Fara í efni

Fréttir

21.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 21. janúar 2020

Þrír þeirra fimm sem voru í einangrun vegna COVID smits á Austurlandi eru nú útskrifaðir. Gert er ráð fyrir að hinir tveir útskrifist einhvern næstu daga. Við virðumst því vera að komast yfir þennan smáskafl sem myndaðist fyrir rétt um hálfum mánuði síðan í kjölfar smits á landamærum. Miklu hefur ráðið að leiðbeiningum um hegðun í einangrun hefur verið fylgt í hvívetna. Þannig böslum við þetta enda saman hér eftir sem hingað til og tryggjum eftir bestu getu að enginn hrasi á leiðinni.
19.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 19. janúar 2020

Fimm eru enn með virk COVID smit á Austurlandi, allt landamærasmit. Allir eru þeir í einangrun en við ágæta heilsu. Vonir standa til að einhverjir þeirra verði útskrifaðir fljótlega.
19.01.2021

Heimsókn Umhverfisráðherra til Fjarðabyggðar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra heimsótti Fjarðabyggð í síðustu viku og kynnti sér m.a. ofanflóðamannvirki í sveitarfélaginu og þau svæði sem eftir á að verja. Með ráðherra í för voru fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Ofanflóðasjóði og Framkvæmdasýslu ríkisins auk Jóns Björns Hákonarsonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fulltrúum úr bæjarráði og eigna-skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar.
18.01.2021

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði

Á Eskifirði stendur nú yfir vinna við að reka niður staura fyrir nýja bryggju við Frystihús Eskju. Meðan á framkvæmdum stendur getur orðið einhver hljóðmengun frá framkvæmdasvæðinu, á virkum dögum milli 07:00 – 21:00 og um helgar frá 10:00 – 19:00. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið 11. febrúar. Eins er bent á að öll óviðkomandi umferð um vinnusvæðið er óheimil. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
15.01.2021

Eskifjörður: Ekki ástæða til aðgerða vegna úrkomu

//English below////Polski poniżej// Ekki er gert ráð fyrir jafn mikilli úrkomu á Eskifirði á morgun, laugardag, og spár gerðu ráð fyrir í gær. Vel er fylgst með hlíðinni ofan Eskifjarðar og mælar Veðurstofu þar uppi. Engar hreyfingar hafa verið greindar sem gefa tilefni til ráðstafana. Rannsóknir standa þó enn yfir til að kanna betur og meta ástæður sprungumyndunar í Oddskarðsvegi. Þar sem sprungumyndun í Oddskarðsvegi og rýming í kjölfarið þann 18. desember síðastliðinn hefur vakið ugg í huga margra íbúa á Eskifirði er athygli vakin á upplýsingum um þjónustu sem er til reiðu í þjónustumiðstöð í Herðubreið á Seyðisfirði í síma 839 9931, netfangið sey@logreglan.is eða hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.
15.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 15. janúar 2020 - COVID

Fimm eru enn með greind COVID smit á Austurlandi. Athygli íbúa er vakin á rýmkuðum sóttvarnaraðgerðum er lúta meðal annars að skíðaiðkun. Leiðbeiningar til íbúa fyrir skíðasvæði á Austurlandi eru komnar á heimasíður sveitarfélaganna tveggja, Fjarðabyggðar og Múlaþings. Skíðafólk sérstaklega er hvatt til að kynna sér þær og fylgja í hvívetna. Með því gerum við okkar til að koma í veg fyrir að mögulegt smit berist á milli og þarf ekki að tíunda. Þannig munum við og smátt og smátt sjá meira til sólar í öllu okkar daglega amstri ekki síður en í íþróttaiðkun og tómstundastarfi.
15.01.2021

Fyrsti opnunardagur í Oddsskarði með takmörkunum

Skíðasvæðið í Oddsskarði verður opnað í fyrsta skipti í vetur í dag föstudaginn 15.janúar. Opið verður frá kl.16:00 – 20:00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.oddsskard.is. Takmarkanir eru þó á opnun svæðisins um þessar mundir vegna sóttvarna sem notendur eru beðnir að kynna sér vel.
15.01.2021

Rigningarspá aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi

Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á laugardag, en þá dregur úr úrkomuákefð. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar verður um 50-100 m.
14.01.2021

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar býður fram aðstoð vegna andlegra áhrifa náttúrhamfara og hættuástands

Náttúruhamfarir og hættuástand undanfarinna vikna í Múlaþingi og hér í Fjarðabyggð hafa eðlilega haft veruleg áhrif á okkur öll. Það er við því að búast að einhverji þurfi á aðstoð að halda, upplifi kvíða eða finni fyrir öðrum áhrifum sem eru fylgifiskar ástands sem þessa.
13.01.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 13. janúar 2020

Nú eru fimm einstaklingar með virkt COVID-19 smit á Austurlandi, í öllum tilvikum svokallað landamærasmit.
12.01.2021

Ritað undir verksamning vegna vinnu við uppsteypun á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði

Í dag var ritað undir samning við Launafl EHF um uppsteypun og grunnlagnavinnu við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði.
11.01.2021

Staða mála við Oddsskarðsveg – Vegurinn verður opnaður í þessari viku

Frá því um miðjan desember hefur vel verið fylgst með stöðu mála við Oddsskarðsveg ofan Eskifjarðar, vegna jarðsigs sem myndaðist í veginum í miklum rigningum. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 18. desember, en nú hefur verið ákveðið í samráði við Vegagerðina og Veðurstofuna að opna hann að nýju enda hafa litlar sem engar hreyfingar mælst á svæðinu frá því 19. desember.
11.01.2021

Söfnun jólatrjáa 11.1 - 16.1. 2021

Starfsmenn þjónustumiðstöðva munu fara um bæjarfélagið í þessari viku og týna upp jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk. Íbúar, þeir sem það vilja, eru beðnir um að setja tré á áberandi stað við lóðamörk.
11.01.2021

Sorphirða á Eskifirði í dag

Vegna bilunar í sorpbíl hjá Íslenska Gámafélaginu verður aðeins tekið sorp úr grænutunnuni á Eskfirði í dag, en ekki þeirri brúnu. Brúna tunnan verður tekin um leið og viðgerð lýkur.
10.01.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. janúar

Tveir íbúar Austurlands hafa greinst með COVID landamærasmit og því fjórir nú smitaðir í fjórðungnum. Viðkomandi eru allir í einangrun á heimilum sínum og njóta eftirlits og eftirfylgdar COVID deildar Landspítala og HSA. Áréttað er að þau fjögur smit sem nú eru í fjórðungnum eru svokölluð landamærasmit. Í því felst að grunur um önnur smit á svæðinu vegna þessara smita eru ekki til staðar að svo komnu.
10.01.2021

Fóðurprammi sökk við Gripalda í Reyðarfirði

Töluvert af sjó komst í fóðurpramma Laxa EHF við Gripalda í Reyðarfirði í gærkvöldi, sem olli því að pramminn sökk síðar í nótt. Varðskipið Þór er á staðnum, og hefur verið unnið að því að tryggja mengunarvarnir á svæðinu.
08.01.2021

Vonsku veður í nótt og á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt (9. janúar) og gildir til klukkan 18:00 þann 9. janúar.
07.01.2021

Lokað í Stefánslaug frá kl. 10

Vegna vinnu við fjarvarmaveitu í Neskaupstað þarf að loka Stefánslaug frá kl. 10:00 í dag og fram eftir degi. Ekki liggur ljóst fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag, en það verður tilkynnt þegar það liggur fyrir.
05.01.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. janúar

Enginn er með virkt COVID-19 smit á Austurlandi.Bólusetning hófst sem kunnugt er í fjórðungnum skömmu fyrir áramót þegar okkar viðkvæmustu íbúar og framlínustarfsfólk var bólusett. Þar er þó um hænuskref að ræða enn sem komið er fyrir heildina og langt í að hjarðónæmi náist. Við erum því sem samfélag jafn berskjölduð fyrir veirunni og áður. Mikilvægt er því sem fyrr að fara varlega.
03.01.2021

Vinningssögur í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna í Fjarðabyggð

Úrslit liggja fyrir í jólasmásagnakeppni Menningarstofu. Dómnefndin var samstíga í mati sínu og sammála um að sögurnar sem skilað var inn væru gríðarlega skemmtilegar og vel skrifaðar.
29.12.2020

Tinna Rut Þórarinsdóttir er Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2020

Tinna Rut Þórarinsdóttir er tvítug blakkona sem er uppalin hjá Þrótti Neskaupstað en hún hefur æft blak frá sex ára aldri og hefur spilað sérstaklega vel með meistaraflokki Þróttar síðustu keppnistímabil.
29.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 29. desember

Engin greind COVID-19 smit eru á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til þess að ýtrustu aðgæslu sé gætt í aðdraganda áramóta, við meðferð flugelda en ekki síður í samskiptum okkar íbúa á milli vegna sóttvarna.
28.12.2020

Upptaka af íbúafundi fyrir Eskfirðinga

Þann 22.desember fór fram í beinu streymi á vefsíðu Fjarðabyggðar íbúafundur með Eskfirðingum þar sem farið var yfir þá rýmingu sem átti sér stað á svæðinu um helgina. Hægt er að nálgast upptöku af íbúafundinum á Youtube rás Fjarðabyggðar með því að smella hér. Fundargerð fundarins má nálgast hér að neðan á ensku og pólsku. Kynnningarefni Veðurstofunnar sem farið var yfir á fundinum verður sett á vefinn strax eftir helgi.
27.12.2020

Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2020

Frá árinu 2000 hefur íþrótta- og tómstundanefnd valið íþróttamann Fjarðabyggðar. Þrátt fyrir um margt sérstakt íþróttaár vegna Covid19 faraldursins verður engin breyting þar á í ár.
26.12.2020

Gul veðurviðvörun - Vel er fylgst með aðstæðum ofan Eskifjarðar

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula viðvörun vegna veðurs sem gengur yfir Austurland í nótt og á morgun. Gert er ráð fyrir talsverðum vindi og ofankomu, sem til að byrja með verður snjókoma, en breytist svo í rigningu þegar líður á morgundaginn. Íbúum er bent á að huga vel að lausamunum og niðurföllum áður en veðrið gengur yfir. Vegna þessarar viðvörunar vill Fjarðabyggð árétta að vel er fylgst með aðstæðum ofan Eskifjarðar, og verður það eftirlit aukið vegna þessa veðurs. Mælingar síðustu daga benda þó til þess að á svæðinu sé allt með kyrrum kjörum.
23.12.2020

Í kjölfar rýmingar á Eskifirði um liðna helgi

Föstudaginn 18. desember sl. þurfti að rýma hús á Eskifirði vegna hugsanlegrar hættu á skriðuföllum. Mikið hafði rignt dagana á undan og voru eftirlitsmenn Veðurstofunnar með virkt eftirlit þessa daga vegna hættu á skriðuföllum og vatnavaxta. Á föstudeginum verða þeir varir við sprungumyndun á gamla Oddsskarðsveginum og sjá er líður á daginn að sprungurnar fara stækkandi.
22.12.2020

Kveðjur til íbúa Seyðisfjarðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir Seyðfirðingum og sveitarfélaginu Múlaþingi, hlýjar kveðjur í kjölfar þeirra hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað undanfarna daga á Seyðisfirði.
22.12.2020

Íbúafundur fyrir Eskfirðinga

Boðað er til íbúafundar vegna rýmingar á Eskifirði vegna skriðuhættu. Fundurinn verður í beinu streymi á heimasíðu Fjarðabyggðar þriðjudaginn 22. desember og hefst hann kl. 18:00. Hægt er að nálgast streymið með því að smella hér.
20.12.2020

Rýmingu á Eskifirði aflétt/Evacuation in Eskifjordur lifted/Zakończenie ewakuacji w Eskifjörður.

Að höfðu samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur rýmingu á Eskifirði nú verið aflétt. Fjöldahjálparstöðinni í Eskifjarðarkirkju verður í framhaldinu lokað kl. 15:30. Mikil hreyfing var á tveimur stöðum í Oddsskarðsveginum á fimmtudag og sprungur opnuðust. Lítil hreyfing hefur verið frá því í gær og ekki eru vísbendingar um að stórt svæði hafi verið á hreyfingu. Oddskarðsvegur verður þó lokaður eitthvað áfram. Þá falla úr gildi fyrri tilmæli um að fólk gæti varúðar við Grjótá og Lambeyrará. Opinn rafrænn íbúafundur er fyrirhugaður á þriðjudag með lögreglustjóra, bæjarstjóra Fjarðabyggðar og fulltrúa Veðurstofu. Upplýsingar um tímasetningu verður send síðar.
20.12.2020

Tilkynning varðandi rýmingu á Eskifirði

Enn er unnið að mælingum á Oddsskarðsvegi og staðan endurmetin síðar í dag. Rýming stendur því enn. Gera má ráð fyrir að niðurstöður mælinga liggi fyrir um klukkan fimm í dag og standa þá vonir til að rýmingu megi aflétta að hluta eða öllu leyti. Næsta tilkynning verður send um klukkan 15. Fjöldahjálparstöð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni að Dalbraut 2 er opin í dag. Inspections at Oddskarðsvegur are still ongoing and the situation will be evaluated later today. Therefore the partial evacuation in Eskifjörður is still in force. It can be expected that results from the inspections will arrive around 17:00 today and hopes are that the evacuation order will be lifted, partly or completely. The next announcement will be published around 15:00 today. The Red Cross emergency shelter in the church in Eskifjörður at Dalbraut 2 will be open today.