Fara í efni
12.11.2021 Fréttir

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

Deildu

Verkefnastjóri hátíðarinnar er Olga Jabłońska sem er frá Póllandi. Hún á hugmyndina af verkefninu sem hún sendi inn á borð til menningarstofu sem ákvað í samstarfi með menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar að vinna með Olgu og styrkja verkefnið.

Olga býr í Fjarðabyggð – núna á Fáskrúðsfirði en var áður á Eskifirði - en hún hefur verið að koma hér til lands um árabil og þá m.a. unnið að kvikmyndaverkefnum en hún er útskrifuð frá hinum virta pólska kvikmyndaskóla Łódź í kvikmyndaframleiðslu.

Linkar á kvikmyndir en opnunarmyndin er Wolka.

Wolka https://www.youtube.com/watch?v=77i38Z2yz60

Seal Story https://www.youtube.com/watch?v=S_5hQlepmOk

Art of freedom https://www.youtube.com/watch?v=VApt0PrUVDg

Tarapaty (kids) https://www.youtube.com/watch?v=4XBsHziEjsQ

Sweat https://www.youtube.com/watch?v=vUcbYj2tOZM

Rejs, https://www.youtube.com/watch?v=NasXQu3y2Z4

Það er enginn aðgangseyrir á þessar sýningar en frá og með 13. nóvember eru aðeins hægt að taka við 50 gestum á hverja mynd vegna gildandi sóttvarnartakmörkunum. Minnum á að það er grímuskylda.

Viðburðurinn á Facebook