Fara í efni

Fréttir

05.03.2021

Lengdur opnunartímí í Sundlaug Eskifjarðar um helgina

Í tilefni af Austurland Freeride Festival sem fram fer í Fjarðabyggð um helgina hefur verið ákveðið að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Eskifirði. Um helgina verður því opið sem hér segir: Föstudagur 5. mars: 06:00 – 20:00 Laugardagur 6. mars: 11:00 – 18:00 Sunnudagur 7. mars: 11:00 – 18:00
03.03.2021

Fjarðabyggð tilkynnt um breytingar á rekstri hjúkrunarheimila

Á fundi Fjarðabyggðar með heilbrigðisráðuneytinu í morgun var tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) taki við rekstri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl nk.
03.03.2021

Líf og fjör á Eskifjarðarhöfn

Það var mikið um að vera á Eskifjarðarhöfn í morgun, og má með sanni segja að höfnin hafi iðað af lífi. Á myndinni hér til hliðar má sjá tvo álhraðbáta sem verið er að skipa upp. Bátarnir eru í eigu Laxa Fiskeldis EHF og verða notaðir til að ferja starfsfólk til vinnu á sjóakvíum fyrirtækisins. Þessi sami bátur kom einnig með fóður fyrir fyrirtækið. Á myndinni má einnig sjá mjölflutningaskip sem er að skipa út mjöli frá Eskju.
27.02.2021

Frestur fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19 framlengdur til 15. apríl

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum til 15. apríl. Markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. ægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn.
24.02.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 23.2.2020

Gott ástand er í samfélaginu, nær engin ný smit að greinast. Veiran er þó enn til staðar að mati okkar færustu sérfræðinga. Bólusetningar ganga vel og tilslakanir innanlands taka gildi á morgun samkvæmt nýrri reglugerð. Hana má finna með því að smella hér.
24.02.2021

Launamunur kynja lækkar á milli ára hjá Fjarðabyggð

Niðurstöður jafnlaunagreiningar hjá Fjarðabyggð sýna að óútskýrður launamunur heildarlauna er 0,55% körlum í vil og er því í samræmi við jafnlaunamarkmið sveitarfélagsins. Þetta er lækkun frá því í fyrra en þá mældist óútskýrður kynbundin launamunur 1,4% konum í vil.
22.02.2021

Hafnarbraut í Neskaupstað lokuð næstu daga

Vegna vinnu við Ofanflóðavarnir við Akurlæk í Neskaupstað þarf að loka Hafnarbraut innan við Olís. Í stað þess er umferð beint um Urðarteig/Hlíðargötu. Gert er ráð fyrir að vinnu á svæðinu ljúki á fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
21.02.2021

Slökkvistarfi að ljúka á athafnasvæði Hringrásar

Slökkvistarfi á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði er nú að ljúka, en tylkynnt var um eld á svæðinu rétt fyrir klukkan 12 í dag.
21.02.2021

Eldur á athafnasvæði Hringrásar á Reyðarfirði

Eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar vinnur að slökkvistarfi. Nokkurn reyk leggur frá svæðinu yfir byggðina á Reyðarfirði og eru íbúar beðnir um að hafa glugga á húsum sínum lokaða á meðan það stendur. Eins er fólk beðið um að vera ekki á ferð á svæðinu við Hjallaleiru að óþörfu á meðan unnið er að slökkvistarfi.
19.02.2021

Rafrænar undirritanir teknar í notkun

Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að efla rafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins og samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum í gær að fundargerðir allra nefnda og bæjarstjórnar sveitarfélagsins yrðu undirritaðar með rafrænum hætti.
16.02.2021

Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund í Fjarðabyggð

Sundlaugar Fjarðabyggðar taka þátt í að gefa aukaskammt af G-vítamíni þann 17. febrúar og bjóða þann dag frítt í sund. Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er "Hreyfðu þig daglega". Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
16.02.2021

Rafmagnsleysi á Reyðarfirði á svæðum austan Fjarðabyggðarhallar 17.2.

Rafmagnslaust verður á Reyðarfirði að hluta austan-megin við Fjarðabyggðarhöllina 17.02.2021 frá kl 10:00 til kl 17:00 v/ færslu strengja við nýtt íþróttahús. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
16.02.2021

Færslu stofnlagnar á Eskifirði er lokið

Færslu á stofnlögn hitaveitunnar á Eskifirði er lokið, og heitt vatn ætti að vera komið á nýjan leik. Ef einhver vandræði eru enn til staðar hjá notendum er hægt að hafa samband í síma 470 - 9000 og fá samband veitusvið Fjarðabyggðar.
12.02.2021

Opnað fyrir umsóknir um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.
11.02.2021

Verðlagskönnun ASÍ á þjónustu við grunnskólabörn

Alþýðusamband Íslands birti á dögunum niðurstöður úr verðlagskönnun sambandsins á þjónustu við grunnskólabörn. Í könnuninni eru borin saman gjöldium fyrir skóladagvistun og skólamat í 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Fjarðabyggð er eina sveitarfélagið, sem tekið er út í könnuninni, þar sem heildarkostnaður fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat lækkar á milli ára og nemur lækkunin um 10%.
11.02.2021

Forstöðumaður og verkefnastjóri ráðin til starfa við rannsóknarsetur HÍ á Breiðdalsvík

Tobias Björn Weisenberger hefur verið ráðinn forstöðumaður nýstofnaðs rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Þá hefur María Helga Guðmundsdóttir verið ráðinn verkefnisstjóri við setrið.
09.02.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 9. febrúar

Ekkert virkt COVID smit er á Austurlandi. Öskudagurinn 17. febrúar nálgast og eðlilega eru miklar væntingar barna honum tengdar. Sóttvarnayfirvöld eru meðvituð og hvetja til þess sem þau kalla Öðruvísi öskudag og má lesa um á Covid.is á hlekknum; https://assets-global.website-files.com/.../60226e3f7c643...
09.02.2021

Samningur við Hrafnshól og Nýjatún um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku rammasamning við byggingafyrirtækin Hrafnshól og Nýjatún um mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð á næstu fimm árum.
07.02.2021

Loðnu landað við hafnir Fjarðabyggðar

Að undanförnu hefur talsverðu magni af loðnu verið landað við hafnir Fjarðabyggðar. Er um að ræða fyrstu loðnuna sem kemur að landi í þrjú ár.
06.02.2021

Styrkir til menningarmála 2021

Menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til mennignarmála fyrir fjárhagsárið 2021. Markmið menningarstyrkja er að styðja við og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.
05.02.2021

Framkvæmdum að ljúka við nýja bryggju á Eskfirði

Á Eskifirði hefur að undanförnu staðið yfir vinna við að reka niður staura fyrir nýja bryggju við Frystihús Eskju. Þessum framkvæmdum er nú að ljúka og er íbúum sendar þakkir fyrir þolinmæðina á meðan á þessum framkvæmdum hefur staðið.
04.02.2021

Auglýsinga- og samstarfsamningur við Blakdeild Þróttar

Á dögunum var ritað undir auglýsinga- og samstarfssamning við Blakdeild Þróttar sem bæjarráð samþykkti á síðasta ári að gera við félagið. Samningurinn felur í sér að meistarflokkar Þróttar í karla- og kvennaflokki, auk 2. flokks karla og kvenna munu kenna sig við Fjarðabyggð og kynna nafn og merki sveitarfélagsins með ýmsum hætti í sinni starfsemi.
02.02.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 2. febrúar

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Bólusetning Austlendinga verður fram haldið þessa vikuna á vegum HSA og nú eru 170 íbúar fullbólusettir. Gangi áætlanir eftir munu í vikulokin auk þess 265 hafa fengið fyrri sprautu af tveimur. Þá verða 435 íbúar ýmist fullbólusettir eða byrjarði bólusetningu. Það er um 4% íbúa fjórðungsins.
31.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 29. janúar 2020

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Miðað við smitstöðu erlendis erum við hér á landi nú í góðri stöðu. Henni höldum við með því að gæta ítrustu varfærni sem fyrr. Þannig munum við auk þess komast nokkuð áleiðis í átt að enn meira frjálsræði í leik og starfi, íþróttaiðkun hvers konar þar á meðal. Kynnum okkur leiðbeinandi reglur er um slíka þjálfun gilda en fylgjum umfram allt reglunum góðu um fjarlægðarmörk og grímunotkun sem og leiðbeiningum um handþvott og sprittnotkun. Gætum að okkur og njótum á sama tíma þess góða árangurs sem náðst hefur.
28.01.2021

Tafir á sorphirðu vegna snjóþunga

Tafir hafa orðið á sorphirðu vegna snjóþunga undanfarna daga. Sorp verður þess vegna tekið í Neskaupstað á morgun 29.1. og á Fáskrúðsfirði laugardaginn 30.1. Íbúar eru beðnir að huga að því að hreins snjó vel frá sorpílátum og gera aðgengi að þeim greitt.
28.01.2021

Snjósöfnun á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Mikil snjór hefur safnast fyrir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar að undanförnu. Vel er fylgst með stöðunni í vegna þessa og unnið hefur verið að því að moka í burtu snjónum, eins og hægt er. Að gefnu tilefni viljum við þó biðja foreldra og forráðamenn að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega í kringum höllinna meðan þetta ástand varir og að stranglega bannað er að fara upp á þak hallarinnar.
28.01.2021

Álagning fasteignagjalda 2021

Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjarðabyggð 2021 hafa verið birtir á vefsíðunni island.is og á Íbúagátt Fjarðabyggðar. Álagningarseðlar eru ekki sendir í pósti. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum net- eða heimabanka. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum með því að hafa samband í síma 470-9000 eða í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is
26.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 27. janúar 2020

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á að enn er ástandið afar viðkvæmt með vísan til vaxtar faraldursins erlendis. Smit geta hæglega borist hingað eins og dæmin sanna. Mikilvægt er að við gætum ávallt að okkar, sér í lagi í samskiptum við þá sem við ekki þekkjum eða umgöngumst reglulega. Höldum fjarlægð, notum grímu og munum handþvottinn og sprittið. Við fórum einbeitt og stóisk móti þeim óvænta stormi sem skall á fyrir rétt um ári síðan. Þannig munum við líka komast út úr honum í sameiningu og sameinuð sem fyrr.
26.01.2021

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Undanfarið hefur mikið snjóað í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Síðan um helgina hefur verið unnið að snjómokstri í byggðakjörnunum, en mikið magn af snjó hefur gert þá vinnu erfiða og flókna. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að vetrarþjónusta Fjarðabyggðar byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust og kynntar á heimasíðu.
25.01.2021

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum - Ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum. Nokkur flóð hafa fallið utan byggðar sl. sólarhring á Eskfirði og í Reyðarfirði eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Oddsskarðsvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Rétt er að árétta að ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð, en vel er fylgst með aðstæðum. Sjá tilkynningu á vef Veðurstofunnar.