Eitt smit greindist til viðbótar á Vopnafirði en viðkomandi var í sóttkví við greiningu og því ekki frekari rakning í kringum það smit.
Aðgerðastjórn vill brýna fyrir íbúum að bóka sér PCR sýnatöku ef einkenna verður vart og halda sig heima á meðan beðið er eftir niðurstöðum.