Fara í efni

Fréttir

20.12.2020

Fjöldahjálparstöð RKÍ á Eskfirði er opinn í dag

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins í í Kirkju- og menningarmiðstöð á Eskifirði er opin frá kl. 9:00 í dag. Aðilar úr viðbragðsteymi Rauða krossins verða á staðnum og boðið er uppá kaffi og með því. Þá má einni nálgast á svæðinu fræðsluefni um sálrænan stuðning liggur og spjalla um daginn og veginn.
19.12.2020

Áframhald á rýmingu á Eskifirði

Veðurstofa, Vegagerð og Fjarðabyggð hafa verið við mælingar og athuganir í dag við Oddsskarðsveg. Vinna þarf úr gögnum og gera frekari mælingar og athuganir til þess að meta stöðuna og því þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu að sinni. Staðan verður endurmetin eftir hádegið á morgun. Rýming mun því í gildi til hádegis á morgun að minnsta kosti. Ef íbúar á rýmdum svæðum þurfa að ná í nauðsynjar á heimili sín eru þeir vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram áður í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Eskifjarðarkirkju áður og fá þá fylgd inn á svæðið. Fjöldahjálparstöðin verður opin í Eskifjarðarkirkju frá kl. 16 í dag til klukkan 21. Hún opnar svo að nýju í fyrramálið kl. 9 og verður opin til hádegis þegar staðan verður metin að nýju.
19.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. desember - Rýming á Eskifirði

Fundur var með almannavarnanefnd Ríkislögreglustjóra og aðgerðastjórn á Austurlandi vegna rýminga á Eskifirði í gær. Veðurstofa, Vegagerð og Fjarðabyggð skoða nú og meta aðstæður. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir hádegi. Næsta tilkynning verður send út milli klukkan 13 og 14 í dag. Rýming verður í gildi a.m.k þangað til. A partial evacuation of Eskifjörður remains in force today. Houses in several streets were evacuated yesterday afternoon when it was discovered that fissures in the mountains above the town in the area of Oddskarðsvegur, had expanded. Specialists from the Icelandic Meteorological Office, Vegagerðin and Fjarðabyggð will the assess conditions on the ground today. It is hoped that the results will be available early this afternoon. An information update will be sent out between 1pm and 2pm today.
19.12.2020

Hlýjar kveðjur til Seyðfirðinga

Austfirðingar hafa undanfarna daga verið rækilega minntir á þann ógnarkraft sem býr í náttúrunni og veðurfarinu. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sendir íbúum Seyðisfjarðar hlýjar kveðjur í kjölfar þeirra hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað þar undanfarna daga. Hugur allra íbúa Fjarðabyggðar er hjá Seyðfirðingum þessa stundina.
18.12.2020

Rýming húsa á Eskifirði gekk vel

Rýming á Eskifirði gekk vel og þeir íbúar sem yfirgefa þurftu heimili sín hafa nú fundið sér næturstað annarsstaðar á Eskifirði eða í nálægum byggðarlögum. Svæðið verður vaktað í nótt og fylgst vel með aðstæðum.
18.12.2020

Tilkynning frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu. Sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar hafa stækkað í dag. Veðurstofan mælist til þess að Botnabraut, Hátún, Helgafell, Lambeyrarbraut, Hólsvegur og Strandgata verði rýmdar. Íbúar í viðkomandi götum eru beðnir um að skrá sig í fjöldahjálparstöð Rauða kross Íslands í Eskifjarðarkirkju að Dalbraut 2 á Eskifirði eða hringja í síma 1717.
18.12.2020

Helgustaðavegur lokaður vegna aurskriðu

Aurskriða féll á Helgustaðaveg, út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða, í nótt og er vegurinn því lokaður. Staða mála verður metin að nýju í birtingu. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Fjarðabyggðar og hjá Vegagerðinni þegar þær liggja fyrir.
17.12.2020

Samvinna eftir skilnað - Nýtt úrræði fyrir foreldra

Nýverið var undirritaður samningur við félagsmálaráðuneytið um þátttöku Fjarðabyggðar í tilraunaverkefninu samvinna eftir skilnað. Í verkefninu felst að Fjarðabyggð mun bjóða foreldrum upp á sérhæfða ráðgjöf og stuðning til að takast á við þær breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar. Ráðgjöfin mun standa foreldrum sem eru að slíta sambandi til boða og foreldrum sem áður hafa stigið það skref.
16.12.2020

Áframhaldandi rigning á Austurlandi

Íbúar í Fjarðabyggð hafa ekki farið varhluta af því mikla vatnsveðri sem gengið hefur yfir Austurland síðustu daga. Ekkert lát er hins vegar á ofankomunni og spáð er áframhaldandi rigningu næstu daga. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa unnið að því að tryggja sem best að fráveitukerfin hafi undan en þetta mikla vatnsveður hefur áhrif á fráveitukerfið og eru íbúar því beðnir um að huga vel að niðurföllum í nágrenni við heimili og vinnustaði. Að gefnu tilefni er íbúum bent á að hægt er að hafa samband í síma 470 9000 utan opnunartíma bæjarskrifstofu og fá þannig samband við bakvaktasíma þjónustumiðstöðva.
15.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. desember

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Nú líður að jólum og þá viljum við að öllum líði sem best. Að veikjast af Covid nú þýðir fyrir viðkomandi að vera í einangrun um bæði jól og áramót. Mikilvægur liður í aðventuhegðun okkar þarf nú að vera vandaðar persónulegar sóttvarnir með því að virða tvo metrana, handþvott, sprittnotkun og grímuburð. Samhliða eins og alltaf að sýna tillitssemi, virða fjöldatakmarkanir og forðast margmenni. Síðast en ekki síst minnir aðgerðastjórn á að maður er manns gaman og því brýnt að við gætum hvers annars og ekki síst þeirra sem mögulega eru einir og nýtum þar bæði síma og myndsímtöl.
15.12.2020

Bæjarskrifstofa lokuð aðfangadag og gamlársdag

Bæjarskrifstofa og skiptiborð Fjarðabyggðar verða lokuð fimmtudaginn 24. desember - Aðfangadag og fimmtudaginn 31.desember - Gamlársdag. Ef brýn erindi koma upp er hægt að hafa samband í síma 470 9080 og koma skilaboðum til starfsmanna. Einnig má senda skilaboð í gegnum fjardabyggd@fjardabyggd.is
14.12.2020

Listagjöf frá Listahátíð í Reykjavík

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp landsmönnum upp á svokallaðar listagjöf núna fyrir jólin. Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði listagjof.listahatid.is. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann
11.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. desember

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn minnir á aðvaranir sóttvarnalæknis um að staða COVID mála sé viðkvæm, sér í lagi nú með þeim ys og þys sem fylgir undirbúningi jóla. Hún hvetur því til að sá þröngi vegur sem framundan er verði fetaður af ýtrustu hægð og varúð. Þannig komumst við í sameiningu ósködduð yfir hátíðarhjallann sem bíður og inn í nýtt ár. Njótum þess að eiga lágstemmdan og notalegan jólaundirbúning með okkar nánustu.
11.12.2020

Tónlistarviðburður í Molanum fellur niður í dag

Vegna tilmæla Aðgerðastjórnar Almannavarna á Austurlandi hefur Fjarðabyggð ákveðið að fella niður Tónlistarviðburðum sem fram áttu að fara í Molanum á Reyðarfirði í dag kl. 16:00 og á morgunn frá kl. 13 - 16 á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
10.12.2020

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020

Á vordögum stóð Fjarðabyggð fyrir ljósmyndasamkeppni undir heitinu "Fjarðabyggð með mínum augum". Það er skemmst frá því að segja að mikill áhugi var á keppninni og rúmlega 300 myndir bárust. Úrslit í keppninni liggja nú fyrir.
10.12.2020

Litlu jólin í Fjarðabyggð 11. - 12. desember

Menningarstofa Fjarðabyggðar stendur fyrir "Litlu jólunum" í Fjarðabyggð dagana 11. - 12. desember í samstarfið við fyrirtæki og félagasamtök íFjarðabyggð. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og nú er svo sannarlega tíminn til að fanga jólastemninguna og létta lund á fordæmalausum tímum.
09.12.2020

Breytingar á sóttvörnum taka gildi 10. desember

Heilbrigðisráðherra kynnti í gær nýja breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem taka gildi þann 10. desember. Breytingarnar eru varfærnar, en þær má kynna sér nánar á vef stjórnarráðsins með því að smella hér.
08.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 8. desember

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á nýjum sóttvarnareglum Heilbrigðisráðherra er taka gildi frá og með 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021. Helstu breytingar lúta að fjöldatakmörkunum barna og grímuskyldu þeirra, að sund- og baðstöðum, veitingastöðum og verslunum, íþróttaiðkun, menningarviðburðum og jarðaförum. Í öllum tilvikum er um lítilsháttar rýmkun reglna að ræða. Íbúar eru hvattir til að kynna sér þessar reglur á vef stjórnarráðsins.
08.12.2020

Foreldrar hvattir til að sækja tímanlega um leikskólapláss

Leikskólarnir í Fjarðabyggð vekja athygli foreldra sem eiga börn á fyrsta ári að sækja tímanlega um nám í leikskóla.
08.12.2020

Sala fasteigna í eigu Fjarðabyggðar

Á vef Fjarðabyggðar má nú nálgast lista yfir þær eignir Fjarðabyggðar sem skráðar hafa verið á sölulista. Listann má finna með því að smella hér.
07.12.2020

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar - Aðkoma íbúa

Fjarðabyggð kynnir um þessar mundir drög að umhverfis- og loftlagsstefnu sveitarfélagsins til ársins 2040 og óskar nú eftir aðkomu íbúa og hagsmunaaðila á stefnunni.
04.12.2020

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn.

Á bæjarstjórnarfundi þann 3. desember fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024. Var áætlunin samþykkt með 7 atkvæðum Fjarðarlista, Framsóknarflokks og fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn áætluninni.
04.12.2020

Umhverfisátak í dreifbýli Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð í samstarfi við Hringrás hefur síðustu mánuði unnið að umhverfisátaki í dreifbýli Fjarðabyggðar. Átakið gengur út á það að fá fjarlægt brotajárn og bílhræ af jörðum í sveitarfélaginu.
04.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórna á Austurlandi 4. desember

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hefur á fundum sínum nýverið fjallað um möguleikann á að haldnar verði áramótabrennur í umdæminu. Í ljósi aðstæðna og gildandi takmarkana beinir aðgerðastjórn því til sveitarfélaga á svæðinu að ekki verði haldnar áramótabrennur þetta árið.
03.12.2020

Áfram slæm veðurspá í fyrramálið - Snjómokstur gæti tafist.

Slæmt veður hefur verið víða í Fjarðabyggð í dag og talsverður snjór hefur safnast fyrir. Spáð er leiðinlegu veðri áfram í fyrramálið og eitthvað fram eftir morgni. Snjómokstur mun hefjast snemma í fyrramálið og lögð verður áhersla á að opna helstu stofnleiðir áður en farið verður í húsagötur. Þessi vinna mun taka tíma og ljóst er að snjómokstri mun EKKI verða lokið í öllum húsagötum þegar fólk leggur í hann til vinnu og skóla í fyrramálið. Það má því gera ráð fyrir að einhverjar götur gætu verið þung- eða ófærar eitthvað fram eftir morgni.
03.12.2020

Samningur um ræstingu á leikskólum undirritaður

Föstudaginn 27. nóvember sl. var ritað undir samning við GG - Þjónustu Ehf. um ræstingu og þrif á fjórum leikskólum í Fjarðabyggð.
03.12.2020

Vetrarþjónusta Fjarðabyggðar - Verklagsreglur

Nú þegar fyrsta alvöru lægð vetrarins gengur yfir er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þá þjónustu sem Fjarðabyggð sinnir varðandi snjómokstur og hálkuvarnir. Vetrarþjónustan byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust. Í reglunum er fjallað um forgangsröðun gatna og fleira sem viðkemur snjómokstri og hálkuvörnum í byggðakjörnum Fjarðabyggðar.
02.12.2020

Bæjarráð Fjarðbyggðar hvetur Reykjavíkurborg til að afturkalla kröfu sína á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Í bókun sem bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum sl. mánudag var Reykjavíkurborg hvött til að draga til baka 8,7 milljarðar króna kröfui sem hún hefur sett fram á Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga, enda geti krafan haft þau áhrif að Jöfnunarsjóðurinn þurfi að draga úr framlögum sínum til sveitarfélaga til framtíðar.
02.12.2020

Slæm veðurspá 2. - 3. desember

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í dag og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna þessa. Hvessa mun til muna þegar líður á daginn, og gert er ráð fyrir norðan 18 – 25 m/s í kvöld og fram eftir degi á morgun. Samfara þessu verður umtalverð ofankoma. Íbúar eru beðnir að huga vel að lausamunum s.s. jólaskrauti og kanna veðuraðstæður vel áður en lagt er í ferðalög á milli staða.
02.12.2020

7. bekkur Nesskóla hlýtur silfurviðurkenningu

7. bekkur Nesskóla hlaut á dögunum silfur viðurkenningu fyrir þátttöku í Berbas áskorunini. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum.