Fara í efni

Fréttir

28.04.2021

Leigufélagið Bríet og Fjarðabyggð óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Fáskrúðsfirði og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti.
28.04.2021

Listasmiðjur Menningarstofu Fjarðabyggðar í sumar.

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun halda úti listasmiðjum sumarið 2021 en það eru skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2008-2012). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og getur hver smiðja tekið við 12-15 börnum nema ljósmyndasmiðjan sem getur einungis tekið við 8 börnum. Allar nánari upplýsingar um skráningu og þær smiðjur sem eru boði á finna á heimasíðunni með því að smella hér.
27.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 27. apríl

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. Bólusetning í fjórðungnum gengur vel. Gert er ráð fyrir að við lok næstu viku hafi náðst að bólusetja fólk fætt 1961 og eldra. Innan tveggja vikna svo verði allir með undirliggjandi sjúkdóma bólusettir að minnsta kosti einu sinni. Hafi fólk spurningar varðandi stöðu sína í bólusetningum þá er hægt að fara inn á spjall á heilsuvera.is Hugsanlegar aðrar spurningar varðandi bólusetningar má senda á sottvarnir@hsa.is
23.04.2021

Mælaborð fiskeldis

Mælaborð fiskeldis hefur verið birt á vef Matvælastofnunar. Í mælaborðinu eru birtar framleiðslutölur og rekstrarleyfi eldisfyrirtækja, ásamt staðsetningu eldissvæða og niðurstöðum eftirlits stofnunarinnar. Markmið birtingar er að auka gagnsæi fiskeldis og veita almenningi og hagsmunaaðilum hagnýtar upplýsingar um starfsemina.
22.04.2021

Óviðkomandi umferð um Norðfjarðarflugvöll er bönnuð

Af gefnu tilefni er hér áréttað að öll óviðkomandi umferð, hvort sem er ökutækja, gangandi, eða hjólandi er bönnuð um flugbraut og flugvallarsvæði flugvallarins í Neskaupstað. Er það gert til að tryggja öryggi flugvallarins og þeirra sem hann nota.
22.04.2021

Gleðilegt sumar!

Fjarðabyggð sendir íbúum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar!
20.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 20. apríl

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við gætum hvert og eitt að okkar persónubundnum smitvörnum og gefum þar hvergi eftir, jafnvel þó ástandið í fjórðungnum þyki gott. Blikur eru á lofti þegar litið er til smita um landamæri. Stjórnvöld hafa því boðað hertar reglur gagnvart þeim sem koma til landsins með það að markmiði að stemma stigu við fjölgun smita. Það mun takast. Í því ljósi og þeirrar staðreyndar að ríflega 20% íbúa fjórðungsins eru ýmist fullbólusettir eða bólusettir að hluta er ástæða til að horfa björtum augum fram á við. Höldum ró okkar áfram, verum einbeitt í sóttvörnum og komumst þannig saman í gegnum þennan skafl.
20.04.2021

Frá Slökkviliði Fjarðabyggðar

Rétt eins og þjóðin öll hafa viðbragsaðilar í Fjarðabyggð fundið fyrir heimsfaraldri COVID-19 sem nú hefur geisað í rúmt ár. Hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar hófst þetta óvenjulega tímabil á því að dreifa auknum búnaði til sóttvarna á allar starfsstöðvar og fljótlega þurfti atvinnuliðið á Hrauni að aðskilja vaktirnar og breyta vaktafyrirkomulagi. Við lok fyrstu bylgju fórum við aftur í hefðbundið vaktafyrirkomulag en þó áfram með sóttvarnir í fyrirrúmi, og eins og aðrir landsmenn þá hefur liðið þurft að herða og slaka á reglum í takt við stöðu mála.
16.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. apríl

Enginn er nú með greint COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr að fara varlega þrátt fyrir afléttingar á takmörkunum, að fylgja þeim reglum sem til staðar eru og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Hún áréttar ekki síst mikilvægi þessa þegar farið er á milli landsvæða þar sem mannsöfnuður er nokkur, svo sem á íþróttakappleikjum, skíðamótum og svo framvegis. Gætum að okkur og komumst þannig frísk og heil gegnum þennan skafl og inn í sumarið.
14.04.2021

Aflétting sóttvarna – Breyting á þjónustu Fjarðabyggðar

Samkvæmt breytingum á sóttvarnarráðstöfunum sem kynntar voru í gær er gert ráð fyrir talsverðum tilslökunum á sóttvörnum sem taka gildi frá og með 15. apríl. Þetta mun gera Fjarðabyggð kleift að opna aftur á ýmsa þjónustu sem lokuð hefur verið undanfarnar vikur
14.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 14. apríl

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Um landamærasmit er að ræða og tengist komu tuttugu og fimm manna hóps með Norrænu fyrir þremur vikum síðan.
10.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 10. apríl

Súrálsskip það sem kom í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði þann 20. mars síðastliðinn með tíu smitaða af nítján manna áhöfn hélt í dag kl. 14 til hafs á ný. Sótthreinsun skipsins fór fram í gær en áður voru allir skipverjar útskrifaðir úr sóttkví og einangrun. Þeir eru við góða heilsu og allir um borð við brottför skipsins.
07.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 7. apríl

Sýni voru í gær tekin af þeim átján skipverjum sem eru um borð í súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Niðurstöður liggja nú fyrir. Teljast allir skipverjarnir um borð sem voru smitaðir við komu skipsins þann 20. mars nú heilir heilsu og veirufríir. Gert er ráð fyrir að sá síðasti þeirra, sá er fluttur var á Landspítala fyrir nokkru eftir að honum hafði elnað sóttin, verði útskrifaður í kvöld eða í fyrramálið. Engin smit greindust hjá þeim áhafnarmeðlimum sem ósýktir voru við komu fremur en í fyrri skimunum. Í undirbúningi er hreinsun skipsins sem telst sóttkví þar til henni lýkur. Gangi allt eftir mun henni ljúka fyrir helgi og komi ekkert óvænt uppá verður bæði skip og áhöfn þá hæf til siglingar á ný, að líkindum næstkomandi föstudag.
07.04.2021

Nýtt sorphirðudagatal fyrir Fjarðabyggð

Eins og sagt var frá í fréttum í síðustu viku tóku fyrirtækið Kubbur EHF við sorphirðu í Fjarðabyggð núna 1. apríl sl. Nýtt sorphirðudagatal hefur nú verið gert aðgengilegt og það má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér.
06.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 6. apríl

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið. Líðan skipverja af súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði heldur áfram að þróast í rétta átt. Þeir átján sem enn eru um borð fóru í sýnatöku í dag til að meta sem best stöðuna gagnvart framhaldinu. Niðurstöðu er að vænta með kvöldinu eða í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að skipið geti siglt á ný um eða eftir helgi, hlaupi engin snurða á þráðinn.
04.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 4. apríl

Líðan skipverja um borð í súrálsskipinu í Mjóeyrarhöfn þróast í rétta átt. Fjórir af þeim tíu sem smitaðir voru um borð við komu skipsins 20. mars síðastliðinn voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir einnig fljótlega. Sá tíundi sem fluttur var talsvert veikur á Landspítala 28. mars útskrifaðist fyrir 2 dögum á sóttvarnarhús í Reykjavík. Hann nýtur eftirlits starfsfólks COVID-deildar Landspítala. Skráðum einstaklingum í einangrun í fjórðungnum ætti því að óbreyttu fara nokkuð hratt fækkandi næstu daga. Þá eru líkur á að súrálsskipið geti haldið til hafs fljótlega.
03.04.2021

Söfnunar- og móttökustöðvar Fjarðabyggðar eru lokaðar laugardaginn 3. apríl

Söfnunar- og móttökustöðvar Fjarðabyggðar verða lokaðar í dag, laugardaginn 3. apríl, vegna breytingar sem verið er að vinna að á svæðunum. Eins má búast við eihverri röskun á opnunartíma og þjónustu stöðvanna í næstu viku. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
31.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 31.mars

Sextán smit eru sem fyrr skráð í fjórðungnum, öll landamærasmit. Þeir níu skipverjar súrálsskipsins sem liggur nú við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði og voru án Covid við komu skipsins til hafnar þann 20. mars síðastliðinn eru enn einkennalausir. Síðasta skimun hjá þeim var 29. mars síðastliðin og var eðlileg. Hinir smituðu um borð þykja heldur að braggast.
31.03.2021

Samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um yfirfærslu starfa á hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag var kynnt samkomulag sem náðst hefur við heilbrigðisráðuneytið um störf og réttarstöðu starfsfólks á Uppsölum og Hulduhlíð vegna yfirfærslu á starfsemi heimilanna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Bæjarstjórn samþykkti samkomulagið fyrir sitt leyti og fól bæjarstjóra undirritun þess.
31.03.2021

Sorphirða í Fjarðabyggð

Þann 1. apríl nk. munu nýjir aðila taka að sér sorphirðu og önnur verk þeim tengd í Fjarðabyggð. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fjögur fyrirtæki um ólíka hluta sorphirðu og endurvinnslu, og ritað var undir verksamninga þess efnis á dögunum.
30.03.2021

Sigurjón Valmundsson ráðinn slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Sigurjón Valmundsson hefur verið ráðinn nýr slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar. Sigurjón mun hefja störf í byrjun sumars.
30.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 30. mars

Sextán eru nú skráðir í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Í öllum tilvikum er um smit á landamærum að ræða. Tíu þessara skráninga tengjast súrálsskipi er liggur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, en þau voru áður skráð sem "óstaðsett" á covid.is. Þá tengjast fimm þeirra Norrænu frá komu hennar í síðustu viku og eitt Keflavíkurflugvelli. Að mati aðgerðastjórnar er ekki ástæða til að ætla dreifingu smita vegna þessa innan fjórðungsins.
28.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 28. mars

Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita. Einn tíu smitaðra skipverja um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Tilefni flutningsins var viss versnun einkenna á þann hátt að samkvæmt áður gerðri áætlun þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Ástand annarra smitaðra um borð telst stöðugt.
27.03.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. mars

Fimm eru nú í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmits, fjórir er komu í tuttugu og fimm manna hópi með Norrænu á þriðjudag og einn sem er nýkominn til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll. Fimm greindust upphaflega smitaðir við komu Norrænu á þriðjudag. Einn þeirra reyndist með gamalt smit og því ekki lengur í einangrun og ekki inni í COVID tölum fjórðungsins. Einn greindist í gær í sýnatöku fimm dögum eftir komu til landsins með flugi. Hann var eins og reglur kveða á um í sóttkví og því ekki ástæða til að óttast dreifingu smits frá viðkomandi út í samfélagið. Smitin eru því enn fimm, allt landamærasmit.
26.03.2021

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2020 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 25. mars 2020 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2020. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti að vísa ársreikningnum til síðari umræðu og er áformað er að hún verði þann 15. apríl næstkomandi. Ársreikninginn má finna hér.
26.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 26. mars

Fimm voru greindir með COVID smit á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Þeir voru hluti af tuttugu og fimm manna hóp þar sem tveir greindust smitaðir við komu um borð í Norrænu í Hirtshals. Þrír bættust í hóp smitaðra við komu. Allir hafa þeir verið í einangrun síðan og ekki talin hætta á að smit berist í samfélagið. Samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar var annar tveggja þeirra sem greindist smitaður í Hirtshals með gamalt smit og því ekki veikur eða smitandi. Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir leiðréttingu vegna þessa og að smituðum muni því fækka um einn á Austurlandi þegar nýjar tölur berast á morgun.
25.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 25. mars

Vegna fjölda smita sem greinst hafa á landinu síðustu vikur hafa sóttvarnareglur sem kunnugt er verið stórhertar með reglugerð heilbrigðisráðherra frá í gær. Tóku þær gildi á miðnætti og gilda til 15. apríl. Þær má sjá hér.
24.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 24. mars

Tíu COVID smit eru á Austurlandi, öll í skipi við bryggju á Reyðarfirði í Mjóeyrarhöfn. Aðgerðastjórn metur ekki yfirvofandi hættu af dreifingu smita frá skipinu. Ríksstjórnin hefur tilkynnt mjög hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar aukningar innanlandssmita síðustu daga.
24.03.2021

Hákon Hansson hlýtur Landstólpan

Hákon Hansson, dýralæknir og fyrrverandi oddviti á Breiðdalsvík, var á mánudag heiðraður af Byggðastofnun þegar hann hlaut Landstólpann, samfélagsviðurkenningu stofnunarinnar. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hópi, fyrir viðvarandi starf eða framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
23.03.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 23. mars

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid-19 við komu skipsins til Reyðarfjarðar laugardaginn 20. mars síðastliðinn. Enginn skipverja reyndist alvarlega veikur. Sjö af tíu sem greindust með Covid við komu skipsins, höfðu einkenni veirunnar en þrír ekki. Í gær voru tekin frekari sýni af þeim níu sem ekki voru með Covid við komuna. Niðurstöður berast væntanlega seint í dag eða kvöld.