26.08.2021
Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð
Nú í vikunni var gengið frá samningum við ÍS Travel á Reyðarfirði um akstur í tengslum við almenningssamgöngur í Fjarðabyggð, en samningurinn var gerður að undangenginni verðfyrirspurn. Þann 1. september nk. hefst akstur eftir nýju leiðakerfi sem ætlað er tryggja öruggar og góðar samgöngur um allt sveitarfélagið.