi eru varðandi uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði, og þau tækifæri sem í verkefninu felast.
01.10.2021

Truflanir á heitu vatni á Eskifirði 1.10.2021

Truflanir verða á rennsli á heituvatni á Eskifirði í dag milli kl. 13:00 - 16:00 á svæðinu milli Grjótár og Lambeyrarár.
30.09.2021

Norðurskaustráðið í Þórsmörk

Listasýningin Norðurskaustráðið er ný sería af klippimyndum eftir bandaríska listamanninn Marc Alexander sem sýnd verður í Þórsmörk í Neskaupstað 2. - 24. október. Sýninggin opnar 2. október og verðu opinn alla laugardaga í október.
30.09.2021

Vatnslaust við Búðaveg og Hafnargötu á Fáskrúðsfirði milli kl. 13:00 - 16:00 í dag

Vegna viðgerðar á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði verður vatnslaust í flestum húsum við Hafnargötu og Búðaveg milli kl. 13:00 - 16:00 í dag, fimmtudaginn 30.september.
29.09.2021

Neysluvatn á Stöðvarfirði er í lagi

Engin mengun mælist lengur í neysluvatni á Stöðvarfirði samkvæmt niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Því er ekki lengur þörf á að sjóða neysluvatn á Stöðvarfirði.
28.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 28. september

Í gær greindust fimm ný smit í fjórðungnum, öll innan sóttkvíar. Á Austurlandi eru því 15 í einangrun og 24 í sóttkví. Það er líklegt að við höldum áfram að sjá smit hjá þeim sem eru í sóttkví, enda er gjarnan um að ræða fjölskyldumeðlimi þeirra sem eru smitaðir. Þá er góðs viti að smit hafa ekki verið að greinast utan sóttkvíar í dágóðan tíma. Áfram þurfum við þó að vera á varðbergi og sinna persónubundnum sóttvörnum.
27.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 27. september

Nú um helgina lauk töluverður fjöldi fólks á Reyðarfirði sinni einangrun vegna COVID smits. Tölur um fjölda smita í fjórðungnum hafa því lækkað töluvert. Á Austurlandi eru 16 einstaklingar í einangrun og 30 í sóttkví. Viðbúið er að einhver hluti þeirra sem eru í sóttkví eigi eftir að greinast en vonir standa til að náðst hafi að koma í veg fyrir frekara smit utan sóttkvíar. Aðgerðastjórn vill þó hvetja fólk til að fara áfram varlega, huga að persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef einkenna verður vart.
27.09.2021

Upplýsingar um neysluvatn í Breiðdal og á Stöðvarfirði

Engin mengun er lengur í neysluvatni í Breiðdal. Sýnataka hefur staðfest þetta. Því miður er hins vegar enn mengun í neysluvatni á Stöðvarfirði og eru íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn áfram. Niðurstaða í nýjustu sýnatöku mun liggja fyrir á miðvikudagsmorgun.
23.09.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 23.september

Í gær greindist eitt smit til viðbótar á Reyðarfirði en sá einstaklingur var í sóttkví við greiningu. Heildarfjöldi smita á Reyðarfirði er því kominn í 25. Enn er hætta á að smit greinist en vonir standa til að með þeim aðgerðum sem farið hefur verið í muni smit einskorðast við þá sem þegar eru í sóttkví.
23.09.2021

Íbúar í Breiðdal og á Stöðvarfirði sjóði neysluvatn

Niðurstöður á neysluvatnssýnum staðfesta að kólígerlar eru í neysluvatni í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn þar til orsök liggur fyrir og búið verður að koma í veg fyrir mengunina. Tekin verða ný sýni daglega. Suða neysluvatns - Leiðbeiningar.
22.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 22. september

Alls greindust 5 smit úr sýnatöku sem fram fór á Reyðarfirði í gær en þá voru tekin rúmlega 200 sýni. Öll smitin sem greindust voru innan sóttkvíar. Jafnframt voru tekin rúmlega 90 hraðpróf vegna smitgátar sem öll reyndust neikvæð. Þar sem lang flestir hafa nú lokið sinni sóttkví og smitgát, og engin greinst utan sóttkvíar, getur skólahald á Reyðarfirði hafist að nýju í fyrramálið með nokkuð eðlilegum hætti, bæði í leik- og grunnskóla. Í Leikskólanum Lyngholti er þó rétt að hafa í huga að enn eru nokkuð margir starfsmenn frá vinnu vegna sóttkvíar og smita og verða það næstu daga. Því getur sú staða komið upp að loka þurfi einhverjum deildum leikskólans næstu daga vegna manneklu.
21.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 21. september

Alls greindust þrjú smit úr sýnatöku gærdagsins, öll voru þau innan sóttkvíar. Góð þátttaka var í sýnatöku í dag á Reyðarfirði, þar sem um 200 sýni voru tekin, en stór hópur sem var í sóttkví þar fór í síðari skimun. Því miður er óljóst með flugferðir og landsamgöngur í dag vegna veðurs og því ekki ljóst hvort sýnin komist til Reykjavíkur til greininga fyrr en í fyrramálið. Rétt er að árétta að sóttkví gildir þar til niðurstaða úr sýnatökunni berst.
21.09.2021

Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020 - 2040 - Tillaga

Á fundi sínum þann 16. september sl. samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna, m.a. um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu. Þess vegna er mikilvægt að íbúar og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta kynni sér efni tillögunnar vel.
20.09.2021

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Covid - bifreiðakosning og kosning á kjördag vegna sóttkvíar

Covid-bifreiðakosning fer fram á Reyðarfirði við Fjarðabyggðarhöllina að framanverðu fimmtudaginn 23. september frá kl. 10:30 - 17:00. Þeir sem verða í einangrun eða sóttkví á kjördag laugardaginn 25. september og ekki geta nýtt sér bifreiðakosninguna, geta sótt um að fá að kjósa á dvalarstað. Bent er á slóðina island.is/covidkosning2021 þar sem er að finna allar nánari upplýsingar þar að lútandi. Nánari upplýsingar um bifreiðakosningu og upplýsingar um bifreiðakosningu á Seyðisfirði...
19.09.2021

Ekkert nýtt smit úr sýnatöku 18.9.

Niðurstöður úr sýnatöku gærdagsins liggja fyrir. Um 40 sýni voru tekin á Reyðarfirði í gær og voru öll neikvæð. Boðið var upp á sýnatöku í hádeginu í dag á Reyðarfirði sem var vel sótt. Endanleg tala á fjölda sýna er þó ekki komin. Niðurstöður ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða í fyrramálið og verða þá kynntar. Þessar niðurstöður frá í gær gefa vísbendingar um að hægt hafi á smitum. Sýnatökur standa þó enn yfir eins og áður segir og líklegt að einhver smit eigi eftir að greinast. Höldum því áfram að gæta að okkur í hvívetna og komast þannig gegnum þennan skafl.
19.09.2021

Grunnskóli Reyðarfjarðar og Lyngholt verða lokaðir 20. - 22. september

Í samráði við Aðgerðarstjórn almannavarna og smitrakningarteymi hefur verið ákveðið að bæði Grunnskóli Reyðarfjarðar og Leikskólinn Lyngholt verði lokaðir 20. – 22. september. (mánudag, þriðjudag og miðvikudag). Er þetta gert í ljósi þess að þau smit sem staðfest hafa verið á Reyðarfirði dreifast víða um skólana báða og erfiðlega hefur gengið að rekja þau enda snerting þeirra víð. Í kjölfar síðar skimunar sem fram fer hjá mörgun á þriðjudag, verður staðan síða endurmetinn þegar niðurstaða hennar liggur fyrir.
19.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 19. september

Tekin voru 40 sýni á Reyðarfirði í sýnatöku á Reyðarfirði í gær. Niðurstaða úr greiningu þeirra liggur ekki ennþá fyrir en hún ætti að gera það síðar í dag og verður þá kynnt. Þau smit sem staðfest hafa verið dreifast víða um leik- og grunnskóla á Reyðarfirði. Erfiðlega hefur gengið að rekja þau enda snerting þeirra víða. Í samráði við rakningarteymi hefur því verið ákveðið að bæði Leikskólinn Lyngholt og Grunnskóli Reyðarfjarðar verði lokaðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar síðari skimunar sem fram fer hjá mörgum á þriðjudag verður staðan endurmetin þegar niðurstaða liggur fyrir, sem ætti að vera á miðvikudagsmorgunn.
18.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 18. september

Þrjú ný smit bættust við á Reyðarfirði eftir sýnatöku gærdagsins og því hafa 16 greinst á Reyðarfirði eftir að smit komu þar upp. Alls eru 22 einstaklingar í einangrun á Austurlandi vegna smits af völdum COVID-19. Smitrakning hefur gengið vel. Í gær voru 185 í sóttkví á Austurlandi, en viðbúið er að þeim fjölgi í dag eftir því sem smitrakningu vegna þessara nýju smita vindur fram.
17.09.2021

Sýnataka á Reyðarfirði í dag gekk vel

Í dag voru tekin tæplega 140 sýni á Reyðarfirði, þar á meðal voru skimuð börn í 4-10. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta síðar í kvöld og verður önnur tilkynning send út þegar þær niðurstöður liggja fyrir. Smitrakning er í fullum gangi og vonast er til sýnataka dagsins gefi okkur betri mynd af útbreiðslu smita. Aðgerðastjórn Austurlands fundar í fyrramálið og fer yfir stöðu mála. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvernig skóla- eða leikskólastarfi á Reyðarfirði á mánudaginn verður háttað. Ákveðið hefur verið að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku dagsins og taka ákvörðun í framhaldi af því. Foreldar verða upplýstir um leið og niðurstöður þess liggja fyrir og eru hvattir til fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar og í tölvupósti frá skólastjórnendum.
17.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 17. september

Greiningu sýna sem tekin voru í gær á Reyðarfirði í tengslum við Leikskólann Lyngholt er að ljúka. Að minnsta kosti þrjú ný smit hafa bæst við, en unnið er að því að ljúka greiningu sýnanna. Alls eru því 19 manns á Austurlandi í einangrun, þar af 13 í tengslum við smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar og í Lyngholti, og talsverður fjöldi í sóttkví. Smitrakning er í fullum gangi og verður framhaldið í dag, þannig að fjöldi þeirra sem eru í sóttkví gæti aukist þegar líður á daginn.
16.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. september

Mikill fjöldi mætti í sýnatöku á Reyðarfirði í dag, í heildina voru tekin um 250 sýni. Niðurstöður úr greiningu sýna er að vænta síðar í kvöld. Mikilvægt er að allir þeir sem fóru í sýnatöku í dag haldi sig heima þangað til að niðurstöður hafa borist. Þá er vinna smitrakningateymisins í fullum gangi og mun halda áfram í kvöld þegar að niðurstöður úr sýnatökunni liggja fyrir.
16.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi

Greiningu sýna sem tekin voru í gær eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar er lokið. Alls voru 10 jákvæð sýni og því smit staðfest bæði í Grunnskóla Reyðarfjarðar og á Leikskólanum Lyngholti. Að höfðu samráði við smitrakningateymið var ákveðið að hafa bæði grunnskólann og leikskólann lokaðan í dag meðan unnið er að smitrakningu.