Fara í efni

Fréttir

02.12.2020

7. bekkur Nesskóla hlýtur silfurviðurkenningu

7. bekkur Nesskóla hlaut á dögunum silfur viðurkenningu fyrir þátttöku í Berbas áskorunini. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum.
01.12.2020

Deiliskipulagið Eskifjörður-Útkaupstaður - Framlengdur frestur til að skila tillögum til 15. desember

Fjarðabyggð hefur að undanförnu leitað eftir tillögum íbúa vegna vinnu við deilskipulagið "Eskifjörður – Útkaupsstaður", en um er að ræða svæði sem afmarkast af svæðinu neðan Túngötu, milli Grjótár og Útkaupstaðarbrautar og til sjávar milli Strandgötu 42 og 44. Frestur til að skila inn tillögum hefur nú verið framlengdur til 15. desember nk.
29.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. nóvember

Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur íbúa til dáða sem fyrr, til að ríghalda í þá góðu stöðu sem er og hefur verið í fjórðungnum og gefa hvergi eftir í sóttvörnum okkar. Í því felst að halda tveggja metra fjarlægð, nota grímu þar sem það er áskilið, muna handþvott og sprittnotkun. Höldum einbeitingu, styðjum og hvetjum hvert annað til dáða og gerum þetta saman.
27.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. nóvember

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á fjölda smita sem nú greinast á höfuðborgarsvæðinu. Vísar hún í því sambandi til fyrri leiðbeininga um að ferðast ekki milli landsvæða nema af brýnni þörf. Komi til þess að ferðalög verði ekki umflúin er hyggilegt að halda sig fjarri öllum mannfagnaði og hópum á því svæði sem heimsótt er. Gæta auk þess sérstaklega að öllum sóttvörnum og leiðbeiningum þegar heim er komið til að forða að smit geti borist um samfélagið og á vinnustaði að teknu tilliti til aðstæðna. Höldum sjó á aðventunni sem öðrum tímum og komumst þannig heil í höfn.
27.11.2020

Tendrun jólatrjáa í Fjarðabyggð 2020

Starfsmenn Fjarðabyggðar vinna nú að því hörðum höndum að skreyta bæjarkjarnanna. Settar hafa verið upp skreytingar á ljósastaura víða, og unnið er að því að sitja upp ljósaskreytt jólatré.
27.11.2020

Jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir til jólasmásagnakeppni á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum í grunnskólum Fjarðabyggðar, en veitt verða vegleg bókaverðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.
26.11.2020

Myndband af hönnun og útliti á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði

Frá því í vor hefur staðið yfir undirbúningur að byggingu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði. Nú er hönnun hússins lokið og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við það hefjist fljótlega á nýju ári.
25.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 25. nóvember

Eitt COVID smit er á Austurlandi. Aðgerðastjórn ítrekar enn mikilvægi persónubundinna sóttvarna og minnir á að handan við hornið er tími inflúensunnar árlegu. Fyrrnefndar sóttvarnir gagnast líka gegn henni og mörgum öðrum veirupestum.
24.11.2020

Jón Grétar Margeirsson ráðinn í starf fasteigna- og framkvæmdafulltrúa

Jón Grétar Margeirsson hefur verið ráðinn í starf fasteigna- og framkvæmdafulltrúa á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar.
23.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 23. nóvember

Eitt COVID smit er sem fyrr á Austurlandi frá þriðjudeginum 17. nóvember. Þrjátíu og átta einstaklingar fóru í skimun vegna þess og reyndust öll sýni neikvæð. Þar var um skólabörn að ræða og fullorðna sem töldust mögulega útsett. Smit var þó allan tímann talið ólíklegt sökum sóttvarnaráðstafana er viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækis er hinn smitaði starfar hjá en ekki útilokað. Svo virðist sem þau ráð hafi dugað og sýnir meðal annars mikilvægi persónubundinna sóttvarna. Í því felst meðal annars að gæta ávallt að fjarlægð, grímunotkun, handþvotti og sprittun.
21.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. nóvember 2020

Niðurstaða sýnatöku sem framkvæmd var í gær á þeim sem fóru í sóttkví í kjölfar smits 17. nóvember sl. liggur fyrir nema í einu tilfelli þar sem endurtaka þarf sýnatökuna. Öll hin sýnin voru neikvæð, þ.e. engin smit greindust.
20.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. nóvember

Eitt Covid smit er á Austurlandi og 38 einstaklingar eru í sóttkví. Nær allir þeir sem nú eru í sóttkví fóru í sýnatöku í dag. Þeir þurfa að vera áfram í sóttkví þar til þeir hafa fengið eðlilega niðurstöðu. Vænta má að niðurstöður liggi fyrir seint í kvöld.
19.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. nóvember

Fleiri COVID smit hafa ekki greinst á Austurlandi utan það sem greindist þriðjudaginn 17. nóv síðastliðinn. Þrjátíu og sjö einstaklingar eru sem fyrr í sóttkví. Vegna framangreinds smits fóru sex í sýnatöku í gærmorgun. Niðurstaða barst í gærkvöldi. Engin smit greindust.
18.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. nóvember

Smitrakning hefur staðið yfir á Austurlandi vegna COVID smits er upp kom í gær. Einn er í einangrun frá í gær og þrjátíu og sjö komnir í sóttkví. Af þeim fóru sex einkennalausir í sýnatöku í morgun og er niðurstöðu að vænta í kvöld. Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu.
16.11.2020

Öflugt skólastarf í Fjarðabyggð

Þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem í gangi hafa verið undanfarnar vikur hafa ekki síst haft áhrif á starf í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt áhugavert og skemmtilegt verið í gangi í öllum skólum Fjarðabyggðar undanfarið.
13.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 13. nóvember

Ekkert virkt COVID smit er nú á Austurlandi líkt og verið hefur frá 9. nóvember sl. Fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnareglum voru kynntar hjá heilbrigðisráðherra í dag og munu þær breytingar taka gildi nk. miðvikudag 18. nóvember. Næstu daga eru því reglurnar óbreyttar. Aðgerðastjórn vill því minna á að við verðum að halda áfram að fara eftir settum reglum, sýnum aðgát eins og við höfum gert svo vel hingað til og verum þolinmóð.
11.11.2020

Nýtt húsnæði leikskóladeildar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla tekið í notkun

Í dag var gleðilegur dagur á leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík þegar nýtt húsnæði Leikskólans var tekið í notkun. Starfsemin hefur nú fengið aðstöðu í nýuppgerðum stofum í húsnæði Grunnskóla Breiðdals- og Stöðvarfjarðar á Breiðdalsvík.
11.11.2020

Vatnslaust á Fáskrúðsfirði 11.11.2020

Vegna vinnu við asbestlögn á Fáskrúðsfirði verður vatnslaust í hesthúsahverfinu, gámavelli, Rörasteypunni, Ljósalandi og í öllum húsum neðan við Hafnargötu, að Rafmagnsverkstæði Loðnuvinnslunnar að Hafnargötu 7 frá kl. 11:00 í dag. Stefnt er að því að viðgerð verði lokið um kl. 19:00
10.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. nóvember

Engin er með virkt COVID smit á Austurlandi sem stendur. Þó ástand sé gott í fjórðungnum eru sóttvarnareglur þess eðlis að þær geta verið íþyngjandi fyrir marga. Mikilvægt er þá að tapa ekki gleðinni og njóta þess að vera til. Ein leið til þess er að heyra reglulega í okkar nánustu og í öðrum þeim er kunna að eiga erfiða tíma. Skimum yfir sviðið hvert og eitt okkar og hjálpumst að við gleðja hvert annað. Höldum áfram að gera þetta saman.
09.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. nóvember

Einn einstaklingur er nú smitaður um borð í Norrænu sem kemur til Seyðisfjarðar í fyrramálið. Smitið var greint við brottför í Hirtshals í Danmörku. Áfram er ástandið gott á Austurlandi og með samstilltu átaki gerum við okkar til að svo megi verða áfram.
09.11.2020

Tilkynning til hunda- og kattaeigenda í Fjarðabyggð – Ormalyfsgjöf 2020

Á tímum heimsfaraldurs og hertra sóttvarnareglna er nauðsynlegt breyta fyrirkomulagi ormalyfsgjafa fyrir hunda og ketti. Í stað þess að eigendur komi með dýrin sýn til ormahreinsunar verða ormalyf sent til allra skráðra eigenda í Fjarðabyggð, ásamt fylgiseðli og leiðbeiningum.
07.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. nóvember

Engin breyting hefur orðið á fjölda COVID smita á Austurlandi og eru tveir einstaklingar í einangrun með staðfest smit. Einstaklingar þessir greindust með smit í landamæraskimun líkt og fram kom í tilkynningu aðgerðastjórnar þann 30. október sl.
06.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. nóvember

Tveir eru greindir með COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun og því óbreytt staða hvað það varðar. Lögreglan hefur undanfarið haldið upp öflugu eftirliti með að sóttvarnarreglum sé framfylgt og farið í fjölda verslana og veitingahúsa á Austurlandi. Í langflestum tilvikum hefur reglum þessum verið framfylgt í hvívetna og ábendingum lögreglu verið vel tekið. Lögreglan á Austurlandi mun áfram halda uppi reglubundnu eftirliti í þessum málaflokki.
05.11.2020

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 – Fyrri umræða í bæjarstjórn í dag.

Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024. Seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina hefur ekki verið ákveðin en verður fyrir miðjan desember nk. Upptöku af fundinum má finna á Youtube síðu Fjarðabyggðar.
05.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. nóvember

Tveir eru með virkt smit á Austurlandi og báðir í einangrun. Af hálfu lögreglu hefur markvisst eftirlit verið í gangi með því hvernig sóttvarnareglum er framfylgt og kappkostað að leiðbeina þar sem þess er þörf. Þá hefur ábendingum um meint brot verið fylgt eftir. Af viðbrögðum að dæma eru íbúar og atvinnurekendur áfram um að gera þetta vel og gera þetta rétt.
05.11.2020

300. fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hefst í dag kl. 16:00, og er þetta fundur númer 300. Vegna sóttvarnaráðstafana verður fundurinn haldinn á í gegnum fjarfundarkerfið Zoom og verður þar af leiðandi ekki sýndur beint. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á Youtube rás Fjarðabyggðar fljótlega að fundi loknum.
04.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. nóvember

Tveir eru greindir með COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun. Afar ánægjulegt er að fólk virðist hafa tekið alvarlega þau tilmæli að vera heima hafi það einkenni COVID smits og leita þá heilsugæslunnar. Mælikvarði á þetta er að í nýliðnum október voru tekin milli tíu og fimmtán einkennasýni í fjórðungnum á hverjum degi. Sýnin eru send samdægurs til greiningar á höfuðborgarsvæðinu og niðurstöður liggja að jafnaði fyrir innan við sólarhring eftir sýnatöku. Ljóst er af þessu meðal annars að við erum að gera þetta saman.
03.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. nóvember

Tveir einstaklingar eru með COVID smit í fjórðungnum og báðir í einangrun. Aðgerðstjórn vekur athygli á að þó svo virðist sem fjöldi smita sé heldur í rénun á höfuðborgarsvæðinu og vísbendingar um að tök séu að nást á ástandinu, þá er enn mikið um smit utan þess og í næstu fjórðungum sem veldur áhyggjum. Íbúar því hvattir til að fara varlega og ferðast ekki nema af brýnni nauðsyn.
02.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. nóvember

Tveir eru með COVID smit á Austurlandi og í einangrun. Nokkrar ábendingar hafa borist aðgerðastjórn um meint brot á nýjum sóttvarnareglum sem hefur verið fylgt eftir og reglur áréttaðar. Lagfæringar verið gerðar undantekningalaust. Um vangá er að ræða fyrst og fremst og í einhverjum tilvikum þekkingarleysi. Því er mikilvægt að við kynnum okkur reglurnar sem gilda og fylgjum þeim eftir. Er þar sérstaklega minnt á grímuskylda í verslunum sem nú er orðin alger og án undantekninga nema þeim sem fæddir eru 2011 og síðar.
02.11.2020

Gísli Samúelsson er sigurvegari í ljóðasamkeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar stóð á dögunum fyrir ljóðasamkeppni í tilefni af Dögum Myrkurs. Sigurvegari ljóðasamkeppninnar að þessu sinni var Gísli Samúelsson með ljóðið "Dagar myrkurs".