Fara í efni

Fréttir

26.08.2021

Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð

Nú í vikunni var gengið frá samningum við ÍS Travel á Reyðarfirði um akstur í tengslum við almenningssamgöngur í Fjarðabyggð, en samningurinn var gerður að undangenginni verðfyrirspurn. Þann 1. september nk. hefst akstur eftir nýju leiðakerfi sem ætlað er tryggja öruggar og góðar samgöngur um allt sveitarfélagið.
26.08.2021

Bæjarskrifstofa lokuð fram til hádegis fimmtudaginn 26.ágúst

Vegna fundar verður bæjarskrifstofan lokuð fram til hádegis fimmtudaginn 26.ágúst. Skrifstofan og skiptiborð opna klukkan 12:30.
24.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 24. ágúst

Á Austurlandi eru nú 10 í einangrun og 42 í sóttkví. Í gær greindust tveir í viðbót með tengsl við leikskólann á Seyðisfirði, báðir voru í sóttkví við greiningu. Þannig eru alls 6 af 10 smitum á Austurlandi sem tengjast leikskólanum á Seyðisfirði. Seinni skimun hjá foreldrum, börnum og starfsmönnum leikskólans sem eru í sóttkví fór fram í gær og klárast í hádeginu í dag. Þá verður sóttkví ekki aflétt fyrr en við neikvæða niðurstöðu úr seinni sýnatökunni. Vonir standa til búið sé að ná utan um útbreiðslu smitsins og ekki er grunur um að smit sé á kreiki í samfélaginu. Áfram gætu þó bæst við smit eftir sýnatöku dagsins á Seyðisfirði en þeir einstaklingar væru þá flestir í sóttkví. Frekari tilkynning verður send út frá aðgerðastjórn þegar niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.
19.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 19. ágúst

Á Austurlandi eru nú 7 í einangrun og 58 í sóttkví. Í tengslum við smitið á leikskólanum á Seyðisfirði var börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans boðið í sýnatöku í gær. Tveir greindust jákvæðir í þeirri sýnatöku og voru báðir í sóttkví við greiningu. Því hafa alls fjögur smit greinst sem hafa tengingu við leikskólann á Seyðisfirði. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu sóttvarna og vill biðla til fólks að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum. Áfram verður fylgst með gangi mála og mun aðgerðastjórn upplýsa um stöðuna um leið og frekari niðurstöður liggja fyrir.
18.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 18. ágúst

Í gær greindist kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði og var töluverður fjöldi settur í sóttkví. Í samráði við leikskólann og smitrakningateymið var börnum, foreldrum og starfsfólki á leikskólanum boðið í skimun í dag. Niðurstöður úr þeirri skimun ættu að liggja fyrir upp úr hádegi á morgun. Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
17.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 17. ágúst

Í morgun kom upp kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði. Smitrakning stendur yfir og er viðbúið að töluverður fjöldi verði settur í sóttkví. Ákveðið var að bjóða upp á skimun á Seyðisfirði á morgun í tengslum við smitrakninguna, þeir aðilar sem skimun nær til verða látnir vita. Aðra hvetjum við til að vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku ef minnsti grunur um kórónuveirusmit. Sýnataka er í boði á Egilsstöðum kl. 11:30 og á Reyðarfirði kl. 12:45 og hægt er að bóka sig í sýnatöku á heilsuveru.is. Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu sóttvarna og biðlar til fólks að sinna vel persónubundnum sóttvörnum. Von er á frekari tíðindum fljótlega og mun aðgerðastjórn upplýsa um stöðu mála þegar hún liggur fyrir.
11.08.2021

Til notenda Hitaveitu Eskifjarðar

Fyrir mistök voru reikningar Hitaveitu Eskifjarðar fyrir júlí mánuð gerðir með rangan gjalddag, og var gjalddegi settur á þá reikninga í lok ágúst og eindagi í byrjun september. Vegna þessa fá notendur tvo reikninga skráða með gjalddaga/eindaga í lok ágúst og byrjun september þ.e. bæði fyrir júlí og ágúst. Ekki er verið að tvírukka fyrir þjónustuna, enda voru engir reikningar frá Hitaveitunni með greiðsludegi um mánaðamótin júlí/ágúst.
10.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 11. ágúst

Bólusetningar gegn COVID-19 eru aftur komnar af stað hér eystra. Í dag hefst bólusetning 12-15 ára barna og fara þær fram bæði á Egilsstöðum og Eskifirði. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á facebook síðu HSA.
10.08.2021

Framkvæmdir við Hafnarbraut og Egilsgötu í Neskaupstað

Vegagerðin vinnur nú að því við gatnaframkvæmdir við Hafnarbraut og Egilsbraut í Neskaupstað. Unnið er á kaflanum frá Kjörbúðinni og út að Sparisjóð, og mun vinna standa á svæðinu næstu daga og má búast við umferðartöfum þar af þeim sökum. íbúar eru beðnir að sína aðgát og þolinmæði þegar ekið er um svæðið.
06.08.2021

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð í Valhöll á Eskifirði

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð hófst í gær, fimmtudag, og stendur yfir fram á laugardag.
28.07.2021

Lokun auka svæða fyrir tjaldgesti í Fjarðabyggð

Vegna minnkandi aðsóknar verður auka svæðum fyrir tjaldgesti í Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Fáskrúðsfirði lokað.
28.07.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 27. júlí

Eins og öllum er kunnugt er mikill vöxtur í fjölda kórónuveirusmita og eru smitin á víð og dreif um landið. Hátt hlutfall greinist utan sóttkvíar og því viðbúið að aukning verði á smitum næstu daga. Aðgerðastjórn vill minna fólk á að sinna persónubundnum sóttvörnum en það er eitt öflugasta vopnið í baráttunni við veiruna. Þá mælist aðgerðarstjórn til að starfsfólk og viðskiptavinir í verslunum og á veitingastöðum noti grímur og virði fjarlægðarmörk.
23.07.2021

Af málefnum Breiðabliks

Í ljósi umfjöllunar um málefni Breiðabliks í Neskaupstað í gær vill Fjarðabyggð taka fram að velferð íbúa og starfsmanna í Breiðablik hefurog mun alltaf verða í forgrunni þeirra aðgerða sem þar er ráðist í til að lagfæra húsnæðið vegna þeirra myglu sem þar fannst. Vinna við það gengur vel, og er unnin í samstarfi við sérfræðinga hjá verkfræðistofunni EFLU.
21.07.2021

Framkvæmdir við Kvíabólsstíg í Neskaupstað

Framkvæmdir hefjast í dag við Kvíabólsstíg í Neskaupstað þar sem skipt verður um yfirborð vegarins og allar lagnir. Gatan verður lokuð fyrir almenna umferð frá og með deginum í dag og næstu vikur.
20.07.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. júlí

Eins og fram hefur komið í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis "Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt – Vísir (visir.is)" þá er mikill vöxtur í fjölda smitaðra af kórónuveirunni hér innanlands. Aðgerðastjórn er kunnugt um að tveir einstaklingar á Austurlandi eru með nýgreint smit og eru þau til frekari skoðunar gagnvart smithættu og -rakningu. Mikill fjöldi er á Austurlandi, tjaldstæði þétt setin og stórar bæjarhátíðir á dagskrá næstu helgi og þetta kallar á aðgát allra sem að þeim koma og þar verða.
16.07.2021

Fjölgun tjaldsvæða í Fjarðabyggð

Veðrið hefur leikið við íbúa Fjarðabyggðar að undanförnu og tjaldsvæðin í Fjarðabyggð hafa meira og minna verið full núna í sumar. Því hefur nú verið brugðist við með því að taka í notkun auka svæði á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað.
15.07.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 15. júlí 2021

Aðgerðastjórn telur rétt að senda frá sér tilkynningu er varðar skemmtiferðarskip sem hafði viðkomu á Djúpavogi í dag. Allir um borð eru bólusettir en hjá einum farþega greindist Covid-smit í fyrradag. Viðkomandi var þá þegar settur í einangrun um borð og makinn í sóttkví í annarri káetu. Á Djúpavogi fóru farþegar skipsins í land án fullnægjandi leyfis sem tilskilið var með vísan í framangreindar aðstæður um borð. Lögreglan skoðar nú hugsanlegt brot á reglum og fer með rannsókn málsins.
13.07.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 13. júlí

Bólusetningar í fjórðungnum ganga vel. Stefnt er á að bólusetja um þrjú hundruð manns á morgun og um áttatíu í næstu viku. Síðan fara skipulagðar bólusetningar í sumarfrí fram í ágúst en áfram verður hægt að hafa samband á bolusetning@hsa.is
11.07.2021

Viðgerð lokið á vatnsveitu í Neskaupstað

Viðgerð er nú lokið á vatnsveitunni í Neskaupstað og vatn ætti að vera byrjað að renna allsstaðar. Við þökkum íbúum fyrir þolinmæðina á meðan þessu stóð.
11.07.2021

Bilun í vatnsveitu í Neskaupstað - unnið er að viðgerð

Bilun hefur komið upp í vatnsveitu í Neskaupstað og unnið er að því að finna út hvar hún liggur svo hægt sé að hefja viðgerð. Á meðan má gera ráð fyrir að vatnslaust geti orðið á svæðinu. Íbúar eru beðnir um að vera ekki að vökva lóðir sínar á meðan þetta varir. Ef íbúar verða varir við vatnsleka í görðum sínum eða við götur má endilega láta vita í síma 837 9039.
09.07.2021

Viljayfirlýsing um grænan orkugarð á Reyðarfirði

Fjarðabyggð, Landsvirkjun og Copenhagen Infrastucture Partners (CIP) hafa undirritað viljayfirlýsingu um að meta kosti þess að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði. Í fyrstu verða kannaðir kostir þess að framleiða rafeldsneyti með vetni á Reyðarfirði en einnig verður farið í að skoða og greina möguleg samlegðaráhrif við aðra starfsemi á svæðinu. Þar verður m.a. horft til möguleika á orkuskiptum í sjávarútvegi og landflutningum, endurnýtingu varma til húshitunar á Reyðarfirði og notkun súrefnis við landeldi á fiski. Auk þessa verða kannaðir kostir til að afla orku á svæðinu fyrir mögulega starfsemi í græna orkugarðinum.
07.07.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 7. júlí

Bólusetningar í fjórðungnum ganga vel og var nýliðin vika sú síðasta í röð stórra bólusetningarvikna á Austurlandi. Í þessari viku verða bólusettir á þriðja hundrað einstaklingar, en samtals eru nú um 73% íbúa ýmist fullbólusettir eða byrjað bólusetningu.
02.07.2021

Curver opnar Tónlistarhornið í gömlu Netagerðinni í Neskaupstað

Á morgun, laugardaginn 3. júlí, opnar listamaðurinn Curver Thoroddsen innsetninguna Tónlistarhornið í gömlu Netagerðinni í Neskaupstað í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar.
02.07.2021

Støð í Stöð um helgina

Bæjarhátíðin Støð í Stöð hófst í gær með látum þegar Íslandsmeistaramótið í bubblubolta fór fram. Støðið á Stöðvarfirði heldur áfram í dag og yfir helgina en dagskráin er ekki af verri endanum.
01.07.2021

Nýtt rannsóknasetur opnað í Breiðdal

Þann 17. júní síðastliðinn var nýtt rannsóknasetur Háskóla Íslands opnað formlega í Breiðdal. Yfir 100 gestir sóttu opnunina og gafst kostur á að skoða húsakynni setursins og nýja yfirlitssýningu um jarðfræði Íslands sem verður opin í sumar. Við sama tækifæri undirrituðu Tobias Björn Weisenberger, forstöðumaður setursins, og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, samning um samstarf milli sveitarfélagsins og setursins.
30.06.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 29. júní

Nú þegar innanlandstakmarkanir vegna sóttvarna hafa verið felldar úr gildi er ástæða til að gleðjast. Þessu langþráða marki höfum við náð með samstilltu átaki þar sem persónulegar sóttvarnir vógu þungt. Þær varnir hafa ekki bara hamið og haldið Covid í skefjum heldur dregið mjög úr öðrum smitsjúkdómum s.s. kvefi og inflúensu.
29.06.2021

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 1. júlí

Fimmtudaginn 1. júlí verður Hernámsdagurinn haldinn hátíðlegur á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Eitt og annað verður um að vera á safninu í tilefni dagsins.
28.06.2021

Vígsla ofanflóðamannvirkja á Eskifirði

Formleg vígsla verður á ofanflóðamannvirkjum við Bleiksá, Hlíðarendaá og Ljósá á Eskifirði föstudaginn 2. júlí klukkan 11:00. Íbúar Fjarðabyggðar og aðrir gestir, eru boðnir hjartanlega velkomnir til að fagna þessum mikilvæga áfanga í ofanflóðavörnum í sveitarfélaginu.
23.06.2021

Nýir skólastjórnendur við Nesskóla

Ráðið hefur verið í stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Nesskóla. Karen Ragnarsdóttir Malmquist hefur verið ráðin skólastjóri og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri.
22.06.2021

Nýr skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla

Erla J. S. Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Erla hefur starfað sem kennari við Hvassaleitisskóla og Varmárskóla undanfarin sex ár og starfaði þar áður við leikskólann Reykjaholt.