15.01.2021
//English below////Polski poniżej// Ekki er gert ráð fyrir jafn mikilli úrkomu á Eskifirði á morgun, laugardag, og spár gerðu ráð fyrir í gær. Vel er fylgst með hlíðinni ofan Eskifjarðar og mælar Veðurstofu þar uppi. Engar hreyfingar hafa verið greindar sem gefa tilefni til ráðstafana. Rannsóknir standa þó enn yfir til að kanna betur og meta ástæður sprungumyndunar í Oddskarðsvegi. Þar sem sprungumyndun í Oddskarðsvegi og rýming í kjölfarið þann 18. desember síðastliðinn hefur vakið ugg í huga margra íbúa á Eskifirði er athygli vakin á upplýsingum um þjónustu sem er til reiðu í þjónustumiðstöð í Herðubreið á Seyðisfirði í síma 839 9931, netfangið sey@logreglan.is eða hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.