Fara í efni

Fréttir

01.12.2021

Leigufélagið Bríet leitar að byggingaraðilum til samstarfs um byggingar á fjórum íbúðum á Norðfirði

Leigufélagið Bríet ehf., í samvinnu við sveitarfélög á landsbyggðinni, stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum til framtíðar útleigu til einstaklinga og fjölskyldna. Auglýst er eftir byggingaraðilum til samstarfs sem skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnisins í samráði við Bríeti og viðkomandi sveitarfélag.
30.11.2021

TIlkynning frá aðgerðastjórn - 30.nóvember

Ef þú býrð eða starfar á Íslandi áttu rétt á bólusetningu við COVID-19. Þú getur skráð þig í bólusetningu með því að senda póst á bolusetning@hsa.is Bólusetningarátak yfirvalda er í gangi og eru allir þeir sem því við koma, hvattir til að láta bólusetja sig. Í nýrri samantekt embættis sóttvarnalæknis er fjallað um ávinning bólusetningar. Þar kemur fram að einstaklingur sem á í nánum samskiptum við Covid smitaðan einstakling er 50% ólíklegri til að smitast hafi hann fengið fulla grunnbólusetningu en væri hann óbólusettur.
29.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 29. nóvember

Sextíu fóru í sýnatöku í gær á Egilsstöðum vegna smita er greindust þar nýlega. Af þessum sextíu reyndist einn smitaður. Sá var í sóttkví við greiningu. Miðað við þessa niðurstöðu standa vonir til að smit hafi ekki náð að dreifa sér. Íbúar eru hinsvegar hvattir sem fyrr til að fara í sýnatöku finni þeir til minnstu einkenna. Hægt er að skrá sig á heilsuvera.is.
27.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 27. nóvember

Í gærkvöldi föstudag, greindust fjögur smit á Egilsstöðum, tvö af þeim smitum voru einstaklingar sem voru í sóttkví við greiningu. Smitrakning stendur yfir og vonast er til að betri mynd verði komin á stöðuna í lok dags. Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Opið verður í sýnatöku á Egilsstöðum á morgun, sunnudag, frá kl. 11:30-13:30 og eru íbúar hvattir til þess að nýta sé hana ef þeir hafa einhver einkenni eða tengsl við smitaðan einstakling.
26.11.2021

Tendrun jólatrjáa í Fjarðabyggð og aðventustundir í skólum

Í dag föstudaginn 26.nóvember verður kveikt á jólatrjám í bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Undanfarin ár hefur sú skemmtilega hefð skapast að tendra ljósin á jólatrjám Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í hverjum byggðakjarna. Vegna þeirra takmarkana á samkomuhaldi sem í gildi eru um þessar mundir, vegna COVID 19, er ljóst að ekki verður hægt að halda slíkar athafnir í ár.
26.11.2021

Bætt eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan Eskifjarðar

Verkfræðistofan Vista hefur í samvinnu við Veðurstofu Íslands sett upp tvo Shape Acceleration Array mæla fyrir ofan Eskifjörð. Mælunum var komið fyrir í borholum í hlíðinni rétt fyrir ofan bæinn. Veðurstofan Íslands hefur þannig aukið til muna eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan við Eskifjörð og aukið þannig öryggi íbúa en mælarnir eru viðbót við mæla sem fyrir eru. Vista þakkar fyrir góða aðstoða frá íbúum á Eskifirði sem voru Vista innan handar með uppsetninguna.
23.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 23. nóvember

Á Austurlandi eru nú 17 einstaklingar í einangrun og 23 í sóttkví. Í morgun var sýnataka hjá þeim starfsmönnum sjúkrahússins í Neskaupstað sem voru settir í sóttkví eða smitgát. Niðurstöður ættu að liggja fyrir seint í kvöld.
22.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 22. nóvember

Fjórir starfsmenn á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað eru í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist hjá samstarfsmanni þeirra á föstudagskvöld. Á laugardaginn voru tekin sýni af 70 starfsmönnum sjúkrahússins sem höfðu verið í vinnu dagana á undan. Niðurstöður lágu fyrir seint í gærkvöldi og voru öll sýni neikvæð. Síðar í vikunni er fyrirhugað að taka sýni aftur af þeim starfsmönnum sem eru í sóttkví og smitgát. Aðgerðastjórn sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
19.11.2021

Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands frestað

Í ljósi nýrra samkomutakmarkana hefur verið tekin ákvörðun um að fresta tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands, sem vera áttu í Tónlistarmiðstöðinni Eskifirði sunnudaginn 21. nóvember. Stefnt er að því að halda tónleikana á vormánuðum.
19.11.2021

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2022 – 2025 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu í bæjarstjórn þann 18. nóvember 2021. Fjárhagsáætlunin tók einungis einni breytingu milli umræðna. Fjárfestingar í Félagslegum íbúðum á árinu 2022 voru hækkaðar úr 30 milljónum króna í 50 milljónir króna.
18.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 18. nóvember

Um áttatíu manns fóru í sýnatöku á Stöðvarfirði og í Breiðdal í fyrradag vegna smita er þar hafa greinst. Auk þess voru sýnatökur á Egilsstöðum. Niðurstöður lágu fyrir í morgun og voru allar neikvæðar.
17.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 17. nóvember

Eitt nýtt smit bættist við á Austurlandi í gær og tengdist það grunnskólanum í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Nú eru alls fjögur staðfest smit hjá nemendum skólans og töluverður fjöldi fólks er í sóttkví vegna þess. Í gærkvöldi 16.nóvember, voru tekin um 80 sýni í sýnatöku í Breiðdal og á Stöðvarfirði og var fyrirhugað að senda sýnin með fyrstu vél en fluginu var síðan aflýst vegna veðurs.
17.11.2021

Niðurgreiðslur vegna húshitunar

Á undanförnum vikum hefur Orkustofnun borist fjölda umsókna frá Fjarðabyggð, einkum frá Neskaupstað, um niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Mikill tími hefur farið í að fara yfir allar þessar umsóknir en niðurstaðan hefur í öllum tilvikum verið að viðkomandi einstaklingar hafi verið með niðurgreiðslu fyrir. Því biður Orkustofnun notendur um að kanna hjá RARIK, hvort þeir séu með niðurgreiðslu áður en þeir senda inn umsókn til Orkustofnunar.
17.11.2021

Viljayfirlýsing um uppbyggingu á fjórum leiguíbúðum á Norðfirði

Fjarðabyggð, Leigufélagið Bríet og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu á fjórum leiguíbúðum á Norðfirði. Um er ræða framhald af samstarfi þessara aðila en Fjarðabyggð gekk samhliða viljayfirlýsingunni frá samkomulagi um að fjórar íbúðir að Leynimel á Stöðvarfirði færu jafnframt inn í leigufélagið Bríet líkt og íbúðir að Réttarholti á Reyðarfirði.
16.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 16.nóvember

Fimm ný smit greindust eftir sýnatöku í gær, tvö þeirra á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði og þrjú á Egilsstöðum. Fjórir hinna smituðu voru í sóttkví. Smitrakning stendur yfir vegna þess fimmta. Í ljósi smita sem greinst hafa í Breiðdalsvíkur- og Stöðvarfjarðarskóla verða báðir lokaðir á morgun. Hið sama á við um leikskólann. Þá mun boðið upp á auka sýnatöku í kvöld, 16. nóvember.
16.11.2021

Sýnataka í Breiðdal og á Stöðvarfirði

Í ljósi smita sem greinst hafa undanfarna daga í tengslum við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla hefur verið ákveðið að bjóða upp á auka sýnatöku í kvöld, 16. nóvember, bæði á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Tímasetningar sýnatöku: Kl. 18-18:30 á Breiðdalsvík (sýnatakan verður staðsett í grunnskólanum) Kl. 20-20:30 á Stöðvarfirði (sýnatakan verður staðsett í grunnskólanum)
15.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 15.nóvember

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Margir íbúar fóru hinsvegar í sýnatöku í dag og ætti niðurstaða að liggja fyrir á morgun þriðjudag. Skólahald fyrsta til sjötta bekkjar grunnskólans liggur niðri og mun svo vera meðan niðurstöðu er beðið. Leikskólinn verður og lokaður á morgun. Þá greindist smit á Egilsstöðum í dag. Ekki er talið að það hafi dreift sér. Smitrakning stendur yfir. Aðgerðastjórn beinir því til íbúa að gæta að sér í hvívetna enda smit enn að greinast í umdæminu og brýnt að fara varlega sem fyrr.
15.11.2021

Allt skólahald fellur niður í Breiðdal og á Stöðvarfirði mánudaginn 15. nóvember

Í ljósi nýrra upplýsinga og í samráði við sóttvarnaryfirvöld hefur verið ákveðið að hafa leikskóladeildirnar í Breiðdal og á Stöðvarfirði lokaðar í dag mánudaginn 15.nóvember, á meðan unnið er að frekari smitrakningu. Allt skólahald í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fellur þannig niður í dag.
14.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 14. nóvember

Upp hefur komið Covid-19 smit hjá nemanda á miðstigi í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Í samráði við smitrakningateymið var ákveðið að allir nemendur í 1.-6. bekk skólans fari í sóttkví ásamt nokkrum starfsmönnum skólans. Aðrir nemendur og starfsmenn í grunnskólahluta skólans fara í smitgát. Allt skólahald í 1.-10. bekk Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fellur niður mánudaginn 15. nóvember en eðlilegt skólahald verður hjá nemendum í leikskóladeildum skólans.
12.11.2021

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

Í dag hefst í Fjarðabyggð pólska kvikmyndahátíðin Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörður og stendur hún frá föstudegi til sunnudags, 12. – 14. nóvember. Á dagskránni eru heimildamyndir, stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd, bæði fyrir börn og fullorðna. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis. Sýningar fara fram í Valhöll á Eskifirði og þetta verður vonandi ekki í eina sinn sem hátíð af þessu tagi fer fram í Fjarðabyggð.
12.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - föstudagur 12.nóvember

Engin ný smit greindust á Austurlandi eftir sýnatöku gærdagsins. Vonir standa til að náðst hafi að hefta útbreiðslu út frá þeim smitum sem greinst hafa á Vopnafirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði. Áfram þurfum við þó að gæta varúðar og hafa lágan þröskuld fyrir því að fara í PCR sýnatöku ef einkenna verður vart. Hertar samkomutakmarkanir voru kynntar í morgun og taka gildi á miðnætti, aðgerðastjón hvetur til þess að fólk kynni sér hertar reglur. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn fyrir að við gerum þetta saman.
11.11.2021

Íþróttamannvirki á Fáskrúðsfirði lokuð fram yfir helgi

Íþróttamannvirki á Fáskrúðsfirði - sundlaug og íþróttahús - verða lokuð fram yfir helgi vegna Covid smits og smitrakningar sem stendur yfir.
10.11.2021

Sorpmóttökur lokaðar í dag miðvikudaginn 10.nóvember

Af óviðráðanlegum orsökum verða allar sorpmóttökustöðvar Fjarðabyggðar lokaðar í dag miðvikudaginn 10.nóvember. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
06.11.2021

UPPFÆRT - Opnunartímar Norðfjarðarganga næstu daga meðan viðgerð stendur yfir

Opnunartími ganganna á meðan á viðgerð stendur yfir hefur breyst. Norðfjarðargöng verða opin frá 19:00 í kvöld, laugardag, fyrir allri umferð til kl. 09:00 á mánudagsmorgun. Næstu daga verður opið á nóttunni. Í dag og þegar vinna hefst aftur á mánudagsmorgun verður sama opnun og verið hefur, og hleypt í gegn á heila tímanum í tíu mínútur í senn. Unnið er af krafti að fullnaðarviðgerðum í Norðfjarðargöngum vegna skemmd á sprautusteypu í lofti ganganna. Opnað verður fyrir umferð nokkrum sinnum á dag meðan á viðgerðum stendur en lokað verður á nóttunni. Reiknað er með að viðgerðin muni taka nokkra daga. Oddskarðsgöng eru auk þess opin umferð fyrir minni bíla. Ekki er unnt að sinna viðgerðum nema göngin séu lokuð.
05.11.2021

Rýmingarskiltum dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra útbjó rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið var borið í öll hús á Seyðisfirði fyrr á þessu ári. Næstu daga mun samskonar rýmingarskiltum vera dreift í öll hús á Eskifirði og í Neskaupstað sem lið í almannavörnum.
04.11.2021

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025

Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025. Seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina hefur ekki verið ákveðin en mun fara fram fyrri hluta desembermánaðar.
02.11.2021

Almenningssamgöngur - Lokun Norðfjarðarganga - seinkanir á tímaáætlun

Almenningssamgöngur eru á áætlun að mestu en einhverjar raskanir verða óhjákvæmilega á tímaáætlunum næstu daga vegna lokunar Norðfjarðarganga. Ekið verður í gegnum gömlu Oddsskarðsgöngin þar til Norðfjarðargöng verða opnuð að nýju.
29.10.2021

Undirrituð viljayfirlýsing um samstarf milli Rotterdamhafnar og Fjarðabyggðarhafna

Undirrituð var í gær viljayfirlýsing um samstarf milli Rotterdamhafnar og Fjarðabyggðarhafna á sviði hafnamála með sérstaka áherslu á framleiðslu vetnis og annarra grænna orkugjafa. Undirritunin fór fram á skrifstofu Rotterdamhafnar í tengslum við fundi og málstofur um framleiðslu græns vetnis og rafeldsneytis, sem haldnir hafa verið í Amsterdam þessa viku.
27.10.2021

Dagar myrkurs í Fjarðabyggð

Dagar myrkurs eru haldnir 27. október til 31. október á Austurlandi og það verður ýmislegt skemmtilegt gert af því tilefni hér í Fjarðabyggð. Við hvetjum fólk til að taka þátt í viðburðum og hjálpa til við að gera Daga myrkurs að hátíð sem veitir okkur gleði og ánægju. Við hvetjum alla til að taka þátt á sinn einstaka þátt en bendum einnig á eftirfarandi viðburði og hugmyndir. Endilega látið menningarfulltrúanna okkar vita ef þið hafið eitthvað á prjónunum sem hjálpa til við að koma því á framfæri.
25.10.2021

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar 2020-2040 var samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrr á árinu. Helsta markmið stefnunnar er að skipuleggja nýtingu náttúruauðlinda á sem sjálfbærasta hátt og stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda.