Unnið er af krafti að fullnaðarviðgerðum í Norðfjarðargöngum vegna skemmd á sprautusteypu í lofti ganganna. Opnað verður fyrir umferð nokkrum sinnum á dag meðan á viðgerðum stendur en lokað verður á nóttunni. Reiknað er með að viðgerðin muni taka nokkra daga. Oddskarðsgöng eru auk þess opin umferð fyrir minni bíla. Ekki er unnt að sinna viðgerðum nema göngin séu lokuð.
Á heimasíðu Vegagerðarinnar má sjá opnunartíma ganganna næstu daga.