Stefnan er framúrskarandi fyrir marga hluta sakir en þó einna helst það að byggja framtíðarsýn í umhverfis- og loftlagsmálum á raungögnum. Umhverfisstefnan er liður í að skipuleggja nýtingu náttúruauðlinda í Fjarðabyggð og hvernig megi nýta á sem sjálfbærastan hátt vistkerfi náttúruauðlindanna. Aðalskipulag Fjarðabyggðar leikur veigamikið hlutverk en jafnframt er mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar tileinki sér sjálfbæra nálgun í sínum störfum og daglega lífi
Stefnan í heild ásamt umhverfisvefsjá er að finna á heimasíðu Fjarðabyggðar: