Fara í efni

Fréttir

21.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 21. mars.

Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn. Skipstjóri gerði fyrir komu skipsins grein fyrir að sjö manns í áhöfn væru veikir. Að fenginni einkennalýsingu og öðrum faraldursfræðilegum þáttum var ákveðið að taka sýni úr allri áhöfninni, sem náðist undir kvöld í gær. Af nítján skipverjum reyndust tíu vera með Covid-19. Aðgerðastjórn og umdæmislæknir sóttvarna í samvinnu við umboðsmann útgerðarinnar og skipstjórann hafa gefið leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir um borð. Læknisfræðilegt eftirlit með skipverjunum verður unnið samkvæmt fyrirliggjandi vinnureglum þar um af Covid-deild Landspítala og HSA. Sýnataka og allt annað tengt þessu hefur gengið vel og aðgerðastjórn telur ekki hættu á að smitið dreifi sér. Hinir smituðu eru allir í einangrun um borð og aðrir í sóttkví. Hefur svo verið frá komu skipsins til hafnar.
19.03.2021

Mygla í norðurhluta Nesskóla

Við skoðun á sýnum sem tekin voru í norðurhluta Nesskóla kom í ljós mygla í álmunni, en hún hýsir elsta stig skólans (8. – 10. Bekk). Þegar niðurstaðan lá fyrir núna í morgun var strax brugðist við og voru allir nemendur á elsta stigi sendir heim fyrir hádegi í dag.
18.03.2021

Skemmdir unnar á mælitækjum við Oddsskarðsveg

Að undanförnu hefur það borið við að skemmdir séu unnar á mælitækjum Veðurstofu Íslands sem notuð eru til að fylgjast með hreyfingu jarðlaga við gamla Oddsskarðsveginn ofan Eskifjarðar.
18.03.2021

Fréttir af lyftumálum í Oddsskarði

Talsvert hefur verið spurt að undanförnu um stöðu mála á topplyftunni í Oddsskarði, en eitt mastur lyftunnar skemmdist mikið í óveðri í vetur og hefur lyftan þar af leiðandi verið lokuð. Unnið hefur verið að viðgerð að undanförnu en nú er ljóst að ekki verður unnt að opna lyftuna í vetur.
17.03.2021

Samningur um FabLab á Austurlandi

Í dag undirrituðu Verkmenntaskóli Austurlands og Fjarðabyggð undir samning við annars vegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hins vegar mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur Fab Lab Austurland.
16.03.2021

Yfirlýsing frá Velferðarnefnd Alþingis vegna færslu á rekstri hjúkrunarheimilanna

Velferðarnefnd Alþingis sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna færslu á rekstri hjúkrunarheimila frá sveitarfélögunum til ríkisins. Yfirlýsingin var samþykkt samhljóða af öllum nefndarmönnum. Í yfirlýsingunni lýsir velferðarnarnefnd yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp vegna yfirfærslunnar og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um atvinnu starfsmanna, réttindi þeirra og kjör. Fjarðabyggð fagnar þessari yfirlýsingu velferðarnefndar, og tekur heilshugar undir áhyggjur hennar af þeirri stöðu sem uppi er í málinu.
16.03.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 17. mars

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Bólusetning gengur vel og samkvæmt áætlun. Hægt er að skoða fjölda bólusettra á Covid.is, en þar má einnig sjá áhugaverðar tölur um hlutfall bólusettra eftir landsvæðum, aldri og fleira. Hlutfall innan og milli svæða getur verið breytilegt eftir tímabilum en markmiðið er að reyna að stýra bólusetningafjölda sem best og jafnast. Tölulegar upplýsingar bóluefni (covid.is)
12.03.2021

Athugasemd við athugasemd!

Vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins sem birtar voru á vef Stjórnarráðsins í gær vilja bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri.
11.03.2021

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um málefni hjúkrunarheimilanna

Bæjarráð Fjarðabyggðar fundaði í dag og ræddi málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Á fundinum samþykkti bæjarráð eftirfarandi bókun:
11.03.2021

Fjarðabyggð verður barnvænt sveitarfélag

Í gær var það tilkynnt að Fjarðabyggð mun taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Verkefnið Barnvæn sveitarfélög miðar að því að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.
10.03.2021

Stytting vinnuvikunar hjá Fjarðabyggð

Eins og flestir vita var samið um styttingu vinnuvikunnar og betri vinnutíma fyrir ýmsa hópa dag- og vaktavinnufólk í síðustu kjarasamningum. Stytting dagvinnutíma tók gildi 1. janúar 2021 og breyting á vaktafyrirkomulagi og stytting vinnutíma í vaktavinnu mun taka gildi þann 1. maí n.k. og er nú unnið að útfærslu á því fyrirkomulagi.
05.03.2021

Austurland Freeride Festival hefst um helgina

Austurland Freeride Festival er ný fjallaskíða- og brettahátíð sem haldin verður í annað sinn í Fjarðabyggð um helgina. Áhersla er lögð á að njóta náttúrunnar í Fjarðabyggð undir leiðsögn vanra, staðkunnra fjallamanna.
05.03.2021

Lengdur opnunartímí í Sundlaug Eskifjarðar um helgina

Í tilefni af Austurland Freeride Festival sem fram fer í Fjarðabyggð um helgina hefur verið ákveðið að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Eskifirði. Um helgina verður því opið sem hér segir: Föstudagur 5. mars: 06:00 – 20:00 Laugardagur 6. mars: 11:00 – 18:00 Sunnudagur 7. mars: 11:00 – 18:00
03.03.2021

Fjarðabyggð tilkynnt um breytingar á rekstri hjúkrunarheimila

Á fundi Fjarðabyggðar með heilbrigðisráðuneytinu í morgun var tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) taki við rekstri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl nk.
03.03.2021

Líf og fjör á Eskifjarðarhöfn

Það var mikið um að vera á Eskifjarðarhöfn í morgun, og má með sanni segja að höfnin hafi iðað af lífi. Á myndinni hér til hliðar má sjá tvo álhraðbáta sem verið er að skipa upp. Bátarnir eru í eigu Laxa Fiskeldis EHF og verða notaðir til að ferja starfsfólk til vinnu á sjóakvíum fyrirtækisins. Þessi sami bátur kom einnig með fóður fyrir fyrirtækið. Á myndinni má einnig sjá mjölflutningaskip sem er að skipa út mjöli frá Eskju.
27.02.2021

Frestur fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19 framlengdur til 15. apríl

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum til 15. apríl. Markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. ægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn.
24.02.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 23.2.2020

Gott ástand er í samfélaginu, nær engin ný smit að greinast. Veiran er þó enn til staðar að mati okkar færustu sérfræðinga. Bólusetningar ganga vel og tilslakanir innanlands taka gildi á morgun samkvæmt nýrri reglugerð. Hana má finna með því að smella hér.
24.02.2021

Launamunur kynja lækkar á milli ára hjá Fjarðabyggð

Niðurstöður jafnlaunagreiningar hjá Fjarðabyggð sýna að óútskýrður launamunur heildarlauna er 0,55% körlum í vil og er því í samræmi við jafnlaunamarkmið sveitarfélagsins. Þetta er lækkun frá því í fyrra en þá mældist óútskýrður kynbundin launamunur 1,4% konum í vil.
22.02.2021

Hafnarbraut í Neskaupstað lokuð næstu daga

Vegna vinnu við Ofanflóðavarnir við Akurlæk í Neskaupstað þarf að loka Hafnarbraut innan við Olís. Í stað þess er umferð beint um Urðarteig/Hlíðargötu. Gert er ráð fyrir að vinnu á svæðinu ljúki á fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
21.02.2021

Slökkvistarfi að ljúka á athafnasvæði Hringrásar

Slökkvistarfi á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði er nú að ljúka, en tylkynnt var um eld á svæðinu rétt fyrir klukkan 12 í dag.
21.02.2021

Eldur á athafnasvæði Hringrásar á Reyðarfirði

Eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar vinnur að slökkvistarfi. Nokkurn reyk leggur frá svæðinu yfir byggðina á Reyðarfirði og eru íbúar beðnir um að hafa glugga á húsum sínum lokaða á meðan það stendur. Eins er fólk beðið um að vera ekki á ferð á svæðinu við Hjallaleiru að óþörfu á meðan unnið er að slökkvistarfi.
19.02.2021

Rafrænar undirritanir teknar í notkun

Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að efla rafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins og samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum í gær að fundargerðir allra nefnda og bæjarstjórnar sveitarfélagsins yrðu undirritaðar með rafrænum hætti.
16.02.2021

Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund í Fjarðabyggð

Sundlaugar Fjarðabyggðar taka þátt í að gefa aukaskammt af G-vítamíni þann 17. febrúar og bjóða þann dag frítt í sund. Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er "Hreyfðu þig daglega". Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
16.02.2021

Rafmagnsleysi á Reyðarfirði á svæðum austan Fjarðabyggðarhallar 17.2.

Rafmagnslaust verður á Reyðarfirði að hluta austan-megin við Fjarðabyggðarhöllina 17.02.2021 frá kl 10:00 til kl 17:00 v/ færslu strengja við nýtt íþróttahús. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
16.02.2021

Færslu stofnlagnar á Eskifirði er lokið

Færslu á stofnlögn hitaveitunnar á Eskifirði er lokið, og heitt vatn ætti að vera komið á nýjan leik. Ef einhver vandræði eru enn til staðar hjá notendum er hægt að hafa samband í síma 470 - 9000 og fá samband veitusvið Fjarðabyggðar.
12.02.2021

Opnað fyrir umsóknir um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.
11.02.2021

Verðlagskönnun ASÍ á þjónustu við grunnskólabörn

Alþýðusamband Íslands birti á dögunum niðurstöður úr verðlagskönnun sambandsins á þjónustu við grunnskólabörn. Í könnuninni eru borin saman gjöldium fyrir skóladagvistun og skólamat í 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Fjarðabyggð er eina sveitarfélagið, sem tekið er út í könnuninni, þar sem heildarkostnaður fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat lækkar á milli ára og nemur lækkunin um 10%.
11.02.2021

Forstöðumaður og verkefnastjóri ráðin til starfa við rannsóknarsetur HÍ á Breiðdalsvík

Tobias Björn Weisenberger hefur verið ráðinn forstöðumaður nýstofnaðs rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Þá hefur María Helga Guðmundsdóttir verið ráðinn verkefnisstjóri við setrið.
09.02.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 9. febrúar

Ekkert virkt COVID smit er á Austurlandi. Öskudagurinn 17. febrúar nálgast og eðlilega eru miklar væntingar barna honum tengdar. Sóttvarnayfirvöld eru meðvituð og hvetja til þess sem þau kalla Öðruvísi öskudag og má lesa um á Covid.is á hlekknum; https://assets-global.website-files.com/.../60226e3f7c643...
09.02.2021

Samningur við Hrafnshól og Nýjatún um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku rammasamning við byggingafyrirtækin Hrafnshól og Nýjatún um mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð á næstu fimm árum.