Fara í efni
30.12.2021 Fréttir

Flugeldasýningar um áramót

Deildu

Flugeldasýningar í Fjarðabygg verða sem hér segir:

Neskaupstaður – Flugeldasýning kl. kl. 16.30 á vegum Björgunarsveitarinnar Gerpis. Skotið verður upp á milli tveggja ytri varnargarðanna og af þeim.

Eskifjörður – Flugeldasýning kl. 17:30 á vegum Björgunarsveitarinnar Brimrúnar. Skotið verður upp á svæði við gatnamót við Eskifjarðarveg.

Reyðarfjörður: Af óviðráðanlegum orsökum verður því miður ekki flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Ársólar í ár.

Fáskrúðsfjörður: Flugeldasýning kl. 20:30 á vegum Björgunarsveitarinnar Geisla. Skotið verður upp frá eyrinni neðan við Sumarlínu.

Breiðdalsvík: Flugeldasýning kl. 17:00 á vegum Björgunarsveitarinnar Einingar. Skotið verður upp frá Hafnarsvæðinu.

Íbúar eru hvattir til þess að njóta flugeldasýninga að heiman eða úr bílum sínum, safnast ekki saman í stórum hópum og virða fjarlægðartakmörk.