Aðrir þeirra er komu með tuttugu og fimm manna hópi Norrænu á þriðjudag eru í sóttkví þar til þeir fara í seinni sýnatöku.
Sóttvarnayfirvöld mátu í dag ástandið á landinu stöðugt og jafnvel batnandi. Með markvissum persónubundnum vörnum og vonandi fækkun smita í kjölfarið styttum við tímann þar til hægt verður að rýmka sóttvarnareglur aftur.
Með vonina að vopni og stóran skammt af gleði förum við létt í gegnum þetta saman.