Fara í efni

Fréttir

07.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 7. apríl

Sýni voru í gær tekin af þeim átján skipverjum sem eru um borð í súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Niðurstöður liggja nú fyrir. Teljast allir skipverjarnir um borð sem voru smitaðir við komu skipsins þann 20. mars nú heilir heilsu og veirufríir. Gert er ráð fyrir að sá síðasti þeirra, sá er fluttur var á Landspítala fyrir nokkru eftir að honum hafði elnað sóttin, verði útskrifaður í kvöld eða í fyrramálið. Engin smit greindust hjá þeim áhafnarmeðlimum sem ósýktir voru við komu fremur en í fyrri skimunum. Í undirbúningi er hreinsun skipsins sem telst sóttkví þar til henni lýkur. Gangi allt eftir mun henni ljúka fyrir helgi og komi ekkert óvænt uppá verður bæði skip og áhöfn þá hæf til siglingar á ný, að líkindum næstkomandi föstudag.
07.04.2021

Nýtt sorphirðudagatal fyrir Fjarðabyggð

Eins og sagt var frá í fréttum í síðustu viku tóku fyrirtækið Kubbur EHF við sorphirðu í Fjarðabyggð núna 1. apríl sl. Nýtt sorphirðudagatal hefur nú verið gert aðgengilegt og það má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér.
06.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 6. apríl

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið. Líðan skipverja af súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði heldur áfram að þróast í rétta átt. Þeir átján sem enn eru um borð fóru í sýnatöku í dag til að meta sem best stöðuna gagnvart framhaldinu. Niðurstöðu er að vænta með kvöldinu eða í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að skipið geti siglt á ný um eða eftir helgi, hlaupi engin snurða á þráðinn.
04.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 4. apríl

Líðan skipverja um borð í súrálsskipinu í Mjóeyrarhöfn þróast í rétta átt. Fjórir af þeim tíu sem smitaðir voru um borð við komu skipsins 20. mars síðastliðinn voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir einnig fljótlega. Sá tíundi sem fluttur var talsvert veikur á Landspítala 28. mars útskrifaðist fyrir 2 dögum á sóttvarnarhús í Reykjavík. Hann nýtur eftirlits starfsfólks COVID-deildar Landspítala. Skráðum einstaklingum í einangrun í fjórðungnum ætti því að óbreyttu fara nokkuð hratt fækkandi næstu daga. Þá eru líkur á að súrálsskipið geti haldið til hafs fljótlega.
03.04.2021

Söfnunar- og móttökustöðvar Fjarðabyggðar eru lokaðar laugardaginn 3. apríl

Söfnunar- og móttökustöðvar Fjarðabyggðar verða lokaðar í dag, laugardaginn 3. apríl, vegna breytingar sem verið er að vinna að á svæðunum. Eins má búast við eihverri röskun á opnunartíma og þjónustu stöðvanna í næstu viku. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
31.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 31.mars

Sextán smit eru sem fyrr skráð í fjórðungnum, öll landamærasmit. Þeir níu skipverjar súrálsskipsins sem liggur nú við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði og voru án Covid við komu skipsins til hafnar þann 20. mars síðastliðinn eru enn einkennalausir. Síðasta skimun hjá þeim var 29. mars síðastliðin og var eðlileg. Hinir smituðu um borð þykja heldur að braggast.
31.03.2021

Samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um yfirfærslu starfa á hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag var kynnt samkomulag sem náðst hefur við heilbrigðisráðuneytið um störf og réttarstöðu starfsfólks á Uppsölum og Hulduhlíð vegna yfirfærslu á starfsemi heimilanna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Bæjarstjórn samþykkti samkomulagið fyrir sitt leyti og fól bæjarstjóra undirritun þess.
31.03.2021

Sorphirða í Fjarðabyggð

Þann 1. apríl nk. munu nýjir aðila taka að sér sorphirðu og önnur verk þeim tengd í Fjarðabyggð. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fjögur fyrirtæki um ólíka hluta sorphirðu og endurvinnslu, og ritað var undir verksamninga þess efnis á dögunum.
30.03.2021

Sigurjón Valmundsson ráðinn slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Sigurjón Valmundsson hefur verið ráðinn nýr slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar. Sigurjón mun hefja störf í byrjun sumars.
30.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 30. mars

Sextán eru nú skráðir í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Í öllum tilvikum er um smit á landamærum að ræða. Tíu þessara skráninga tengjast súrálsskipi er liggur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, en þau voru áður skráð sem "óstaðsett" á covid.is. Þá tengjast fimm þeirra Norrænu frá komu hennar í síðustu viku og eitt Keflavíkurflugvelli. Að mati aðgerðastjórnar er ekki ástæða til að ætla dreifingu smita vegna þessa innan fjórðungsins.
28.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 28. mars

Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita. Einn tíu smitaðra skipverja um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Tilefni flutningsins var viss versnun einkenna á þann hátt að samkvæmt áður gerðri áætlun þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Ástand annarra smitaðra um borð telst stöðugt.
27.03.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. mars

Fimm eru nú í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmits, fjórir er komu í tuttugu og fimm manna hópi með Norrænu á þriðjudag og einn sem er nýkominn til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll. Fimm greindust upphaflega smitaðir við komu Norrænu á þriðjudag. Einn þeirra reyndist með gamalt smit og því ekki lengur í einangrun og ekki inni í COVID tölum fjórðungsins. Einn greindist í gær í sýnatöku fimm dögum eftir komu til landsins með flugi. Hann var eins og reglur kveða á um í sóttkví og því ekki ástæða til að óttast dreifingu smits frá viðkomandi út í samfélagið. Smitin eru því enn fimm, allt landamærasmit.
26.03.2021

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2020 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 25. mars 2020 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2020. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti að vísa ársreikningnum til síðari umræðu og er áformað er að hún verði þann 15. apríl næstkomandi. Ársreikninginn má finna hér.
26.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 26. mars

Fimm voru greindir með COVID smit á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Þeir voru hluti af tuttugu og fimm manna hóp þar sem tveir greindust smitaðir við komu um borð í Norrænu í Hirtshals. Þrír bættust í hóp smitaðra við komu. Allir hafa þeir verið í einangrun síðan og ekki talin hætta á að smit berist í samfélagið. Samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar var annar tveggja þeirra sem greindist smitaður í Hirtshals með gamalt smit og því ekki veikur eða smitandi. Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir leiðréttingu vegna þessa og að smituðum muni því fækka um einn á Austurlandi þegar nýjar tölur berast á morgun.
25.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 25. mars

Vegna fjölda smita sem greinst hafa á landinu síðustu vikur hafa sóttvarnareglur sem kunnugt er verið stórhertar með reglugerð heilbrigðisráðherra frá í gær. Tóku þær gildi á miðnætti og gilda til 15. apríl. Þær má sjá hér.
24.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 24. mars

Tíu COVID smit eru á Austurlandi, öll í skipi við bryggju á Reyðarfirði í Mjóeyrarhöfn. Aðgerðastjórn metur ekki yfirvofandi hættu af dreifingu smita frá skipinu. Ríksstjórnin hefur tilkynnt mjög hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar aukningar innanlandssmita síðustu daga.
24.03.2021

Hákon Hansson hlýtur Landstólpan

Hákon Hansson, dýralæknir og fyrrverandi oddviti á Breiðdalsvík, var á mánudag heiðraður af Byggðastofnun þegar hann hlaut Landstólpann, samfélagsviðurkenningu stofnunarinnar. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hópi, fyrir viðvarandi starf eða framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
23.03.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 23. mars

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid-19 við komu skipsins til Reyðarfjarðar laugardaginn 20. mars síðastliðinn. Enginn skipverja reyndist alvarlega veikur. Sjö af tíu sem greindust með Covid við komu skipsins, höfðu einkenni veirunnar en þrír ekki. Í gær voru tekin frekari sýni af þeim níu sem ekki voru með Covid við komuna. Niðurstöður berast væntanlega seint í dag eða kvöld.
21.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 21. mars.

Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn. Skipstjóri gerði fyrir komu skipsins grein fyrir að sjö manns í áhöfn væru veikir. Að fenginni einkennalýsingu og öðrum faraldursfræðilegum þáttum var ákveðið að taka sýni úr allri áhöfninni, sem náðist undir kvöld í gær. Af nítján skipverjum reyndust tíu vera með Covid-19. Aðgerðastjórn og umdæmislæknir sóttvarna í samvinnu við umboðsmann útgerðarinnar og skipstjórann hafa gefið leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir um borð. Læknisfræðilegt eftirlit með skipverjunum verður unnið samkvæmt fyrirliggjandi vinnureglum þar um af Covid-deild Landspítala og HSA. Sýnataka og allt annað tengt þessu hefur gengið vel og aðgerðastjórn telur ekki hættu á að smitið dreifi sér. Hinir smituðu eru allir í einangrun um borð og aðrir í sóttkví. Hefur svo verið frá komu skipsins til hafnar.
19.03.2021

Mygla í norðurhluta Nesskóla

Við skoðun á sýnum sem tekin voru í norðurhluta Nesskóla kom í ljós mygla í álmunni, en hún hýsir elsta stig skólans (8. – 10. Bekk). Þegar niðurstaðan lá fyrir núna í morgun var strax brugðist við og voru allir nemendur á elsta stigi sendir heim fyrir hádegi í dag.
18.03.2021

Skemmdir unnar á mælitækjum við Oddsskarðsveg

Að undanförnu hefur það borið við að skemmdir séu unnar á mælitækjum Veðurstofu Íslands sem notuð eru til að fylgjast með hreyfingu jarðlaga við gamla Oddsskarðsveginn ofan Eskifjarðar.
18.03.2021

Fréttir af lyftumálum í Oddsskarði

Talsvert hefur verið spurt að undanförnu um stöðu mála á topplyftunni í Oddsskarði, en eitt mastur lyftunnar skemmdist mikið í óveðri í vetur og hefur lyftan þar af leiðandi verið lokuð. Unnið hefur verið að viðgerð að undanförnu en nú er ljóst að ekki verður unnt að opna lyftuna í vetur.
17.03.2021

Samningur um FabLab á Austurlandi

Í dag undirrituðu Verkmenntaskóli Austurlands og Fjarðabyggð undir samning við annars vegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hins vegar mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur Fab Lab Austurland.
16.03.2021

Yfirlýsing frá Velferðarnefnd Alþingis vegna færslu á rekstri hjúkrunarheimilanna

Velferðarnefnd Alþingis sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna færslu á rekstri hjúkrunarheimila frá sveitarfélögunum til ríkisins. Yfirlýsingin var samþykkt samhljóða af öllum nefndarmönnum. Í yfirlýsingunni lýsir velferðarnarnefnd yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp vegna yfirfærslunnar og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um atvinnu starfsmanna, réttindi þeirra og kjör. Fjarðabyggð fagnar þessari yfirlýsingu velferðarnefndar, og tekur heilshugar undir áhyggjur hennar af þeirri stöðu sem uppi er í málinu.
16.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 17. mars

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Bólusetning gengur vel og samkvæmt áætlun. Hægt er að skoða fjölda bólusettra á Covid.is, en þar má einnig sjá áhugaverðar tölur um hlutfall bólusettra eftir landsvæðum, aldri og fleira. Hlutfall innan og milli svæða getur verið breytilegt eftir tímabilum en markmiðið er að reyna að stýra bólusetningafjölda sem best og jafnast. Tölulegar upplýsingar bóluefni (covid.is)
12.03.2021

Athugasemd við athugasemd!

Vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins sem birtar voru á vef Stjórnarráðsins í gær vilja bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri.
11.03.2021

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um málefni hjúkrunarheimilanna

Bæjarráð Fjarðabyggðar fundaði í dag og ræddi málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Á fundinum samþykkti bæjarráð eftirfarandi bókun:
11.03.2021

Fjarðabyggð verður barnvænt sveitarfélag

Í gær var það tilkynnt að Fjarðabyggð mun taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Verkefnið Barnvæn sveitarfélög miðar að því að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.
10.03.2021

Stytting vinnuvikunar hjá Fjarðabyggð

Eins og flestir vita var samið um styttingu vinnuvikunnar og betri vinnutíma fyrir ýmsa hópa dag- og vaktavinnufólk í síðustu kjarasamningum. Stytting dagvinnutíma tók gildi 1. janúar 2021 og breyting á vaktafyrirkomulagi og stytting vinnutíma í vaktavinnu mun taka gildi þann 1. maí n.k. og er nú unnið að útfærslu á því fyrirkomulagi.
05.03.2021

Austurland Freeride Festival hefst um helgina

Austurland Freeride Festival er ný fjallaskíða- og brettahátíð sem haldin verður í annað sinn í Fjarðabyggð um helgina. Áhersla er lögð á að njóta náttúrunnar í Fjarðabyggð undir leiðsögn vanra, staðkunnra fjallamanna.