Fjarðabyggð kynnir um þessar mundir drög að umhverfis- og loftlagsstefnu sveitarfélagsins til ársins 2040 og óskar nú eftir aðkomu íbúa og hagsmunaaðila á stefnunni.
Á bæjarstjórnarfundi þann 3. desember fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024. Var áætlunin samþykkt með 7 atkvæðum Fjarðarlista, Framsóknarflokks og fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn áætluninni.
Fjarðabyggð í samstarfi við Hringrás hefur síðustu mánuði unnið að umhverfisátaki í dreifbýli Fjarðabyggðar. Átakið gengur út á það að fá fjarlægt brotajárn og bílhræ af jörðum í sveitarfélaginu.
Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hefur á fundum sínum nýverið fjallað um möguleikann á að haldnar verði áramótabrennur í umdæminu. Í ljósi aðstæðna og gildandi takmarkana beinir aðgerðastjórn því til sveitarfélaga á svæðinu að ekki verði haldnar áramótabrennur þetta árið.
Slæmt veður hefur verið víða í Fjarðabyggð í dag og talsverður snjór hefur safnast fyrir. Spáð er leiðinlegu veðri áfram í fyrramálið og eitthvað fram eftir morgni. Snjómokstur mun hefjast snemma í fyrramálið og lögð verður áhersla á að opna helstu stofnleiðir áður en farið verður í húsagötur. Þessi vinna mun taka tíma og ljóst er að snjómokstri mun EKKI verða lokið í öllum húsagötum þegar fólk leggur í hann til vinnu og skóla í fyrramálið. Það má því gera ráð fyrir að einhverjar götur gætu verið þung- eða ófærar eitthvað fram eftir morgni.
Nú þegar fyrsta alvöru lægð vetrarins gengur yfir er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þá þjónustu sem Fjarðabyggð sinnir varðandi snjómokstur og hálkuvarnir. Vetrarþjónustan byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust. Í reglunum er fjallað um forgangsröðun gatna og fleira sem viðkemur snjómokstri og hálkuvörnum í byggðakjörnum Fjarðabyggðar.
Í bókun sem bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum sl. mánudag var Reykjavíkurborg hvött til að draga til baka 8,7 milljarðar króna kröfui sem hún hefur sett fram á Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga, enda geti krafan haft þau áhrif að Jöfnunarsjóðurinn þurfi að draga úr framlögum sínum til sveitarfélaga til framtíðar.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í dag og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna þessa. Hvessa mun til muna þegar líður á daginn, og gert er ráð fyrir norðan 18 – 25 m/s í kvöld og fram eftir degi á morgun. Samfara þessu verður umtalverð ofankoma. Íbúar eru beðnir að huga vel að lausamunum s.s. jólaskrauti og kanna veðuraðstæður vel áður en lagt er í ferðalög á milli staða.
7. bekkur Nesskóla hlaut á dögunum silfur viðurkenningu fyrir þátttöku í Berbas áskorunini. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum.
Fjarðabyggð hefur að undanförnu leitað eftir tillögum íbúa vegna vinnu við deilskipulagið "Eskifjörður – Útkaupsstaður", en um er að ræða svæði sem afmarkast af svæðinu neðan Túngötu, milli Grjótár og Útkaupstaðarbrautar og til sjávar milli Strandgötu 42 og 44. Frestur til að skila inn tillögum hefur nú verið framlengdur til 15. desember nk.
Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur íbúa til dáða sem fyrr, til að ríghalda í þá góðu stöðu sem er og hefur verið í fjórðungnum og gefa hvergi eftir í sóttvörnum okkar. Í því felst að halda tveggja metra fjarlægð, nota grímu þar sem það er áskilið, muna handþvott og sprittnotkun. Höldum einbeitingu, styðjum og hvetjum hvert annað til dáða og gerum þetta saman.
Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á fjölda smita sem nú greinast á höfuðborgarsvæðinu. Vísar hún í því sambandi til fyrri leiðbeininga um að ferðast ekki milli landsvæða nema af brýnni þörf. Komi til þess að ferðalög verði ekki umflúin er hyggilegt að halda sig fjarri öllum mannfagnaði og hópum á því svæði sem heimsótt er. Gæta auk þess sérstaklega að öllum sóttvörnum og leiðbeiningum þegar heim er komið til að forða að smit geti borist um samfélagið og á vinnustaði að teknu tilliti til aðstæðna. Höldum sjó á aðventunni sem öðrum tímum og komumst þannig heil í höfn.
Starfsmenn Fjarðabyggðar vinna nú að því hörðum höndum að skreyta bæjarkjarnanna. Settar hafa verið upp skreytingar á ljósastaura víða, og unnið er að því að sitja upp ljósaskreytt jólatré.
Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir til jólasmásagnakeppni á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum í grunnskólum Fjarðabyggðar, en veitt verða vegleg bókaverðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.
Frá því í vor hefur staðið yfir undirbúningur að byggingu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði. Nú er hönnun hússins lokið og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við það hefjist fljótlega á nýju ári.
Eitt COVID smit er á Austurlandi. Aðgerðastjórn ítrekar enn mikilvægi persónubundinna sóttvarna og minnir á að handan við hornið er tími inflúensunnar árlegu. Fyrrnefndar sóttvarnir gagnast líka gegn henni og mörgum öðrum veirupestum.
Eitt COVID smit er sem fyrr á Austurlandi frá þriðjudeginum 17. nóvember. Þrjátíu og átta einstaklingar fóru í skimun vegna þess og reyndust öll sýni neikvæð. Þar var um skólabörn að ræða og fullorðna sem töldust mögulega útsett. Smit var þó allan tímann talið ólíklegt sökum sóttvarnaráðstafana er viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækis er hinn smitaði starfar hjá en ekki útilokað. Svo virðist sem þau ráð hafi dugað og sýnir meðal annars mikilvægi persónubundinna sóttvarna. Í því felst meðal annars að gæta ávallt að fjarlægð, grímunotkun, handþvotti og sprittun.
Niðurstaða sýnatöku sem framkvæmd var í gær á þeim sem fóru í sóttkví í kjölfar smits 17. nóvember sl. liggur fyrir nema í einu tilfelli þar sem endurtaka þarf sýnatökuna. Öll hin sýnin voru neikvæð, þ.e. engin smit greindust.
Eitt Covid smit er á Austurlandi og 38 einstaklingar eru í sóttkví. Nær allir þeir sem nú eru í sóttkví fóru í sýnatöku í dag. Þeir þurfa að vera áfram í sóttkví þar til þeir hafa fengið eðlilega niðurstöðu. Vænta má að niðurstöður liggi fyrir seint í kvöld.
Fleiri COVID smit hafa ekki greinst á Austurlandi utan það sem greindist þriðjudaginn 17. nóv síðastliðinn. Þrjátíu og sjö einstaklingar eru sem fyrr í sóttkví. Vegna framangreinds smits fóru sex í sýnatöku í gærmorgun. Niðurstaða barst í gærkvöldi. Engin smit greindust.
Smitrakning hefur staðið yfir á Austurlandi vegna COVID smits er upp kom í gær. Einn er í einangrun frá í gær og þrjátíu og sjö komnir í sóttkví. Af þeim fóru sex einkennalausir í sýnatöku í morgun og er niðurstöðu að vænta í kvöld. Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu.
Þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem í gangi hafa verið undanfarnar vikur hafa ekki síst haft áhrif á starf í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt áhugavert og skemmtilegt verið í gangi í öllum skólum Fjarðabyggðar undanfarið.
Ekkert virkt COVID smit er nú á Austurlandi líkt og verið hefur frá 9. nóvember sl. Fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnareglum voru kynntar hjá heilbrigðisráðherra í dag og munu þær breytingar taka gildi nk. miðvikudag 18. nóvember. Næstu daga eru því reglurnar óbreyttar. Aðgerðastjórn vill því minna á að við verðum að halda áfram að fara eftir settum reglum, sýnum aðgát eins og við höfum gert svo vel hingað til og verum þolinmóð.
Í dag var gleðilegur dagur á leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík þegar nýtt húsnæði Leikskólans var tekið í notkun. Starfsemin hefur nú fengið aðstöðu í nýuppgerðum stofum í húsnæði Grunnskóla Breiðdals- og Stöðvarfjarðar á Breiðdalsvík.
Vegna vinnu við asbestlögn á Fáskrúðsfirði verður vatnslaust í hesthúsahverfinu, gámavelli, Rörasteypunni, Ljósalandi og í öllum húsum neðan við Hafnargötu, að Rafmagnsverkstæði Loðnuvinnslunnar að Hafnargötu 7 frá kl. 11:00 í dag. Stefnt er að því að viðgerð verði lokið um kl. 19:00
Engin er með virkt COVID smit á Austurlandi sem stendur. Þó ástand sé gott í fjórðungnum eru sóttvarnareglur þess eðlis að þær geta verið íþyngjandi fyrir marga. Mikilvægt er þá að tapa ekki gleðinni og njóta þess að vera til. Ein leið til þess er að heyra reglulega í okkar nánustu og í öðrum þeim er kunna að eiga erfiða tíma. Skimum yfir sviðið hvert og eitt okkar og hjálpumst að við gleðja hvert annað. Höldum áfram að gera þetta saman.