Fara í efni

Fréttir

03.06.2021

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð 2021

Að venju verður mikið um að vera í tilefni sjómannadagsins í Fjarðabyggð um helgina. Upplýsingar um hátíðardagskrá i Neskaupstað og á Eskifirði má finna hér á heimasíðunni með því að smella hér.
01.06.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 1. júní (2)

Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar og fóru 296 farþegar í land. Af þeim framvísuðu 222 gildum bólusetningarvottorðum. Það er svipað hlutfall og hjá flugfarþegum er fara um Leifsstöð. Óbólusettir virðast því flestir halda sig heima við enn sem komið er.
01.06.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 1. júní

Tveir einstaklingar greindust smitaðir í fjórðungnum í gær, á Vopnafirði líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þeir tilheyra sömu fjölskyldu og höfðu verið í sóttkví frá kvöldi 26. maí. Uppruni smitanna er þekktur og er ekki á Austurlandi heldur tengist ferðum viðkomandi utan svæðisins. Því er ekki talin hætta á að viðkomandi hafi smitað aðra. Aðgerðastjórn notar þó tilefnið og hvetur fólk eins og ávallt til að kynna sér vel gildandi sóttvarnareglur, virða þær í hvívetna og gæta sérlega vel að persónulegum sóttvörnum. Síðast en ekki síst að ef einhver telur sig vera með einkenni að fara þá ekki til vinnu, í skóla eða annars staðar á meðal fólks og vera strax í sambandi við heilsugæslu eða síma 1700 og fá sýnatöku.
01.06.2021

Stjórnvöld auglýsa styrki til orkuskipta

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
31.05.2021

Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar

Fimmtudaginn 27. maí fóru nemendur úr 7. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.
21.05.2021

Vor í Fjarðabyggð 2021

Sú hefð hefur myndast í Fjarðabyggð undanfarin ár að taka á móti vorinu með umhverfisátaki sem nefnist "Vor í Fjarðabyggð". Hér á heimasíðunni hefur nú verið gert aðgengilegt efni um Vor í Fjarðabyggð 2021. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, og rafræna útgáfu af vorbæklingi sveitarfélagsins.
20.05.2021

Tillaga að friðlýsingu Barðsnessvæðisins

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Barðsnessvæðisins í Fjarðabyggð sem landslagsverndarsvæðis í samræmi við 50. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, sveitarfélagsins Fjarðabyggðar, landeigenda og umhverfis- og auðlindaráðneytisins. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 10. ágúst 2021.
18.05.2021

Ráðningavefur Fjarðabyggðar er kominn í lag

Bilun kom upp í gær í ráðningavef Fjarðabyggðar, sem er að gera það að verkum að ekki var hægt að senda inn umsóknir. Viðgerð á vefnum er nú lokið og vefurinn því aftur farinn að virka. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur ollið.
18.05.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 18. maí

Engin greind COVID smit eru á Austurlandi. Norræna kom í morgun með 72 farþega innanborðs. Af þeim fóru fjórtán í sóttvarnarhús. Tuttugu og einn farþegi hafði dvalið í Færeyjum lengur en 14 daga og þurfti því ekki í sóttkví. Ástæðan er sú að Færeyjar teljast nú til græns lands í COVID skilgreiningu, annað af tveimur. Eðlilega er hitt landið Grænland!
14.05.2021

Grunnskólamót GLÍ á Reyðarfirði á morgun.

Grunnskólamót Glímusambands Íslands fer fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði laugardaginn 15. maí og hefst það kl. 11:30. Á mótinu keppa grunnskólanemar af öllu landinu og verður mikið um að vera.
11.05.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 11. maí

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi.
07.05.2021

Nýtt íþróttahús rís á Reyðarfirði

Í dag var hafist handa við að reisa grindina á nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Vinna við byggingu húsins hefur gengið vel að undanförnu og er verkið á áætlun. Gert er ráð fyrir að byggingu húsins verði lokið í haust.
05.05.2021

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram. Eftir að niðurrekstri staura lauk í febrúar síðastliðnum er nú hafinn niðurrekstur á stálþilsplötum í bakþil bryggjunnar og sjá Kranar ehf. um verkið. Það verk mun klárast á þessu ári ásamt því að steyptar verða undirstöður stormpolla. Unnið er að hönnun lagna á svæðinu í samstarfi við Eskju og Skeljung
04.05.2021

Bætt aðgengi að háskólanámi á Austurlandi

Í dag var greint frá því á vef Mennta- og menningamálaráðuneytisins að frá og með næsta hausti verði boðið upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Reyðarfirði í samvinnu Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri.
03.05.2021

Viljayfirlýsing um byggingu húsnæðis á Fáskrúðsfirði

Á dögunum var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, leigufélagsins Bríetar og verktakafyrirtækisins Og synir/Ofurtólið um samvinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis á Fáskrúðsfirði til leigu.
30.04.2021

Rannsókn á myglu í Breiðablik

Undanfarnar vikur hefur verkfræðistofan EFLA unnið að mælingum í húsnæði Breiðabliks í Neskaupstað vegna grunns um myglu. Niðurstöður mælinganna liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að mygla hefur fundist í einhverjum rýmum í húsinu.
30.04.2021

Framkvæmdir við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað ganga vel

Vinna við ofanflóðamannvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils ganga vel og muna verða unnið áfram að framkvæmdum á svæðinu á næstu vikum.
29.04.2021

Tríóið Hist og á Eskifirði í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Laugardaginn 1. maí heldur tríóið Hist og tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði kl. 20:00. Á tónleikunum leikur sveitin efni af plötum sínum í bland við glænýtt efni í vinnslu. Miðverð er 2000. kr.
28.04.2021

Leigufélagið Bríet og Fjarðabyggð óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Fáskrúðsfirði og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti.
28.04.2021

Listasmiðjur Menningarstofu Fjarðabyggðar í sumar.

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun halda úti listasmiðjum sumarið 2021 en það eru skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2008-2012). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og getur hver smiðja tekið við 12-15 börnum nema ljósmyndasmiðjan sem getur einungis tekið við 8 börnum. Allar nánari upplýsingar um skráningu og þær smiðjur sem eru boði á finna á heimasíðunni með því að smella hér.
27.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 27. apríl

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. Bólusetning í fjórðungnum gengur vel. Gert er ráð fyrir að við lok næstu viku hafi náðst að bólusetja fólk fætt 1961 og eldra. Innan tveggja vikna svo verði allir með undirliggjandi sjúkdóma bólusettir að minnsta kosti einu sinni. Hafi fólk spurningar varðandi stöðu sína í bólusetningum þá er hægt að fara inn á spjall á heilsuvera.is Hugsanlegar aðrar spurningar varðandi bólusetningar má senda á sottvarnir@hsa.is
23.04.2021

Mælaborð fiskeldis

Mælaborð fiskeldis hefur verið birt á vef Matvælastofnunar. Í mælaborðinu eru birtar framleiðslutölur og rekstrarleyfi eldisfyrirtækja, ásamt staðsetningu eldissvæða og niðurstöðum eftirlits stofnunarinnar. Markmið birtingar er að auka gagnsæi fiskeldis og veita almenningi og hagsmunaaðilum hagnýtar upplýsingar um starfsemina.
22.04.2021

Óviðkomandi umferð um Norðfjarðarflugvöll er bönnuð

Af gefnu tilefni er hér áréttað að öll óviðkomandi umferð, hvort sem er ökutækja, gangandi, eða hjólandi er bönnuð um flugbraut og flugvallarsvæði flugvallarins í Neskaupstað. Er það gert til að tryggja öryggi flugvallarins og þeirra sem hann nota.
22.04.2021

Gleðilegt sumar!

Fjarðabyggð sendir íbúum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar!
20.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 20. apríl

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við gætum hvert og eitt að okkar persónubundnum smitvörnum og gefum þar hvergi eftir, jafnvel þó ástandið í fjórðungnum þyki gott. Blikur eru á lofti þegar litið er til smita um landamæri. Stjórnvöld hafa því boðað hertar reglur gagnvart þeim sem koma til landsins með það að markmiði að stemma stigu við fjölgun smita. Það mun takast. Í því ljósi og þeirrar staðreyndar að ríflega 20% íbúa fjórðungsins eru ýmist fullbólusettir eða bólusettir að hluta er ástæða til að horfa björtum augum fram á við. Höldum ró okkar áfram, verum einbeitt í sóttvörnum og komumst þannig saman í gegnum þennan skafl.
20.04.2021

Frá Slökkviliði Fjarðabyggðar

Rétt eins og þjóðin öll hafa viðbragsaðilar í Fjarðabyggð fundið fyrir heimsfaraldri COVID-19 sem nú hefur geisað í rúmt ár. Hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar hófst þetta óvenjulega tímabil á því að dreifa auknum búnaði til sóttvarna á allar starfsstöðvar og fljótlega þurfti atvinnuliðið á Hrauni að aðskilja vaktirnar og breyta vaktafyrirkomulagi. Við lok fyrstu bylgju fórum við aftur í hefðbundið vaktafyrirkomulag en þó áfram með sóttvarnir í fyrirrúmi, og eins og aðrir landsmenn þá hefur liðið þurft að herða og slaka á reglum í takt við stöðu mála.
16.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. apríl

Enginn er nú með greint COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr að fara varlega þrátt fyrir afléttingar á takmörkunum, að fylgja þeim reglum sem til staðar eru og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Hún áréttar ekki síst mikilvægi þessa þegar farið er á milli landsvæða þar sem mannsöfnuður er nokkur, svo sem á íþróttakappleikjum, skíðamótum og svo framvegis. Gætum að okkur og komumst þannig frísk og heil gegnum þennan skafl og inn í sumarið.
14.04.2021

Aflétting sóttvarna – Breyting á þjónustu Fjarðabyggðar

Samkvæmt breytingum á sóttvarnarráðstöfunum sem kynntar voru í gær er gert ráð fyrir talsverðum tilslökunum á sóttvörnum sem taka gildi frá og með 15. apríl. Þetta mun gera Fjarðabyggð kleift að opna aftur á ýmsa þjónustu sem lokuð hefur verið undanfarnar vikur
14.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 14. apríl

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Um landamærasmit er að ræða og tengist komu tuttugu og fimm manna hóps með Norrænu fyrir þremur vikum síðan.
10.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 10. apríl

Súrálsskip það sem kom í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði þann 20. mars síðastliðinn með tíu smitaða af nítján manna áhöfn hélt í dag kl. 14 til hafs á ný. Sótthreinsun skipsins fór fram í gær en áður voru allir skipverjar útskrifaðir úr sóttkví og einangrun. Þeir eru við góða heilsu og allir um borð við brottför skipsins.