Fara í efni

Fréttir

07.02.2021

Loðnu landað við hafnir Fjarðabyggðar

Að undanförnu hefur talsverðu magni af loðnu verið landað við hafnir Fjarðabyggðar. Er um að ræða fyrstu loðnuna sem kemur að landi í þrjú ár.
06.02.2021

Styrkir til menningarmála 2021

Menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til mennignarmála fyrir fjárhagsárið 2021. Markmið menningarstyrkja er að styðja við og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.
05.02.2021

Framkvæmdum að ljúka við nýja bryggju á Eskfirði

Á Eskifirði hefur að undanförnu staðið yfir vinna við að reka niður staura fyrir nýja bryggju við Frystihús Eskju. Þessum framkvæmdum er nú að ljúka og er íbúum sendar þakkir fyrir þolinmæðina á meðan á þessum framkvæmdum hefur staðið.
04.02.2021

Auglýsinga- og samstarfsamningur við Blakdeild Þróttar

Á dögunum var ritað undir auglýsinga- og samstarfssamning við Blakdeild Þróttar sem bæjarráð samþykkti á síðasta ári að gera við félagið. Samningurinn felur í sér að meistarflokkar Þróttar í karla- og kvennaflokki, auk 2. flokks karla og kvenna munu kenna sig við Fjarðabyggð og kynna nafn og merki sveitarfélagsins með ýmsum hætti í sinni starfsemi.
02.02.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 2. febrúar

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Bólusetning Austlendinga verður fram haldið þessa vikuna á vegum HSA og nú eru 170 íbúar fullbólusettir. Gangi áætlanir eftir munu í vikulokin auk þess 265 hafa fengið fyrri sprautu af tveimur. Þá verða 435 íbúar ýmist fullbólusettir eða byrjarði bólusetningu. Það er um 4% íbúa fjórðungsins.
31.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 29. janúar 2020

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Miðað við smitstöðu erlendis erum við hér á landi nú í góðri stöðu. Henni höldum við með því að gæta ítrustu varfærni sem fyrr. Þannig munum við auk þess komast nokkuð áleiðis í átt að enn meira frjálsræði í leik og starfi, íþróttaiðkun hvers konar þar á meðal. Kynnum okkur leiðbeinandi reglur er um slíka þjálfun gilda en fylgjum umfram allt reglunum góðu um fjarlægðarmörk og grímunotkun sem og leiðbeiningum um handþvott og sprittnotkun. Gætum að okkur og njótum á sama tíma þess góða árangurs sem náðst hefur.
28.01.2021

Tafir á sorphirðu vegna snjóþunga

Tafir hafa orðið á sorphirðu vegna snjóþunga undanfarna daga. Sorp verður þess vegna tekið í Neskaupstað á morgun 29.1. og á Fáskrúðsfirði laugardaginn 30.1. Íbúar eru beðnir að huga að því að hreins snjó vel frá sorpílátum og gera aðgengi að þeim greitt.
28.01.2021

Snjósöfnun á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Mikil snjór hefur safnast fyrir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar að undanförnu. Vel er fylgst með stöðunni í vegna þessa og unnið hefur verið að því að moka í burtu snjónum, eins og hægt er. Að gefnu tilefni viljum við þó biðja foreldra og forráðamenn að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega í kringum höllinna meðan þetta ástand varir og að stranglega bannað er að fara upp á þak hallarinnar.
28.01.2021

Álagning fasteignagjalda 2021

Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjarðabyggð 2021 hafa verið birtir á vefsíðunni island.is og á Íbúagátt Fjarðabyggðar. Álagningarseðlar eru ekki sendir í pósti. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum net- eða heimabanka. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum með því að hafa samband í síma 470-9000 eða í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is
26.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 27. janúar 2020

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á að enn er ástandið afar viðkvæmt með vísan til vaxtar faraldursins erlendis. Smit geta hæglega borist hingað eins og dæmin sanna. Mikilvægt er að við gætum ávallt að okkar, sér í lagi í samskiptum við þá sem við ekki þekkjum eða umgöngumst reglulega. Höldum fjarlægð, notum grímu og munum handþvottinn og sprittið. Við fórum einbeitt og stóisk móti þeim óvænta stormi sem skall á fyrir rétt um ári síðan. Þannig munum við líka komast út úr honum í sameiningu og sameinuð sem fyrr.
26.01.2021

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Undanfarið hefur mikið snjóað í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Síðan um helgina hefur verið unnið að snjómokstri í byggðakjörnunum, en mikið magn af snjó hefur gert þá vinnu erfiða og flókna. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að vetrarþjónusta Fjarðabyggðar byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust og kynntar á heimasíðu.
25.01.2021

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum - Ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum. Nokkur flóð hafa fallið utan byggðar sl. sólarhring á Eskfirði og í Reyðarfirði eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Oddsskarðsvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Rétt er að árétta að ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð, en vel er fylgst með aðstæðum. Sjá tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
21.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 21. janúar 2020

Þrír þeirra fimm sem voru í einangrun vegna COVID smits á Austurlandi eru nú útskrifaðir. Gert er ráð fyrir að hinir tveir útskrifist einhvern næstu daga. Við virðumst því vera að komast yfir þennan smáskafl sem myndaðist fyrir rétt um hálfum mánuði síðan í kjölfar smits á landamærum. Miklu hefur ráðið að leiðbeiningum um hegðun í einangrun hefur verið fylgt í hvívetna. Þannig böslum við þetta enda saman hér eftir sem hingað til og tryggjum eftir bestu getu að enginn hrasi á leiðinni.
19.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 19. janúar 2020

Fimm eru enn með virk COVID smit á Austurlandi, allt landamærasmit. Allir eru þeir í einangrun en við ágæta heilsu. Vonir standa til að einhverjir þeirra verði útskrifaðir fljótlega.
19.01.2021

Heimsókn Umhverfisráðherra til Fjarðabyggðar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra heimsótti Fjarðabyggð í síðustu viku og kynnti sér m.a. ofanflóðamannvirki í sveitarfélaginu og þau svæði sem eftir á að verja. Með ráðherra í för voru fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Ofanflóðasjóði og Framkvæmdasýslu ríkisins auk Jóns Björns Hákonarsonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fulltrúum úr bæjarráði og eigna-skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar.
18.01.2021

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði

Á Eskifirði stendur nú yfir vinna við að reka niður staura fyrir nýja bryggju við Frystihús Eskju. Meðan á framkvæmdum stendur getur orðið einhver hljóðmengun frá framkvæmdasvæðinu, á virkum dögum milli 07:00 – 21:00 og um helgar frá 10:00 – 19:00. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið 11. febrúar. Eins er bent á að öll óviðkomandi umferð um vinnusvæðið er óheimil. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
15.01.2021

Eskifjörður: Ekki ástæða til aðgerða vegna úrkomu

//English below////Polski poniżej// Ekki er gert ráð fyrir jafn mikilli úrkomu á Eskifirði á morgun, laugardag, og spár gerðu ráð fyrir í gær. Vel er fylgst með hlíðinni ofan Eskifjarðar og mælar Veðurstofu þar uppi. Engar hreyfingar hafa verið greindar sem gefa tilefni til ráðstafana. Rannsóknir standa þó enn yfir til að kanna betur og meta ástæður sprungumyndunar í Oddskarðsvegi. Þar sem sprungumyndun í Oddskarðsvegi og rýming í kjölfarið þann 18. desember síðastliðinn hefur vakið ugg í huga margra íbúa á Eskifirði er athygli vakin á upplýsingum um þjónustu sem er til reiðu í þjónustumiðstöð í Herðubreið á Seyðisfirði í síma 839 9931, netfangið sey@logreglan.is eða hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.
15.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 15. janúar 2020 - COVID

Fimm eru enn með greind COVID smit á Austurlandi. Athygli íbúa er vakin á rýmkuðum sóttvarnaraðgerðum er lúta meðal annars að skíðaiðkun. Leiðbeiningar til íbúa fyrir skíðasvæði á Austurlandi eru komnar á heimasíður sveitarfélaganna tveggja, Fjarðabyggðar og Múlaþings. Skíðafólk sérstaklega er hvatt til að kynna sér þær og fylgja í hvívetna. Með því gerum við okkar til að koma í veg fyrir að mögulegt smit berist á milli og þarf ekki að tíunda. Þannig munum við og smátt og smátt sjá meira til sólar í öllu okkar daglega amstri ekki síður en í íþróttaiðkun og tómstundastarfi.
15.01.2021

Fyrsti opnunardagur í Oddsskarði með takmörkunum

Skíðasvæðið í Oddsskarði verður opnað í fyrsta skipti í vetur í dag föstudaginn 15.janúar. Opið verður frá kl.16:00 – 20:00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.oddsskard.is. Takmarkanir eru þó á opnun svæðisins um þessar mundir vegna sóttvarna sem notendur eru beðnir að kynna sér vel.
15.01.2021

Rigningarspá aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi

Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á laugardag, en þá dregur úr úrkomuákefð. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar verður um 50-100 m.
14.01.2021

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar býður fram aðstoð vegna andlegra áhrifa náttúrhamfara og hættuástands

Náttúruhamfarir og hættuástand undanfarinna vikna í Múlaþingi og hér í Fjarðabyggð hafa eðlilega haft veruleg áhrif á okkur öll. Það er við því að búast að einhverji þurfi á aðstoð að halda, upplifi kvíða eða finni fyrir öðrum áhrifum sem eru fylgifiskar ástands sem þessa.
13.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 13. janúar 2020

Nú eru fimm einstaklingar með virkt COVID-19 smit á Austurlandi, í öllum tilvikum svokallað landamærasmit.
12.01.2021

Ritað undir verksamning vegna vinnu við uppsteypun á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði

Í dag var ritað undir samning við Launafl EHF um uppsteypun og grunnlagnavinnu við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði.
11.01.2021

Staða mála við Oddsskarðsveg – Vegurinn verður opnaður í þessari viku

Frá því um miðjan desember hefur vel verið fylgst með stöðu mála við Oddsskarðsveg ofan Eskifjarðar, vegna jarðsigs sem myndaðist í veginum í miklum rigningum. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 18. desember, en nú hefur verið ákveðið í samráði við Vegagerðina og Veðurstofuna að opna hann að nýju enda hafa litlar sem engar hreyfingar mælst á svæðinu frá því 19. desember.
11.01.2021

Söfnun jólatrjáa 11.1 - 16.1. 2021

Starfsmenn þjónustumiðstöðva munu fara um bæjarfélagið í þessari viku og týna upp jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk. Íbúar, þeir sem það vilja, eru beðnir um að setja tré á áberandi stað við lóðamörk.
11.01.2021

Sorphirða á Eskifirði í dag

Vegna bilunar í sorpbíl hjá Íslenska Gámafélaginu verður aðeins tekið sorp úr grænutunnuni á Eskfirði í dag, en ekki þeirri brúnu. Brúna tunnan verður tekin um leið og viðgerð lýkur.
10.01.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. janúar

Tveir íbúar Austurlands hafa greinst með COVID landamærasmit og því fjórir nú smitaðir í fjórðungnum. Viðkomandi eru allir í einangrun á heimilum sínum og njóta eftirlits og eftirfylgdar COVID deildar Landspítala og HSA. Áréttað er að þau fjögur smit sem nú eru í fjórðungnum eru svokölluð landamærasmit. Í því felst að grunur um önnur smit á svæðinu vegna þessara smita eru ekki til staðar að svo komnu.
10.01.2021

Fóðurprammi sökk við Gripalda í Reyðarfirði

Töluvert af sjó komst í fóðurpramma Laxa EHF við Gripalda í Reyðarfirði í gærkvöldi, sem olli því að pramminn sökk síðar í nótt. Varðskipið Þór er á staðnum, og hefur verið unnið að því að tryggja mengunarvarnir á svæðinu.
08.01.2021

Vonsku veður í nótt og á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt (9. janúar) og gildir til klukkan 18:00 þann 9. janúar.
07.01.2021

Lokað í Stefánslaug frá kl. 10

Vegna vinnu við fjarvarmaveitu í Neskaupstað þarf að loka Stefánslaug frá kl. 10:00 í dag og fram eftir degi. Ekki liggur ljóst fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag, en það verður tilkynnt þegar það liggur fyrir.