Fara í efni
24.02.2021 Fréttir

Launamunur kynja lækkar á milli ára hjá Fjarðabyggð

Deildu

Stefna Fjarðabyggðar er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Óútskýrður launamunur verði aldrei meiri en 3,5% og ávalt sem næst 0%.

Tilgangur jafnlaunagreiningar er að meta hvort óútskýrður launamunur sé til staðar á milli kynja í sömu eða jafn verðmætum störfum. Til að verðmeta störf er þeim raðað eftir hæfni, álagi, ábyrgð og vinnuaðstæðum samkvæmt flokkun Starfsmats. Þá er störfum raðað í hópa þannig að jafnverðmætum störfum er raðað saman. Jafnframt er sérstaklega skoðað hvernig persónuálag hefur áhrif á laun.

Við fögnum því að óútskýrður launamunur kynjanna lækki milli ára og höldum ótrauð áfram að vinna að jafnrétti í samfélaginu.