09.11.2020
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. nóvember
Einn einstaklingur er nú smitaður um borð í Norrænu sem kemur til Seyðisfjarðar í fyrramálið. Smitið var greint við brottför í Hirtshals í Danmörku. Áfram er ástandið gott á Austurlandi og með samstilltu átaki gerum við okkar til að svo megi verða áfram.