05.01.2021
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. janúar
Enginn er með virkt COVID-19 smit á Austurlandi.Bólusetning hófst sem kunnugt er í fjórðungnum skömmu fyrir áramót þegar okkar viðkvæmustu íbúar og framlínustarfsfólk var bólusett. Þar er þó um hænuskref að ræða enn sem komið er fyrir heildina og langt í að hjarðónæmi náist. Við erum því sem samfélag jafn berskjölduð fyrir veirunni og áður. Mikilvægt er því sem fyrr að fara varlega.