Fara í efni

Fréttir

09.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. nóvember

Einn einstaklingur er nú smitaður um borð í Norrænu sem kemur til Seyðisfjarðar í fyrramálið. Smitið var greint við brottför í Hirtshals í Danmörku. Áfram er ástandið gott á Austurlandi og með samstilltu átaki gerum við okkar til að svo megi verða áfram.
09.11.2020

Tilkynning til hunda- og kattaeigenda í Fjarðabyggð – Ormalyfsgjöf 2020

Á tímum heimsfaraldurs og hertra sóttvarnareglna er nauðsynlegt breyta fyrirkomulagi ormalyfsgjafa fyrir hunda og ketti. Í stað þess að eigendur komi með dýrin sýn til ormahreinsunar verða ormalyf sent til allra skráðra eigenda í Fjarðabyggð, ásamt fylgiseðli og leiðbeiningum.
07.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. nóvember

Engin breyting hefur orðið á fjölda COVID smita á Austurlandi og eru tveir einstaklingar í einangrun með staðfest smit. Einstaklingar þessir greindust með smit í landamæraskimun líkt og fram kom í tilkynningu aðgerðastjórnar þann 30. október sl.
06.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. nóvember

Tveir eru greindir með COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun og því óbreytt staða hvað það varðar. Lögreglan hefur undanfarið haldið upp öflugu eftirliti með að sóttvarnarreglum sé framfylgt og farið í fjölda verslana og veitingahúsa á Austurlandi. Í langflestum tilvikum hefur reglum þessum verið framfylgt í hvívetna og ábendingum lögreglu verið vel tekið. Lögreglan á Austurlandi mun áfram halda uppi reglubundnu eftirliti í þessum málaflokki.
05.11.2020

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 – Fyrri umræða í bæjarstjórn í dag.

Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024. Seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina hefur ekki verið ákveðin en verður fyrir miðjan desember nk. Upptöku af fundinum má finna á Youtube síðu Fjarðabyggðar.
05.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. nóvember

Tveir eru með virkt smit á Austurlandi og báðir í einangrun. Af hálfu lögreglu hefur markvisst eftirlit verið í gangi með því hvernig sóttvarnareglum er framfylgt og kappkostað að leiðbeina þar sem þess er þörf. Þá hefur ábendingum um meint brot verið fylgt eftir. Af viðbrögðum að dæma eru íbúar og atvinnurekendur áfram um að gera þetta vel og gera þetta rétt.
05.11.2020

300. fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hefst í dag kl. 16:00, og er þetta fundur númer 300. Vegna sóttvarnaráðstafana verður fundurinn haldinn á í gegnum fjarfundarkerfið Zoom og verður þar af leiðandi ekki sýndur beint. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á Youtube rás Fjarðabyggðar fljótlega að fundi loknum.
04.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. nóvember

Tveir eru greindir með COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun. Afar ánægjulegt er að fólk virðist hafa tekið alvarlega þau tilmæli að vera heima hafi það einkenni COVID smits og leita þá heilsugæslunnar. Mælikvarði á þetta er að í nýliðnum október voru tekin milli tíu og fimmtán einkennasýni í fjórðungnum á hverjum degi. Sýnin eru send samdægurs til greiningar á höfuðborgarsvæðinu og niðurstöður liggja að jafnaði fyrir innan við sólarhring eftir sýnatöku. Ljóst er af þessu meðal annars að við erum að gera þetta saman.
03.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. nóvember

Tveir einstaklingar eru með COVID smit í fjórðungnum og báðir í einangrun. Aðgerðstjórn vekur athygli á að þó svo virðist sem fjöldi smita sé heldur í rénun á höfuðborgarsvæðinu og vísbendingar um að tök séu að nást á ástandinu, þá er enn mikið um smit utan þess og í næstu fjórðungum sem veldur áhyggjum. Íbúar því hvattir til að fara varlega og ferðast ekki nema af brýnni nauðsyn.
02.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. nóvember

Tveir eru með COVID smit á Austurlandi og í einangrun. Nokkrar ábendingar hafa borist aðgerðastjórn um meint brot á nýjum sóttvarnareglum sem hefur verið fylgt eftir og reglur áréttaðar. Lagfæringar verið gerðar undantekningalaust. Um vangá er að ræða fyrst og fremst og í einhverjum tilvikum þekkingarleysi. Því er mikilvægt að við kynnum okkur reglurnar sem gilda og fylgjum þeim eftir. Er þar sérstaklega minnt á grímuskylda í verslunum sem nú er orðin alger og án undantekninga nema þeim sem fæddir eru 2011 og síðar.
02.11.2020

Gísli Samúelsson er sigurvegari í ljóðasamkeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar stóð á dögunum fyrir ljóðasamkeppni í tilefni af Dögum Myrkurs. Sigurvegari ljóðasamkeppninnar að þessu sinni var Gísli Samúelsson með ljóðið "Dagar myrkurs".
01.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 1. nóvember

Tveir eru með staðfest COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun. Aðgerðastjórn hefur síðustu vikur áréttað tilmæli sóttvarnalæknis um að ferðalög milli landshluta og þá sér í lagi til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna ástands þar séu ekki farin nema af brýnni nauðsyn. Á þetta er enn minnt og vísað auk þess til mikils álags á heilbrigðisþjónustuna sem eins og sakir standa má ekki við viðbótaráföllum. Heima er best.
31.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 31. október

Tveir eru nú í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á að nýjar reglur um takmarkanir á skólahaldi í kjölfar hertra sóttvarnaregla er tóku gildi á miðnætti munu kynntar í næstu viku. Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu sveitarfélaganna á svæðinu vegna þessa.
30.10.2020

Hertar sóttvarnarráðstafanir - breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á miðnætti föstudaginn 30. október. Allar takmarkanir ná til landsins alls. Vegna þessa þarf Fjarðabyggð að gera breytingar þjónustu stofnanna á má kynna sér það hér að neðan.
30.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. október

Tveir eru nú smitaðir á Austurlandi, báðir með svokallað landamærasmit. Þeir greindust við sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu til landsins og hafa síðan verið í einangrun á heimili sínu á Austurlandi. Vel er fylgst með líðan þeirra og þörfum af hálfu Covid-deildar Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. (HSA). Enginn er í sóttkví vegna þessara smita og enginn grunur um önnur smit vegna þeirra. Einangrun varir meðan veikindin vara, en með öllum fyrirvörum má gera ráð fyrir að um hálfan mánuð sé að ræða í einangrun.
29.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Enn er fjöldi smita að greinast á höfuðborgarsvæðinu sem og víða á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir hertum reglum af hálfu yfirvalda vegna þessa. Þær verða kynntar á þessum vettvangi um leið og þær liggja fyrir, hugsanlega á morgun.
27.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. október

Engin COVID smit eru nú á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til þess sem fyrr að ferðalög milli landsvæða verði einungis farin af brýnni þörf. Fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu er skýr vísbending um að staðan er enn mjög viðkvæm og eins smit er upp hafa komið vegna ferðalaga milli landshluta. Því er biðlað meðal annars til rjúpnaveiðimanna í aðdraganda veiðitímabilsins er hyggja á ferðir til Austurlands að fara hvergi þetta árið heldur halda sig í heimabyggð. Gætum að okkur og gerum það saman
27.10.2020

Vegurinn um Norðurdal í Breiðdal verður lokaður 28.10 - 29.10

Vegna vinnu Vegagerðarinnar við brúna yfir Tinnudalsá í Norðurdal í Breiðdal verður vegurinn um dalinn lokaður frá kl. 10:00 miðvikudaginn 28. október og fram eftir degi þann 29. október. Búið er að gera ráðstafanir þannig að börn af svæðinu komist heim úr skóla á þessum tíma. Nánari upplýsingar um lokunina eru veittar hjá Vegagerðinni í síma 522 1000.
26.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 26. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.
26.10.2020

Bátur sökk í höfninni á Stöðvarfirði

Í gærmorgun bárust fréttir af því að togbáturinn Drangur ÁR-307 væri að sökkva við höfnina á Stöðvarfirði. Viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og voru mætti á staðinn skömmu síðar.
25.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 25. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur alla þá sem hafa farið út fyrir fjórðunginn vegna vetrarfría í skólum eða af öðrum ástæðum að fylgjast vel með heilsufari og huga vel að einkennum veikinda eftir heimkomu. Gæta vel persónulegra sóttvarna og að halda sig heima ef einhver einkenni gera vart við sig eða minnsti grunur leikur á smiti. Hafa þá samband við heilsugæsluna eða síma 1700. Með árvekni að leiðarljósi drögum við úr líkum á því að smit berist inn í skóla, vinnustaði og meðal okkar nánustu.
23.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 23.október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á að grímuskylda er í verslunum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.
22.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Vegna vetrarfrís í skólum meðal annars má búast við að talsverður fjöldi íbúa úr öðrum landshlutum leggi leið sína í sumarhús í fjórðungnum. Aðgerðastjórn hvetur því til aðgæslu bæði heimamanna og gesta. Minnir hún í því sambandi á þær fjórar smitvarnir sem mestu skipta; að fjarlægðarmörk séu haldin, grímur notaðar þar sem við á, hendur þvegnar reglulega og spritt notað á snertifleti.
21.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.
21.10.2020

Líkamsræktarstöðvar í Fjarðabyggð ennþá lokaðar

Vegna þeirra takmarkana sem nú eru gildi næstu um starfsemi líkamsræktarstöðva er ljóst að líkamsræktarstöðvar Fjarðabyggðar verða áfram lokaðar þar til slakað verður á takmörkunum. Við vonum að íbúar sýni þessu skilning, en líkamsræktarstöðvar verða opnaðar að nýju um leið og hægt er. Við viljum benda á að öll gildandi kort eru fryst á meðan ástandið varir.
20.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á að þó staðan sé góð í fjórðungnum er enn mikið um smit á höfuðborgarsvæðinu sem og erlendis. Hvorutveggja býður hættunni heim og því ástæða til að gæta að öllum sóttvarnareglum hér eftir sem hingað til. Sérstök athygli er vakin á grímunotkun í verslunum. Þó ekki sé þar um fortakslausa skyldu að ræða nema í þeim tilvikum þar sem ekki er mögulegt að tryggja tveggja metra fjarlægð, þá hvetur aðgerðastjórn til þess að grímur séu notaðar. Þannig einföldum við hlutina og gerum okkar ítrasta sem fyrr til að fyrirbyggja smit.
20.10.2020

Framkvæmdir við gerð ofanflóðavarna í Neskaupstað ganga vel

Framkvæmdum við þriðja áfanga snjóflóðavarna, byggingu varnargarðs og keila ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi og miðar vel áfram. Vinna við verkið hófst í júlí 2019 og er áætlað að þeim ljúki í desember 2021.
19.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur annars athygli á nýjum sóttvarnareglum heilbrigðisráðherra. Þar er meðal annars kveðið á um tveggja metra fjarlægðarreglu sem nú gildir um allt land og ákvæði um grímunotkun í verslunum þar sem ekki er mögulegt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Aðgerðastjórn hvetur alla til að kynna sér vel þessar reglur og fylgja. Þannig verði öryggis áfram gætt í hvívetna og hvergi skeikað að sköpuðu. Reglurnar má finna á vefnum með því að smella hér.
19.10.2020

Bleik sjöl í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar tók sig saman á dögunum, í tilefni af bleikum Október, og heklaði sjöl til að skarta í vinnunni. Andvirði hvers sjals var síðan látið renna til Krabbameinsfélags Austfjarða og söfnuðust þannig 135.000 krónur.
19.10.2020

Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Breiðdal

Eins og tilkynnt var á föstudag voru greindust vísbendingar um kóligerlamengun í vatnsveitunni í Breiðdal. Strax var hafist handa við að greina orsök mengunarinnar og endurheimta vatnsgæði í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Tekin voru fleiri sýni um helgina og hefur greining á þeim nú leitt í ljós að ekki er um kólígerlamengunn að ræða. Ekki þarf því lengur að sjóða neysluvatn í Breiðdal.