Fara í efni
16.01.2022

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 16. janúar

Deildu
Reiknað er með að Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Reyðarfjarðar og Nesskóli sem lokaðir voru á föstudag opni á morgun mánudag 17. janúar. Takmarkanir verða þó í Nesskóla vegna sóttkvía og einangrunar þar. Sendar verða út tilkynningar á Mentor sem foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna í þessum áðurgreindum skólum eru beðnir að fylgjast vel með og kynna sér um skólastarfið framundan.
Sú jákvæða þróun sem að framan er lýst byggir á samstilltu átaki alls og allra í samfélaginu okkar á Austurlandi. Aðgerðastjórn þakkar íbúum góð viðbrögð og þátttöku í persónulegum smitvörnum og treystir á áframhaldandi góða samvinnu. Í hönd fer tími þorrablóta sem er tengdur samveru og hópamyndun í hugum okkar margra. Í því sambandi skal minnt á gildandi hópatakmörk við 10 manns og það að virða þau mörk er mjög mikilvæg sóttvarnaaðgerð.