Fara í efni

Fréttir

16.09.2021

Nemendur í Leikskólanum Lyngholti í sýnatöku

Vegna smita sem komið hafa upp í Lyngholti hefur verið ákveðið í samráði við rakningarteymi að öll börn í Lyngholti fari í sýnatöku í dag. Tölvupóstur þess efnis hefur verið sendur á alla foreldra með nánari leiðbeiningum.
15.09.2021

Grunnskóli Reyðarfjarðar og Leikskólinn Lyngholt verða lokaðir fimmtudaginn 16.september

Greiningu þeirra sýna sem tekin voru í dag eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar er ekki að fullu lokið. Þó hafa smit verið staðfest í Grunnskóla Reyðarfjarðar og á Leikskólanum Lyngholti, en greiningu sýna er enn ekki lokið. Vegna þess verða bæði Leikskólinn Lyngholt og Grunnskóli Reyðarfjarðar lokaðir fimmtudaginn 16. september, meðan unnið er að smitrakningu. Allir foreldrar eiga að hafa verið upplýstir um þetta með tölvupósti. Nánari upplýsingar verða gefnar út þegar þær liggja fyrir á morgun.
15.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 15. september

Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði. Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar var ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. Ákveðið var að skima 1-3. bekk skólans og allt starfsfólk og var sú sýnataka á heilsugæslunni á Reyðarfirði kl. 12. Aðrir nemendur skólans, forráðamenn eða ættingjar barna í skólanum sem hafa einkenni sem geta bent til Covid-19 eru einnig hvattir til þess að mæta í sýnatöku í dag. Hægt er að bóka sýnatöku á heilsuvera.is og mikilvægt er að mæta með strikamerki tilbúið þegar mætt er í sýnatökuna. Þeir sem þurfa aðstoð er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 470-1420. Niðurstaða skimunar ætti að liggja fyrir í kvöld og þá verður haft samráð við smitrakningateymið varðandi næstu skref.
15.09.2021

Grunur um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Upp hefur komið grunur um smit af völdum COVID-19 í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í samráði við rakningarteymi var ákveðið að skólinn verði lokaður í dag, miðvikudaginn 15. september, meðan unnið er að því að ná utan um málið. Allir starfsmenn og þeir nemendur sem talið er að gætu verið útsettir fyrir smiti hafa verið beðnir um að fara í sýnatöku. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar þær liggja fyrir.
14.09.2021

Heitavatnstruflanir á Eskifirði 15. september

Vegna viðgerðar má búast við truflunum í Hitaveitu Eskifjarðar á morgun, miðvikudaginn 15. september frá kl 08:00 og fram eftir degi. Vegna þessa verður Sundlaug Eskifjarðar, bæði sundlaug og líkamsrækt, lokuð þennan dag. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
14.09.2021

Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð

Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð hafa verið vel sótt í allt sumar og fjöldi manns lagt leið sína á þau. Venjulega hefur svæðunum verið lokað í byrjun september. Talsvert af ferðamönnum er þó enn á ferðinni og því hefur, í samráði við rekstraraðila svæðanna, verið ákveðið að tjaldsvæðið á Reyðarfirði verði opið lengur eða til 30. september nk. Öðrum tjaldsvæðum í Fjarðabyggð hefur verið lokað, og munu opna aftur á hefðbundnum tíma í maí nk.
11.09.2021

Friðlýsing Gerpissvæðisins

Á laugardaginn var ritað undir friðslýsingu Gerpissvæðisins. Athöfnin fór fram við Dys á leið til Viðfjarðar í afar fallegu veðri, og skartaði Gerpssvæðið sínu fegursta á þessum fallega haustdegi.
11.09.2021

Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvar Austurlands

Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvar Austurlands kom út í vikunni, og á nú að hafa borist í öll hús. Dagskráin þetta haustið er að venju afar glæsileg, og ættu felstir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
10.09.2021

Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sett á Reyðarfirði

Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem þreytt er í grunnskólum um allt land, var sett í Grunnskóla Reyðarfjarðar í gærmorgun. Grunnskóli Reyðarfjarðar hefur lengi verið dyggur þátttakandi í hlaupinu, og varð þess vegna fyrir valinu til að að sitja hlaupið í ár.
09.09.2021

Styrkur veittur til að ljúka endurbótum á Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar undirrituðu í gær samning um fjárstuðning til að ljúka endurbótum á húsnæði Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði. Samningurinn kveður á um 20 milljóna kr. styrk af byggðaáætlun en auk þess mun Fjarðabyggð leggja verkefninu til 10 milljónir kr.
07.09.2021

Starfsmenn við félagslega liðveislu

STARFSTÆKIFÆRI hjá fjölskyldusviði fjarðabyggðar Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir áhugasömu fólki, sem náð hefur 18 ára aldri, af öllum kynjum, til að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Um er að ræða fjölbreyttan stuðning við einstaklinga, börn sem fullorðna, í sínu daglega og félagslega lífi. Liðveisla: Felst í að rjúfa félagslega einangrun og styrkja einstaklinga til þátttöku í menningar- og félagslífi. Meðal hæfniþátta eru: Færni í samskiptum við einstaklinga með mismunandi getu og þarfir. Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi. Hæfni til að setja sig í spor annarra. Hæfni til að styðja og hvetja. Íslenskukunnátta æskileg. Starfslýsing félagsleg liðveisla I 2021.pdf Vinnutími er sveigjanlegur og getur ýmist verið dag-, kvöld- og/eða helgarvinna. Starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Athygli skólafólks er vakin á að í boði er mishátt starfshlutfall, frá nokkrum klukkustundum í hverri viku yfir í hálft starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög. Leitað er eftir starfsfólki til starfa í öllum bæjarkjörnum. Umsóknarfrestur er til 25. september 2021 en störfin eru laus nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Magnúsdóttir í síma 470-9000 eða gudrun.magnusdottir@fjardabyggd.is. Sótt er um störfin á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér
06.09.2021

Styrkur til F/H/L fyrir góðan árangur

Í tilefni af því kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis tryggði sér um helgina sæti í 1. deild kvenna að ári ákvað bæjarráð Fjarðabyggðar á fundi sínum í morgun að styrkja liðið um 250.000 þúsund krónur vegna góðs árangurs liðsins í sumar.
06.09.2021

Unnið að viðgerð topplyftunar í Oddsskarði

Unnið hefur verið að lagfæringu topplyftunnar í Oddskarði að undanförnu. Lyftan bilaði þegar topphjól hennar gaf sig í óveðri desember á síðasta ári og ekki reyndist unnt að gera við hana síðastliðinn vetur.
06.09.2021

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir í 1. deild

Meistaraflokkurkvenna hjá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni mun leika í 1. deild að ári. Þetta varð ljóst eftir að stelpurnar sigruðu síðari undanúrslitaleik sinn gegn Fram á laugardaginn í Fjarðabyggðarhöllinni. Við sendum leikmönnum, þjálfurum og aðstandendum F/H/L innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.
03.09.2021

Stórleikur í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn

Laugardaginn 4. september kl. 13:00 spilar kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis seinni undanúrslitaleik sinn í úrslitakeppni 2. deildar gegn Fram. Ljóst er að liðið sem sigrar leikinn tryggir sér sæti í 1. deild á næsta tímabili og því er til mikils að vinna fyrir F/H/L.
31.08.2021

Akstur samkvæmt nýju leiðakerfi almenningssamgangna hefst 1. september

Nýtt kerfi almenningssamganga hefur göngu sína í Fjarðabyggð miðvikudaginn 1. september. Hinu nýja kerfi er ætlað að koma betur til móts við þarfir íbúa hvað varðar akstur vegna vinnu, skóla, tómstunda og íþróttastarfs, og mun leysa af hólmi ýmsan annan akstur sem í gangi hefur verið s.s. skólaakstur í Verkmenntaskóla Austurlands og akstur vegna íþróttaæfinga.
31.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 31. ágúst.

Fimm virk COVID smit eru á Austurlandi. Nokkrir ljúka sinni einangrun á næstu dögum svo þá er von um að talan lækki enn frekar. Staðan telst því ágæt í fjórðungnum eins og sakir standa.
30.08.2021

Innviðagreining Fjarðabyggðar 2021

Austurbrú hefur að undanförnu unnið að innviðiagreinningu fyrir Fjarðabyggð og var lokaútgáfa hennar lögð fyrir bæjarráð Fjarðabyggðar í dag. Innviðagreiningin er nokkurs konar stöðumat sem á að gefa góða heildarmynd af því sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða til uppbyggingar og þróunar.
26.08.2021

Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð

Nú í vikunni var gengið frá samningum við ÍS Travel á Reyðarfirði um akstur í tengslum við almenningssamgöngur í Fjarðabyggð, en samningurinn var gerður að undangenginni verðfyrirspurn. Þann 1. september nk. hefst akstur eftir nýju leiðakerfi sem ætlað er tryggja öruggar og góðar samgöngur um allt sveitarfélagið.
26.08.2021

Bæjarskrifstofa lokuð fram til hádegis fimmtudaginn 26.ágúst

Vegna fundar verður bæjarskrifstofan lokuð fram til hádegis fimmtudaginn 26.ágúst. Skrifstofan og skiptiborð opna klukkan 12:30.
24.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 24. ágúst

Á Austurlandi eru nú 10 í einangrun og 42 í sóttkví. Í gær greindust tveir í viðbót með tengsl við leikskólann á Seyðisfirði, báðir voru í sóttkví við greiningu. Þannig eru alls 6 af 10 smitum á Austurlandi sem tengjast leikskólanum á Seyðisfirði. Seinni skimun hjá foreldrum, börnum og starfsmönnum leikskólans sem eru í sóttkví fór fram í gær og klárast í hádeginu í dag. Þá verður sóttkví ekki aflétt fyrr en við neikvæða niðurstöðu úr seinni sýnatökunni. Vonir standa til búið sé að ná utan um útbreiðslu smitsins og ekki er grunur um að smit sé á kreiki í samfélaginu. Áfram gætu þó bæst við smit eftir sýnatöku dagsins á Seyðisfirði en þeir einstaklingar væru þá flestir í sóttkví. Frekari tilkynning verður send út frá aðgerðastjórn þegar niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.
19.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 19. ágúst

Á Austurlandi eru nú 7 í einangrun og 58 í sóttkví. Í tengslum við smitið á leikskólanum á Seyðisfirði var börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans boðið í sýnatöku í gær. Tveir greindust jákvæðir í þeirri sýnatöku og voru báðir í sóttkví við greiningu. Því hafa alls fjögur smit greinst sem hafa tengingu við leikskólann á Seyðisfirði. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu sóttvarna og vill biðla til fólks að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum. Áfram verður fylgst með gangi mála og mun aðgerðastjórn upplýsa um stöðuna um leið og frekari niðurstöður liggja fyrir.
18.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 18. ágúst

Í gær greindist kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði og var töluverður fjöldi settur í sóttkví. Í samráði við leikskólann og smitrakningateymið var börnum, foreldrum og starfsfólki á leikskólanum boðið í skimun í dag. Niðurstöður úr þeirri skimun ættu að liggja fyrir upp úr hádegi á morgun. Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
17.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 17. ágúst

Í morgun kom upp kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði. Smitrakning stendur yfir og er viðbúið að töluverður fjöldi verði settur í sóttkví. Ákveðið var að bjóða upp á skimun á Seyðisfirði á morgun í tengslum við smitrakninguna, þeir aðilar sem skimun nær til verða látnir vita. Aðra hvetjum við til að vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku ef minnsti grunur um kórónuveirusmit. Sýnataka er í boði á Egilsstöðum kl. 11:30 og á Reyðarfirði kl. 12:45 og hægt er að bóka sig í sýnatöku á heilsuveru.is. Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu sóttvarna og biðlar til fólks að sinna vel persónubundnum sóttvörnum. Von er á frekari tíðindum fljótlega og mun aðgerðastjórn upplýsa um stöðu mála þegar hún liggur fyrir.
11.08.2021

Til notenda Hitaveitu Eskifjarðar

Fyrir mistök voru reikningar Hitaveitu Eskifjarðar fyrir júlí mánuð gerðir með rangan gjalddag, og var gjalddegi settur á þá reikninga í lok ágúst og eindagi í byrjun september. Vegna þessa fá notendur tvo reikninga skráða með gjalddaga/eindaga í lok ágúst og byrjun september þ.e. bæði fyrir júlí og ágúst. Ekki er verið að tvírukka fyrir þjónustuna, enda voru engir reikningar frá Hitaveitunni með greiðsludegi um mánaðamótin júlí/ágúst.
10.08.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 11. ágúst

Bólusetningar gegn COVID-19 eru aftur komnar af stað hér eystra. Í dag hefst bólusetning 12-15 ára barna og fara þær fram bæði á Egilsstöðum og Eskifirði. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á facebook síðu HSA.
10.08.2021

Framkvæmdir við Hafnarbraut og Egilsgötu í Neskaupstað

Vegagerðin vinnur nú að því við gatnaframkvæmdir við Hafnarbraut og Egilsbraut í Neskaupstað. Unnið er á kaflanum frá Kjörbúðinni og út að Sparisjóð, og mun vinna standa á svæðinu næstu daga og má búast við umferðartöfum þar af þeim sökum. íbúar eru beðnir að sína aðgát og þolinmæði þegar ekið er um svæðið.
06.08.2021

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð í Valhöll á Eskifirði

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð hófst í gær, fimmtudag, og stendur yfir fram á laugardag.
28.07.2021

Lokun auka svæða fyrir tjaldgesti í Fjarðabyggð

Vegna minnkandi aðsóknar verður auka svæðum fyrir tjaldgesti í Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Fáskrúðsfirði lokað.
28.07.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 27. júlí

Eins og öllum er kunnugt er mikill vöxtur í fjölda kórónuveirusmita og eru smitin á víð og dreif um landið. Hátt hlutfall greinist utan sóttkvíar og því viðbúið að aukning verði á smitum næstu daga. Aðgerðastjórn vill minna fólk á að sinna persónubundnum sóttvörnum en það er eitt öflugasta vopnið í baráttunni við veiruna. Þá mælist aðgerðarstjórn til að starfsfólk og viðskiptavinir í verslunum og á veitingastöðum noti grímur og virði fjarlægðarmörk.