Fara í efni

Fréttir

14.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 14. nóvember

Upp hefur komið Covid-19 smit hjá nemanda á miðstigi í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Í samráði við smitrakningateymið var ákveðið að allir nemendur í 1.-6. bekk skólans fari í sóttkví ásamt nokkrum starfsmönnum skólans. Aðrir nemendur og starfsmenn í grunnskólahluta skólans fara í smitgát. Allt skólahald í 1.-10. bekk Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fellur niður mánudaginn 15. nóvember en eðlilegt skólahald verður hjá nemendum í leikskóladeildum skólans.
12.11.2021

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

Í dag hefst í Fjarðabyggð pólska kvikmyndahátíðin Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörður og stendur hún frá föstudegi til sunnudags, 12. – 14. nóvember. Á dagskránni eru heimildamyndir, stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd, bæði fyrir börn og fullorðna. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis. Sýningar fara fram í Valhöll á Eskifirði og þetta verður vonandi ekki í eina sinn sem hátíð af þessu tagi fer fram í Fjarðabyggð.
12.11.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn - föstudagur 12.nóvember

Engin ný smit greindust á Austurlandi eftir sýnatöku gærdagsins. Vonir standa til að náðst hafi að hefta útbreiðslu út frá þeim smitum sem greinst hafa á Vopnafirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði. Áfram þurfum við þó að gæta varúðar og hafa lágan þröskuld fyrir því að fara í PCR sýnatöku ef einkenna verður vart. Hertar samkomutakmarkanir voru kynntar í morgun og taka gildi á miðnætti, aðgerðastjón hvetur til þess að fólk kynni sér hertar reglur. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn fyrir að við gerum þetta saman.
11.11.2021

Íþróttamannvirki á Fáskrúðsfirði lokuð fram yfir helgi

Íþróttamannvirki á Fáskrúðsfirði - sundlaug og íþróttahús - verða lokuð fram yfir helgi vegna Covid smits og smitrakningar sem stendur yfir.
10.11.2021

Sorpmóttökur lokaðar í dag miðvikudaginn 10.nóvember

Af óviðráðanlegum orsökum verða allar sorpmóttökustöðvar Fjarðabyggðar lokaðar í dag miðvikudaginn 10.nóvember. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
06.11.2021

UPPFÆRT - Opnunartímar Norðfjarðarganga næstu daga meðan viðgerð stendur yfir

Opnunartími ganganna á meðan á viðgerð stendur yfir hefur breyst. Norðfjarðargöng verða opin frá 19:00 í kvöld, laugardag, fyrir allri umferð til kl. 09:00 á mánudagsmorgun. Næstu daga verður opið á nóttunni. Í dag og þegar vinna hefst aftur á mánudagsmorgun verður sama opnun og verið hefur, og hleypt í gegn á heila tímanum í tíu mínútur í senn. Unnið er af krafti að fullnaðarviðgerðum í Norðfjarðargöngum vegna skemmd á sprautusteypu í lofti ganganna. Opnað verður fyrir umferð nokkrum sinnum á dag meðan á viðgerðum stendur en lokað verður á nóttunni. Reiknað er með að viðgerðin muni taka nokkra daga. Oddskarðsgöng eru auk þess opin umferð fyrir minni bíla. Ekki er unnt að sinna viðgerðum nema göngin séu lokuð.
05.11.2021

Rýmingarskiltum dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra útbjó rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið var borið í öll hús á Seyðisfirði fyrr á þessu ári. Næstu daga mun samskonar rýmingarskiltum vera dreift í öll hús á Eskifirði og í Neskaupstað sem lið í almannavörnum.
04.11.2021

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025

Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025. Seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina hefur ekki verið ákveðin en mun fara fram fyrri hluta desembermánaðar.
02.11.2021

Almenningssamgöngur - Lokun Norðfjarðarganga - seinkanir á tímaáætlun

Almenningssamgöngur eru á áætlun að mestu en einhverjar raskanir verða óhjákvæmilega á tímaáætlunum næstu daga vegna lokunar Norðfjarðarganga. Ekið verður í gegnum gömlu Oddsskarðsgöngin þar til Norðfjarðargöng verða opnuð að nýju.
29.10.2021

Undirrituð viljayfirlýsing um samstarf milli Rotterdamhafnar og Fjarðabyggðarhafna

Undirrituð var í gær viljayfirlýsing um samstarf milli Rotterdamhafnar og Fjarðabyggðarhafna á sviði hafnamála með sérstaka áherslu á framleiðslu vetnis og annarra grænna orkugjafa. Undirritunin fór fram á skrifstofu Rotterdamhafnar í tengslum við fundi og málstofur um framleiðslu græns vetnis og rafeldsneytis, sem haldnir hafa verið í Amsterdam þessa viku.
27.10.2021

Dagar myrkurs í Fjarðabyggð

Dagar myrkurs eru haldnir 27. október til 31. október á Austurlandi og það verður ýmislegt skemmtilegt gert af því tilefni hér í Fjarðabyggð. Við hvetjum fólk til að taka þátt í viðburðum og hjálpa til við að gera Daga myrkurs að hátíð sem veitir okkur gleði og ánægju. Við hvetjum alla til að taka þátt á sinn einstaka þátt en bendum einnig á eftirfarandi viðburði og hugmyndir. Endilega látið menningarfulltrúanna okkar vita ef þið hafið eitthvað á prjónunum sem hjálpa til við að koma því á framfæri.
25.10.2021

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar 2020-2040 var samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrr á árinu. Helsta markmið stefnunnar er að skipuleggja nýtingu náttúruauðlinda á sem sjálfbærasta hátt og stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda.
19.10.2021

Samstarfssamningur Heimilis og skóla við Fjarðabyggð og Fjarðaforeldra

Mánudaginn 18. október skrifuðu fulltrúar Heimilis og skóla, Fjarðabyggðar og Fjarðaforeldra undir samstarfssamning þess efnis að fagaðilar frá Heimili og skóla komi árlega með fræðslu til skólasamfélagsins í Fjarðabyggð. Áherslan er fyrst í stað lögð á SAFT fræðslu, þ.e. jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga ásamt fræðslu til bekkjarfulltrúa og foreldrafélaga í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
16.10.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. október

Í gær greindist eitt nýtt smit á Austurlandi, viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu. Smitrakning fór strax af stað og voru nokkrir settir í sóttkví en aðrir sem töldust minna útsettir fóru í smitgát. Um 15 manns fóru í sýnatöku í gær í tengslum við smitrakningun og öll þau sýni voru neikvæð. Auka opnun verður í sýnatöku á Reyðarfirði í dag milli 12-13 og vill aðgerðastjórn hvetja alla þá sem finna fyrir minnstu einkennum að koma í þá sýnatöku. Nú skiptir máli sem fyrr að huga að persónubundnum sóttvörnum og standa saman í að takmarka útbreiðslu veirunnar.
15.10.2021

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyaraá á Eskifirði hafa gengið vel. Framkvæmdasvæðið meðfram Botnabraut er þröngt og hefur því óhjákvæmilega töluverð áhrif fyrir íbúa við Lambeyraránna. Farvegur Lambeyrarár er breikkaður og dýpkaður og varinn með steyptum veggjum. Þá verður Botnabrautin endurbyggð og allar lagnir endurnýjaðar í götunni.
14.10.2021

Breytingar á tímatöflu almenningssamgangna í Fjarðabyggð frá 18. október.

Byrjað verður að aka eftir lítilega breyttri tímatöflu í almenningssamgöngum í Fjarðabyggð mánudaginn 18. október. Breytingar verða á ferðum seinnipartinn á leið 1 til að koma eftir að ábendingar bárust um hluti sem betur máttu fara. Athugið að engar breytingar verða á morgunferðum á leið 1 eða ferðum á leið 2. Breytta tímatöflu má finna með því að smella hér.
13.10.2021

Þrjú fyrirtæki munu taka þátt í þróunarferli græns orkugarðs á Reyðarfirði

Viljayfirlýsing um verkefni sem gæti hraðað orkuskiptum á Íslandi með uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Landsvirkjun, Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því undanfarið að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hafa fyrirtækin Atmonia, Síldarvinnslan og Laxar bæst við. Markmiðið er að meta hvernig framleiðsla á grænu rafeldsneyti getur greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum.
07.10.2021

Vel heppnaður íbúafundur á Reyðarfirði um grænan orkugarð

Um 70 manns mættu á opinn íbúafund Fjarðabyggðar og Landsvirkjunar á Reyðarfirði á þriðjudaginn þar sem kynntar voru þær hugmyndir sem uppi eru um grænan orkugarð og framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði.
07.10.2021

Samningur við Leigufélagið Bríet

Í gær var ritað undir samning við opinbera Leigufélagið Bríet, sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), um yfirtöku félagsins á íbúðum Fjarðabyggðar í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði.
04.10.2021

Fuglateiknistöð á Eskifirði

Menningarstofa Fjarðabyggðar og BRAS standa fyrir svokallaðari Fuglateiknistöð á Eskfirði, miðvikudaginn 6. október frá kl. 17:00 - 18:30. Fuglateiknararnir Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring stýra smiðjunni og bjóða upp á margvíslegar fuglateikniæfingar. Engrar teikni- né fuglakunnáttu er þörf fyrir þessa skemmtilegu smiðju!
01.10.2021

Grænn orkugarður - Hvað er það? Íbúafundur á Reyðarfirði 5. október

Fjarðabyggð og Landsvirkjun boða til opins íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 5. október kl. 20:00. Á fundinum verða kynntar þær hugmyndir sem uppi eru varðandi uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði, og þau tækifæri sem í verkefninu felast.
01.10.2021

Truflanir á heitu vatni á Eskifirði 1.10.2021

Truflanir verða á rennsli á heituvatni á Eskifirði í dag milli kl. 13:00 - 16:00 á svæðinu milli Grjótár og Lambeyrarár.
30.09.2021

Norðurskaustráðið í Þórsmörk

Listasýningin Norðurskaustráðið er ný sería af klippimyndum eftir bandaríska listamanninn Marc Alexander sem sýnd verður í Þórsmörk í Neskaupstað 2. - 24. október. Sýninggin opnar 2. október og verðu opinn alla laugardaga í október.
30.09.2021

Vatnslaust við Búðaveg og Hafnargötu á Fáskrúðsfirði milli kl. 13:00 - 16:00 í dag

Vegna viðgerðar á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði verður vatnslaust í flestum húsum við Hafnargötu og Búðaveg milli kl. 13:00 - 16:00 í dag, fimmtudaginn 30.september.
29.09.2021

Neysluvatn á Stöðvarfirði er í lagi

Engin mengun mælist lengur í neysluvatni á Stöðvarfirði samkvæmt niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Því er ekki lengur þörf á að sjóða neysluvatn á Stöðvarfirði.
28.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 28. september

Í gær greindust fimm ný smit í fjórðungnum, öll innan sóttkvíar. Á Austurlandi eru því 15 í einangrun og 24 í sóttkví. Það er líklegt að við höldum áfram að sjá smit hjá þeim sem eru í sóttkví, enda er gjarnan um að ræða fjölskyldumeðlimi þeirra sem eru smitaðir. Þá er góðs viti að smit hafa ekki verið að greinast utan sóttkvíar í dágóðan tíma. Áfram þurfum við þó að vera á varðbergi og sinna persónubundnum sóttvörnum.
27.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 27. september

Nú um helgina lauk töluverður fjöldi fólks á Reyðarfirði sinni einangrun vegna COVID smits. Tölur um fjölda smita í fjórðungnum hafa því lækkað töluvert. Á Austurlandi eru 16 einstaklingar í einangrun og 30 í sóttkví. Viðbúið er að einhver hluti þeirra sem eru í sóttkví eigi eftir að greinast en vonir standa til að náðst hafi að koma í veg fyrir frekara smit utan sóttkvíar. Aðgerðastjórn vill þó hvetja fólk til að fara áfram varlega, huga að persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef einkenna verður vart.
27.09.2021

Upplýsingar um neysluvatn í Breiðdal og á Stöðvarfirði

Engin mengun er lengur í neysluvatni í Breiðdal. Sýnataka hefur staðfest þetta. Því miður er hins vegar enn mengun í neysluvatni á Stöðvarfirði og eru íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn áfram. Niðurstaða í nýjustu sýnatöku mun liggja fyrir á miðvikudagsmorgun.
23.09.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 23.september

Í gær greindist eitt smit til viðbótar á Reyðarfirði en sá einstaklingur var í sóttkví við greiningu. Heildarfjöldi smita á Reyðarfirði er því kominn í 25. Enn er hætta á að smit greinist en vonir standa til að með þeim aðgerðum sem farið hefur verið í muni smit einskorðast við þá sem þegar eru í sóttkví.
23.09.2021

Íbúar í Breiðdal og á Stöðvarfirði sjóði neysluvatn

Niðurstöður á neysluvatnssýnum staðfesta að kólígerlar eru í neysluvatni í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn þar til orsök liggur fyrir og búið verður að koma í veg fyrir mengunina. Tekin verða ný sýni daglega. Suða neysluvatns - Leiðbeiningar.