Auglýst var eftir umsóknum um starfið þann 28. apríl sl. og alls bárust sex umsóknir um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Umsækjendur voru:
- Guðlaugur Magni Davíðsson
- Júlíus A. Albertsson
- Sigurfinnur Líndal Stefánsson
- Sævar Magnús Egilsson
- Vilberg Marinó Jónasson
Að afloknu hæfismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Sigurfinn Líndal. Hann uppfyllir skilyrði skv. reglugerð nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
Sigurfinnur hefur lokið B.S gráðu í hjúkrunarfræði, ásamt því að vera með löggildingu sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Hann hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá HSA frá 2015 og sjúkraflutningsmaður frá 2006 en áður starfaði hann sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliði Fjarðabyggðar. Þá hefur hann starfað sem trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga og slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, setið í fagráði HSA og í stjórn Rauða kross Norðfjarðar. Jafnframt hefur Sigurfinnur unnið sem leiðbeinandi í skyndihjálp og björgun fyrir Rauða krossinn.
Við bjóðum Sigurfinn velkominn til starfa!