Fara í efni
30.03.2021 Fréttir

Sigurjón Valmundsson ráðinn slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Deildu

Auglýst var eftir umsóknum um starfið þann 19. febrúar sl. og alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna:

Júlíus Albert Albertsson Slökkviliðsmaður
Gísli Þór Briem Framkvæmdastjóri
Sigurjón Valmundsson Hjúkrunarfræðingur
Þorsteinn Stefánsson Verkefnastjóri

Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Sigurjón Valmundarson. Hann uppfyllir skilyrði skv. reglugerðnr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.

Sigurjón hefur lokið BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri, diplómu sem bráðatæknir frá University of Pittsburgh, Center for Emergency Medicine, ásamt því að vera með löggildingu sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Hann hefur starfað hjá HSA sem verkefnastjóri fjarheilbrigðisþjónustu frá 2019 en þar áður starfaði hann hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir sem og faglegur stjórnandi á vettvangi. Þá hefur hann unnið að námsefnisgerð og þjálfun starfsmanna í gegnum allan feril sinn hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sem og hér .

Við bjóðum Sigurjón velkominn til starfa!