Með samningnum leggur Fjarðabyggð Krabbameinsfélaginu til 500 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin. Krabbameinsfélagið mun í staðinn koma að fastri árlegri fræðslu á sviði forvarna hjá starfsmönnum sveitarfélagsins, auk fleiri þátta í fræsðlu- og fornarvarnamálum.
Það voru þau Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, sem skrifuðu undir samninginn í dag.